Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.01.2006, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 2006 11 Björgin borin í bú Margir fróðir menn telja að ffamundan sé harður vetur þar sem mikið hefur orðið vart við músagang í haust. Aðrir telja að skýr- ingin sé sú að tíðar- farið undanfarið ár hafi verið svo gott að músum hafi fjölgað meira en góðu hófi gegnir af þeim sök- um. Hver sem skýr- ingin er, þá geta þessi ferfættu nag- dýr verið býsna útsjónar- og fyrir- hyggjusöm. Mynd sem sýnir ágæt- lega hversu mýs geta verið myndar- legar „húsmæður“ var send Skessu- horni. Hún sýnir barnavagn sem geymdur var í bílskúr nokkrum í Borgarfirði en í hann höfðu mýsn- ar haft fyrir að flytja hvorki meira né minna en 7 kíló af hundamat sem geymdur hafði verið í poka á öðrum stað í skúrnum. Þetta hefur verið mikið fyrirtækið því vagninn stóð úti á gólfi og því ekkert sér- staklega greiðfært að komast um borð í hann fyrir mýs. Þangað voru þær engu að síður búnar að flytja þessi 7 kíló og ekki nóg með það; þær höfðu að mestu flokkað matinn eftir lit og bragði því gulu köggl- arnir voru að mestu sér og þeir brúnu sér, líklega aðgreindur í morgun- og kvöldverð. Þarna gæti verið komin skýringin á því að frændur þeirra nefnast „hamstrar". MM Vegfarendur töfoust aðóþörfu Klukkan rúmlega fimm síðdegis á mánudag barst lögreglu tilkynn- ing um umferðarslys á þjóðvegi 1 á Kjalarnesi. Fólksbíll og jeppi skullu þar saman og valt jeppinn en fólks- bíllinn endaði fyrir utan veg. Lög- reglan á Akranesi kom fyrst á vett- vang og kl. 17.15 óskaði hún effir því að Hvalfjarðargöngum yrði lokað. Einnig var umferð stöðvuð sunnan við slysstaðinn. Þegar lög- reglan í Reykjavík kom á slysstað tók hún við stjórn á vettvangi. Svo virðist sem töluverðir hnökrar hafi verið á umferðarstjórn í kjölfar slyssins. Hvalfjarðargöngin voru lokuð í einn og hálfan klukkutíma þegar auðveldlega hefði mátt beina umferð um Kjósarskarð. Tilkynn- ing um óhappið var auk þess lesin of seint í Ríkisútvarpinu. Sem von er mynduðust miklar raðir bíla annars vegar ffá gjaldskýli Hval- fjarðarganga og hins vegar sunnan slysstaðarins enda mesti umferðar- tími dagsins. Vegfarendur sem höfðu samband við Skessuhorn kvörtuðu undan hversu seint um- ferð var beint um Kjósarskarð sem fært var á þessum tíma. Einnig er nefnt að tilkynning um slysið hafi birst mjög seint í Ríkisútvarpinu sem hefur öryggishlutverki að gegna. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í óhappinu, en klippa þurfti annan bílinn til að koma ökumanni hans út. Sjá nánar á www.skessuhom.is HJ ( ^ £)jJ£jJjJ2JjJjJj 2JUjÍU1/JjJjJ1J J JjuJjJ Svæöisskrifstofa Vesturlands rekur skammtímavist fyrir fötluö börn og unglinga í Holti í Borgarbyggð. Viö leitum að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu starfi meö börnum. Um er að ræða hiutastörf á kvöldin og um helgar. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SFR og ríkisins. Auk þess leitar Svæöisskrifstofa Vesturlands aö stuðningsfjölskyldum sem vilja taka að sér fatlað barn i eða ungmenni 2-4 sólarhringa í mánuði. Upplýsingar veitir Kristrún Sigurjónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 8939588. * Umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. % SÍM6NNTUNARMIÐSTOÐIN Á VGSTURLANDI Námsvísir vorannar kemur út í næstu viku. www.simenntun.is - sími: 437 2390 Við söfnum jólatrjám! Jóíatijám verður safnað saman Laugardaginn 7. janúar og mánudaginn 9. janúarfrá kl 8:00 -16:00. Við biðjum fólk að setja jóíatré á gangstéttar jyrírframan hús sín þessa daga. Nánarí upplýsingar í síma: 899-9755 Við óskum Akurnesingum gleðilegs nýs árs og þökkum samstarfið á nýliðnu árí! i Akraneskaupstað ur Akraneskaupstað ur Blysför og þrettandabrenna verður föstudaginn 6. janúar 2006 Blysförin hefst við Arnardal kl. 18:00 (stundvíslega) og endar hjá brennu að Jaðarsbökkum við þyrlupallinn, þar sem stiginn verður álfadans. Fyrir göngunni fara kóngur, drottning, álfar, Grýla, Leppalúði, jólasveinar og fleiri. Krakkar! Klæðið ykkur eins og ykkur langar til, mætið síðan í gönguna og takið mömmu og pabba með. Flugeldasýning Flugeldasýning verður rétt fyrir kl. 1 9jj0 í umsjón felaga úr Kiwanisklúbbnum Þyrli. íþróttamaður Akraness 2005 Strax að lokinni brennu og flugeldasýningu verða úrslit tilkynnt í kjöri íþróttamanns Akraness 2005. Af því tilefni býður íþróttabandalag Akraness bæjarbúum í íþróttamiðstöoina að Jaðarsbökkum, þiggja veitingar og fylgjast með atnöfninni. Akraneskaupstaður og íþróttabandalag Akraness UPPHAF == VORANNAR 2006 Stundatöflur fyrir vorönn 2006 verða afhentar föstudaginn 6. janúar kl. 13 til 16. Nýir nemendur eiga að mæta kl. 13. Heimavistin opnar föstudaginn 6. janúar kl. 12. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 9. janúar kl. 8. Skólabíll fer frá Borgarnesi föstudaginn 6. janúar kl. 12:15 og til baka kl. 15. Reglulegur skólaakstur frá Borgarnesi hefst mánudaginn 9. janúar kl. 7:15. ^ | A I A Pennipn' Kirkjubraut 54 Akranesi, verður með þær bækur I I lí t\ I til söLu sem notaðar eru í kennsiu í Fjölbrautaskóla U l\«Jf 1 Lfl Vesturlands. Bókalista og fieirí gagntegar upptýsingar má finna á heimasíðu skótans: www.fva.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.