Skessuhorn


Skessuhorn - 08.02.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.02.2006, Blaðsíða 15
SiffiSSIÍHÖEH MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 15 ATVINNA Skallagrímsmenn töpuðu fyrir Grindavík sl. fimmtudag með 95 stigum gegn 85 í Röstinni í Grinda- vík. Borgnesingar voru með skott- ið á milli lappanna allan leikinn og voru á eftir Grindvíkingum í öllum aðgerðum. Jerimiah Johnson fór hreinlega á kostum í þessum leik og skoraði 37 stig. Það er engin leið að stoppa manninn sem er án nokkurs vafa einn allra besti leik- maður lceland-Express deildar- innar um þessar mundir. Jerimaiah Johnson hóf leikinn með þriggja stiga körfu og þær áttu eftir að verða fleiri. Jovan Zdravevski, Axel Kárason og Ge- orge Byrd skoruðu fyrir Skallagrím og virtust Borgnesingar ætla að gefa sig alla í leikinn. Skallagrímur komst í 5-8 og var það það lengsta sem Skallagrímsmenn komust í því að leiða leikinn. Stað- an var 22-20 fyrir Grindavík í lok 1. leikhluta, en Nenad Biberovic sýndi þá mjög góðan leik fyrir heimamenn en hann átti 3 einkar karlmannlegartroðslursem krydd- uðu leik Grindavíkurliðsins til muna. Jerimiah Johnson hóf annan leikhluta eins og þann fyrsta en þá kom hann Grindvíkingum í 25-20 og fljótlega komust þeir í 31 -20. Á þessum tímapunkti voru Borgnes- ingar að spila hræðilega bæði í vörn og sókn og ekkert gekk upp. Menn voru að missa boltann og gefa slæmar sendingar sem gáfu Grindvíkingum auðveldar körfur, og þegar staðan var orðin 45-29 fyrir Grindavík var Ijóst að Borg- nesingar myndu aldrei ná þeim, Eftir skelfilegan 2. leikhluta var staðan 50-35 fyrir Grindavík og segja má að þá hafi björninn verið unninn. Skallagrímsmenn komu þó ein- beittir til baka eftir hlé, greinilega staðráðnir í því að ná upp munin- um og koma sér aftur inn í leikinn. Körfur frá George Byrd og Jovan Zdravevski minnkuðu muninn í 50- 41 og vonarneisti kviknaði hjá liðs- mönnum jafnt sem stuðnings- mönnum Skallagríms, en þeir fjöl- menntu á leikinn. Skallarnir héldu áfram að saxa á forskot Grindvík- inga og staðan var orðin 56-48 eft- ir góðar körfur Jovans og Hafþórs Inga Gunnarsssonar. En Adam var ekki lengi í Paradís því að þeir Helgi Jónas Guðfinnsson og Jerimiah Johnson tóku þá til sinna Þátttakendur á kynningardegi í Boot Camp sem haldinn var á Akranesi um síðustu helgi. Herbúðir á Akranesi Hið vinsæla Boot Camp byrjar 13. febrúar nk á Akranesi. Boot Camp er alhliða líkamsþjálfun sem reynir á styrk, þol og þrek með vísan til grunnþjálfunar hermanna og er ein strangasta og besta þjálf- un sem völ er á. Markmiðið með námskeiðinu er ekki eingöngu að komast í líkamlegt form heldur einnig að byggja upp sjálfstraust, sjálfsaga og ná auknum viljastyrk. Námskeiðið, sem fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu, stendur yfir í 6 vikur og verður undir leiðsögn tveggja aðila, Ing- ólfs Agústs Hreinssonar og Marí- anne Sigurðardóttur en þau hafa bæði öðlast Boot Camp þjálfara- réttindi. „Við erum búin að bjóða upp á fría prufutíma síðustu laug- ardaga við góðar undirtektir og hafa hátt í 30 manns skráð sig nú þegar.“ segir Ingólfur í samtali við Skessuhorn. „Við ætlum að bjóða upp á fitu- og ummálsmælingar, matarprógram og mataraðhald fyrir þáttakendur hvort sem þeir þurfa að léttast eða þyngjast." Námskeiðið verður einnig starf- rækt í Reykjavík, Akureyri, Kefla- vík og Selfossi. KÓÓ Viljayfirlýsing um byggingu reiðhallar í Borgamesi Bæjarráð Borgarbyggðar hefur falið bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd bæjarins viljayfirlýsingu um byggingu reiðhallar í Borgarnesi. Aðilar að samningnum eru auk bæjarins, Hrossaræktarsamband Vesturlands, Hestamannafélagið Faxi og Hestamannafélagið Skuggi og er ætlunin að byggja reiðhöllina á félagssvæði Skugga í Borgarnesi. Borgarbyggð mun leggja 30 milljónir króna í bygginguna og félögin þrjú munu í sameiningu leggja fram 10 milljónir króna með vinnu- eða fjárframlagi. Þá munu aðilar samningsins sameiginlega afla 20 milljóna króna til verkefnis- ins. Byggingarkostnaður er áætlað- ur um 60 milljónir króna. Stofnað verður sérstakt hlutafé- lag í eigu samningsaðila sem mun eiga húsið. Einnig verður gerður sérstakur samningur á milli Borg- arbyggðar og hlutafélagsins um ár- legt framlag Borgarbyggðar til reksturs hússins. Aætlað er að bygging reiðhallarinnar hefjist í vor og henni verði lokið í árslok 2006. HJ ráða og staðan eftir 3. leikhluta var 74-60 fyrir Grindavík, eftir að Johnson hafði skorað þriggja stiga körfu á loka sekúndunum. í fjórða leikhluta héldu ófarir Borgnesinga áfram en þeir reyndu á tíma pressuvörn sem skilaði sér ekki sem skyldi, og náðu Grindvík- ingar að komast í 18 stiga mun þegar mest lét. Ágætis enda- sprettur hjá Borgnesingum gerði það að verkum að leikurinn endaði 97-87 og eru Grindvíkingar vel að sigrinum komnir. Það er engin hlé- drægni að segja að betra liðið hafi sigrað. Grindvíkingar nýttu sér reynsluna úr mikilvægum leikjum í gegnum árin og með hjálp Jerimi- ah Johnson geta þeir hæglega far- ið alla leið í ár, bæði í deild og bik- ar. Erfitt er að velja einhverja Skallagrímsmenn sem stóðu upp- úr, en Makedóninn Jovan Zdra- vevski skoraði 25 stig en hann hef- ur oft spilað betur. George Byrd skoraði 21 stig en tók aðeins 7 frá- köst og er það helst fyrir tilstuðlan hins tröllvaxna Grindvíkings Nenads Biberovic sem er ekkert lamb að leika sér við. GBÞ Glímu- kappar úr Dölum Þessi föngulegi hópur ungmenna úr Glímufélagi Dalamanna tók þátt í Bikargiímumóti og Sveitaglímu- móti um sl. helgi en mótið fór fram í Hagaskóla. Öll stóðu þau sig vel og voru til sóma á mótinu. MM www,skessuhorn,is - BÍLSTJÓRAR - Óskum eftir að ráða bílstjóra í fullt starf. Einnig vantar bílstjóra til afleysinga í sumar. Nánari upplýsingar veittar í símum 893-1255 (Þórður) 02 431-1500 (sKrifstofa) SÚLUKLETTUR 4, Borgarnesi. Einbýlishús, íbúð 151 ferm. og bílskúr 39 ferm. Góð lóð. Neðri hæð: Forstofa, hol og gestasnyrting flísalagt. Stofa og borðstofa parketlagðar. Eitt herbergi með kork á gólfi. Eldhús með kork á gólfi, ljós viðarinnrétting. Þvottahús og búr. Efri hæð: Opið rými (hol) í parketlagt. Þrjú herbergi, eitt parketlagt en tvö með kork á gólfi. | Baðherbergi allt flísalagt, viðarinnr. js Geymsla í risi yfir hluta hússins. Eitt herbergi í bílskúr og geymsla í hluta af risinu. Verð: 35.000.000 HAGAMELUR 1, Skilmannahreppi. Einbýlishús, (bjálkahús frá Finnlandi - trélímsbjálkar), íbúð 144,3 ferm. og bílskúr 35 ferm. Hús byggt 2001. Svalirá vesturstafni og pallur undir þeim. Gott útsýni. Neðri hæð: Forstofa dúklögð. Hol, stofa og eldhús með viðarborðum á gólfi, viðarinnr. í eldhúsi. Eitt herbergi með viðarborðum. og fataherb. Baðherbergi flísalagt, viðarinnr. Þvottahús flísalagt. Efri hæð: Stórt opið rými og tvö herbergi með viðarborðum. Lítil snyrting dúklögð. Viður á öllum veggjum. Verð: 26.000.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 4371700,860 2181 -fax 4371017, ^ nelfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is Styrkir til nýsköpunar impra nýsköpunarmiðstöð Sðntæknsstofnun Borgum vid Noröurslóð 8ÖÖ Akureyri Símí 480 7970 www.impra.ls Impra nýsköpunarmiðstöð auglýsir eftir umsóknum um styrki til frumkvöðla og starfandi fyrirtækja. Styrkirnir eru ætlaðir til þróunar á nýrri þjónustu eða vörum og eru veittir fyrirtækjum og einstaklingum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur fyrir frumkvöðla rennur út 15. febrúar nk. en fyrir starfandi fyrirtæki 27. febrúar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru að finna á www.impra.is og hjá Impru nýsköpunarmiðstöð í síma 460 7970. Impra nýskópunarmiðst&ö a löntgttun$pfhun vciUr úpplýsmgar og stuóning i tcngslum vió viðskiptahugmyndir og stofnun og rekstur fyrirtækja. A vcgum fntpru ar rekínn fjfildl vcrkofna með áherslu a nýsköpun og uppbyggingu frum- kvöólastarfs Starfsemi Imprv nær til iandslns afls en atsrifsstöóvar eru i Reykjavik og a Akureyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.