Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 25.01.2006, Blaðsíða 11
I ^iesaciííöíSKj MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006 i 11 Hjá bömum með ADHD er venjulegur beimaUerdómur oft þrautin þyngri. Árekstrar í skólanum ,Jú, það hafa komið upp árekstr- ar í skólanum, vissulega, og við erum nokkuð sátt við hvernig tek- ið er á þeim þegar þeir koma upp. Það er svo okkar að tala við hann þegar hann kemur heim og reyna að útskýra og kenna, en það er honum oft erfitt að sjá aðrar hlið- ar en sína eigin og oft nær hann ekki að sjá sinn þátt í verkinu. Við reynum að útskýra hvernig má leysa málin á farsælan hátt og með auknum þroska eykst skilningur á þessu,“ segja þau aðspurð um hvernig drengnum gangi í sam- skiptum við aðra krakka. Einkenni eða óþekkt „Það má ekki nota greininguna til að skýra alla hegðtm,“ segja þau. „Sumt er líka bara frekja og óþekkt eins og hjá öðrum börnum og því er oft mesti vandi foreldra að greina á milli þessa. Barnið hjá okkur er undir miklum aga allan daginn og stundum spyr maður sig hvort maður gangi of langt, en það má bara ekki gefa þumlung eftir, frekar herða tökin, annars fer allt úr böndunum. Hann þarf semsagt ýktari ramma en önnur börn,“ út- skýra þau og bæta við að greining- in gefi foreldrum, kennurum og öðruin færi á að skilja hiutina bet- ur og hjálpa til við að geta tekið réttar á þeim, en hún gefur ekki barninu rétt til að gera eitthvað rangt, hún er engin afsökun á óeðlilegri eða slæmri hegðun. Vilja meiri eftirfylgni Foreldrarnir segjast hafa farið á námskið fýrir 4 árum sem skóla- skrifstofan og heilsugæslan skipu- lögðu. Það var ætlað foreldrum of- virkra barna og þangað mættu 8- 10 manns. Það var Páll Magnússon sálfræðingur á barna- og unglinga- geðdeildinni Bugl sem kenndi. „Við fengum æfingar og leiðbein- ingar hjá heim um hvernig bregð- ast ætti við aðstæðum sem gætu komið upp í daglegu lífi, eins og t.d. í verslunarferðum, við heima- nám o.fl. Það var mjög gagnlegt", segja þau. Aðspurð um hvað þau vildu sjá betur gert hvað varðar þeirra stöðu sem foreldrar, er þeim efst í huga fleiri fundir með kennurum. „Svo að allir séu að vinna að sömu markmiðum og eftir sömu reglum, er nauðsynlegt að hitta kennarann oft. Að finna veiku og sterku hlið- ar drengsins í náminu og byggja útfrá styrkleikunum, svo hann fái að njóta sín við námið. Skólakerfið er þó ekki skipulagt með hliðsjón af einstaklingum heldur hópi eða heild og því ekki skipulagt fyrir börn með ADHD,“ segja þau. Að bæjarfélög komi á fót tengslakerfi meðal foreldra í sömu stöðu telja þau góða hugmynd. „Við erum svo sannarlega til í að veita öðrum for- eldrum stuðning og miðla af reynslu okkar, það er mikilvægt að standa saman og fá stuðning og skilning frá öðrum,“ segja foreldr- ar þessa unga drengs. Að lokum bæta þau við að í öll- um vandræðaganginum varðandi skóla, nám og félagsleg samskipti þá eru fleiri jákvæðir punktar sem foreldrar verða að hafa í huga. Börn með ADHD eru oftar en ekki hugmyndarík, harðdugleg, orkumikil og framúrskarandi á sín- um sterku sviðum. Við getum séð marga fullorðna einstaklinga í samfélaginu í dag sem skara fram- úr á einhvern hátt og hafa verið greindir með ADHD á ungaaldri. BG Stofnun rannsóknarseturs við Breiðafjörð Nokkur umi er liðinn síðan hóp- ur fólks hér á svæðinu fór að íhuga þá hugmynd hvort ekki væri ástæða til að öðlast meiri vitneskju um vist- kerfi sjávar við Breiðafjörð, og nú er komið að því að stofna rann- sóknarsetur um vistkerfi sjávar með áherslur á vistkerfið í Breiðafirði. Setrið verður staðsett í Snæfellsbæ, nánar tdltekið í sama húsnæði og Fiskasafhið. Það voru hagsmunaðilar á Vest- urlandi, sem fengu Samtök Sveitar- félaga á Vesturlandi til að ýta hug- myndinni úr vör. Undirbúningur að stofhun félagsins hefur farið ffam á árinu 2005 og það sem af er 2006, nú þegar hefur verið unnin rannsóknaráætlun fýrir setrið og auglýst hefur verið efdr forstöðu- manni. Ekki þarf að fjölyrða um mikil- vægi þess að efla rannsóknir, m.a. vegna þess mikilvægis sem Breiða- fjörðurinn er öllum byggðunum sem við hann liggja en þær byggja allar afkomu sína á nábýli við „mat- arkistuna" eins og hann hefur verið nefhdur ffá ómunatíð. Það er íbúum og hagsmunaaðil- um við Breiðafjörð mikið memað- armál að umgangast auðlindina með þeim hætti sem þeim verður sómi af, en gera um leið þá kröfu að þeim verði skapaðar allar þær bestu aðstæður sem völ er á til að gera það, byggðar á rannsóknum og þekkingu. Það er því einlæg von þeirra sem að stofnun þessa rannsóknarseturs koma, að umrætt setur muni vekja almenna athygli og vekja umræðu um ffamtíð byggða við Breiðafjörð, sem og vistkerfi Breiðafjarðar frá ýmsum sjónarhomum. Eitt af því sem stendur lands- byggðinni fýrir þrifiim er skortur á atvinnutækifærum fýrir mennta- fólk, og af þeim sökum vega öll ný atvinnuskapandi tækifæri þungt í héraðinu. Því þarf varla að taka fram hve mikilvægt svæðinu það er að fá rannsóknarsetur á Snæfells- nes. Því er auglýst hér með eftir á- hugasömum fýrirtækjum/aðilum sem em tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Reynt hefur verið að gera aðkomu smárra aðila mögulega, vegna þess að margt smátt gerir eitt stórt og mikilvægt er að stofnaðilar verði sem flestir og sýni með því á- huga og vilja Snæfellinga til að stuðla að því að rannsóknir á stærsta hagsmunamáli þeirra (sjón- um) verði efldar. Sýnum mátt okkar sameiginlegan og hafið samband fýrir 3. febrúar! Þess má geta að samkvæmt lög- um nr. 90/2003 2. tölulið 31. gr. laga, þá er framlag/gjöf til vísinda- legra rannsóknarstarfa, heimilt til ffádráttar skattskylda tekna. Nánari upplýsingar um verkefhið gefur Kristín Björg hjá SSV í síma 433 6910 eða 896 8060, tölvupóst- ur kristin@snb.is ('fréttatilkynning) www.skessuhorn.is ÚTSÖLULOK - VERÐHRUN KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 DiyvánesgÖtu 6 - Uoryarncsi - simi: 437202Ö Vikutilboð frá föstudegi til fimtudags: Graskersbrauð 199 kr. verð áður 299 kr Kókoskaka 450.kr,—verð áöur 620 kr fra kl 9:00 -12:00 Opnunartími: Manudaga til töstuciaga kl 9:00 18 00 Laugardaga ög sunnudaga 9:00 -16:00

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.