Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2005, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 14.09.2005, Blaðsíða 7
jnusunu.^ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 7 Siglingum Baldurs ekki hætt -segir Sturla Böðvarsson, á meðan Odrjúgsháls og Hjallaháls eru ennþá eknir Samemingarmál í Döl um og Reykhólasveit Vegagerðin hefur ákveðið að fækka ferðum Breiðafjarðarferj- unnar Baldurs smám saman á næsm fimm áram og að þeim tíma liðnum verði rekstri ferjunnar hætt. Sem kunnugt er hefur land- leiðinni um Barðaströnd verið haldið opinni tmdanfarna vetur og því telur Vegagerðin óþarft að styrkja sjóflutninga sömu leið líkt og gert var þegar landleiðin var ófær mánuðum saman. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir þjónusm Baldurs ekki verða skerta á meðan Odrjúgsháls og Hjallaháls í Barðastrandasýslu era eknir. Hann segir engan misskiln- ing milli sín og Vegagerðarinnar í málinu. Áfram samið við Sæferðir Á undanförnum áram hafa Sæ- ferðir ehf. í Stykkishólmi séð um reksmr Baldurs samkvæmt útboði, sem fram fór á sínum tíma. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri seg- ir að samningur um rekstur ferj- unnar renni út um næstu áramót en vegna breyttra aðstæðna í sam- göngum á svæðinu hafi verið á- kveðið að trappa rekstur hennar niður á næsm áram. I stað nýs út- boðs hafi því verið ákveðið að ganga til samninga við núverandi rekstraraðila um reksmrinn næsm fimm ár. Ferðum muni því fækka með tímanum enda sé nú leiðinni haldið opinni yfir vetrartímann. „Þrátt fýrir að ýmislegt sé óunnið á þessari leið trúum við því að töluverðar framfarir verði á næstu fimm áram. Því er nú tímabært að huga að breyttum rekstri ferjunnar með góðum fyrirvara líkt og gert var í Isafjarðardjúpi með rekstur Fagranessins á sínum tíma,“ segir Jón. Nokkrar eyjar á Breiðafirði era nú í byggð og segir Jón að þjón- usta við þær verði boðin út og henni væntanlega sinnt með minni bátum þegar hætt verður að styrkja reksmr Baldurs. Eins og áður sagði mun ferðum Baldurs fækka smám saman en Jón segir ekkert því til fyrirstöðu að rekstraraðili skipsins haldi ó- breyttri ferðatíðni telji hann það hagkvæmt. Hvað næsta ár varðar segir Jón litlar breytingar verða á ferðum skipsins. Umhverfismat gæti seinkað framkvæmdum Smrla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir ljóst í sínum huga að þjónusta Baldurs verði ekki skert á meðan Odrjúgsháls og Hjallaháls í Barðastrandasýslu era eknir. Hann segir þá farartálma og þar til þeir farartálmar verði úr sögunni verði þjónusta Baldurs ekki skert. Á núgildandi vegaáætlun er var- ið 1.083 milljónum króna í vega- gerð frá Svínadal í Flókalund. Samkvæmt heimildum er líklegt að framkvæmdir þær sem nú era að fara í útboð í Svínadal gæm kostað tæpar 400 milljónir króna. Eftir standa þá tæpar 700 milljónir sem varið verður í vegagerð á Barða- strönd. Þar til viðbótar koma þær 700 milljónir króna sem veitt verður af svokölluðum Símapen- ingum til vegagerðar. Til skipt- anna í framkvæmdir á Barðaströnd eru því um 1.400 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdir á Barðaströnd meðal annars við þverun Gufufjarðar og Djúpa- fjarðar, sem losa vegfarendur við farartálmana Odrjúgsháls og Hjallaháls, kosti um 1.600 milljón- ir króna. Þeir fjármunir sem nú era til skiptanna gæm því í góðu útboði farið langt með verkið. Framkvæmdirnar á Barðaströnd era nú að fara í umhverfismat. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinn- ar verður vegur lagður um við- kvæm svæði eins og Teigskóg og hefur það valdið nokkram skoð- anaskipmm vestra. Því má ljóst þykja að umhverfismatið mun taka drjúgan tíma og á meðan verður ekkert framkvæmt. Bjartsýnusm menn innan Vegagerðarinnar segja að hugsanlega verði hægt að bjóða út framkvæmdir á Barðaströnd haustið 2006 en aðrir segja að það verði síðar. Afar ólíklegt er að framkvæmdum ljúki þar fyrr en í fyrsta lagi í lok árs 2008 enda er fjárveiting til verksins það ár 383 milljónir króna. Af orðum Smrlu Böðvarssonar má ráða að íbúar á Snæfellsnesi og Barðaströnd þurfa því ekki að ótt- ast að þjónusta Baldurs minnki fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2008 og jafnvel ekki fýrr en enn síðar. W Einar Örn Thorlacius, sveitar- stjóri í Reykhólasveit og formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Dalasýslu og Austur- Barðastrandasýslu segir að nefndin muni standa fýrir opnum kynning- arfundum um sameiningarmálin í byrjun október. Sem kunnugt er munu íbúar í Reykhólahreppi, Dalabyggð og Saurbæjarhreppi greiða atkvæði þann 8. október um hugsanlega sameiningu sveitarfé- laganna. Auk Einars sitja í nefnd- inni Gústaf Jökull Olafsson frá Reykhólahreppi, Þorsteinn Jóns- son og Gunnólfur Lárasson era fulltrúar Dalabyggðar og þeir Sæ- Ekki era nema nokkrir dagar liðnir síðan Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifföst setti ffarn hugmyndir um einkarek- inn menntaskóla í Borgamesi. Síð- an hafa málin unnist hratt og hefur undirbúningshópur verið skipaður til að vinna að stofnun nýs ffam- haldsskóla og ræða menn einkum um einkarekinn ffamhaldsskóla í því sambandi. Fyrir liðna helgi á- kvað stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu að leggja ffam hlutafjárloforð upp á allt að 40 milljónir króna, verði skólinn að veraleika. Sigurður Már Einarsson, stjómarformaður spari- mundur Kristjánsson og Guðjón T. Sigurðsson era fulltrúar Saurbæjar- hrepps. Einar segir að kynningarfundir verði haldnir á Reykhólum, Saurbæ og í Búðardal auk þess sem sameig- inlegur kynningarfundur verði haldinn á Laugum í Sælingsdal þann 6. október. Á þann fund mun Árni Magnússon félagsmálaráð- herra mæta og ræða sameiningar- málin. Að auki mun samstarfs- nefhdin gefa út kynningarrit um sameiningarmálin og verður ritdð sent inn á öll heimili í sveitarfélög- unum þremur. sjóðsins segir ffamhaldsskóla í hér- aði vera stórt byggðamál og sjóður- inn standi vel og því hafi þessi á- kvörðun verið tekin. Fyrir í héraðinu era tveir öflugir háskólar, á Bifröst og Hvanneyri sem vafalaust munu styrkja verk- efhið til muna. Sveitarfélagið Borg- arbyggð er það stærsta hér á landi sem ekki hefur ffamhaldsskóla irm- an sinna vébanda. Hvort af stofnun skólans verður velmr hinsvegar meðal annars á menntamálaráðherra sem ekki hef- ur gefið upp sína afstöðu tdl máls- ins. GE HJ Myndarlegt hlutafjár- loforð SPM í framhaldsskóla Getum við aðstoðað Þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Við höfum flutt starfsemina í eigið húsnæði á Kveldúlfsgötu 23 -neðri hæð Velkomin á nýjan stað! Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes Sími: 437 2360 Fax: 437 2361 EMAIL: olgeirhelgi@islandia.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.