Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2006, Side 9

Skessuhorn - 04.01.2006, Side 9
SlfflessiíHÖM MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006 9 Hæstiréttur staðfesti for- kaupsrétt að Stóra - Skógi Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem viðurkenndur er forkaupsréttur Fjólu Benediktsdóttur að jörðinni Stóra - Skógi í Dalabyggð á grundvelli kaupsamnings Dala- byggðar og Lífsvals ehf. á jörðinni frá 16. ágúst 2004. Er Dalabyggð gert að gefa út afsal fyrir jörðinni gegn greiðslu kaupverðs að Ijár- hæð 56 milljónir króna. Þá hafnar dómurinn að Fjóla þurfi að upp- fylla það skilyrði í kaupsamningn- um að hefja mjólkurframleiðslu á jörðinni og á samliggjandi jörð, Skógskoti, og að ráðast í að reisa fjós á jörðinni. Akvæði þess efnis var í samningi milli Dalabyggðar og Lífsvals ehf. Forsaga málsins er sú að jörðin Stóri-Skógur var um langt árabil í Félagsleg heimaþjónusta hækkar AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu félags- málaráðs um að hækka gjald- skrá fyrir félagslega heimaþjón- ustu. Gjald fyrir þjónustuna hjá þeim sem greiða fullt gjald verður framvegis 965 krónur og afsláttargjald verður 392 krón- ur. Um er að ræða tæplega 11 % hækkun gjaldskrárinnar. Hún breyttist síðast þann 3. mars 2005. Samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu skal greiða gjald fyrir hana sem nemur 45% af ákveðnum launaflokki bæjarstarfsmanna. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri, örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Aðrir en elli- og örorkulífeyrisþegar greiða heimaþjónustu að fullu nema félagsmálaráð ákveði annað. -hj Á ofsahraða KJALARNES: Við umferðar- eftirlit sl. fimmtudag stöðvaði lögreglan á Akranesi för ungs ökumanns eftir að hann hafði verið mældur á 157 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Atvikið átti sér stað á Kjalarnesi og voru akstursað- stæður fremur slæmar. Atvikið var tekið upp á „Eye withness" búnað og má ökumaðurinn reikna með hárri fjársekt og ökuleyfissviptingu. -mm Aldrei færri banaslys LANDIÐ: Árið 2005 létust 28 einstaklingur í slysum hér á landi og 3 erlendis. Aldrei hafa banaslysin verið jafn fá sam- kvæmt skráningu Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar frá því að byrjað var að skrá öll slys árið 1941. Árið 2005 urðu flest slys- in í tengslum við umferðina eins og svo oft áður, þar sem létust 19 manns í 16 slysum. Næstflest urðu slysin í flokkn- um vinnuslys þar sem létust 4 einstaklingar sem er óvenju mikið. -mm eigu Fjólu og annars einstaklings. Með samningi í mars 2004 afréðu þau að selja jörðina á 49,5 milljón- ir króna. I samningnum var ákvæði um forkaupsrétt eigenda jarðar- innar Álfheima, sem er Fjóla, kæmi til sölu Stóra - Skógs síðar. Kaupendur Stóra - Skógs gerðu jafnframt kaupsamning um jörðina Skógskot að fjárhæð 29,5 milljónir króna. Á fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar þann 13. apríl var ákveðið að neyta forkaupsréttar að jörðun- um tveimur samkvæmt ákvæði jarðalaga. Síðar gerði Dalabyggð samning um sölu jarðanna til Lífs- vals. Söluverð Stóra - Skógs var 56 milljónir króna og því til viðbótar var heimilt að krefja kaupanda um 2,8 milljónir króna í fjármagns- kostnað. Kaupverðið var stað- greitt. I samningnum var svofellt skilyrði: „Af hálfu Dalabyggðar er sala jarðarinnar háð því skilyrði að kaupandi, sem þegar annast starf- semi á sviði landbúnaðar og mjólk- urframleiðslu, hefji mjólkurfram- leiðslu á jörðinni og á samliggjandi jörð, Skógskoti, og að ráðist verði í uppbyggingu fjóss á jörðinni með þetta að markmiði. Gangi það ekki eftir, og hafi kaupandi ekki lagt ffam áætlun um nýrækt og teikn- ingar að mannvirkjum, þ.m.t. fjós- byggingu, fyrir 31. desember 2004, og hafi kaupandi ekki hafið þar mjólkurframleiðslu, sem mið- ast við 400.000 lítra mjólkur á ári (350-420.000 lítra fjós), fyrir 31. desember 2005, er sveitarstjórn Dalabyggðar heimilt að fella kaup- samning þennan út gildi einhliða. Komi hins vegar upp atvik sem kaupandi getur ekki ráðið við, þannig að hann geti ekki hafið til- greinda mjólkurframleiðslu innan tímamarkanna, skal kaupandi eiga rétt á að fresturinn framlengist sem þeim nemur.“ Fyrir dómi krafðist Fjóla þess að forkaupsréttur hennar yrði viður- kenndur og einnig að ákvæði það í samningi Dalabyggðar og Lífsvals um mjólkurframleiðslu væri sér óviðkomandi. Dalabyggð taldi að ákvæði um forkaupsrétt hefðu ver- ið virt en Fjóla hefði ekki staðið skil á kaupverðinu í tíma og krafð- ist því frávísunar. Til vara krafðist Dalabyggð þess að ákvæði samn- ingsins um mjólkurframleiðslu gilti ef forkaupsréttur yrði nýttur. Eins og áður sagði staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem forkaupsrétt- ur Fjólu var viðurkenndur og að hún þyrfti ekki að uppfylla ákvæði samningsins um mjólkurfram- leiðslu. Var Dalabyggð og Lífsvali gert að greiða málskostnað. HJ Obiliska reist á aldarafinæli vélbátaútgerðar? í byrjun desember sendi Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði bæj- arstjórn bréf þar sem hann minnir á að á þessu ári verða 100 ár liðin frá því vélbátaútgerð hófst í Grundarfirði. Jafnframt kemur hann með þá hugmynd að reist yrði óbiliska í miðbæ Grundar- fjarðar til minningar um þetta, sem jafnframt yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ingi Hans óskar eftir viðbrögðum bæjaryfir- valda við hugmyndinni. I bréfi sínu segir hann m.a: „Engum blandast hugur um að með vélbátaútgerð frá Grundar- firði var lagður grunnur að því samfélagi sem við lifum í hér í dag. Af þessu tilefni er áleitin sú spurn- ing hvort ekki sé ráð að reisa frumherjum byggðarinnar mynd- arlegan minnisvarða sem í senn er bautasteinn þeirra og tákn fyrir framsækið samfélag. Sú hugmynd sem hér er reifuð er byggð á því að reist verði óbiliska í miðbæ Grundarfjarðar. Obiliskur eru mikið sigurtákn og standa gjarnan á fjölförnum stöðum í helstu borg- um heims. Engin slík er á Islandi. Gera má ráð fyrir að fjölmargir myndu vilja leggja verkefninu lið í formi framlaga. Obiliskan gæti verið um 10 metra há, byggð úr ryðfríu stáli og umhverfinu breytt á þann hátt að súlan virðist brjót- ast upp úr jörðinni." Erindi sínu til stuðnings sendir Ingi Hans meðfylgjandi mynd þar sem búið er með aðstoð tölvutækninnar að færa tillögu að óbilisku inn á mynd. MM www.skessuhorn.is VEISLUÞJONUSTAN í þorra! Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar! Erum farnir að taka á móti pöntunum í þorrahlaðborð. Sendum í heimahús og sali á sunnanverðu Vesturlandi. Pantanir 1 síma : 431 3737 Netfang: fortuna@simnet.is Umsjón með vörumóttöku og almenn afgreiðslustörf Vinnutími: 8:00 - 18:00 Starfið er laust frá og með áramótum Umsjón í kjötborði Vinnutími 8:00 - 18:00 Starfið er laust frá og með áramótum Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum. Reykjavíkur Viðskiptavinir athugið! Frá áramótum hefur Orkuveita Reykjavíkur tekið við rekstri fráveitna Reykjavíkur, Akraness, Borgarbyggðar (Borgames, Bifröst og VarmaLand) og Borgarfjarðarsveitar (Hvanneyri og Reykholt). Um leið og Orkuveita Reykjavíkur býður nýja viðskiptavini velkomna, viljum við vekja athygli á þjónustusímum Jýrírtækisins og afgreiðslutíma. Gleðilegt ár! StarfsfóLk Orkuveitu Reykjavikur Skiptiborð 516 6000 Samband við allar deildir frá kl. 8:20 til 16:15 virka daga. Þjónustuver 516 6100 Opið frá kl. 8:20 til 16:15 virka daga. Afgreiðsla Bæjarhálsi 1 opin 8:30 til 16:00. Bilanavakt 516 6200 - Opið allan sólarhringinn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.