Skessuhorn - 04.01.2006, Page 7
glESSIÍIS©lSRI
MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006
7
Útskriftprnemar á haustönn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Ljósm: Myndsmiöjan. Akranesi.
Utskrift frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Brautskráning nemenda úr Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
fór fram á sal skólans þann 21. des-
ember sl. Alls voru 45 nemendur
brautskráðir að þessu sinni. Einar
Agúst Gylfason hlaut viðurkenn-
ingur fyrir bestan árangur á stúd-
entsprófi. Anna Þóra Jóhannsdótt-
ir fékk viðurkennignu fyrir ágætan
árangur í líffræði; Arni Gunnars-
son fyrir ágætan árangur í efna-
fræði og líffræði; Eiríkur Böðvar
Rúnarsson fyrir ágætan árangur í
dönsku; Gísli Laxdal Sturlaugsson
fyrir ágætan árangur í eðlis- og
efnafræði; Gunnar Þóroddsson
fyrir ágætan árangur í verklegum
greinum og Tinna Björg Kristins-
dóttir hlaut viðurkenningu fyrir
störf sín að forvarnamálum innan
skólans.
Hörður O Helgason skólameist-
ari setti athöfnina sem að venju fór
vel fram. Flutt voru tónlistaratriði
fyrir og meðan á athöfninni stóð í
samvinnu við Tónlistarskóla Akra-
ness. Þar á meðal þá lék Kristín
Sigurjónsdóttir jólalag á fiðlu við
undirspil Bryndísar Bragadóttur á
píanó. Þess má geta að Kristín var
meðal þeirra sem brautskráðust og
lauk hún námi sínu á stystum tíma,
eða 5 önnum með stúdentspróf og
tónlistarbraut skólans sem telst
einkar góður árangur á þetta
styttri tíma en gengur og gerist.
BG
s-
Kristín Sigurjónsdóttir nýstúdent spilaSi á athöfninni
Einar Agúst með bestan námsárangur
Einar Ágúst Gylfason hlaut við-
urkenningu fyrir bestan árangur á
stúdentsprófi á haustönn 2005 við
útskrift úr Fjölbrautaskóla Vestur-
lands skömmu fyrir jól. Einar Agúst
lýkur námi sínu á sjö önnum. Þegar
Skessuhom náði tali af Einari var
hann í þann mtmd að fara að undir-
búa utanför, en útskriftarnemar
héldu til Spánar þann 28. desember
í útskriftarferð. Þar sem Einar býr í
Borgarfirði dvaldi hann á heimavist
FVA allar sjö annirnar. „Eg lagði
mikið á mig fyrstu annirnar sem svo
nýttist mér þegar leið á og því
minnkaði álagið í náminu samhliða
því,“ segir Einar um námið og ár-
angurinn. Hann segist hafa góðar
minningar úr PVA og segir skólann
og flesta kennarana
hafa komið þokka-
lega til móts við sig
á námsferlinum. En
Einar segir að nám-
ið muni fá að bíða
nú um sinn. Hann
stefnir á að vinna
eftir áramótin og
jafnvel eitthvað
fram á næsta vetur.
En áframhaldandi
nám hérlendis er þó
á dagskránni hjá
þessum unga náms-
manni og segir
hann þá stefnuna
jafhvel vera á verk-
fræði. BG
Einar Agúst Gylfason tekur viS viSurkenningu frá HerSi Helgasyni skólameistara.
Brunavamaáætlun í Borgarfirði
Nýverið rituðu íúlltrúar sveitar-
félaganna Borgarfjarðarsveitar,
Hvítársíðuhrepps og Skorradals-
hrepps undir nýja brunavarnaáæd-
un fyrir slökkvilið Borgarfjarðar-
dala sem gildir næstu 5 árin. Mark-
mið áædunarinnar er: „Að tryggja
að slökkvilið sé þannig mannað,
skipulagt, útbúið tækjum, menntað
og þjálfað að það ráði við þau verk-
eftii sem því er falið með lögum og
reglugerðum settum samkvæmt
þeim,“ eins og segir í 13. grein laga
um brunavarnir. Að sögn Péturs
Jónssonar, slökkviliðsstjóra eru nú
að fara í gang viðræður um hvernig
fyrirkomulagi slökkviliðsmála verð-
ur fyrir komið á svæðinu í framtíð-
inni m.t.t. þess að sveitarfélögin á
starfssvæðinu eru flest að sameinast
í vor. MM
Frá vinstri er Ólafur GuSmundsson, oddviti HvítársíSuhrepps, Pétur Jónsson, slökkviliSsstjóri, Bjóm Karlsson, brunamálasljóri, Davt'S
Pétursson, oddviti Skotradalshrepps og Sveinbjöm Eyjólfsson, oddviti BorgarfjarSarsveitar. Ljósm: PD