Skessuhorn - 04.01.2006, Page 5
§HéSSíUIS©ISí3
MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006
5
Hringur SH til heimahafhar
á gamlársdag
Hringur SH 153 leggur að bryggju.
Hringur SH-153, sem Guð-
mundur Rrmólfsson hf. keypti frá
Skotlandi fyrir skömmu, kom í
fyrsta skipti til heimahafnar í
Grundarfirði að morgni gamlárs-
dags. Eins og sagt var frá í frétt
Skessuhorns fyrir nokkru fór skipið
til Póllands í endurbætur og þaðan
til Reykjavíkur þar sem gert var við
María Guðmundsdóttir gaf skipinu nafr.
lítilsháttar skemmdir
sem urðu á skrúfu
skipsins á heimsigl-
ingunni. Skipið er
smíðað 1999 og er 29
metrar að lengd og
9,5 metrar að breidd.
Hinn nýi Hringur
kemur í stað skips
með sama
nafn sem
fyrirtækið
hefur gert
út undanfarin ár en
verður nú lagt. Skipinu
var fagnað með flug-
eldasýningu við komuna
til Grundarfjarðar. Þeg-
ar það hafði lagst að
bryggju flutti fram-
kvæmdastjóri útgerðar-
innar, Guðmundur
Smári Guðmundsson ávarp. Að því
loknu gaf María Guðmundsdóttir
skipinu formlega nafn. Séra Elín-
borg Sturludóttir blessaði skipið og
áhöfii þess og árnaði því heilla.
Skipstjóri á Hring er Ingimar Hin-
rik Reynisson og heldur það til
veiða strax eftir áramót.
HJ/ Ljósm: Gaui Ella.
Besta jóla-
skreytingin að
Leynisbraut 27
Orkuveita Reykjavíkur hefur að vanda valið
bestu jólaskreytingar í bæjarfélögum á veitu-
svæði OR fyrir raforku. Veittar voru viður-
kenningar í Reykjavík, Akranesi, Garðabæ,
Mosfellsbæ, Seltjarnamesi og í Kópavogi. A
Akranesi kom viðurkenningin í hlut eigenda
Leynisbrautar 27, en þar búa Eygló Tómas-
dóttir og Þorgils Sigurþórsson. Þóttu skreyt-
ingar þeirra sérlega skemmtilegar og þar að
auki að stómm hluta heimasmíðaðar. MM
ÚTSALAN HEFST
FIMMTUDAGINN
5. JANÚAR
borgorsport
hyrnutorgi - borgornesi - simi 437 1707
UTSALAN
ER HAFIN!
20 - 70%
AFSLÁTTUR
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI431 1753 & 861 1599
www.skessuhom.is
Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar f Borgarnesi