Skessuhorn


Skessuhorn - 08.02.2006, Page 2

Skessuhorn - 08.02.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 atttssunuK.. Til minnis Viö viljum minna Vestlendinga á 112 daginn sem veröur hald- inn næstkomandi laugardag víös vegar um land og um leiö hvetja þá til aö mæta og kynna sér starfsemi neyöarlínunnar og viöbragösaöila í viökom- andi umdæmi. Á Vesturlandi munu viöbragösaöilar á Akra- nesi, í Borgarnesi, Grundarfiröi og Snæfellsbær vera meö dag- skrá og bjóöa fólk velkomið í húsakynni sín. j Vectyrhorfw Næstu daga er gert ráð fyrir sunnanáttum með talsverðri úrkomu og fremur mildu veöri miðað við árstíma. Hlýnar enn frekar þegar líður aö og um helgi. Spnrniruj viKi^nnar í liðinni viku var spurt inn á Skessuhorn.is: „Hefur þú áhuga á sveitarstjórnarmál- um." Það kemur kannski ekki á óvart að niðurstöðurnar bendir ótvírætt til aö margir hafa ein- hvern áhuga á sveitastjórnar- málum. Um 40% sögðust hafa mikinn áhuga, 30% sögðust hafa svolítinn áhuga, 16% þeirra sem svöruöu höföu alls engan áhuga, 11% aðspurðra hafa frekar lítinn áhuga á sveitastjórnarmálum en 3% mynda sér enga skoðun eða er slétt sama. í næstu viku spyrjum við: „Hvernig hljóbaöi jólavísa- reikningurinn þinn?" Svaraöu án undanbragöa á www.skessuhorn.is Vestlendiníjwr viK^nnar Að þessu sinni erVestlendingur vikunnar Grundfirðingurinn Þórður Magnússon fram- kvæmdastjóri Djúpakletts ehf. í Grundarfirði, en hann hefur verið í forsvari fyrir hóp manna sem hefur skipulagt mikla upp- byggingu á hafnarsvæðinu í Grundarfirði, svo sem ísverk- smiðju og nú næst frystihótel. Gallafatnaður í úrvali oföuom KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 Kaupfélagið flutt í nýtt hús Nýtt hús Kaupfélags Borgfirðinga við Egilsholt 1 í Borgarnesi var vígt sl. föstu- dag. Þar eru nú til húsa skrif- stofur fyrirtækisins sem áður voru í Hyrnutorgi og starf- semi KB búrekstrardeildar, sem síðast var við Sólbakka 8. Það voru þau Guðrún Sig- urjónsdóttir stjórnarmaður í KB og Jón Þór Jónasson starfsmaður fyrirtækisins sem klipptu á borða og vígðu þar með húsið. Sveinn Hall- grímsson, formaður stjórnar flutti ávarp og karlakórinn Söngbræður tók nokkur lög. Margt góðra gesta úr héraði samfagnaði með kaupfélags- mönnum á þessum tímamót- um og þáðu kaffi og tertu. Oll starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga er nú komin undir eitt þak. I stærsta rými hússins er verslun með rekstrarvörur til landbúnað- ar; garðyrkju og garðræktar og er verslunarstjóri Unn- steinn Snorrason. MM Klippt á borðann. F.v. Jón Þór Jónasson, Guirún Sigutjónsdóttir og Unnsteinn Snorrason. Karlakórinn S'óngbreeður tók lagið. Skógarhverfi verði klárað fyrst Sveinn Kristinsson formaður bæj- arráðs Akraness segir það stefnu bæjarins að uppbyggingu Skógar- hverfisins á Akranesi verði lokið áður en haftn verði uppbygging nýs hverfis. Eins og ffam kom í frétt Skessuhorns á dögunum óskuðu forráðamenn Loftorku Borgamesi ehf. efidr því að fá að skipuleggja og byggja heildstætt hverfi í Kalmans- vík. Munu þar rúmast á bilinu 200- 300 íbúðir. Þrátt fyrir að mestur áhugi væri á uppbyggingu í Kalm- ansvík lýstu forsvarsmenn fýrirtæk- isins sig reiðubúna til viðræðna um annað byggingasvæði „ef nauðsyn ber til af hálfu bæjaryfirvalda," eins og ffam kom í bréfi fýrirtækisins. Forsvarsmenn Lofforku Borgar- nesi ehf. mættu til fiindar við bæjar- ráð Akraness á fimmtudag um hug- myndir fýrirtækisins. Sveinn Krist- insson formaður bæjarráðs sagði afar ánægjulegt að finna þann mikla áhuga sem verktakar sýndu upp- byggingu á Akranesi. Hins vegar væri það stefna bæjarins að ljúka uppbyggingu í Skógarhverfi áður en uppbygging annarra hverfa hæfist. Aður en til uppbyggingar í Kalm- ansvík kæmi þyrfti til dæmis að ljúka færslu þjóðvegarins inn í bæinn. Sveinn sagði hins vegar koma til greina að úthluta byggingarfýrirtæki heilum klasa í Skógarhverfi og þau mál væm í athugun. HJ Sesselja er Hólmari ársins 2005 Hólmari ársins 2005 er Sesselja Pálsdóttir og hlaut hún mjög afger- andi kosningu. Það var Stykkis- hólmspósturinn sem stóð fýrir val- inu. Viðurkenninguna hlýtur Sess- elja m.a. fýrir sitt óeigingjama starf og þrautseigju við fjáraflanir fýrir góðum málefnum s.s. bekkjum vítt og breitt um bæinn, vefmyndavél og hljóðkerfi í grunnskólann þar sem hún lagði á sig mikla vinnu s.s. að ganga í hús eða selja sjálf ýmiskonar vaming sem hún sjálf fjármagnaði kaupin á. Aðrir sem fengu tilnefningar vom í stafrófsröð: Aðalheiður Sigurðar- dóttir, Ami Valgeirsson, Asta Valdís Guðmundsdóttir, Bárður Eyþórs- son, Berglind Lilja Þorbergsdóttir, Elín G. Sigurðar- dóttir, Elísa Sigríð- ur Vilbergsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Guðmundur Amlin Sigurðsson, Guð- mtrndur Páll Olafs- son, Hildur Sigurð- ardóttir, Kristján Lár Gunnarsson, Lárus Astmar Hannesson, Rakel Olsen, Sesselja Pálsdóttir. Sæþór Þorbergsson og Steinunn Helga- dóttir og Vignir Gunnar Hauksson. MM Sesselja Pálsdóttir. Ekki sett upp stoppistöð við göngin Bæjarráð Akraness hefur hafnað ósk íbúa á Hagamel sem óskaði eftir því að sett yrði upp stoppi- stöð Strætó bs. við Hvalfjarðar- göngin og að tímaáætlun taki mið af því að stöðva til dæmis við göngin. Bendir bæjarráð á að samningur um strætisvagnaferðir milli Akraness og Reykjavíkur sé eingöngu á milli Akraneskaupstað- ar og Strætó bs. og því séu ná- grannasveitarfélög ekki aðilar að samkomulaginu. I bréfi íbúans á Hagamel kemur fram að það spari honum talsverð- an tíma að geta tekið vagninn við göngin frekar en að þurfa að fara niður á Akranes til þess að ná hon- um. Þá bendir bréfritari einnig á að fleiri íbúar í sveitum Borgar- fjarðar t.d. í Borgarnesi telji það vænlegri kost að taka vagninn við göngin en á Akranesi. HJ Flutningur máleftia fatiaora tefst Ekki er ástæða til frekari við- ræðna að svo stöddu um hugsanleg- an flutning á málefnum fatlaðra ffá ríki til sveitarfélaga á Vesturlandi. A síðasta aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi var stjórn SSV falið að gera úttekt á málefnum fatlaðra í landshlutanum með það að markmiði að sveitarfélögin yfir- taki málaflokkinn að fullu sem til- raunaverkefni. Fulltrúar SSV fund- uðu með starfsmönnum félags- málaráðuneytisins fýrir nokkru og var gerð grein fýrir þeim viðræðum á stjórnarfundi SSV fýrir skömmu. A fundinum í ráðuneytinu kom í ljós „að nú stendur yfir mikil vinna við stöðumat málaflokksins og stefnumótun. Verið er að vinna notendagrunn og í framhaldi af því verður farið yfir árangursmælingar. Það er því mat stjórnar að málið sé í ákveðinni biðstöðu þar sem ástæða er til að bíða eftir því að nið- urstaða ráðuneytisins verði kynnt,“ eins og segir orðrétt í fundargerð stjórnar SSV HJ Jarðgerðarstöð í athugun SNÆFELLSNES: Fram- kvæmdaráð Snæfellsness, sem ætlað er að fýlgja eftir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi í tengslum við vottunarferh Green Globe 21, hefur samþykkt að leita upplýsinga um möguleika á stofnun jarðgerðarstöðvar fýrir allt Snæfellsnes og kostnað við slíka framkvæmd. Með þessu á að freista þess að minnka úrgang frá samfélögunum. Þá ákvað ráðið að standa fýrir fræðslu um notk- un á jarðgerðarkössum. -hj Vörumst ísinguna BORGARFJ ÖRÐUR: Lög- reglan í Borgamesi hafði afskipti af 32 ökumönnum fýrir of hrað- an akstur í umdæminu í hðinni viku. Þar að auki var einn tekinn fýrir meinta ölvun við akstur. Ungir drengir, 17 og 20 ára höfðu fíkniefni í fórum sínum og hafði annar þeirra komið áður við sögu lögreglunnar vegna fíkniefiia. I liðinni viku urðu alls 10 umferðaróhöpp þar af tvö þar sem meiðsl urðu á fóhd. Þar sem flest óhöppin urðu vegna skyndi- legrar ísingar í annars góðu færi, vill lögreglan í Borgamesi koma því á framfæri að mikil ísing get- ur verið á götum þó lofthitamæl- ar í bílum sýni hitastig yfir frost- marki og bendir á að veghiti og lofthiti þarf ekki að vera sá sami. -kóó Stór ökutæki út úr íbúðahverfum AKRANES: 125 mál komu til kasta lögreglunnar á Akranesi í vikunni sem leið og tengjast þau flest umferðarlagabrotum. Einn ökumaður var handtekinn grun- aður um ölvun við akstur um helgina og reyndist hann vera réttindalaus. Fimm umráðamenn vömbiffeiða vom sektaðir í vik- unni vegna þess að þeir höfðu lagt vömbifireiðum í íbúðahverf- um. Oft hefur verið kvartað til lögreglu vegna lagningar vinnu- véla og vömbifreiða í íbúða- hverfum en erfitt hefur verið um vik að aðhafast þar sem stæði fýr- ir þessi ökutæki hefur vantað. Nýverið gekk Akraneskaupstað- ur frá sérstöku geymslustæði fýr- ir þessi ökutæki og í beinu ffarn- haldi áminnti lögregla umráða- menn þeirra fýrir að leggja á öðr- um stöðum. Þeir sem ekki hafa sinnt þeirri áminningu era nú beittir sektum. -mm Óska viðræðna við sýslumann GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj- arráð Grundarfjarðar hefur fahð bæjarstjóra að óska eftir fundi með sýslumanni Snæfellinga um þjónustu embættisins í Grundar- firði. Að sögn Bjargar Agústs- dóttur bæjarstjóra er starfsmaður embættisins í Grundarfirði tvær klukkustundir í viku. Hún vill ekki taka svo sterkt til orða að óánægja sé með þjónustu sýslu- mannsins, en segir því ekki að neita að bæjarfulltrúar vilji sjá einhverja þróun í starfi embættis- ins í Grundarfirði og hugmyndir um slíkt verði kynntar fýrir sýslu- manni í væntanlegum viðræðum. -hj

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.