Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 15.02.2006, Blaðsíða 19
§HgSSUiSÖES! MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 19 Tap á rekstri ^ meistaraflokks ÍA en hagnaður á yngri flokkum Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA sem haldinn var í síðustu viku kom fram að tæplega 8,7 milljóna króna tap varð af Rekstrarfélagi meistaraflokks ÍA og 2. flokks. Er það mun verri afkoma en árið á undan en þá var tapið tæplega ein milljón krónur. Að sögn Guð- laugs Kr. Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra félagsins er helsta skýring á versnandi afkomu fé- lagsins að leita í minnkandi tekj- um félagsins. Munar þar mestu um að félagið naut ekki tekna af þátttöku í Evrópukeppni á liðnu ári og einnig voru minni tekjur vegna sölu leikmanna. Rekstrar- tekjur félagsins drógust því sam- an úr 50,7 milljónum króna árið 2004 í rúmar 38,6 milljónir króna í fyrra. Stærsti útgjaldaliður félags- ins var laun og launatengd gjöld eða 28,6 milljónir króna. Guð- laugur segir að undanfarið hafi verið unnið hörðum höndum við að skera niður kostnaðarliði hjá félaginu og einnig eru í undirbún- ingi ýmsar leiðir til fjáröflunar. Mun betri afkoma varð af rekstri yngri flokka félagsins á síðasta ári. Hagnaður af rekstri þeirra nam rúmum 3,4 milljónum króna en árið áður varð hagnað- urinn rúmar 2,3 milljónir króna. Rekstrartekjur yngri flokkanna voru tæpar 23,5 milljónir króna. Af einstökum tekjuliðum má nefna að tekjur af mótahaldi námu tæplega 8,9 milljónum króna. Rekstargjöld yngri flokka voru tæpar 20,2 milljónir króna. Stærsti kostnaðarliðurinn var þjálfunarkostnaður að upphæð tæpar 12,5 milljónir króna. í skýrslu Rekstrarfélags meist- araflokks og 2. flokks segir að nú séu viðræður í gangi við aðal- styrktaraðila félagsins, KB banka, um endurnýjun á samningi fé- lagsins og að vonast sé til þess að þær viðræður geti létt félaginu fjárhaginn á komandi árum. Þá segir í skýrslunni að ekki sé ann- að hægt en að horfa björtum augum fram á komandi ár og stjórn félagsins muni kappkosta við að halda útgjöldum félagsins innan skynsamra marka. HJ Kemur sparkvöllur við Lýsuhólsskóla? Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða t síðustu viku að sækja um til Knattspyrnu- sambands (slands að einn af þeim völlum sem reistir verða í svoköll- uðu sparkvallaátaki sambandsins árið 2007 verði staðsettur við Lýsuhólsskóla. í bókun bæjar- stjórnar segir að þetta sé gert þar sem umsóknarfrestur fyrir þessi ár sé að renna út og þetta sé einnig gert án þess að skuldbinda þá bæjarstjórn sem taka mun við eft- ir kosningar í vor. Þá segir í sam- þykkt bæjarstjórnar: „Ljóst er að verið er að gera úttekt á skólastarfi í Snæfellsbæ og einnig að fyrir skólaárið 2007-2008 mun verða tekin ákvörðun um framtíð Lýsu- hólsskóla. Gæti hvoru tveggja haft áhrif á það hvort sparkvöllur kæmi til greina á svæðið eða ekki.“ HJ LATTU 0KKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ lllOKO (5}rva.taug ^ Efnalaugin Múlakot ehf Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Tökum að okkur þjónustu, ráðgjöf, hönnun og verktöku á öllum stigum skógræktar. SVÍRI ehf. Friðrik Aspelund • Hvanneyri • 311 Borgarnes Sími 437 0017 & 893 7306 • sviri@sviri.is Búið að reisa spemir Akranesballarinnar og má nú glöggt sjá hvenig mannvirkið mun líta út þó eftir sé að kheða utan á grindina. Framkvœmdum við húsið lýkur í vor. Ljósm. HJ www.skessuhorn.is FORTUNA MATSTOFA Fortuna hefur opnað matstofu í matsai Sementsverksmiðjunnar hf. að Mánabraut 20 - gengið er inn við vesturenda byggingarinnar. * Réttur dagsins • Súpa og brauð • Salatbar • Pítsa * Brauð og álegg * Kaffi Allt þetta fyrir aðeins ÍOOO kr. Heitur matur í hádeginu - alla virka daga Gæði og ferksleiki í fyrirrúmi Sími 431 3737 /--------------------------------------------------------------------------------v Samþykkt Adalskipulagi Hvalfjardarstrandarhrepps 2002-2014 Sveitarstjóm Hvalfjarðarstrandarhrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlöðum, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá 23. nóv. til 21. des. sl. Athugasemdarfrestur rann út þann 6. janúar sl. og bárast athugasemdir frá 8 aðilum. Sveitarstjóm hefur afgreitt athugasemdimar og sent þeim sem gerður athugasemdir umsögn sína. Gerðar vora óveralegar breytingar á auglýstri tillögu aðalskipulagsins í samræmi við afgreiðslu sveitarstjómar við innsendum athugasemdum. Við staðfestingu Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 mun sá hluti Aðalskipulags iðnaðarsvæðis á Grandartanga 1997-2017 sem er innan sveitarfélagsins falla úr gildi. Tillaga Aðalskipulags Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 hefur verið send Skipulagsstofnun sem afgreiðir tillöguna til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjómar geta snúið sér I til oddvita Hvalfjarðarstrandrhrepps. j Hvalfjarðarstrandarhreppur 7. febrúar 2006 l Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti ú________________________________________________________________________________)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.