Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2004, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.10.2004, Blaðsíða 15
 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004 15 Háspenna í Ðorgarnesi Naumt tap í Grindavík Stuðningsmenn Skallagríms fengu peninganna virði og vel það þegar þeir mættu til að hvetja sína menn í fyrsta leik Skallanna í úrvalsdeildinni eftir ársdvöl í þeirri fyrstu. Skalla- grímur tók á móti nýbökuðum Reykjavíkurmeisturum ÍR á fimmtudag og Ijóst frá upphafi að þar yrði baráttuleikur. Sú varð líka raunin og úrslitin réð- ust ekki fyrr en í framlengingu en þá náðu heimamenn að knýja fram sigur, 103 -100. Skallagrímur byrjaði mun betur og leiddi lengi framan af. Staðan í leikhléi var 45 - 38 en mest fór munurinn í 14 stig. í síðasta leikhluta komust ÍR-ingar yfir og náðu af- gerandi forystu á tímabili og allt út- lit fyrir að þeir ætl- uðu að stela sigrinum. Það var hinsvegar Hafþór Gunnarsson sem tók þá málin í sín- ar hendur, setti niður nokkrar vel valdar körfur í blálokin og náði síðan að jafna nokkrum sekúndum fyrir leiks- lok. í framlengingunni gerðu Skallarnir ekki mörg mistök og uppskáru sætan sigur. Hafþór var bestur af nokk- uð jöfnu og góðu liði Skalla- gríms. Þá var Clifton Cook mjög góður og sömuleiðis Jovan Zdravevski sem virðist mikill happafengur. Derbrell Brown, þriðji erlendi leikmað- urinn olli hinsvegar nokkrum vonbrigðum. Hann hefur að vísu stærðina sem vantar svo sárlega í liðið en hann hafði Tölurnar - Skallagrímur NrNafn Mín HF STOSTIG 5 Clifton Cook 33 7 7 22 6 Ari Gunnarsson 13 2 1 0 7 Þálmi Þ Sævarsson 19 1 1 9 8 Finnur Jónsson 2 0 0 0 9 Hafþór 1 Gunnarsson 36 1 7 23 11 Jón Þ Jónasson 5 1 0 0 12 Ragnar N Steinsson 22 5 3 8 13 Kerbrell Brown 30 11 1 9 14 Jovan Zdravevski 36 4 5 18 15 Egill Ö Egilsson 29 3 1 14 Lokahóf meistara- flokks kvenna í ÍA Meistaraflokkur kvenna hélt lokahóf í samvinnu við Meist- araflokk karla að Jaðarsbökk- um sl. föstudagskvöld. Veislu- gestir voru um 200 talsins og glatt á hjalla þegar knatt- spyrnufólk hélt upp á ágætan árangur sumarsins. Kvöldið hófst með fordrykk, síðan var tvíréttaður matseðill sem veisluþjónustan Fortuna sá um. Haldnar voru langar og stuttar ræður, sýnd skemmti- atriði og veittar margar viður- kenningar. Þetta kvöld var skemmtilegur endir á frábæru sumri hjá meistaraflokki kvenna sem nú er kominn í efstu deild. Fráfarandi þjálfari, Sigurður Halldórsson, var kvaddur með virktum. Á þessu nýafstaðna tímabili var marka- hæsta knattspyrnukonan Ás- laug Ragna Ákadóttir, efnileg- ust var valin Helga Sjöfn Jó- hannesdóttir og best að dómi leikmanna var valin Magnea Guðlaugsdóttir. Það skemmti- lega var að maðurinn hennar Stefán Þórðarson var valinn bestur í Meistaraflokki karla. Búið er að ráða þjáfara fyrir meistaraflokk kvenna næsta tímabil. Fyrir valinu var Skaga- maðurinn Jóhannes Guð- laugsson. Bæði stjórn og leik- menn eru mjög ánægð með ráðninguna og er menn á- kveðnir í að halda áfram að starfa vel bæði innan vallar sem og utan hans. 2. flokkur kvenna hélt sína uppskeruhátíð 1. október að Heiðarborg. Þar skemmtu leik- menn sér við óhefðbundnar sem hefðbundnar íþróttir og margs konar skemmtiatriði voru á boðstólnum ásamt grill- uðu svínakjöti og meðlæti. (2.- flokki var Hallbera Jóhannes- dóttir markahæst, efnilegust var valin Karitas Elvarsdóttir og best að mati leikmanna var Hallbera Jóhannesdóttir. 2. flokkur varð í öðru sæti í bik- arnum. Nýr þjálfari fyrir 2. og 3.flokk kvenna er Berglind Þráinsdóttir, en hún var liðs- stjóri hjá Meistaraflokki kvenna síðastliðið sumar. Mik- il ánægja er með með ráðn- ingu hennar. MM www.versla.is ÖerslP Einfalt og þægilegt RAFMAGNS HLAUPAHJÓL meö handgjöf og handbremsu Fyrir 75 kg. 12 km/t Fyrir 90 kg. 14 km/t Margir litir Meö og án sætis - nánar á netinu ekki mikið meira fram að færi í þessum fyrsta leik. Að lokum má nefna Egil Örn Eg- ilsson, hina smáu en knáu stór- skyttu en hann virðist getað skor- að hvaðan sem er af vellinum þegar hann er í stuði. GE Jovan Zdravevski, hinn makedónski, lofar góðu. Sigurður Þorvalds- son átti stórleik í Grindavík og skor- aði 23 stig. Snæfellingar þurftu að byrja á að ráðast á garð- inn þar sem hann var hvar hæstur er deildarmeist- ararnir hófu titilvörn sína á ís- landsmótinu í körfuknattleik með því að sækja Grindvík- ingana heim. Heimenn unnu sigur í spennandi leik, 90 - 80. Grindvíkingar voru yfir mest allan tímann og leiddu í leikhléi 51-24 en samt réðust úrslitin ekki fyrir en í lok síð- asta leikhluta. GE ERSL Við sendum frítt heim að dyrum VISA www.versla.is Vinnur UMSB Æskusundið? Laugardaginn 16. október fer fram í sundlauginni f Borgarnesi sundkeppni milli Borgfirðinga, Snæfellinga, Húnvetninga og Skagfirðinga í aldursflokkum 14 ára og yngri. Slík keppni hefur farið fram i rúm 20 ár og nefnist Æskusund. Þar er keppt f 24 einstaklingsgreinum og 6 boð- sundum í aldursflokkunum 13- 14 ára, 11-12 ára og 10 ára og yngri. Lið UMSB var sigursælt fyrstu árin en Skagfirðingar, UMSS, hafa unnið undanfarin ár. Á siðasta ári fórkeppnin fram i Stykkishólmi og munaði aðeins 16 stigum á UMSS og UMSB. Að sögn Ingimundar Ingimund- arsonar þjálfara UMSB er lið heimamanna sterkara en oft áður og stefnt er að þvi að reyna að rjúfa sigurgöngu Skagfirðing- anna. Keppt er i útisundlauginni og hefst keppnin kl. 13.00. GE Góður sigur áVal Snæfell sótti Valsmenn heim í fyrstu umferð Hópbílaþikarsins í körfuknattleik og unnu deild- armeistararnir frá í fyrra sann- færandi sigur, 99 - 70. Desmond Þeþles átti stórleik í liði Snæfells og skoraði 32 stig. Ingvaldur Hafsteinsson skoraði 18 og Þierre Green 14. Snæfellingar fá Valsmenn í heimsókn á fimmtudag i seinni leikinn í þessari viðureign og hefst leikurinn kl. 19.15. Óhætt er að segja að Snæfellingar standi vel að vígi og eru komn- ir með annan fótinn í næstu umferð. GE Tölurnar - Snæfell-Hamar Nr Nafn Mín HF STOSTIG 4 Hlynur E Bæringsson 34 22 2 19 5 Ingvaldur M Hafstein 23 2 1 2 6 Bjarne Ó Nielsen 13 1 0 1 7 Gunnar M Gestsson 3 1 1 0 8 Þálmi F Sigurgeirsson 35 9 6 15 11 Sigurður Á Þorvaldss. 34 8 6 23 12 Fierre Green 26 2 1 9 14 Desmond Peoples 32 2 3 11

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.