Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2004, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.10.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004 ^ntaautn/... Til minnis Við minnum ú: Sau&amessu Borgfirðinga sem byrjar meb fjárrekstri kl. 13:00 á laugardaginn í Borgarnesi. Skemmtileg fjölskylduskemmtun sem enginn má missa af. Vecfyrhorfw Á föstudag og laugardag verður veður frekar rólegt, þab verbur skýjab og stillt. Á sunnudag er hinsvegar búist vib smá rigningu. Hiti verður á bilinu 6-10 stig. Eru Borgfirbingar sjarmerandi Bjarki? Þab verður allavega mik- ib jarmab á laugardaginn en vonandi verbur þab allt saman saubmeinlaust. Bjarki Þorsteinsson er einn af abstandendum Sauöamessu 2004 í Borgarnesi sem fram fer nœstkomandi iaugardag. SpMrniníj vik^nnar í síbustu viku var spurt um uppáhaldslib í Ensku knatt- spyrnunni og hafa Manchester United og Liver- pool nokkra yfirburbi hjá les- endum Skessuhornsvefjarins. Annars urðu úrslit sem hér segir: Arsenal 16,3%, Aston Villa 3,1%, Blackburn 2%, Chel- sea 9,2%, C. Palace 3,1%, Everton 1 %, Liverpool 20,4%, Man City 2%, Man Utd 26,5%, Newcastle 1%, Norwich 5,1%, Tottenham 7,1%, W. B. A. 3,1% önnur lið fengu engan stubning. / þessari viku er spurt. Ertu hlynntur eöa andvígur því aö sveitarfélögum á Vesturlandi fœkki úr 17 í 5. Svaraðu skýrt og skilmerkilega á www.skessuhorn. is Vestlencfirujirr viNnnar Er sveitasveitin Hundslappa- drífa í Stabarsveit sem í sveita síns andlitis hefur stritab vib ab gefa út nýjan hljómdisk, sem ber nafnib Tíu vetra. Þeir Hundslappa- drífumenn eru sveitamenn og eru ekkert ab reyna ab fela þab hedlur eru stoltir af því. Er þab vel. Tvö slysalaus ár hjá Jámlendifélaginu Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Þann 27. septemer héldu starfsmenn Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga upp á að tvö ár eru liðin síðan slys með fjarvistum átti sér síðast stað á vinnustaðnum. Jóhann Landmark, öryggisfulltrúi verk- smiðjunnar, segir það stefnu fyr- irtækisins að leggja áherslu á ör- yggismál og upp á síðkastið hefur mikið forvarn- arstarf verið unnið í því skyni að virkja áhuga og meðvitund starfsmanna um öryggi á vinnu- stað. „Það að koma heill heim er partur af því starfi sem unnið er í Járnblendi- verksmiðjunni og því er mikil- vægt að allir leggist á eitt við að tryggja öryggi þeirra sem um verksmiðjuna fara,“ segir Jó- hann. Hluti af því starfi er að skrá og flokka öll óhöpp og fylgjast grannt með því sem bet- ur má fara á vinnusvæðinu. Far- ið er yfir öll mál sem koma upp og afstaða tekin til þess hvernig færa megi það sem miður fer til betri vegar. Jóhann bendir á að til skarnms tíma hafi öryggismál ekki verið mjög ofarlega á baugi á Islandi, en með tilkomu stóru iðnfyrir- tækjanna hafi þetta breyst mjög til batnaðar. „Nú er það almenn krafa fyrirtækjanna að öryggis- mál séu tekin alvarlega og þeim sinnt. Okkur hefúr gengið vel með þetta, starfsmenn sýna ábyrgð og eftirtekt og afrakstur- inn er þessi góði árangur sem við fögnum nú. Við erum stoltir af þessu!“ Segir Jóhann Land- Þráðlaust breiðband í Borgarfirði Frá undirritun samningsins í Hvönnum á Hvanneyri sl. fimmtudag. F.v. Páll Brynjarsson, Linda Björk Pálsdóttir, Stefán Jóhannesson, Davíð Pétursson og Ólafur Guðmundsson. Síðastliðinn fimmtudag var ritað undir samning milli sveit- arfélaganna norðan Skarðsheið- ar í Borgarfirði og fyrirtækisins eMax um uppbyggingu þráð- lauss breiðbands í Borgarfirði. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. til að tengjast Inter- netinu, flytja útvarps- og sjón- varpssendingar og fyrir effirlits- og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin. Samnings- aðilar telja að með þessari upp- byggingu verður Borgarfjörður- inn brátt orðinn „best tengda“ svæði landsins, utan höfuðborg- arinnar. I samkomulaginu er gert ráð fyrir því að a.m.k. 80% heimila í þessum sveitarfélögum eigi nú kost á að nýta þjónustuna og 95% fyrir 1. júní á næsta ári. „Þetta er mjög mikilvægur á- fangi í uppbyggingu dreifikerfis eMax ehf. Eg er sérstaklega á- nægður með þá framsækni og á- ræðni sem full- trúar sveitarfé- laganna hafa sýnt í þessu máli,“ segir Stef- án Jóhannesson, framkvæmda- stjóri eMax ehf eftir undirritun samningsins. Hann segir það mikilvægt hags- munamál að öllum íbúum og fyrirtækjum í Borgarfirði standi til boða sambærileg netþjónusta og ADSL en sú þjónusta hafi ekki hingað til staðið til boða utan þéttbýlisstaða. „Aukin ferðaþjónusta, frí- stundabyggð og tvöföld búseta sífellt fleiri kallar á betri net- þjónustu og gagnaflutninga, en ein af kröfum nútímasamfélags er að geta tengt tölvuna hvar sem maður er staddur og unn- ið,“ segir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit. Auk Borgarfjarðarsveitar eru Borgarbyggð, Skorradalshrepp- ur og Hvítársíðuhreppur aðilar að samningnum. Nú þegar eru hátt á annað hundrað heimili og fyrirtæki tengd netinu í gegnum eMax tengingar. Starfsmaður fyrirtækisins á Vesturlandi er Sverrir Guðmundsson í Hvammi, sem áður rak fyrirtæk- ið Tölvubóndann. MM Vill gangagjald niðurfellt Guðjón Guðmundsson vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að leita leiða til að fella niður eða lækka veru- lega veggjald í Hvalfjarðar- göngum. I greinagerð með þingsálykt- unartillögunni segir m.a.“Frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð hefur ríkið látið gera álíka löng göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, verið er að grafa göng undir Almannaskarð og ákveðið hefur verið að hefja gangagerð milli Olafsfjarðar og Siglufjarðar. Aður hafði ríkið staðið fyrir Vestfjarðagöngum. Þá hefur á undanförnum árum verið lagt mikið fjármagn í vegagerð, m.a. eru framkvæmd- ir hafnar við tvöföldun Reykja- nesbrautar sem mun kosta u.þ.b. 4 milljarða kr. Það er sammerkt með öllum þessum samgöngumannvirkjum að notkun þeirra er gjaldfrí að Hvalfjarðargöngum einum undanskildum. Það hlýtur að teljast sanngirnismál að lands- menn allir sitji við sama borð hvað þetta varðar." GE Guðjón Guðmundsson Sundlaugaropnun verkfallsbrot Verkfallsstjórn Félags grunnskólakennara og Skóla- stjórafélags Islands hefur gert alvarlegar athugasemdir við þá ráðstöfun bæjaryfirvalda í Snæfelssbæ að opna sundlaug- ina í Olafsvík á þeim tíma sem skólinn hefur öllu jöftiu til umráða. Astæða þessara at- hugasemda er sú að eftir að verkfall grunnskólakennara skall á ákváðu bæjaryfirvöld að breyta opnunartíma sundlaug- arinnar og hafa hana opna al- menningi frá kl. 8 á morgnana á meðan á verkfalli stendur. Þessa ráðstöfun telur verkfall- stjórn vera verkfallsbrot. GE Samræmd- umprófum ffestað Vegna yfirstandandi verk- falls grunnskólakennara hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að ffesta samræmd- um prófum í íslensku og stærðffæði í 4. og 7. bekk grunnskóla, en prófin átti að halda dagana 14. og 15. októ- ber nk. Menntamálaráðuneytið mun senda grunnskólum bréf með nýjum dagsetningum þegar kennsla hefst að nýju. Ráðuneytið telur rétt að skól- um gefist ráðrúm til að koma skólastarfi aftur í eðlilegt horf að loknu verkfalli og munu samræmdu prófin því ekki verða haldin fyrr en a.m.k. tvær kennsluvikur era liðnar ffá lokum verkfalls. MM Borgarfjarðar- sveit sættist á eignarhlut Sveitarstjórn Borgarfjarð- arsveitar hefúr staðfest til- lögu Héraðsnefndar Borg- arfjarðar um að 7% hlutur Héraðsnefndar í Grundar- tangahöfn skiptist á þann hátt að Borgarfjarðarsveit eigi 4% í höfninni, Skorra- dalshreppur 1% og hreppar sunnar Skarðsheiðar 0,5% hver. I bókun sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar segir að „þrátt fyrir að ýmislegt bendi til að hlutur Borgar- fjarðarsveitar ætti að vera hærri, samþykkir hrepps- nefnd tillöguna." MM Nýtt fiskveiði- ár hafið Þann 1. september gekk nýtt fiskveiðiár í garð og um leið lifnaði yfir smábáta- úgerðinni frá Akraneshöfn. Veiðin hefur verið dræm hjá smábátasjómönnum þennan fyrsta rnánuð, ef ffá era taldir nokkrir góðir dagar eftir bræluna í síðustu Uku, enda hefur lítt viðrað til veiða. Að sögn Einars Guðmundssonar, viktarmanns á Hafnarvoginni fiskaðist þó vel fyrri hluta síð- ustu viku, mikið til af ýsu. Bátarnir vora að skila sér í land með frá 3 upp í 7,5 tonn, en það var Ebbi AK 37 sem átti stærsta róðurinn á þessu tímabili og landaði 7,5 tonnum 27. september. Þetta er jafnffamt mesti afli sem einn bátur hefur haft síðan nýja fiskveiðiárið hófst. ALS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.