Skessuhorn - 13.10.2004, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004
^ntSSUtlu...
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
894 8998 mognus@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
iris@$kessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Útgefandi: Skessuhorn ehf
Fromkv.stj. og blm. Mognús Magnússon
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098
Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Prentun: Prentmet ehf.
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
hriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
433 5500
Mín eigin
• •
samgongu-
áætlun
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Þegar ég lít hlutlaust á málið þá liggur það ljóst fyrir að ekki er
hægt að efast um skynsemi mína eða andlegt atgervi mitt yfirhöf-
uð. Hinsvegar má kannski spyrja sig að því hvort ég sé að nota
þessa yfirburði mína til góðs í einstökum málum.
Við getum nefht sem dæmi að ég er einlægur áhugamaður um
bættar samgöngur og opinberlega er það vegna þess að ég trúi því
að framfarir í samgöngumálum séu eitt stærsta byggðamálið í dag
og landi og þjóð til heilla. Þar er sama hvort sem um er að ræða í
lofti láði eða legi, samgöngur í farartækjum eða á öldum ljós-
vakans í formi fjarskipta. Hið rétta er að sjálfsögðu að þarna eru
það eiginhagsmunir sem ráða för. Eg hef fyrst og fremst áhuga á
góðu vegasambandi milli staða á Vesturlandi, upp í Lundarreykja-
dal, út á Skaga og vestur á Snæfellsnes. Ég er líka hlynntur jarð-
göngum frá Kjalarnesi undir Reykjavík og langleiðina út á Kefla-
víkurflugvöll.
Á sjó hef ég áhuga á stöðugum skipaferðum milli Grundartanga
og Halifaxhrepps á Englandi og hvað varðar flugsamgöngur hef
ég áhuga á að Stóra Kroppsflugvöllur verði gerður að alþjóðaflug-
velli. ,
I fjarskiptamálum hentar mér vel að netsambandið sé þannig
uppbyggt að það tryggi mér sem best aðgengi að vefjum sem fjalla
um ensku knattspyrnuna og vel völdum klámsíðum.
Með öðrum orðum þá upplýsist það hér með að mér þykir það
eðlilegt að allar samgöngubætur hér eftir verði sniðnar að mínum
þörfum og áhugamálum. Vandamálið er hinsvegar að það er ekki
ég sem ræð. Ennþá stærra vandamál er að þeir sem ráða hafa því
miður ekki sömu vandamál og þarfir og ég. Stærsta vandamálið er
þó það að þeir eru engu minni eiginhagsmunaseggir en ég og ætla
sér að sníða sér samgönguáætlanir eftir sínum vexti.
Fyrrverandi hæstvirtur samgönguráðherra, Halldór Blöndal vill
núna láta gera nýja heimreið fyrir sig til Akureyrar þar sem farið
yrði fjarri ströndum, yfir hálendið og hvergi staðnæmst fyrr en í
Eyjafirði.
Akureyringar eiga vissulega allt gott skilið en það eiga hinsveg-
ar margir fleiri. Ég geri mér líka grein fyrir að það eru eitthvað
fleiri sem eiga leið þangað en í Lundarreykjadalinn svo ótrúlegt
sem það kann að virðast. Núverandi leið til Akureyrar nýtist hins-
vegar mörgum öðrum stöðum. Hin nýja hálendisleið myndi ekki
nýtast öðrum en þeim sem eiga leið milli Akureyrar og Reykjavík-
urhrepps. Hugsanlega þó einhverjum útilegumönnum en kannski
vilja þeir bara fá að vera í friði.
Vegir liggja til allra átta segir í dægurlagatexta einum og þannig
á það að vera en ekki bara til Akureyrar.
Gísli Einarsson, vegvísir.
Samvinna slökkviliða
á sunnanverðu
Vesturlandi
Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen hf. hefur unnið
skýrslu um samvinnu slökkvi-
liða á sunnanverðu Vesturlandi
þar sem m.a. er fjallað um eld-
varnaeftirlit og mengunarvarn-
ir á svæðinu. Bæjarráð Akranes-
kaupstaðar fjallaði á síðasta
fundi sínum um efni skýrslunn-
ar og tók undir hana efnislega
og í framhaldi af því var bæjar-
stjóra og slökkviliðsstjóra falið
að taka upp viðræður um málið.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri,
sagði í samtali við Skessuhorn
að skýrslan hafi verið unnin
með styrk frá Brunamálastofn-
un og væri ætlun hennar að
meta umfang raunverulegs eld-
varnareftirlits og nauðsynlegan
mengunarvarnarbúnað fyrir
slökkvilið á sunnanverðu Vest-
urlandi. „I skýrslunni er m.a.
lagt til að sveitarfélögin á svæð-
inu stofni með sér samstarfs-
nefrid um brunavarnir og sam-
einist um kaup á búnaði vegna
hugsanlegra mengunaróhappa.
Nú er reyndar í gildi samning-
ur milli Slökkviliðsins á Akra-
nesi og Brunavarna Borgar-
fjarðar um gagnkvæma aðstoð,
en aukið samstarf á þessu sviði
mun tryggja bætt öryggi. Því
var samþykkt í bæjarráði að
óska eftir viðræðum um þessi
atriði við rekstraraðila slökkvi-
liða í nágrenni við okkur,“ sagði
Gísli Gíslason.
MM
Slökkviðliðmenn búnir að mestu að ráða niðurlögum eldsins. Síðar
um kvöldið var kveikt aftur í húsinu og mannskapurinn æfði sig m.a. í
að slökkva eld í þaki.
Kveikt í Borgartúni fyrir
æfingu slökkviliðsins
Síðastliðið miðvikudagskvöld
hélt Slökkvilið Akraness alls-
herjaræfingu þar sem allir liðs-
menn slökkviliðsins voru kallað-
ir út. Kveikt var í gömlu stein-
húsi sem staðið hefur í áratugi
við Þjóðbrautina (hét Borgartún
en oft nefnt Heimsendi), en
húsið hefur staðið autt í nokkur
ár. Að sögn Guðlaugs Þórðar-
sonar, slökkviliðsstjóra, gekk æf-
ingin í alla staði vel. „Þessi æfing
var sérstaklega hugsuð til að æfa
reykkafara í að fara inn í hús.
Þeir þurfa að reykkafa ákeðið
marga tíma á ári til að halda sér
við og því var kærkomið tæki-
færi fyrir okkur að æfa okkur
þarna í ljósi þess að til stóð að
rífa húsið hvort sem var.“ MM
Félag ungra framsókn-
armanna í Dölum og á
Ströndum
Síðastliðinn föstudag var
haldinn stofnfundur félags
ungra framsóknarmanna í
Stranda- og Dalasýslum í barna-
skólanum á Borðeyri.
A þessu svæði hefur engin
formleg starfsemi verið hjá ung-
um framsóknarmönnum og
finnst aðstandendum þessa fé-
lags kominn tími á það núna.
Heiðursgestir á fundinum voru
þeir Halldór Asgrímsson forsæt-
isráðherra, Magnús Stefánsson
alþingismaður og Kristinn H
Gunnarsson alþingismaður. GE
Halldór Ásgrímsson, forsætis-
ráðherra, var einn heiðursgesta
á stofnfundinum.
Nýtt starf for-
vama- og tóm-
stundafulltrúa
Félags- og skólaþjónusta
Snæfellinga birti í síðustu
viku auglýsingu í Skessu-
horni þar sem auglýst er eft-
ir umsóknum urn stöðu For-
varna- og tómstundafulltrúa
fyrir Snæfellsnes. Um er að
ræða nýja stöðu sem er sam-
starfsverkefni Rauða kross
deildanna á Vesturlandi og
byggðasamlags um rekstur
Félags- og skólaþjónustu
Snæfellinga. Forvarna- og
tómstundafulltrúa er ætlað
að taka forystu um vímu-
efhaforvarnir á Snæfellsnesi,
leiða saman Iykilaðila og
vinna að stefnumótun í þess-
um málaflokki. MM
Húsafiriðunar-
nefitid spurð álits
Bæjarráð Borgarbyggðar
hefur fjallað um athuga-
semdir vegna skipulags
gamla miðbæjarins í Borgar-
nesi. Akveðið var að hafa
samráð við Húsafriðunar-
nefnd áður en endanleg á-
kvörðun verður tekin um
niðurrif gamla mjólkursam-
lagsins við Skúlagötu en
skiptar skoðanir eru innan
sveitarfélagsins um hvort
húsið skuli vera eða fara. GE
Adantsolíu
úthlutað lóð
Á síðasta fundi bæjar-
stjórnar Stykkishólms var
lóðarumsókn Atlantsolíu af-
greidd. Bæjarráð úthlutaði
Atlantsolíu lóð við Aðalgötu
ofan við veginn að golfskál-
anum. Einnig var samþykkt
tillaga hafitarnefndar urn að
úthluta Atlantsolíu aðstöðu á
grjótgarði við Árnasteina.
GE
Biðstaða vegna
sameiningar
Björg Ágústsdóttdr bæjar-
stjóri Grundarfjarðar hefur
sent bæjarstjómum Stykkis-
hólms og Snæfellsbæjar er-
indi þar sem óskað er eftir af-
stöðu um áframhaldandi
samstarf vegna útboðs í sorp-
málum. Núverandi sam-
starfssamningur sveitarfélag-
anna rennur út næsta haust.
Stykkishólmsbær hefur sam-
þykkt að taka upp viðræður
en bæjarstjóm Snæfellsbæjar
samþykkti að í ljósi skoðunar
á kostum og göllum samein-
ingar sveitarfélaga sé ekki
tírnabært að taka afstöðu til
erindisins.
GE