Skessuhorn - 08.02.2006, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 2006
Stórlega hefur dregið úr
hassneyslu ungmenna
112 dagurinn á
Vesturlandi
Þorragolfí Grundarfirði
Kylfingar landsins nýtajafnan bvetja stund sem gefst til aí iSka golfíþróttina. Það er hinsvegar fremur sjaldgœft að grfi til golf-
spilunar á Þorra. Þeir Magnús Alfsson, Sverrir Karlsson og Gísli Kristjánsson brugðu undir sig betti fatinum um helgina og nýttu
ágcetis veður og aðstæður á golfvelli Grundfirðinga og tóku léttan hring.
112 dagurinn verður haldinn í
annað sinn á landsvísu laugardag-
inn 11. febrúar nk. A Akranesi
verður fjölbreytt dagskrá til að
minna á starfsemi þeirra aðila sem
sinna björgun og viðbúnaði af
ýmsu tagi. Markmiðið með degin-
um er að kynna neyðarnúmerið
112, starfsemi viðbragðsaðila, efla
vitund fólks um mikilvægi þessarar
starfsemi og hvernig hiín nýtist al-
menningi. Markmið dagsins er
einnig að efla samstöðu og sam-
kennd þeirra sem starfa að forvörn-
um, björgun og almannavörnum
og undirstrika mikilvægi samstarfs
þeirra og samhæfmgar. Starfsemi
neyðarlínunnar, sem nú fagnar tíu
ára afmæli sínu og viðbragðsaðilar
á Akranesi, þ.e. Sjúkrahúsið og
heilsugæslustöðin, sjúkrafluminga-
og slökkviliðsmenn, lögregla og
björgunarfélag hafa ákveðið að
standa að sameiginlegri kynningu á
starfsemi sinni og húsakynnum
með því að hafa opið hús á starfs-
stöðvum sínum þennan dag. Guð-
jón Brjánsson, ffamkvæmdastjóri
SHA sagði í samtali við Skessuhom
að 112 dagurinn í fyrra hafi heppn-
ast vel og stefht sé að því að hafa
þennan viðburð árlega.
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns verður einnig dagskrá og
opið hús hjá viðbragðsaðilum í
Borgarnesi, Grundarfirði og Snæ-
fellsbæ en ekki lágu fyrir upplýs-
ingar um dagskrá áður en blaðið
fór í prenmn.
Umferðaróhöppum, sem lögreglan
á Akranesi sinnti, fjölgaði á árinu
en þá verður að hafa í huga að
starfssvæðið hefur stækkað með
aukinni samvinnu við lögreglu í ná-
grannabyggðarlögum. KOO
María er fyrsti lista-
maður mánaðarins
María Kristín Magnúsdóttir skó-
hönnuður er fyrstd listamaðurinn
sem nýtdr nýja sýningaraðstöðu í
Safhaskálanum á Akranesi. Eins og
fram kemur í frétt í Skessuhomi á
öðmm stað í blaðinu hefur verið
komið fyrir sýningarskáp þar sem
listamenn munu sýna mánaðarlega
undir heitinu „listamaður mánað-
arins.“
Á sýningunni, sem opnaði um
síðustu helgi, sýnir María skó sem
hún hefur hannað. María er eini
starfandi skóhönnuðurinn á Islandi
sem stendur. Hún er uppalin á Sel-
fossi og fór í myndlistamám til
Kaupmannahafhar og að því loknu
fór hún í hönnunarnám til
Lundúnum. Hún starfaði um
nokkurra ára skeið sem hönnuður
hjá XI8 en hóf síðan eigin ffam-
leiðslu undir merkjum MKM-
footwear ehf. Hún hannar bæði
sumar- og vetrarlínu úr íslensku
laxa- og hlýraroði, sem sútað er hjá
Sjávarleðri á Sauðárkróki. Auk þess
vinnur hún úr kínversku geita-
skinni. Allir skórnir eru framleidd-
ir í Kína.
María setti fyrst upp sýningu í
Listasafni Arnesinga í Hveragerði
vorið 2004 og nýverið opnaði sýn-
ing með verkum hennar í Bæjar- og
hérðasbókasafninu á Selfossi. Þá
mun hún opna sýningu í Arbæjar-
safni í sumar. HJ
Samkvæmt könnun Rannsóknar
og greiningar hefur hassneysla
minnkað úr að vera 22% meðal
barna í 10. bekk grunnskólanna á
Akranesi árið 2001 niður í 3% árið
2005. Þetta kemur m.a. ffarn í ný-
útgefmni skýrslu, Stefhumótun og
markmiðssetning lögreglunnar á
Akranesi, sem unnin var af Jóni S.
Olafssyni yftrlögregluþjóni og
fleirum. Fram kemur í skýrslunni
að mikið forvarnarstarf hafi átt sér
stað undanfarin ár þar sem mikil
áhersla hafi verið lögð á foreldra-
fræðslu og jafnffamt hefur samstarf
lögreglu við foreldrafélög grunn-
skólanna aukist til muna. „Avinn-
ingur lögreglunnar er að kynna
starfsemi sína og
koma á auknum
tengslum við börn,
ungmenni og for-
eldra og auka þar
með jákvæð sam-
skipti og upplýsinga-
streymi ffá hinum al-
menna borgara til
lögreglu," segir í
skýrslunni.
Starf lögreglunnar
á Akranesi árið 2005
gekk að mörgu leyti
vel þar sem skemmdarverkum, slys-
um í umferð og afskiptum af fíkni-
efhamálum fækkaði en fjöldi inn-
brota var svipaður frá árinu áður.
C~Q n«uu»»u<t En það var guðlegt glapparskot - að gera mann úr honum!
Stundum verður
manni það á að
velta fyrir sér þeirri
spurningu hvað
lengi sé hægt að
hækka laun þeirra
lægstlaunuðu og
kannske ekki síður
spurningunni;
Hvernig komast
þeir hæstlaunuðu
yfir að eyða tekjvmum sínum? Einhver köku-
stærð er til skiptanna og ef einhver fær meira
hlýtur einhver annar þar með að fá minna.
Mér sýnist líka nokkuð ljóst að ef eitthvað
fæst óeðhlega ódýrt, er einhver á lágu kaupi í
framleiðsluferlinu. A einhverjum samninga-
tímum fyrir nokkrum árum orti Jakob heitinn
Jónsson:
Þaö gengur afar illa um þessar mundir,
allar stéttir barlómssönginn kyrja.
C jörvöll þjóöin er aö veröa undir.
- Undir hverju? - Má ég kannske spyrja?
Bjami Jónsson ffá Gröf í Víðidal, úrsmiður
á Akureyri var prýðissnjall hagyrðingur en
hefur vafalaust ekki verið of fjáður þegar hann
orti:
Ég er ekki alveg snauöur
allt þó bresti mig.
Því fátæktin er einnig auöur
útaf fyrir sig.
Allt údit er fýrir að lausafjárstaða Emils
Petersen hafi verið með knappara móti (það
mun hún reyndar hafa verið megnið af ævi
hans), þegar hann orti:
Auraleysis þreytir þraut
- þaö er gömul saga.
Eg hef aldrei ort fyrir graut
alla mína daga.
Á sínum tíma var margt rætt um heilsufars-
legan gagnagrunn þjóðarinnar og hvort ein-
stakir menn eða fyrirtæki skyldu hafa þar að-
gang að. Um það leytd sem þessi umræða var
hvað háværust ákvað Bjöm Ingólfsson að
leggja sín hráefhi í gagnagrunninn með þessu
fororði:
Hérna er kassi Kári minn,
komdu nú þessu í grunninn þinn.
Ég valdi úr aöaleinkennin,
ágallana og veikindin.
Hér er bœöi heymœöin,
hjartastopp og kíghóstinn,
getuleysi og gigtveikin,
gyllinæö og kvensemin.
Æöahnútar, uppköstin,
iörakvefiö, rístillinn,
lakastíflan, líkþornin,
lifrarbólga og vesöldin.
Minnisleysiö, martrööin,
matgræögin og sjóveikin,
blóöleysiö, hæsin og brjóstsviöinn
og blööruhálskirtilsandskotinn.
P.S.
Vitaskuld er þessi upptalning klén
en óþarft aö hafa þaö meira aö sinni.
Ég fullyröi aö hœlbíts- og hýenugen
hafa ekki fundist í ættinni minni.
Ekki veit ég hver það var sem Birgir Hart-
mannsson lýstd með eftdrfarandi orðum en
þessi mannlýsing gæti ekki síður en hvað ann-
að átt etdndi í genabankann:
Hjá honum litlar ég gáfur fæ greint,
grannleiki vitsins er manninum talsveröur
bagi.
Ég segi ekki aö vant' íhann btaösíöur beint,
en blekiö var sparaö og skriftin í daufara lagi.
Oðrum kunningja sínum lýsti Birgir svona:
Þennan hrjáir mjaömamein,
mæöist því aö vonum,
náttúran var nauöasein
aö ná sér upp í honum.
Jón Jens Kristjánsson orti um þann ffæga
mann Michael Jackson og má í því samhengi
velta fyrir sér hvort allar þær aðgerðir sem sá
bamgóði maður hefur gengið í gegnum hafa
haff áhrif á erfðamengið:
Oft þarf í hasti aö umbreytast,
á þaö íkasti aö friö'ann.
En allt þetta plast er víst ekki fast
sem árlega er klastraö viö hann.
Eitthvað hefur víst Drottinn verið misríf-
legur í útlátum við okkur mannfólkið með
sköpunargáfuna. Hvort sem hún snýr að and-
legri, veraldlegri eða líkamlegri nýsmíði.
Bjami ffá Gröf ortd um eitt margnotað hrá-
efni:
Aö leirnum veröa lengi not
Ijóöasnillingonum.
En þaö var guölegt glappaskot
aö gera mann úr honum.
Effir Bjama er líka þessi ágæta hugleiðing
um lífið:
Aö fæöast þaö er mikil guöagjöf,
því gaman er á þessum heimi aö lenda.
En eftir stutta eöa langa töf
öllu drasli veröur fólk aö henda.
Aö rusla manni í raka moldargröf
er rúsínan í lífsins pylsuenda.
Ekki veit ég hver fékk þessa umsögn hjá
Sigurði Ámasyni á Raufarhöfn en ekki efa ég
að viðkomandi hafi verið hennar verðugur:
Duglegur í dagsins önn,
drengur fjarri táli.
Nú hefur líka tímans tönn
talaö sínu máli.
Einari Árnasyni frá Finnstöðum hefur
væntanlega ekki fundist lífið brosa neitt sér-
lega hlýlega við sér þegar hann orti:
Aldrei hef ég aö því gáö
eins og vera bœrí
Aö til er heilbrígt heilsuráö
- aö hengja sig í snæri.
t
Björn S. Blöndal sem lengi var vinnumaður
í Grímstungu fékk sinn skammt vel útlátdnn af
mótlæti lífsins. Hann kunni þó mótleik:
Þegar erfitt finnst oss flest,
fátt um gæfuvinning.
Beiskar stundir blíökar mest
bjartra daga minning.
Þessum þætti skulum við svo ljúka með
þessu erindi efidr Sigurgeir Þorvaldsson öðm
nafni „Slána Slagbrandsson":
Aö þekkja blóm sem engin á
en er svo blítt í framan.
Og vera aumt og vesalt strá
sem vekur blómsins ástarþrá
er guödómlegt og gaman.
Með þökkjyrir lesturinn,
Daghjartur Dagbjartsson
Rejistöðum 320 Reykholt
S 435 1361 og 849 2115
dd@simnet.is