Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 9 Ungu strákamir þurfa tíma til að sanna sig segir Jón Gunnlaugsson sparkspekingur Akraness númer eitt „Eg veit satt besta að segja ekki hvernig sumarið leggst í mig. Eg er ekki sérstaklega bjartsýnn ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Jón Gunnlaugsson fyrrverandi leikmaður IA. Jón hefur fylgst bet- ur en flestir aðrir með gengi IA síðustu áratugina og meðal annars haldið utan um ítarlega tölfræði um liðið og leikmenn þess sem Skessuhorn hefur meðal annars notið góðs af. „Mér fannst í fyrra að við ættum alla möguleika á að gera góða hluti og við vorum á köflum með besta liðið. Okkur hefur hinsvegar gengið djöfullega að skora undan- farin ár miðað við það sem við þekktum fyrir tíu árum síðan. Með- an þessi þáttur er ekki í lagi þá seg- ir það sig sjálft að það er erfitt að vera á toppnum. Síðan höfum við misst mikið af góðum og leik- reyndum mönnum sem voru burð- arstólpar í fyrra. Það munar um menn eins og Grétar Raíh, Stefán Þórðar og Harald Ingólfs. Þótt Haddi hafi kannski ekki verið eins góður í fyrra og við þekktum hann áður en hann fór út þá munaði mikið um hans reynslu.“ Jón segir hinsvegar að ljósa hlið- in sé sú að margir ungir og efni- legir strákar séu að byrja að sanna sig og framtíðin sé því björt. „Eg kvíði ekki framtíðinni en ég býst frekar við að það verði svona milli- bilsástand í sumar. Mér finnst þessir ungu strákar lofa góðu en þeir þurfa bara sinn tíma. Það eru mjög efnilegir guttar að koma upp úr 2. flokknum eins og Jón Vil- helm Akason og Andri Júlíusson. Strákar sem hafa töluvert spilað í vor og spjarað sig mjög vel. Haf- þór Vilhjálmsson mætti líka nefha og fleiri sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ljóst að það kemur til með að mæða mikið á „gömlu“ jöxlunum en vonandi ná þessir ungu að blómstra á réttum tíma. Vonandi er ég óþarflega svartsýnn þegar ég spái okkur 4.-5. sæti en það góða er að allt getur gerst líkt og 2001 þegar enginn átti von á miklu. Þá vorum við með ungt og óreynt lið sem gaf öllum speking- um langt nef og vonandi endur- tekur sagan sig núna,“ segir Jón. Þarf að „búa til“ nýja Skagamenn segir Olafur Þórðarson þjálfari mfl karla Ólafur Þórðarson þjálfari IA hefur úr óvenju stórum hóp að velja að þessu sinni en 25 leikmenn hafa æft og spilað í vorleikjunum. Þess ber hinsvegar að geta að þar á meðal eru sex strákar sem verða með 2. flokki í sumar og segir Ólafur að hugsanlega fari ein- hverjir niður aftur. „Þessir ungu strákar hafa verið að standa sig vel og hugsanlega eru þeifi tilbúnir til að takast á við úrvalsdeildina. Það kemur líka til greina að skipta ann- ars flokks strákunum eitthvað út til að gefa fleirum tækifæri en þessir sem hafa verið með okkur núna eru mjög heitir." Aðspurður segir Ólafur að ungu leikmennirnir séu vissulega óþreyjufullir að fá sín tækifæri en geri sér samt grein fyrir að hlut- irnir taki tíma. „Við ætlum að gefa ungu strákunum séns, það er ljóst. Bæði er það að við höfum ekki peninga til að kaupa þá leikmenn sem við viljum. Líka það að ég vil hafa sem flesta Skagamenn í liðinu en til þess að það sé hægt þá þarf ég að búa þá til. Það tekur tíma og auðvitað eru þessir ungu strákar óþolinmóðir en þetta eru skyn- samir strákar og gera sér grein fyr- ir að það er hægara sagt en gert að komast í meistrarflokkinn hjá einu besta liði landsins.“ FH og KR í sérklassa Sem fyrr segir eru sex strákar úr 2. flokki í hópnum sem stendur og auk þess nokkrir sem eru nýkomn- ir upp úr 2. flokki. Burðarásarnir eru hinsvegar leikmenn sem hafa upplifað að hampa Islandsmeist- aratitli, leikmenn á borð við Pálma Haraldsson, Gunnlaug Jónsson, Reyni Leósson og Kára Stein Reynisson. „Þetta er hópur sem er tilbúinn í toppbaráttuna, það er al- veg ljóst. Okkur gekk ágætlega í deildarbikarleikjunum en sú keppni gefur samt ekki alltaf rétta mynd af hlutunum. Liðin eru að prufa hitt og þetta og flest liðin styrkja sig eftir Deildarbikarinn þegar menn sjá að þeir eru ekki að koma nógu vel út,“ segir Ólafur. Aðspurður um styrkleika ann- arra liða í deildinni segir Ólafur að KR-ingar verði mjög sterkir og einnig FH-ingar. „Þetta eru lið sem eru búin að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum og ættu að vera í aðeins betri klassa en hin. Eg er hinsvegar ekki viss um að allir spádómar gangi eftir. Eg myndi allavega ekki veðja á að Eyjamenn fari niður. Þeir búa við svipaðar aðstæður og við og hafa haft sama hugarfar eins og við fljótum oft á, að gefa allt sitt í leikinn. Það eru ekki endilega alltaf bestu leik- mennirnir í svoleiðis liðum heldur vinnuþjarkar sem eru tilbúnir í að hafa fyrir hlutunum,“ segir Ólafur að lokum. STILLHOLTI 16-18 • AKRANESI • SÍMI 431-3333 SAMSUNG ER FRAMÚRSKARANDI - NJÓTTU ÞESS HEIMA HJÁ ÞÉRl TILBOÐSDAGAR Á SAMSUNG SAMSUNG LW20M24C- LCD SJÓNVARP SAMSUNG LE32A41 - LCD SJÓNVARP SAMSUNG PS42V4- PLASMA SJÓNVARP VIDEO OG DVD SPILARI SAMSUNGSVDVD440 MP3 SPILARI SAMSUNG LW17M24C- LCD SJÓNVARP SAMSUNG LE26A41- LCD SJÓNVARP 1.000 kr. inneign á tonlist.is fylgir öllum SAMSUNG MP3 spilurum 42" - 249.900 kr. 20" - 79.900 kr. 17"-69.900 kr. 26"- 149.900 kr. 32"- 199.900 kr. 19.990 kr. 16.990 kr. 14.990 kr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.