Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2005, Qupperneq 1

Skessuhorn - 14.09.2005, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 36. tbl. 8. árg. 14. september 2005 - Kr. 300 í lausasölu Veggjald um Sundabraut eður ei? Fyrir gerð Hvalfjarðarganganna var gerður samn- ingur árið 1993 á milli ríkisins og Spalar ehf. sem á og rekur göngin. I 4. grein þess samnings segir: „Samgönguráðherra skuldbindur sig til að greiða fyr- ir vegtengingunni og rekstri vegganganna jafnframt því að: ... e) Hefja ekki innheimtu vegtolla á vegum í nágrenni ganganna sem hafá myndu neikvæð áhrif á umferð um þau.“ Ymsir telja að þetta ákvæði geti beinlínis komið í veg fyrir að hægt verði að inn- heimta veggjald um Sundabraut eins og gert er ráð fyrir þar sem ríkisstjómin stefnir að því að um einka- framkvæmd verði að ræða. Sjá nánar bls. 6. Ahugasamir gestir viS bás Skagans i Sjávanitvegssýningiinni. Skaginn hf. hlaut Islensku sjávar- útvegsverðlaunin Skaginn hf. á Akranesi hlaut í síðustu viku Islensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 í flokki ffamleiðenda fiskvinnslutækja. Verðlaunin voru afhend á sjávarút- vegssýningunni sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Að verðlaununum stóðu sjávarútvegsritin Fiski- fféttir og World fishing. Þetta er án efa mikil viður- kenning fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Viður- kenninguna fær fyrirtækið meðal annars fyrir ffam- leiðslu sína á fiskskurðarvél þeirri sem fyrirtækið hef- ur þróað og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Skag- inn hf. var með bás á sjávarútvegssýningunni í Smár- anum í Kópavogi. HJ SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VGSTURLANDI ™ Nýr námsvísir er kominn i hús! Skráðu þig strax! www.simenntun.is - Simi 437 2390 ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Veiðitími hreindýra stendur núyfir austur á landi. Vestlendingar erufyrir margt þekktari en hreindýraveiðar og birtum við því hér mynd af einum stoltum veiðimanni til að afsanna það að þeirséu neitt síðri en aðrir til þessháttar veiða. Kristberg Jónsson, kaupmaður í Baulunni er hér hróðugur með vænan tarf sem hann felldi fyrir sk 'ómmu. Yngsti atvinnumaðurinn í knattspymu kemur af Akranesi: Bjöm Jónsson samningsbundinn Heerenveer 14 ára gamall ráð fyrir lengri samningi. Björn hefur farið 5 sinn- um út til æfinga með Heerenveer en síðast fór hann fyrir 6 vikum. Hann dvaldi hér á landi í nokkra daga fyrr í vikunni og fór meðal annars á æfingu með ung- lingalandsliðinu hér heima. Að- Björn ásamtfóður sínum og knattspyrnuþjálfaran- um Jóni Huga Harðarsyni. Hinn ungi og bráðefhilegi fótboltamaður af Skaganum, Bjöm Jónsson er nú kominn á samning hjá hollenska liðinu Heerenveer. Þar með er Björn yngsti Islendingur sem farið hefur á samning hjá erlendu knattspyrnuliði en pilturinn er einungis 14 ára gamall en verð- ur 15 í næsta mánuði. Hann mun leika með unglingaliði HeerenveerB-1 þarsem 15-16 ára leikmenn spila. Björn er reyndar ekki eini Skagamaður- inn sem leikur með yngri flokkum liðsins því Arnór Smárason, 17 ára er einnig á samningi hjá Heerenveer en hann leikur með 19 ára liðinu, þannig að þeir em báðir að spila með liðum sem að jafhaði skipa eldri leikmenn en þeir sjálfir era. Saman búa þeir hjá hollenskri fjölskyldu og em því hvor öðmm til stuðnings á meðan á dvölinni ytra stendur. En fyrir svo tmgan leikmann sem Bjöm vissulega er, er at- vinnumennskan ekki gallalaus. Þar sem hann er enn á skóla- skyldualdri þarf hann að stunda sitt nám sem nemandi í 10. bekk Grundaskóla og þarf því að þreyta samræmd próf næsta vor eins og jafnaldrar hans. Námið verður því að mestu utanskóla í vetur en hann stundar einnig nám í hol- lenskum skóla og mim nýta t.d. jólaffí til að sinna náminu og síðustu 3 vikumar fyrir prófin í maí. Til að geta orðið samnings- bundinn erlendu liði þurfti bæði KSI og hollenska knatt- spymusambandið að veita sér- staka undanþágu þar sem Björn er ekki orðinn 16 ára gamall. Samningurinn núna gildir í eitt ár og verður þá endurskoðaður og framlengd- ur gangi allt vel, en þá er gert spurður sagðist hann í samtali við Skessuhorn að dvölin í Hollandi leggðist vel í sig og þar væri t.d. spiluð mun hrað- ari knattspyrna en hér heima þannig að hann væri nú þegar búinn að ná upp meiri snerpu en áður. Björn lék sinn fyrsta leik með Heerenveer um síð- ustu helgi og stóð sig mjög vel. „Hann sló í gegn í sínum fyrsta leik, skoraði fyrsta mark leiks- ins á 8. mínúm og lagði upp þriðja markið í 3:0 sigri,“ segir m.a. á heimasíðu hollenska liðsins. Það verður því sannar- lega spennandi að fylgjast með þessum unga og knáa fótbolta- manni af Akranesi á næsm árum. MM Léttreyktur hunangsgrís Hafnarfjörður • Njarövik • Isafjörður • Akureyri • Dalvik • Siglufjörður • Ólafsfjörður • Húsavik • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík • Neskaupstaður

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.