Skessuhorn - 13.10.2004, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004
^&csauiu/b
Snœfellsbœr
-þarsem Jökulinn berviðloft
AÐALBÓKARI
Snæfellsbær óskar eftir að ráða aðalbókara í 100%
starf á skrifstofur bæjarins.
Viðkomandi þarf að geta hafíð störf 1. nóvember.
Við leitum að einstaklingi sem hefur góða bókhalds- og
tölvuþekkingu.
Æskilegt er að umscekjandi hafi viðskipta- eða
rekstrarfrœðimenntun, það er þó ekki skilyrði en gerð er
krafa um stúdentspróf
Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í
. síma 436-6900 / 895-6714, netfang lilja@snb.is
o
; Skriflegum umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar fyrir 21. október n.k.
s Umsœkjendur athugið að Bœjarskrifstofur Snœfellsbœjar eru
reyklaus vinnustaður.
VIÐURKENNING TIL FRAMÚRSKARANDI
MENNINGARSTARFS Á LANDSBYGGÐINNI
Vorið 2004 undirrituðu Listahátíð i Reykjavík, Byggðastofnun og
Flugfélag íslands samning um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.
Við það tækifæri var ákveðið að efna til viðurkenningar sem hlotið
hefur nafnið Eyrarrósin og er markmiðið með henni að verðlauna
árlega eitt afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, á starfssvæði
Byggðastofnunar.
• Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda
um Eyrarrósina 2005.
• Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, kr. 1.500.000 og
verðlaunagrip til eignar.
• Viðurkenningin verður afhent í fyrsta sinn í ársbyrjun 2005
á Bessastöðum.
• Verkefnið sem hlýtur viðurkenninguna fær sérstaka
kynningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2005.
• Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú.
HER MEÐ ER AUGLYST EFTI
UM EYRARRÓSINA 2005
UMS0KNUM SKAL FYLGJA:
Lýsing á verkefninu
Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefniny^u
sögu og markmiðum.
Tíma- og verkáætlun
Gerð skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og
áformum á árinu 2005. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar
verið hleypt af stokkunum.
Upplýsingar um aðstandendur
Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að
verkefninu standa og gerð grein fyrir þeirra þætti í því.
Fjárhagsáætlun
Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör
ársins 2003 fylgi umsókn.
• Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún
ekki tekin til greina.
• Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið
verkefni eða menningarhátíð.
• Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2004 og verður öllum
umsóknum svarað.
• Viðurkenningin verður veitt í janúar 2005.
• Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf
88,121 Reykjavík, merktar Eyrarrósin.
ReyFgavtkArtsFestival
Byggdastofnun
FLUGFÉLAG ÍSIANDS
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
Listahátíðar á skrifstofu Listahátíðar i Reykjavík
í sima 561 2444, artfest@artfest.is
www.listahatid.is
Náttúruvemd og umhverfismál
Dagana 8. og 9. október
komu fulltrúar sveitarfélaga víðs
vegar að af landinu saman í
Hvalfirði og ræddu margvísleg
málefni sveitarfélaganna, er lúta
að náttúruvernd og velferð
þeirra til framtíðar. Fulltrúar
náttúruverndameínda sveitarfé-
laga funduðu, skilgreindu hlut-
verk sitt og hlýddu á fyrirlestra
sem m.a. tengdust náttúruvernd,
ferðaþjónustu og friðlýsingu
svæða. A laugardeginum var síð-
an haldin árleg ráðstefna um
málefni Staðardagskrár 21 og
sjálfbæra þróun. Yfirskrift ráð-
stefnunnar var að þessu sinni:
Sjálfbærar byggðir. Dagskráin
var fjölbreytt en megin áhersla
var lögð á byggðir í landinu með
tilliti til atvinnulífsins. Fróðleg
erindi vom flutt um ferðaþjón-
usm, landbúnað, fiskveiðar og
álframleiðslu. Þá greindu full-
trúar sveitarfélaga ffá Staðar-
dagskrárstarfinu heima fyrir og
áhersla var einnig lögð á grænar
lykiltölur, sem talsvert hafa verið
í umræðunni undanfarið.
Umhverfisráðherra, Sigríður
Anna Þórðardóttir, ásamt fúll-
trúum þriggja sveitarfélaga und-
irritaði Olafsvíkuryfirlýsinguna,
sem sveitarfélögin hafa sam-
þykkt. Olafsvíkuryfirlýsingin er
yfirlýsing um framlag íslenskra
sveitarfélag til sjálfbærrar þró-
unar og hafa nú 36 sveitarfélög
samþykkt hana. MM
Húsnæðisþörf bóka-
safiisins skoðuð
Bæjarráð Akraneskaupstaðar
hefur ákveðið að setja á stofn
nefnd sem kanni framtíðarhús-
næðisþörf bókasafnsins og hér-
aðsskjalasafnsins við Heiðar-
braut. Gísli Gíslason, bæjarstjóri
sagði í samtali við Skessuhorn
að ýmsir möguleikar hafi verið
skoðaðir á liðnum misseram,
m.a. endurnýjun og stækkun
bókhlöðunnar við Heiðarbraut,
fluming starfseminnar í annað
húsnæði eða bygging á nýju
safnahúsi. „Ollum hefur verið
ljóst um langt skeið að brýn
verkefni bíða varðandi húsnæði
bókasafnsins og skjalasafnsins.
Nú, þegar nokkur hreyfing er
komin á ýmis skipulagsmál bæj-
arins, er nauðsynlegt að móta
stefnu um þetta verkefni þannig
að unnt verði að koma verkefn-
inu á framkvæmdastig. Stað-
seming bókasafnsins skiptir
miklu máli í því þjónusmum-
hverfi sem bærinn vill skapa
bæjarbúum og hvort það verður
áffam á sama stað í endurnýjuðu
húsnæði eða fært annað ræðst af
niðurstöðu þeirrar nefndar sem
mun skoða málið,“ sagði Gísli.
Frá borg-
firskum
sauðum
Þökkum frábærar viðtök-
ur við Sauðamessu 2004 í
Borgarnesi þann 9. qktóber
sl. Sérstaklega viljum við
þakka þeim fjölmörgu sem
studdu framtakið með fjár-
útlátum, (bæði sauðfé og
reiðufé.) Viljum við nefna
sérstaklega Sparisjóð Mýra-
sýslu, Sauðfjárræktarfélag
Borgarfjarðar, Borgarbyggð,
Borgarfjarðarsveit, Njarð-
tak, Landssamband sauðfjár-
bænda, Vírnet - Garðastál,
Vís, Sjóvá-Almennar, Verka-
lýðsfélag Borgarness,
Bændasamtök Islands, Bún-
aðarsamtök Vesmrlands,
Leikdeild Skallagríms, Sól-
fell og Björgunarsveitina
Brák, Guðmund Hallgríms-
son, KB ehf, Finnboga
Rögnvaldsson, sem og öllum
öðram sem komu að hátíð-
inni með einum eða öðram
hætti.
Með sauðum skal land
byggja!
Borgfirskir sauðamenn
('fréttatilkynning)
MM
Þeir Björn Þorsteinsson
prófessor við Landbúnað-
arháskólann á Hvanneyri
og Guðmundur Hallgríms-
son á Hvanneyri voru á-
búðarfullir þegar þeir
stóðu á skurðbakka við
tún á Hvanneyri í gær og
störðu ofan í vatnið sem
þar steymdi eftir miklar
rigningar. Þeir voru að
vinna við tilraun sem
Björn stjórnar og á að
sýna fram á hversu mikið
af næringarefnum tapast
úr ræktunarlandi með af-
rennslisvatni. ., . __
Mynd: GE
Félag gigtarsjúklinga stofiiað
Stofnfundur Vesturlands-
deildar, Giktarfélags Islands,
var haldin í Borgarnesi þann
18. september síðastliðinn.
Góð mæting var á fundinn og
var fullt út úr dyrum. Jón Atli
Árnason, giktarsérfræðingur á
Akranesi og Jósep Blöndal
sjúkrahússlæknir i Stykkis-
hólmi flutm erindu og urðu
nokkrar umræður að þeim
loknum.
Stjórn var kosin á fundinum
og er stefnt að aðalfúndi í mars
eða apríl í vor. Stjórnin hefur
nú skipt með sér verkum og er
Jóhanna Leópoldsdóttir Akra-
nesi, formaður, Steinunn Frið-
riksdóttir Borgarnesi ritari,
Jónína Ingólfsdóttir Akranesi
gjaldkeri og meðstjórnendur
eru Pémr V. Jónsson, Sveins-
stöðum og Sigrún V Elíasdótt-
ir Borgarnesi.
Að sögn Jóhönnu er stefnt
að því á næsm mánuðum að
halda nokkra fræðslu- og
kynningarfundi, þann fyrsta í
Borgarnesi í nóvember. Síðar
verða haldnir fundir í Snæfells-
bæ, Stykkishólmi eða Grund-
arfirði, Búðardal og á Akra-
nesi. Jóhanna býst við að það
muni taka nokkurn tíma að
byggja upp starf á svo stóru
svæði sem Vesturland er, en því
fleiri sem taki þátt, þeim mun
betur muni ganga.
Jóhanna sagði í samtali við
Skessuhorn að því miður fái
allt of margir giktarsjúkdóma
og flestir þurfa að breyta lífi
sínu mikið og læra að takast á
við lífið við svo breytta gem.
„Sjúkdómurinn er í fæstum til-
fellum sýnilegur og því búa
margir við lítinn skilning sam-
ferðafólks. Með fræðslu, auk-
inni þekkingu og stuðningi
annarra með svipaða sjúkdóma
má oftast létta aðlögun og líf
fólks,“ segir Jóhanna. Hún
vonast til að starfið geti farið
farsællega af stað og giktarfólk
geti stutt hvert annað í þeirri
glímu sem óhjákvæmilega fylg-
ir langvinnum sjúkdómi.
Þeir sem vilja ganga í Gikt-
arfélagið er bent á að hafa sam-
band við skrifstofu þess í
Reykjavík. Heimilisfangið er
Armúli 5 108 Reykjavík og
netfang: gigt@gigt.is, sími