Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2006, Síða 4

Skessuhorn - 04.01.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006 SBESSlíiiöEKI Friðsæl áramót SNÆFELLSNES: Ekkert mál kom til kasta lögreglunnar á Snæfellsnesi um áramótin að sögn Olafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns á Snæfells- nesi. Hann sagði töluverða um- ferð hafa verið við brennur á svæðinu og mikil aðsókn hefði verið á dansleikjum á nýársnótt. Veður hefði verið með besta móti og fólk hafi því trúlega verið í ennþá betra skapi en venjulega. -hj Best rekna stofhunin AKRANES: Bæjarráð Akraness veitir árlega viðurkenningu til þeirrar stofnunar bæjarins sem best hefur staðið sig í rekstri og nýbreytni í starfi. A fundi bæj- arráðs skömmu fyrir jól var samþykkt að veita Grundaskóla þessa viðurkenningu árið 2005. „Rekstur Grundaskóla hefur á undanförnum árum verið í samræmi við fjárhagsáætlun og verið til fýrirmyndar í þeim efhum. Auk þess hefur Grunda- skóli staðið vel að faglegu starfi og nýbreytni og hlaut m.a. Is- lensku menntaverðlaunin fyrr á árinu. Af því tilefni samþykkir bæjarráð að veita Grundaskóla viðurkenningu að fjárhæð kr. 500.000,- til kaupa á tækjum og áhöldum eða annarra skil- greindra verkefna," segir í frétt ffá Akraneskaupstað. -mm Lýst upp fyrir Loftorku BORGARNES: Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi hefur fallist á að Borgarbyggð setji upp lýsingu frá gatnamót- um Sólbakka upp fýrir inn- keyrslu að athafnasvæði Loftorku. Vegagerðin mun endurgreiða sveitarfélaginu kostnað við framkvæmdir þegar fjárvæitingar fást til verksins. -hj Samið um upp- byggingu í Sæl- ingsdalstungu DALIR: Hreppsnefnd Dala- byggðar og Nýsir hf. hafa gert með sér samning um umfangs- mikla uppbyggingu sumarhúsa- byggðar í Sælingsdalstungu. Samningurinn gerir ráð fýrir að Nýsir annist uppbyggingu svæðisins en afhendi Dala- byggð að uppbyggingu lokinni vegi og önnur mannvirki til rekstrar. Nýsir mun meðal ann- ars sjá um lagningu nýrrar vatnslagnar frá Svínadal að sumarhúsabyggðinni og Laug- um. Gert er ráð fýrir að fram- kvæmdir hefjist á næsta ári og þeim verði lokið árið 2010. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fýrir byggingu 57 sum- arhúsa á svæðinu og einnig er ákvæði í samningnum um byggingu golfvallar á svæðinu. -hj Guðmimdur Páll riddari íslensku fálkaorðunnar Forseti íslands veitti á nýársdag Guðmundi Páli Olafssyni, nátt- úrufræðingi í Stykkishólmi, ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu fýrir ritstörf í þágu náttúruvernd- ar. Veitti Guðmundur orðunni viðtöku á Bessastöðum. Guðmundur Páll er fæddur árið 1941 á Húsavík. Störf hans þarf vart að kynna lesendum Skessu- horns en meðal bóka sem hann hefur gefið út á undanförnum arum má nefna Perlur í náttúru ís- lands, Ströndin í náttúru íslands, Um víðerni Snæfells, Hálendið í náttúru íslands og Fuglar í náttúru íslands. Guðmundur Páll hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fýrir störf sín. Hann er giftur Ingunni K. Jakobsdóttur kennara og dætur hans eru Blær, Ingibjörg Snædal og Halla Brynhildur. HJ Fjölgun íbúa á Snæfellsnesi sérstaklega ánægjuleg Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir fjölgun íbúa á Vesturlandi á síðasta ári afar ánægjulega og sérstaklega þá fjölg- un sem varð á Snæfellsnesi. Eins og fram kemur í frétt Skessuhorns í dag fjölgaði íbúum á Vesturlandi á milli ára um 445 og íbúum Snæ- fellsbæjar fjölgaði um 29. Kristinn segir þessa fjölgun rökrétt fram- hald af því sem gerst hefur á svæð- inu á undanförnum árum. I því sambandi nefnir hann stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga. „Stofnun skólans hefur gert það að verkum að fjölskyldum er gert auðveldara að búa hér áfram þegar börn komast á framhaldsskólaald- ur. I upphafi var gert ráð fýrir að nemendur í skólanum yrðu 170 haustið 2006 og þá yrði hann full- setinn. I dag eru 235 nemendur í dagskóla,“ segir Kristinn. Þá nefnir Kristinn öflugt at- vinnulíf sem eina ástæðu fjölgunar íbúa. „Atvinnulíf í Snæfellsbæ er mjög öflugt og það er frumfor- senda þess að fólk vilji búa á svæð- inu. Þá má heldur ekki gleyma því að samgöngur eru alltaf að verða betri og betri. Sá þáttur í búsetu er mjög mikilvægur en því miður oft vanmetinn. Nútíminn krefst þess að samgöngur séu greiðar og fólk eigi auðvelt með að koma á milli svæða og hægt sé að treysta á vega- kerfið þegar veður leyfir. Auk þess hefur Snæfellsbær lagt ríka áherslu Kristinn Jónasson, bœjarsljóri í Snœfellsbœ. á að sú þjónusta sem sveitarfélagið býður upp á sé eins og hún gerist best þó alltaf megi gera betur,“ segir Kristinn að lokum. HJ Leikskólagjöld lækka í Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld við leikskólann Vinabæ um 24% frá 1. janúar 2006. Að sögn Haraldar L. Haraldssonar sveitarstjóra er hér um að ræða mikla kjarabót fýrir bamafjölskyldur. ,JVIeð þessu er sveitarstjóm að fýlgja eftir stefnu sinni um að bæta búsetuskilyrðin í sveitarfélaginu. Jafhffamt býður sveitarfélagið áfram upp á ffían akstur fýrir leikskólabörn úr dreif- býlinu, heiman og heim úr leikskól- anum,“ segir hann. Eins og áður hefur komið ffam í fféttum Skessuhoms hefur að und- anfömu verið unnið að undirbún- ingi byggingar nýs leikskóla í Búð- ardal. Að sögn Haraldar standa nú yfir viðræður við Félagsmálaráðu- neytið um mótffamlag vegna bygg- ingarinnar og er þar um að ræða allt að 50% framlag af kosmaði við bygginguna. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um kr. 60 milljónir. Framlagið úr Jöfnunarsjóði er háð sameiningu sveitarfélaga. Haraldur segir sveitarstjórn stefna að því, verði farið í byggingu nýs leikskóla, að það verði gert án lántöku. Jafn- framt sé stefnt að því að vinna hratt að málinu með hliðsjón af húsnæð- isvanda leikskólans. HJ Nýr sérleyfishafi tekur við Vesturlandi Hópferðamiðstöðin - Vest- fjarðaleið í Reykjavík tók um ára- mótin við sérleyfisakstri milli Reykjavíkur og helstu staða á Vest- urlandi. Lauk þar með nærfellt hálfrar aldar sérleyfisakstri Sæ- mundar Sigmundssonar á þessari leið. Alls mun Hópferðamiðstöðin fara 9 ferðir á viku milli Snæfells- ness og Reykjavíkur og em tvær ferðir á föstudögum og sunnudög- um. Farið er frá Hellissandi kl. 7.40 og Stykkishólmi kl. 8.10. Far- ið er úr Reykjavík kl. 18.30 og hafa því íbúar á Snæfellsnesi möguleika á að ferðast fram og til baka sama daginn sem kemur sér vel fýrir þá sem reka þurfa stutt erindi á höf- uðborgarsvæðinu. Milli Borgarness og Reykjavíkur verða þrjár ferðir alla daga. Fyrsta ferð er úr Reykjavík kl. 8.30 og fýrsta ferð úr Borgarnesi kl. 9.45. Fimm ferðir verða vikulega frá Reykjavík til Búðardals og þaðan em síðan tvær ferðir í viku til Króksfjarðarness og Reykhóla. Einnig era tvær ferðir í viku í Reykholt í Borgarfirði. Að sögn Jóns Gunnars Borg- þórssonar framkvæmdastjóra fýrir- tækisins er með áætlunini reynt að höfða til og þjóna hagsmunum sem flestra íbúa á Vesturlandi. Hann nefnir sérstaklega þá ný- breytni sem felst í áætlun á Snæ- fellsnes því þar sé reynt að koma til móts við fjölmargar óskir um að hægt verði að komast til og ffá höfuðborginni samdægurs. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins munu leggja sig alla ffam um að veita eins mikla þjónustu og mögulegt er eins og ávallt hafi ver- ið keppikeflið í áratuga rekstri fýr- irtækisins. Nánari upplýsingar um sérleyfis- ferðirnar má finna á heimasíðu fýr- irtækisins www.hopferd.is/isl/- Vestur06vetur.htm. HJ lvo fíkniefhamál BORGARNES. Tvö fíkni- efhamál komu upp í Borgarnesi um helgina. Á föstudagskvöld var biffeið stöðvuð sem í vora fjögur ungmenni. Kösmðu þau úr bílnum efni sem reyndist vera kannabisefni. Ungmennin vora handtekin og vora í haldi lögreglu þar til málið taldist upplýst. Að morgni nýársdags þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni. Við athugun kom í ljós að hann hafði undir hönd- um kannabisefni. Að lokinni yf- irheyrslu var hann látinn laus. Að sögu Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns fór skemmt- anahald um áramót mjög vel fram og kom ekki til afskipta lögreglu vegna skemmtana- haldsins. -hj Tveir bílar eyðilögust í bíl- veltum á Nesinu SNÆFELLSNES: Tvö um- ferðaróhöpp urðu á Snæfells- nesi liðinn miðvikudag. Fyrra slysið varð í þjóðgarðinum um klukkan eitt þegar kona missti stjórn á bifreið sinni sem fór eina veltu. Vegna lélegs síma- sambands á þessum kafla varð hún að bíða í tæpa tvo tíma eft- ir næsta bíl. Meiðsli hennar reyndust minniháttar við skoð- un, enda var hún í bílbelti. Seinni bílveltan varð um fimm- leytið við Enni, utan Olafsvík. Veður var slæmt og mjög hált. Maður missti stjórn á jeppabif- reið sinni í einni vindhviðunni og fór tvær til þrjár veltur. Bíl- stjórinn slasaðist ekki enda not- aði hann einnig bílbelti. -mm Eigendaskipti að bæjarblaði STYKKISHÓLMUR. Nú um áramótin urðu eigendaskipti að Stykkishólmspóstinum. Elín Bergmann Kristinsdóttir hefur nú selt og við tekur Anok marg- miðlun ehf. sem er í eigu hjón- anna Onnu Melsteð og Sigurð- ar R Bjarnasonar. Þau munu hafa aðsetur í Egilsenshúsi. -mm Róleg áramót AKRANES: Áramótin vora ró- leg hjá lögreglunni á Akranesi. Utköll voru fá og engin slys af völdttm flugelda svo vitað sé. Mikið var af fólki á ferðinni á gamlárskvöld að venju en allir í besta skapi og hvergi kom til af- skipta lögreglu þó víða væri gleðskapur í heimahúsum ffarn eftir nóttu. Tvær minniháttar líkamsárásir vora þó kærðar til lögreglu. í báðum tilfellum hafði komið til riskinga á skemmtistöðum bæjarins. Vik- una áður var brotist inn í fjórar bifreiðar í bæjarfélaginu. I þremur tilfellanna var stolið ffamhliðum af geislaspiluram. -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Friðriksd. 4371677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.