Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2004, Qupperneq 14

Skessuhorn - 13.10.2004, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004 Gísli Laxdal og Kristín Sveinsdóttir ásamt „Hjálpfús“ á leikskólanum Vallarseli. Hjálpfós heimsældr leikskólann Starfsmenn Rauða kross ís- lands heimsóttu nýlega leik- skóla í landinu og færðu þeim að gjöf námsefnið „Hjálpfús," sem miðar að því að börn læri hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Hjálpfús kom til langdvalar á öllum leikskól- um Akraness í byrjun mánaðar- ins í fylgd Lilju Halldórsdóttur hjá Akranesdeild RKI til þess að fræða og skemmta krökkun- um. Lilja segir að honum hafi verið vel tekið og að gjöfin sé liður í því að kynna fyrir leik- skólabörnum þær hugsjónir og áherslur sem Rauði krossinn starfar eftir. Sú hefð hefur skap- ast að leikskólabörn komi í heimsókn að skoða sjúkrabílana og kynnast þeirri hlið á rekstri Rauða krossins en með Hjápfús er verið að auka þetta samstarf. Námsefnið um Hjálpfúsan fellur undir aðalnámskrá leik- skóla sem kveður á um að efla skuli lífsleikni til aukins tilfinn- inga-, félags- og vitsmuna- þroska og að leggja beri áherslu á samkennd og samstöðu. Um er að ræða sex sögur sem börn- unum er sagðar með hjálp fingrabrúðunnar Hjálpfúss og sögumanns og miða þær að því að fræða börnin um gildi vin- áttunnar, mikilvægi samvinnu og þess að setja sig í spor ann- arra. Að auki er fjallað um við- fangseíhi eins og ólíka menn- ingarheima, kjör barna í öðrum löndum og hjálparstarf. Sög- urnar eru fjölbreyttar og eiga því erindi jafnt við yngstu og elstu börnin og nýtast á öllum deildum leikskólanna. ALS Stórsigur Skalla- gríms í bikarnum Tveir af yngstu leikmönnunum, þeir Flosi H Sigurðsson og Heiðar Lind Hansson fengu að spreyta sig töluvert í leiknum og stóðu sig með mik- illi prýði. Hér er Flosi á ferðinni í síðasta leikhluta. Mynd: GE Skallagrímur tók á móti Tindastóli frá Sauðárkróki í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð Hópbílabikarsins og fór leikurinn fram í Borgarnesi á sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að heimamenn höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu og unnu stórsigur, 119 - 74 og standa því vel að vígi fyrir seinni leikinn sem fram fer á Króknum í vikunni. Makedóníumaðurinn Jovan Zdravevski var yfirburðamaður á vellinum og sýndi stórleik. Hann skoraði 33 stig en næst- ur honum kom Clifton Cook sem einnig átti stórleik og greinilegt að þar er á ferðinni maður sem getur unnið leiki upp á eigin spítur. Egill Örn Egilsson skoraði 18 stig [ leiknum og Hafþór I Gunnars- son 17. GE Lokahóf knattspyrnudeildar Víkings var haldið fyrir skömmu í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Eins og kunnugt er hafnaði lið meistarflokks Vík- ings í 2. sæti ( 2. deildinni og vann sér þannig inn sæti í 1. deildinni að ári. Andinn á loka- hófinu var líka í samræmi við það en stuðningsmenn Víkings fjölmenntu og skemmtu sér vel undir öruggri stjórn Friðriks Rúnars Friðrikssonar sem stýrði hófinu. Ræðumaður kvöldsins var hinsvegar Stein- ar Dagur Adólfsson, fyrrver- andi landsliðsmaður sem er einn af frægari sonum Ólafs- víkur á fótboltavellinum. Félagið fékk fjölda gjafa í til- efni af góðum árangri, m.a. stórgjöf frá Hraðfrystihúsi Hell- issands sem er einn af aðal- stuðningsaðilum félagsins. Hermann Geir Þórsson tók við verðlaunum sem besti leik- maður Víkings árið 2004 og fékk hann einnig gullskóinn fyrir að vera markahæstur á tímabilinu. Elinbergur Sveins- son var valinn efnilegasti leik- maðurinn og Kjartan Einarsson fékk viðurkenningu fyrir flestar stoðsendingar. Það var síðan hljómsveitin Klakabandið sem hélt uppi stuði fram eftir nóttu. GE Gengið tíl góðs með RKÍ Laugardaginn 2. október stóð Rauði kross Islands fyrir lands- söfnuninni Göngum til góðs. Safnað var til hjálpar börnum sem búa við hörmungar styrjald- arátaka og markmiðið var að fá 2500 sjálfboðaliða um land allt til þess að ganga í hús og safna fé til styrktar málefninu. Lilja Halldórsdóttir, hjá Akranesdeild RKI, segir söfnunina hafa geng- ið ótrúlega vel. Gengið var í hús við allar götur bæjarins og söfh- uðu sjálfboðaliðar á Akranesi rúmum 496.000 krónum. Þá er ótalið það fé sem safnaðist í gegnum söfnunarsíma sem op- inn var samhliða átakinu. Talið er að síðastliðinn áratug hafi tvær milljónir barna týnt líf- inu af völdum stríðs, sex milljón- ir særst eða hlotið varanlegan líkamlegan skaða og tólf millj- ónir flosnað upp af heimilum sínum. Þá hafa að minnsta kosti 300 þúsund börn leiðst út í Þórunn Steinarsdóttir var ein þeirra sem gekk til góðs á laugardaginn og hér er hún mætt til Guðrúnar Aðalsteinsdóttur og Dóru Bjarkar Scott, stjórnarmanna í Akranesdeildinni, sem stóðu vaktina við skrán- ingu sjálfboðaliða. Tæplega hálf milljón króna safnaðist á Akranesi. hernað, lang flest nauðug, og hafa þannig tekið þátt í hörm- ungum stríðsátaka sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Það fé sem safinaðist á laugardaginn mun nýtast til þess að bæta að- stöðu þessara barna með marg- víslegum hætti og vill Akranes- deild RKÍ koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu lóð á vogarskálamar. ALS Gerfigrasvöllurinn í Grundarfirði Á myndini eru ungar íþróttakonur í Grundarfirði, talið frá vinstri þær Steinunn, Marta, Guðrún, Hanna, Silja, Rebekka, Dæja, Guðbjörg og Silja Rán. Þær spila allar með 4. flokki og eru mjög ánægðar með nýja gerfigrasvöllinn í Grundarfirði. í vetur munu þær spila einu sinni í viku á vellinum. MM/ Ljósmynd Sverrir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.