Skessuhorn - 04.01.2006, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006
^sunu^.
Kvöldstund með skáldi
Þriðjudagskvöldið 13. desember sl.
gengust Snorrastofa og Safnahús Borgar-
fjarðar fyrir dagskrá um Stefán Jónsson
skáld. Undirritaður var svo heppinn að
taka kvöldið ffá. Stefán heillaði mig sem
barn eins og svo marga aðra hér áður fyrr.
Skáldsögur Stefáns voru lesnar fyrir okkur
og af okkur í skólanum og eins heima. Sér-
staklega var saga hans um Hjalta lida
mörgum hugleikin.
En víkjum að hinu ffábæra kvöldi sem
við áttum, listamenn og áheyrendur, í
Snorrastofu. I upphafi kynnti Bergur for-
stöðumaður Snorrastofú dagskrá kvölds-
ins og fór nokkrum orðum um lífshlaup
Stefáns, en Stefán var Hvítsíðingur fædd-
ur að Háafelli árið 1905. Vilborg Dag-
bjartsdóttir sagði ffá skáldinu og kennar-
anum Stefáni Jónssyni en þau kenndu
saman við Austurbæjarskólann á annan
tug ára. Erindi Vilborgar var skemmtilegt
og pólitískt eins og skáldið var alla sína tíð.
Þá komu þeir Bjarni á Hvanneyri, Þor-
valdur í Brekkukoti og Snorri á Fossum og
sungu lög við ljóð skáldsins sem þeir gerðu
einstaklega vel. Síðasta atriði fyrir hlé var
erindi Dagnýjar Kristjánsdóttur þar sem
hún fjallaði um persónur í verkum Stefáns.
Heimskringla, bauð í kaffi, jólaöl og
ýmislegt góðgæti, sérlega vel til fallið.
Takk fyrir Dagný.
Silvía Aðalsteinsdóttir hóf dagskrána
eftir hlé með yfirliti um skáldið og verk
þess, þar sem hún dró ffam virðingu
skáldsins með konum, börnum og þeim
sem minna máttu sín. Aftur stigu þeir
söngfélagar á svið og nú voru það Gutta-
vísur og aftur fóru þremenningarnir á flug.
Síðasti ræðumaður kvöldsins var Þorleifur
Hauksson sem rýnt hefur í bréf og dag-
bækur skáldsins. Var einkar skemmtilegt
að hlýða á Þorleif lesa brot úr dagbókum
Stefáns og ekki síður úr bréfum hans til
fyrrum sveitunga í Hvítársíðu.
Skemmtilegt og ógleymanlegt kvöld var
á enda. Kærar þakkir til þeirra sem að
stóðu og til þeirra listamanna sem komu
ffam.
Flemming jfessen
DregiS í getrauninni. Silvta Llorens ogjóhanna HeiSur Gestsdóttir draga úr úrlausnum.
Umferðargetraun á Akranesi
Grunnskólabörn á Akranesi
eins og annarsstaðar á landinu
tóku þátt í umferðargetraun
Umferðarstofu. Getraunin var
ætluð börnum í fyrsta til fimmta
bekk og var þátttaka mjög góð,
en um 80% barnanna skiluðu inn
úrlausnum. Lögreglan leitaði til
fjölda fyrirtækja á Akranesi til að
fjármagna kaup á verðlaunum og
voru viðtökur framúrskarandi.
Leiddi það til þess að hægt var að
veita 50 bömum verðlaun fyrir
réttar úrlausnir. Dregið var úr
úrlausnum skömmu fyrir jól og
keyrðu lögreglumenn verðlaunin
til vinningshafa á Þorláksmessu
og aðfangadag. MM
Auglýst eftir stefnu Akraneskaupstaðar í öldurnarmálum
Á þessu ári, 2005 em um 30 ár síð-
an fyrsta stjóm Dvalarheimilisins
Höfða var kosin. Til þess tíma hafði
Byggingamefhd Höfða starfað allt
ffá árinu 1971 og lokið fyrsta bygg-
ingaráfanga Höfða sem í vom 32
einstaklingsíbúðir og 6 hjónaíbúðir
eða íbúðarrými fyrir 44 vistmenn. A
ámnum 1984-1986 vom byggðar 20
sjálfseignaríbúðir á lóð Höfða. Síðar,
eða árið 1993 var síðan bætt við 7
sj álfseignaríbúðum..
Byggingar- og fjáröflunarnefnd
fyrir II. áfanga Höfða var skipuð árið
1986. Efri hæð nýbyggingar var full-
búin árið 1990 fyrir 24 íbúa. Árið
1992 var síðan lokið við þennan á-
fanga.
Byggingamefhdin sem kosin var
og starfaði til ársins 1974 eins og
áður er getið hafði gert ráð fyrir
byggingu á 3. 4. og 5. áfanga sem
yrðu nýjar vistdeildir, fjölbýlishús og
raðhús sem nánar yrði ákveðið síðar.
Nú fyrst eftir rúm 30 ár bólar á
einum þessara áfanga, þ.e. bygging
íbúða á lóð Höfða. Því miður að því
er virðist úti á klettum. Túnið er frá-
tekið fyrir fótboltann. Ekkert sér-
stakt þjónusturými er nú á lóð Höfða
fyrir íbúa rúmlega 30 einýlishúsa við
Höfða og þá 37 vistmenn sem dvelja
á dvalardeild Höfða. Samt sem áður
er reynt að veita alla þá þjónusm sem
mögulegt er í þröngu húsnæði sem
annars mundi verða veitt í sérstakri
byggingu þar sem boðið er upp á alls
konar þjónustu fyrir aldraða, t.d.
hárgreiðslu, fótsnyrtingu, póst- og
bankaþjónsutu o.fl. Þá er víða að-
staða til veisluhalda í þessum bygg-
ingum fyrir afmælisveislur og spila-
kvöld.
Félög eldri borgara hafa venjulega
þama aðstöðu sína og veita öldmð-
um ýmsa ráðgjöf á ákveðnum tímum.
Venjulega em veitingar keyptar af
tilteknum stofnunum á svæðinu fyrir
afmælisveislur og aðra fagnaði. Þessi
þjónusta hefur allsstaðar mælst vel
fyrir og er mikill sómi fyrir hvert
sveitarfélag. Undirritaður hef komið
á nokkra staði þar sem þessi starfsemi
er með miklum blóma.
Breytingar á
vistrými Höfða
Um einu ári eftir að efri hæð ný-
byggingarinnar, þ.e. II. áfangi var
fullbúinn var farið að huga að því að
breyta tilteknum fjölda rýma í hjúkr-
unarrými, m.a. vegna erfiðleika í
rekstri stofnunarinnar. Ennfremur,
eðli málsins samkvæmt, hækkaði ald-
ur vistmanna og heilsa þeirra
dapraðist.
Árið 1992 fékkst heimild til að
breyta 12 rýmum í hjúkrunarrými og
árið 1995 öðrum 12 rýmum. Þá var 7
rýmum breytt árið 1998 og 8 rýmum
var síðan breytt árið 1999. Síðan 1.
mars 1999 hafa 39 hjúkrunarrými
verið á Höfða en á síðasta ári fékkst
heimild fyrir 2 rýmum til viðbótar. I
dag eru því 41 hjúkrunarrými á
Höfða og 37 dvalarrými.
Þá er umhugsunarvert að biðlisti
eftir vistun á dvalardeild hefur lengi
verið lengri en biðlisti eftir vismn á
sjúkradeild. Þrátt fyrir það virðist
áhersla lögð á að fjölga rýmum á
sjúkradeild með því að fækka rýmum
á dvalardeild.
Daggjöld aldraðra
Það er skoðun undirritaðs að or-
sökin fyrir þeirri ásókn í að fjölga
hjúkrunarrýmum sé mismunur á
greiðslum daggjalda en greiðsla fyrir
hvern vistmann á dvalardeild er í dag
um kr. 6.000 en fyrir hvem vistmann
á sjúkradeild um kr. 13.000.
Stærðir vistrýma
Þær breytingar sem hér um ræðir
hafa einnig valdið erfiðleikum. Hús-
ið er byggt sem dvalarheimili en ekki
sem hjúkrunarheimili og hefur íbúð-
um verið breytt í sjúkrastofur. Þá em
stærðir á sjúkrastofúm fyrir hvern
vistmann langt undir því sem nú er
gert ráð fyrir. Einstaklingsherbergi
em aðeins 5 og em um 15 fermetrar
að flatarmáli. Það em því um 36 af
41 sjúklingi sem býr með öðrum í
herbergi.
Flest herbergi á hjúkmnardeild
Höfða, em eins og áður kemur ffam,
tveggja manna herbergi og em köll-
uð hjúkmnaríbúðir og em 27 fer-
metrar að flatarmáli eða 13,5 ferm. á
hvem vistmann. I dag er reiknað
með að tveggja manna sjúkrastofur
séu 34-36 fermetrar eða 17-19 ferm.
á mann. Á hinu nýlega hjúkmnar-
heimili Sóltúni era aðeins eins
manns herbergi um 30 fermetrar en
á þessu er mikill munur.
Það er því ljóst að aðbúnaður sjúk-
linga hvað rými varðar er ekki viðun-
andi og mun fljótlega valda óánægju
a.m.k. aðstandenda en svo virðist að
sjúklingarnir sætti sig við nánast
hvað sem er.
Ollum ber saman um að þjónusta
við sjúklinga á Höfða sé með miklum
ágætum þótt erfitt hljóti að vera að
vinna við umönnun sjúklinga í slík-
um þrengslum.
Rekstur Höfða
Á Akranesi hefur memaður fyrir
högum aldraðra ekki látið á sér kræla
síðan eldhugar eins og Daníel Á-
gústínusson, Bragi Níelsson o.fl.
hrundu í framkvæmd byggingu
Höfða. I um það bil 6 ár hefur Bæj-
arstjórn Akraness ekki samþykkt eina
einusm krónu til þessarar starfsemi
en vísað á Ríkissjóð þegar kreppt
hefur að í rekstri Höfða. Öll sú starf-
semi sem fer ff am á Höfða hefur ver-
ið greidd af ríkissjóði og vistmönn-
um sjálfúm, í formi daggjalda, og
með sérstökum fjárveitingum vin-
veittra ráðherra heilbrigðismála. Þá
hefur Höfða verið gert að greiða
Bæjarsjóði Akraness háar greiðslur á
afnomm af tölvukerfi bæjarins sem
er einsdæmi á landinu.
Framtíð öldrunarþjón-
ustu á Akranesi
I mörgum bæjarfélögum á íslandi
hafa sveitarstjórnir staðið fyrir bygg-
ingu á íbúðum fyrir aldraðra. Það er
sá þáttur sem vantar hér á Akranesi
og sem ekki hefur verið hugað að þó
að ýmis fyrirtæki hafi sýnt því áhuga.
Núna fyrst er farið að huga að þess-
um málum eða svo virðist þótt aðeins
nokkur strik hafi verið dregin á blað.
En mjór er mikils vísir. Margir aðilar
hafa óskað eftir að byggja íbúðir fyr-
ir aldraða á lóð Höfða en engin svör
fengist til þessa. Alls hafa nú 6 aðilar
sótt um lóð við Höfða í þessu skyni.
Eðlilegt má teljast að svörin hggi
ekki á lausu því engin stefúa í öldr-
unarmálum er til hjá Bæjarstjórn
Akraness. Þótt að einhverjir ffam-
takssamir menn byggi sölu og/eða
leiguíbúðir fyrir aldraða þá vantar
lögboðinn þátt sveitarfélagsins sem
er áður nefnt þjónusturými fyrir vist-
menn Höfða, íbúa væntanlegra í-
búða og fyrir núverandi íbúa' hús-
anna við Höfðagrund. Nú er hús-
næði leigt að Kirkjubraut 40 sem er
ágætur samkomusalur en ekki kvaða-
laust fyrir leigjendur.
Það hefur einnig vakið furðu mína
að kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn
virðast ekki vita mikið um þennan
þátt í rekstri bæjarfélaga. Ymis bæj-
arfélög era vel meðvituð um skyldur
sínar við aldraða sem er einn af
gmnnþáttum í þjónustu bæjarfélaga,
eins og dagvistarstofúanir, skólar og
heilbrigðismál byggðanna. Til þess
að geta tahst aðlaðandi bæjarfélag
skipta alhr þessir þætti miklu máli.
Þá er engin sérdeild hér á Akranesi
fyrir heilabilaða (Alsheimer) sjúk-
linga og engar hugmyndir um að
bæta þar úr. Samkvæmt upplýsingum
starfsfólks Höfða er þetta orðið vem-
legt vandamál í starfseminni.
Starfshópur um
málefhi aldraða
Þann 28.02.2003 skipaði Bæjar-
stjórn Akraness þá Guðjón Brjáns-
son, Láms Ársælsson og undirritað-
ann í starfshóp sem skyldi m.a fjalla
um:
a) rekstur Höfða
b) stefnu dvalarheimihsins varð-
andi þjónustu við aldraða á heimilinu
og utan þess og
c) valkosti varðandi íbúðir fyrir
aldraða í nágrermi Höfða og þjón-
ustu við þá íbúa sem þar mundi búa.
Stjórn Höfða skipaði Guðlaug
Hjörleifsson verkffæðing sem fuh-
trúa sinn og hrepparnir sunnan
Skarðsheiðar skipuðu Hjördísi Stef-
ánsdóttir lögfræðing í þennan starfs-
hóp. Starfshópurinn hélt marga
fundi og kvaddi til sín ýmsa aðila til
ráðgjafar.
Þegar tillögur starfshópsins lágu
fyrir kom í ljós að þær vora mjög lík-
ar þeim tillögum sem gamla byggin-
arnefndin sem starfaði til 1974 hafði
gert ráð fyrir með byggingu 3., 4. og
5. áfanga. Þessir áfangar hafa enn
ekki litið dagsins ljós en nú er mér
sagt að undirbúningur sé hafmn að
byggingu íbúða. Það em um 12 ár
síðan þessi stefna var mótuð og samt
hefur ekkert verið gert í málefúum
aldraðra á Akranesi eða stefnumörk-
un í málefnum aldraðra litið dagsins
ljós.
Byggingarnefndin gerði ráð fyrir
að 3., 4. og 5. áfangi fæh í sér bygg-
ingu nýrra vistdeilda, fjölbýlis- og
raðhúsa. Nefndin gerði ráð fyrir að
stofnunin rúmaði alls 150-160 vist-
menn og að þjónustu- og félagsrými
yrði fyrir alla íbúa Höfða.
Á sama tíma og reikningar Bæjar-
sjóðs era gerðir upp með hundrað
milljóna „gengishagnaði“ má vænta
að þessi málefni verði ofarlega á
baugi hjá núverandi ráðamönnum.
Framsóknarmenn fengu einhvern
sting í sig um síðustu bæjarstjómar-
kosningar og vildu leysa öll mál
þ.m.t málefni aldraða helst ekki
seinna en strax. Þessi stingur leið hjá
en kom þó ekki í veg fyrir að byggð
yrði knattspyrnuhöll. Betur að sting-
urinn hefði verðið ögn sárari.
Það er mikilvægt, til að tryggja að
aldraðir þurfi ekki að leita út fyrir sitt
bæjarfélag til að fá eðlilega þjónustu
(sem þeir hafa greitt fyrir) og að ein-
hverjir aðrir aðilar aðrir en sveitarfé-
lag okkar bregðist við skeytingarleysi
Akranesbæjar.
Þeir sem láta sig þessi mál varða
vita að það er staðreynd, að innan 10
ára mim vanta hér um 50 rými fyrir
sjúka aldraða Akurnesinga.
Það er ekki trúlegt, en satt er það
samt, að Akraneskaupstaður hefur
aldrei byggt leiguíbúð fyrir aldraða
og þess vegna er engin leiguíbúð til á
Akranesi fyrir aldraða.
Undirritaður telur brýna þörf á
umræðu um þessi mál hér á Akranesi
til að koma í veg fyrir flótta aldraðra
ffá Akranesi þar sem möguleikarnir
era fleiri en á Akranesi. Samkvæmt
áliti ýmsra málsmetandi manna eins
og t.d. Ásmundar Stefánssonar sátta-
semjara ríkisins sem birtist í blöðum
fyrir nokkram mánuðum kom fram
að eftirlaunaþegar yrðu síður en svo
ómagar á þjóðfélaginu, miklu fremur
sá hópur sem kæmi til með að hafa
mjög góða afkomu og greiða þar af
leiðandi skatta eins og aðrir launþeg-
ar. Þökk sé hinum fjölmörgu lífeyris-
sjóðum í landinu sem hafa gjörbreytt
afkomu aldraðra á íslandi.
Margir munu segja að sveitarfélag-
ið hafi ekki í bili, fjárhagslega burði
til að leggja í meiri ffamkvæmdir en
þær sem nú þegar er byrjað á en víst
er, að til að koma þessum málum í
góðan farveg þarf ekki nema 50% af
andvirði knattspymuskúrsins.
Ég mun síðar lýsa þeim möguleik-
um og þeim lögum sem fjalla um
fjármögnun þessara mannvirkja.
Eg er í engum vafa um að Akur-
nesingar geta staðið vel að þessum
málum ef menn fást til að skoða mál-
ið með opnum huga.
Baldur Olafsson
Leynisbraut 17
300 Akranesi