Skessuhorn - 15.02.2006, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006
„■■■V'IIH...
Fjölgun nemenda og námsbrauta
\ið LBHÍ á Hvanneyri
Asta Kristín GuSmundsdóttir.
Skógfræði og landgræðsla
í sérstaka námsbraut
Landbúnaðarháskóli íslands á
Hvanneyri hefur nú verið starfrækt-
ur í rúmt ár og lítur allt út fyrir mik-
inn uppgang á komandi misserum.
Nú standa yfir miklar endurbætur
og viðhaldframkvæmdir á aðalbygg-
ingu skólans, þar sem meðal annars
er verið að breyta gamalli geymslu á
efstu hæð í stóra 60 manna kennslu-
stofu. „Nemendur á 1. og 2. ári
fylgjast mikið að í grunnfögum eins
og vistfræði og því var tímabært að
ráðast í þessar breytingar," segir
Guðrún Jónsdóttir, upplýsinga- og
kynningarfulltrúi skólans í samtali
við Skessuhorn. Hún segir að um
250 nemendur stundi nú nám við
skólann og áætlar að þar af séu um
70 nemendur í fjamámi. Hún reikn-
ar þó með að nemendum eigi efrir
miklu meira en búvísindi og nú er
ekki lengur um einhæfða bænda-
skóla að ræða, þó flestir nemendur
eigi það sameiginlegt að hafa áhuga
á umhverfi, náttúra og dýralífi,“ seg-
ir Guðrún. Fyrir utan búvísindi býð-
ur skólinn upp á náttúra- og um-
hverfisfræði og umhverfisskipulag,
sem er grunnnám fyrir landslags-
arkitekta. Að auki er hægt að stunda
nám á framhaldsskólastigi á svokall-
aðri starfs- og endurmenntunar-
deild. Guðrún segist ánægð með
þrótmina og stefnu skólans og til-
kynnir blaðamanni með bros á vör
að skólinn bjóði nú nemendum sín-
um að fara erlendis með NOVA,
sem er skiptinemasamstarf við land-
búnaðar- og dýralæknaháskóla á
Norðurlöndum. Að hennar mati er
það afar mikilvægt
fyrir nemendur að
nýta sér þetta sam-
starf til að ná sér í
reynslu og öðlast nýja
sýn. Við skólann er
einnig boðið upp á
nám til mastersprófs
af öllum brautum
nema umhverfis-
skipulagsbraut, en
uppi era hugmyndir
um að bæta úr því. „I
heildina Htið bjóðtun
við upp á góða
menntun í skóla með
sérstöðu, fallegt um-
hverfi og náið sam-
starf við starfsfólk
skólans," segir Guð-
rún að lokum.
GuSrún Jónsdóttir.; upplýsinga- og kynningarfulltrúi LBHI.
Ólíkt fólk í
að fjölga veralega á næstunni og þá
sérstaklega með tilkomu nýrrar
námsbrautar sem mun hefja göngu
sína í haust undir heitinu Skógrækt
og landgræðsla. Guðrún segir að
það sé mikill misskilningur meðal al-
mennings um hvað felist í orðinu
landbúnaðarháskóh og bendir á að
nemendur komi fr á öllum landshlut-
um og ekki síður af höfuðborgar-
svæðinu. „Landbúnaður er svo
lidu samfélagi
Hlynur Gauti Sigurðsson, 26 ára
útskriffamemandi á umhverfisskipu-
lagsbraut, segir í samtali við Skessu-
hom að almenn ánægja sé meðal
nemenda á Hvanneyri um skólann
og það sem þar er í boði. Hann legg-
ur áherslu á að þetta sé lítið samfélag
sem saman standi af afar ólíku fólki á
öllum aldri. Hann segist sjálfur um-
gangast mest sinn bekk en annars
þekkir hann eiginlega alla í skólan-
Nemendur á 1. ári á búfræóibraut á Hvanneyri í hópastarfi.
Landbúnaðarháskóli íslands á
Hvanneyri mun opna fyrir nýja
námsbraut í haust undir heitinu
skógfræði og landgræðsla. Þessi
braut býðttr upp á þriggja ára BS
nám af umhverfisdeild þar sem
námsgreinum af sviði náttúravís-
inda, skógfræði, landgræðslu,
landslagshönnunar og rekstrar-
ffæði er fléttað saman. Nemendur
geta valið tvær leiðir, skógffæði
eða landgræðslu en jafnframt
verður um þriðjungur námsins val-
fög sem gerir nemendum kleift að
efla sig á þeim sviðum sem þeir
hafa mestan áhuga á. Að loknu BS
námi stendur til boða tveggja ára
viðbótarnám til mastersgráðu með
áherslu á t.d. rannsóknir, skipulag
og stjórnun.
Bjarni Diðrik Sigurðsson,
nýráðinn brautarstjóri segir þetta
vera þverfaglegt nám þar sem lögð
verður áhersla á að veita nemend-
um traustan vísindalegan grunn og
um leið að búa þá sem best undir
störf sem millistjómendur eða sem
sjálfstæðir atvinnurekendur. Að
sögn Bjarna Diðriks þá hafa störf á
sviði skógræktar og landgræðslu
verið að aukast á seinni áram og
færast frá ríki út til bænda og ann-
arra landeigenda. Þar með hefur
þörf fyrir fólk með trausta fag-
þekkingu á þessu sviði stóraukist
hjá stoðkerfi landbúnaðarins og
öðram sem fjalla um landnotkun
til sveita. A Vesturlandi era nú um
170 lögbýli þátttakendur í skóg-
ræktarverkefnum og tun 100 til
viðbótar í landgræðsluverkefnum.
Einnig era að verða til lítil verk-
takafyrirtæki víða um land sem
sérhæfa sig á þessu sviði og selja
þjónustu sína til bænda, sveitarfé-
laga og annarra landeigenda.
„Þessi nýja braut hefur ekkert
verið auglýst en þó era nokkrir
Bjarni Diðrik SigurSsson.
búnir að hringja og spyrjast fyrir,“
sagði Bjarrú. „Við munum kynna
þessa nýju braut á Háskóladegin-
um mikla sem haldinn verður í
Borgarleikhúsinu 25. febrúar nk.,
og þá fyrst getum við séð hver
raunveraleg eftirspurn verður en
ég er bjartsýnn á framhaldið,“
sagði hann að lokum.
um. Aðspurður um búsetu segist
hann leigja með vinum síhum 4.
herbergja íbúð í nemendagörðum
en bendir þó á að um helmingur af
bekknum hans, sem telur um 20
manns, búi ekki á svæðinu heldur
keyri á hverjum degi annars staðar
frá.
Hlynur segist hafa vahð þetta nám
með skógrækt og landfræði í huga
en hann hefur unnið mikið við garð-
yrkju í gegnum árin. „Umhverfis-
skipulagssbrautin býður upp á mjög
hagnýtt og alhliða nám þar sem við
lærum að umgangast náttúruna með
vísindi, skipulag og hönnun í huga
og sé ég ekki eftir því að hafa komið
hingað,“ segir Hlynur sem sjálfur er
ættaður austan af landi. „Eg veit
reyndar ekki alveg hvemig stefnan
hjá mér verður í framtíðinni en hún
gæti hugsanlega verið tengt skipu-
lagsfræði og landslagsarkitektúr eða
ferðaþjónustu og landafræði. Eg
fylgi bara vindátt og tek einn dag í
einu,“ sagði Hlynur Gauti að lokum.
Hlynur Gauti SigurSsson.
Vel hlúð að bamafólki
Asta Kristín Guðmrmdsdóttir er
36 ára fyrsta árs nemandi á náttúra-
og umhverfisfræðibraut við LBH3.
Hún segir algengt að nemendtu: við
skólann séu með böm, því öll að-
staða á staðnum sé til fyrirmyndar.
„Börnin héma era aldrei aðgerða-
laus og Hvanneyri á hrós sldlið fyrir
öflugt félags- og klúbbastarf," segir
hún. Sjálf á hún 7 ára gamlan son
sem er mjög ánægður og finnst
virkilega gaman að búa á Hvanneyri.
Asta, sem er uppaUn á Bjamastöðum
í Grímsnesi, lauk súdentsprófi og
búfræði frá Hólurn 1994. Hún hefur
víðtæka reynslu af landbúnaðarstörf-
um og hefur sjálf verið með kúabú
og hrossarækt vestur í Dölum en
einnig unnið mikið við garðyrkju í
Borgarfirði. „Eg er mjög ánægð með
námið og það stendur vel undir
væntingum mínum. Eg steftú á að
taka mastersnám hér við Landbún-
aðarháskólann og í framtíðinni sé ég
fyrir mér einhverja rannsóknar-
vinnu, skipulagsfræði eða stjómun,"
segir Asta. Þau mæðgin geta vel
hugsað sér að búa á Hvanneyri í
framtíðinrú og kjósa landsbyggðina
fram fyrir höfuðborgarsvæðið
hvenær sem er. r/AA