Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2004, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.10.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004 Húsasmiðjan kaupir KB Byggingavörur: Sjáum fyrir okkur vöxt Borgarfj arðarsvæðisins -segir Arni Hauksson forstjóri Undirritaður hefur verið samningur um kaup Húsa- smiðjunnar hf. á rekstri KB byggingavara í Borgarnesi og er stefnt að því að afhending rekstrarins fari fram nú um miðjan október. I kjölfarið mun Húsasmiðjan breyta verslun KB í Borgarnesi í Húsasmiðjuversl- un „með stórauknu vöruúrvali og fjölbreyttri þjónustu en Húsasmiðjan hefur á boðstólum yfir 80 þúsund vörutegundir í verslunuin sínum,“ eins og seg- ir í tilkynningu frá fyrirtækinu. KB hefur uin áratuga skeið rekið byggingavöruverslun í Borgarnesi en hættir nú þeirri starfsemi. KB mun hins vegar á- fram reka búrekstrarvörudeild með sama sniði og verið hefur. Húsasmiðjuverslunin verður staðsett í verslunarhúsnæði KB Byggingavara, sem er nýtt 2000 Sauðmeinlaust grín og gómsætt ket Tákn Sauðamessu 2004. Næstkomandi laugardag verður Sauðamessa haldin í fyrsta skipti í Borgar- nesi en þetta er hátíð fyrir alla fjölskylduna sem helguð er sauð- kindinni og hennar afurðum. Þeir Bjarki Þor- steinsson og Gísli Einarsson standa fyrir Sauða- messunni í samvinnu við fyrir- tæki í Borgamesi: Landssam- band sauðfjárbænda, Borgar- byggð, Borgarfjarðarsveit og fleiri aðila. Þeir segja að hug- myndin að Sauðamessu hafi kviknað útfrá vel heppnuðum „matarhátíðum“ annarsstaðar s.s. fiskideginum mikla á Dalvík. „Hugmyndin á bak við þessa há- tíð er að minna á Borgarfjörð sem hérað landbúnaðar og mat- vælavinnslu og sýna sauðkind- inni smá virðingu en hún hélt nú lífinu í þjóðinni öldum sam- an. Síðan er alltaf gaman að geta gert sér glaðan dag,“ segir Bjarki. ,Já og það er heldur ekki vanþörf á að minna á að öll emm við sauðir inn við beinið,“ bætir Gísli við. Þeir Bjarki og Gísli segja að Sauðamessan eigi að vera alvöm stórhátíð og búist sé við múg og margmenni. „Við vonumst til að fá heilu hjarðirnar af fólki enda leggjum við áherslu á að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Þarna get- ur fólk gert góð kaup í lamba- kjöti, bragðað á ekta kjötsúpu, komist í tengsl við sveitina og upplifað ýmis konar glens og grín, sauðmeinlaust að sjálf- sögðu,“ segir Gísli. Sauðamessa 2004 hefst kl. 13.00 laugardaginn 9. okt. á rniklum fjárrekstri í gegnurn Borgarnes, ffá Hyrnunni í rétt sem verður rétt við gamla mjólkursamlagið. I gamla mjólkursamlaginu verður kjöt- markaður í gangi allan daginn þar sem hægt verður að fá lambakjöt í ýmsum útfærslum °g þiggj3 ráðleggingar fag- rnanna. I húsinu og á planinu fyrir utan verður stanslaus dag- skrá ffam effr degi þar sem með- al annars koma ffam sönghóp- urinn Smaladrengirnir, dúettinn mislitir sauðir, Hvanndalsbræð- ur, bakkabræður, Bjartur í Sum- arhúsum, landbúnaðarráðherra ofl. ofl. Þá verður keppt í sauð- burði, fjárdrætti, sparðatíningi, lambaketsáti að ógleymdu Jarmldoli, því fyrsta sinnar teg- undar. „Þetta verður vonandi svolítð kindarlegt," segja þeir Gísli og Bjarki. MM Sauðamessa Stuðbandalagið laugardagskvöld W -Seœ I tíhtíiarlilcttui' 11 i ffl Borgarnesi || Sími: 437 2313 Verstunarhús KB byggingavara sem Húsasmiðjan hefur nú keypt. fm. hús við Egilsholt í Borgarnesi. Að auki fylgir versluninni mikið útisvæði sem Húsasmiðjan hyggst nýta til að auka vörufram- boð í timbri og annarri þungavöru með þarfir t.d. verktaka, fagmanna og sumarbústaðaeigenda í huga. Arni Hauksson er for- stjóri Húsasmiðjunnar. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að fyrirtækið muni hafa sama vöruverð í Húsasmiðjuversluninni í Borgarnesi eins og í öllum öðruni verslunum Húsa- smiðjunnar um landið. „Við leggjum áherslu á að veita fram- úrskarandi þjónustu og verður nýja verslunin í Borgarnesi þar engin undantekning. Einnig höfum við boðið öllum átta starfsmönnum KB bygginga- vara störf hjá Húsasmiðjunni, en um er að ræða ágæta fag- menn sem eru reiðubúnir að veita áffam ráðgjöf við val á byggingarefni og meðferð þess. Einnig hefur verið samið um að rekstrarstjóri verslunarinnar verði, líkt og undanfarin ár, Valdimar Björgvinsson." Arni segir að Húsasmiðjan hafi lengi haft augastað á Borg- arnesi. „Við teljum Borgarfjarð- arsvæðið vera í mikilli sókn og eygjum því mikil tækifæri á svæðinu. Einnig leggjum við mikla áherslu á að tilkoma Húsasmiðjuverslunar verði unnin í sátt og samlindi við íbúa og hagsmunaaðila í Borgarnesi og nágrenni,“ sagði Arni Hauksson. MM Yfir 50 þúsund gestir á upplýsmgaimðstöðvum á Vesturlandi á árinu Árlegur samráðsfundur starfs- fólks upplýsingamiðstöðva á Vesturlandi var haldinn á Vega- mótum í lok sumars. Þar kom starfsfólk upplýsingamiðstöðv- anna saman til að ræða málin eftir gott ferðasumar á Vestur- landi. I ljós koma að á nánast öllum upplýsingamiðstöðvum í landshlutanum hefur orðið fjölgun heimsókna og heildar- fjöldi heimsókna á Upplýsinga- miðstöðvar á Vesturlandi á ár- inu 2004 er kominn yfir 50 þús- und. Þá eru ekki taldar með all- ar þær heimsóknir á söfn og sýn- ingar sem einnig hafa aðsetur á sama stað og upplýsingamið- stöðvarnar. A fundinum kom fram að starfsfólk upplýsingamiðstöðv- anna var almennt mjög ánægt með sumarið. Einnig kom fram að skipting milli þjóðernis gesta er mjög misjöfh eftir staðsem- ingu stöðvanna og hvers eðlis starfsemi þeirra er. Meðal ann- ars hefur orðin sú breyting orð- ið hjá UKV eftir að upplýsinga- miðstöðin fluttist í Hyrnuna en nú koma þangað allir hópar sem hafa viðdvöl í Hyrnunni og því eru erlendir gestir í miklum meirihluta. Sama má segja um upplýsingamiðstöðina í Stykkis- hólmi en áður var hún í Iþrótta- Hrafnhildur Tryggvadóttir forstöðumaður UKV. miðstöðinni og fluttist þaðan í Egilshús sem staðsett er nálægt höfninni. Eftir þær breytingar eru erlendir gestir í miklum meirihluta þar. Fyrirspurnir sem berast á borð miðstöðvanna eru alls stað- ar þær sömu,- flestir eru að spyrja um afþreyingu á svæðinu, ferðir og vegalengdir, fallega staði, veður og veðurspá. Að sögn Hrafnhildar Tryggvadóttur forstöðumanns UKV ríkir almenn ánægja með það kynningarefhi sem er í boði fyrir Vesturland. „Sérstaklega voru menn þó ánægðir með ís- lenska hlutann, Snæfellsneskort- in Reynis Ingibjartssonar, sem og Ferðablaðið Vesturland 2004 sem Skessuhorn gefur út. Hins vegar skortir á kynningarefhi á erlendum tungumálum og sér- staklega fundu menn fyrir því að Sögukort Vesturlands var ekki til á ensku eða heildarbæklingur um Vesturland." Hrafhhildur segir að ferða- mannatímabilinu sé hvergi nærri lokið á Vesturlandi í ár. „Við fengum fjölda gesta í september til UKV en það voru fyrst og ffemst erlendir ferðamenn sem eru ýmist á eigin vegum eða í skipulögðum hópum. Þetta er góð viðbót við gott sumar og það er ekki annað að heyra á fólki en að ferðamönnum sé að fjölga á Vesturlandi og ferða- mannatímabilið að lengjast,“ segir Hrafnhildur. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.