Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2004, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.10.2004, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004 t>uíji)9U tlV/tv. Oviðunandi fiarsldpta- samband A fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar, sem haldinn var 21. september sl. var samþykkt á- lyktun vegna símamála í sveit- arfélaginu. Tillagan var svohljóðandi: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Símann að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í sveitarfélaginu vegna lélegs fjarskiptasambands. GSM símasamband er víða í Dalabyggð til mikilla óþæginda bæði fyrir heimamenn og gesti. Mikil aukning ferðamanna hef- ur verið á undanförnum arum. Sem dæmi má nefna að gestir á Eiríksstöðum í Haukadal hafa undanfarin ár verið um 10.000. Þar er ekkert GSM símasam- band og einungis á nokkrum í Dölum stöðum hægt að notast við NMT síma. Ekki batnar á- standið þegar gagnaflutningur um netið er skoðaður. Víða í sveitum héraðsins er samband- ið það slæmt að varla er hægt að notast við netið. I þéttbýl- iskjarna sveitarfélagsins, Búðar- dal, er ekki einu sinni komin ADSL tenging. A Laugum í Sælingsdal er rekið hótel. Þar næst hvorki GSM símasam- band né NMT og nettenging óviðunandi. Með vísan til ífam- anritaðs er það krafa sveitar- stjórnar að úr þessu verði bætt þannig að íbúar sveitarfélagsins og gestir þess geti notast við fyrsta flokks þjónustu hvað fjar- skiptasamskipti varðar.“ MM Góður tími fyrir góð kaup! Fullt hús matar Súper sjónuarpstilboð 29" sjónvarp kr. 29.990 BORGARNESI j Góður kostur... Stórmarkaður Hyrnutorgi S. 430 5533 Opið virka daga frá kl. 09-19 laugardaga frá kl.10 -19 sunnudaga frá kl. 12-19 www.kb.is Kr'rTgottva! Akranesi opið alla daga sími: 431 4030 Grundarfirði opið alla daga sími: 438 6979 Segulmiðaleikur Skessuhorns 'Utfzfcwleifcur ?em'affír hftgjaft me&/ Vinningsnúmer 40. tölublaðs er: 1837 Vinningur er 15.000 króna vöruúttekt í KB Hyrnutorgi eða Grundavalsbúðunum á Akranesi eða í Grundarfirði. Avísunfyrír vöruúttekt skal vinningshafi vitja á skrifstofu Skessuhorns í síma 433-5500. Aðalfundur félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi Lúðvík Smárason að færír Bergi gjöf frá féiaginnu Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hélt aðalfund sinn sunnudaginn 3. okt sl. A fundinum bar það hæst að Bergur Garðarsson lét af for- mennsku í félaginu en hann hefur verið formaður ffá 1991 eða í 13 ár. Bergur hefur einnig verið varaformaður Landssam- bands smábátaeiganda í mörg ár. Voru Bergi færðar bestu þakkir fyrir góð störf í þágu fé- lagsins og í tilefni að því færð gjöf frá því. Nýr formaður Snæfells var kosinn Símon Sturluson frá Stykkishólmi. A fundinum, sem var vel sóttur, voru sam- þykktur fjöldi ályktana til landsfundar LS. Meðal annars var á- lyktað um línuívilnun, grásleppumál og stærðar- mörk smábáta. Einnig lýsti fundurinn áhyggjum sínum af miklurn veiðum í flotvörpu og vill að þær verði rannsakaðar ít- arlega með tilliti til seiðadráps. Fundurinn mótmælti vinnu- brögðum við ákvarðanir á loðnukvóta og vill að loðnuveið- ar verði bannaðar á Breiðafirði. --------------^------------ Hættumat fyrir Olafsvík staðfest Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, hefur stað- fest tillögu hættumatsnefndar Snæfellsbæjar að hættumati vegna ofanflóða fyrir Olafsvík. Vinna við hættumat fyrir Olafs- vík hófst árið 2000 og lauk með skýrslu sem kynnt var á borgara- fundi í Olafsvík sl. vor. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eft- irfarandi: Lítill hluti byggðar í Olafsvík er á hættusvæðum. Aðeins tvö hús eru á hættusvæði C auk iðn- aðarhúsnæðis undir Ennishlíð vestan Hjartans og bílageymslu heilsugæslunnar. Tvísteinahlíð er mjög sérstakt snjóflóðasvæði og á sér ekki hliðstæðu í þéttbýli hér á landi. Það gerir hættumat erfiðara en ella þar sem ekki er unnt að bera svæðið saman við hliðstæða staði. Engu að síður er hættu- matið þar tiltölulega öruggt enda góð skráning á snjóflóðum síðustu áratugi. Hætta vegna grjóthruns og skriða er víða nokkur, einkum undir Olafsvíkurenni. En á svæðinu sem er hættumetið er hætta af völdum snjóflóða ráð- andi. Rými til varna undir Tví- steinahlíð er takmarkað en hugs- anlegt er að frekari bygging stoðvirkja veiti fullnægjandi vörn. Þó kann snjódýpt að verða meiri en svo í snjóþungum vetr- um að raunhæft sé að reisa stoð- virki. Tiltölulega litlar fram- kvæmdir þarf til að verjast krapa- og aurflóðum í Bæjar- læknum. Hægt er að kynna sér skýrsl- una og kort á vef Veðurstofu Is- lands: www.vedur.is/snjoflod /haettumat/ov MM Minnt á nauðsyn brjóstakrabbameinsskoðana I októbermánuði verður vak- in athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, fimmta árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leit- arstöðvar Krabbameinsfélags- ins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu ár- veknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa en tákn átaksins. I tilefni átaksins hafa m.a. veggir Sjúkrahússins og heilsu- gæslustöðvarinnar á Akranesi, sem snúa að Kirkjubraut, verið lýstir upp með rauðbleikum Ijósum. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu nú í byrjun október. Sauðárkrókskirkja verður lýst upp, KB banki á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri, Eg- ilsstaðakirkja, Heydalakirkja í Breiðdal, Ráðhúsið á Selfossi, Sparisjóðurinn í Keflavík og síðast en ekki síst Bleiksárfoss á Eskifirði. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp tvö hund- ruð mannvirki í fjörutíu lönd- um í tilefni átaksins, meðal ann- ars Empire State í New York, Niagara fossarnir og Harrod’s í London. Ar hvert greinast 160-170 ís- lenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmjngurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra til- fella hefnr verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjöru- tíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 80% vænst þess að lifa svo lengi. Nú eru á lífi rúmlega 1700 konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein. Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein. Hér á landi eru konur boðaðar til brjósta- myndatöku annað hvert ár frá og með 40 ára aldri. Erlendar rannsóknir benda til þess að með því að taka röntgenmyndir reglulega af brjóstum kvenna megi lækka dánartíðni vegna krabbameins í brjóstum veru- lega. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.