Skessuhorn - 04.01.2006, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006
3
Met í íjölda fæðinga á SHA
síðan 1973 fallið
227 börn fæddust á fæðingadeild
Sjúkrahúss Akraness á nýliðnu ári,
127 sveinbörn og 100 meybörn.
Þar með er fæðingamet síðan árið
1973 fallið en þá fæddust 226 börn
á deildinni. Þess má geta
að samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunn-
ar um mannfjöldaaukn-
ingu á Vesturlandi þá hef-
ur Vesdendingum fjölgað
um rúm 3% á þessu ári.
En konur sem velja að
fæða börn sín á Akranesi
koma ekki endilega af
Akranesi. Um 20% fæð-
inga eru hjá konum sem
eiga búsetu utan Vestur-
landskjördæmis. Hróður
fæðingadeildar SHA hefur
spurst út og færist í vöxt
að konur velji að njóta at-
lætis á nýlegri deild með
úrvali af reyndu starfsfólki
og aðstæðum sem vart
gerast betri.
Anna Björnsdóttir,
deildarstjóri fæðinga-
deildar SHA segir margt
hafa breyst síðan árið
1973 þegar fýrra fæðinga-
met var sett. Hún segir að
árið 1973 hafi verið algjör
bomba, aukning um 30% í fæðing-
um ffá því árinu á undan. A þessum
tíma voru tæplega helmingi færri
ljósmæður starfandi á deildinni en
eru í dag og stóðu þær bakvaktir til
skiptis.
Þó fæðingar hafi aldrei verið
fleiri á Sjúkrahúsi Akraness þá hef-
ur keisaraskurðum fækkað um 6%
ef borið er saman við árið 2004 sem
telst góður árangur og segir Anna
ástæðu þess vera að mestu leyti góð
aðhlynning og aðstaða á meðan á
meðgöngu og fæðingu stendur.
Nýja fæðingadeildin
algjör bylting
Ný fæðingadeild Sjúkrahúss
Akraness var tekin í notkun 30.
apríl 2004. Starfsfólk deildarinnar
segir nýju aðstöðuna vera algjöra
byltingu. I stað einnar fjögurra
manna stofu eru nú fjórar tveggja
manna stofur, einbýli og svíta og
hafa allar legukonur eigin salernis-
og snyrtiaðstöðu. Fæðingastofurn-
ar eru nú tvær. A deildinni er heit-
ur pottur, herbergi er fýrir óm-
skoðun og eftirlit auk bið-
herbergis. A deildinni eru
starfandi tveir læknar, 10
ljósmæður í 6,7 stöðugild-
um auk sjúkraliða. Asamt
kvensjúkdómadeild sinnir
fæðingadeildin öllu sem
viðkemur meðgöngu, fæð-
ingu og sængurlegu. Þess
að auki sinnir deildin allri
almennri göngudeildar-
þjónustu þar sem verðandi
og nýorðnar mæður get
leitað aðstoðar með allt
sem tengist meðgöngu,
fæðingar og umönnunar-
ferlinu, hvort sem það telst
líkamlegt eða andlegt.
Notkun á þessarri þjónustu
hefur aukist síðasta ár um
20%.
„Ríflega 20% þeirra sem
hér fæða koma af höfuð-
borgarsvæðinu og er það
auðvitað mjög jákvætt fýrir
okkur. Við viljum að allt
gangi fyrir sig hér á sem
náttúrulegastan hátt. Við
höfum nýjan heitan pott sem er
mikið nýttur, þá fyrir verkjastill-
ingu í vatni, og hefur hann nýst
mjög vel. I raun mega konur fæða
allsstaðar á landinu, sama hvar þær
hafa sótt meðgönguþjónustu fyrr á
meðgöngunni," bætir Anna við.
BG
Akranes verði
lykilembætti í stað
Borgamess
Embætti lögreglustjórans á
Akranesi verður lykilembætti en
ekki embættið í Borgarnesi eins og
tillögur höfðu verið gerðar um. Þá
mun lögreglan í Búðardal flytjast
undir embættið í Borgarnesi. Þetta
kom fram í tillögum sem Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
kynnti á ríkisstjórnarfundi í morg-
un.
Sem kunnugt er lagði nefnd um
nýskipan lögreglumála það til í
haust að embætti lögreglustjórans
í Borgarnesi yrði svokallað
lykilembætti. Jafnframt yrði stofn-
uð þar rannsóknardeild en rann-
sóknardeild sem starfað hefur um
áratuga skeið á Akranesi yrði jafn-
framt lögð niður. Eins og fram
kom í fréttum Skessuhorns féllu
tillögur þessar í grýttan jarðveg
hjá sýslumanninum á Akranesi og
einnig tók bæjarstjórn Akraness
undir gagnrýni sýslumannsins. Að
loknum kynningarfundum nefnd-
arinnar lagði hún til við dóms-
málaráðherra að embættið á Akra-
nesi yrði lykilembætti í stað Borg-
arness og hefur hann því fallist á
þá tillögu.
I upphaflegum tillögum nefhd-
arinnar var gert einnig gert ráð
fýrir því að lögreglustjórn í Búðar-
dal og Hólmavík færðist undir
embættið í Borgarnesi svo og lög-
gæsla í Reykhólahreppi. Nefndin
féll síðar frá þessari tillögu sinni
og nú leggur dómsmálaráðherra
Bjöm Bjamason, dómsmálaráðherra
til að Hólmavík og Reykhóla-
hreppur falli undir embættið á Isa-
firði en Búðardalur falli undir
embættið í Borgarnesi eins og
áður var lagt til. I Stykkishómi
verður áfram embætti lögreglu-
stjóra.
Þá er einnig lagt til að lítil sýslu-
mannsembætti verði efld með
flutningi verkefna og starfa frá
ráðuneytum og stofnunum til
embættanna og þegar hafi verið
lögð drög að slíkum flumingi. Má
þar nefna flutning innheimmmið-
stöðvar sekta og sakarkosmaðar til
Blönduóss.
I fréttatilkynningu frá dóms-
málaráðuneytinu kemur fram að
frumvarp til breytinga á lögreglu-
lögum verði lagt fram á vorþingi.
HJ
Þrettándabrenna
á Seleyri •200®
Þrettándabrenna verður á Seleyri föstudaginn 6. janúar kl. 20.00
Það eru Borgarbyggð, Njarðtak, Sparisjóður Mýrasýslu og Björgunarsveitin Brák sem standa fyrir brennu
og flugeldasýningu á þrettándakvöld. - Fjölmennum og fögnum saman nýju ári!