Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.02.2006, Blaðsíða 15
gSBSSliHÖBí: MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 15 Að auka varðveislugildi gömlu húsanna við BrákarpoU Nýverið birtist grein eftir Ingi- mund Grétarsson í Skessuhorni sem hann kallar „Til varnar gömlu húsunum við Brákarpoll." I grein- inni fullyrðir hann að fyrirhuguð tengibygging á milli húsanna að Brákarbraut 13 og 15 misbjóði þessum gömlu húsum, auk þess sem hann átelur virmubrögð húsa- friðunarnefndar, bæjarstjórnar Borgarbyggðar og starfsmanna sveitarfélagsins. I þessari grein eru ýmsar fullyrðingar og dylgjur sem ekki eiga við rök að styðjast og því nauðsynlegt að leiðrétta þær. Var bæjarstjóm í feluleik? Bæjarstjórn Borgarbyggðar stóð fyrir endurgerð gamla Pakkhússins við Brákarpoll og lauk því verki árið 2004. Það var ljóst ffá upp- hafi að mikilvægt væri að finna húsinu nýtt hlutverk, en fyrir end- urgerð var það nýtt sem geymsla fyrir Safnahús Borgarfjarðar. A vordögum 2004 kviknaði sú hug- mynd að nýta húsið undir starf- semi Landnámsseturs, en frá haustinu 2003 hafa bæjaryfirvöld í Borgarbyggð í samvinnu við þau Kjartan Ragnarsson og Sigríði M. Guðmundsdóttur unnið að þróun hugmyndar um Landnámssetur í Borgarnesi. Það var mat stjórnar Landnámsseturs að nauðsynlegt væri að stækka aðstöðuna ef nýta ætti húsið undir starfsemi seturs- ins. Þegar fyrir lá vilji eigenda hússins nr. 13 við Brákarbraut að tengjast starfsemi Landnámsset- urs, þá leitaði stjórn setursins til Sigríði Sigþórsdóttur arkitekts um að hanna byggingu við húsið sem tengdi það við Brákarbraut 13. Hugmynd Sigríðar um tengibygg- inguna var kynnt ýtarlega við opn- un Pakkhússins eftir endurbætur í júní 2004. Eftir að Húsafriðunar- nefnd hafði gefið byggingunni já- kvæða umsögn og taldi að auka mætti varðveislugildi húsanna með byggingunni, var skipuð bygging- arnefnd þar sem stjórn Landnáms- seturs, Borgarbyggð og eigendur hússins að Brákarbraut 13 áttu fulltrúa. Sú nefnd var skipuð effir að búið var að senda deiliskipulag gamla miðbæjarins í auglýsingu. Því var ákvörðun um byggingar- reitinn á milli húsanna nr. 13 og 15 tekin eftir að skipulagið fór í aug- lýsingu. Það er því röng fullyrðing hjá Ingimundi Grétarssyni að það hafi verið meðvituð ákvörðun bæj- arstjórnar að gefa íbúum ekki færi á að kynna sér þessar hugmyndir. Kærunefnd hafnaði ógildingn deiliskipulagsins Eftir gildistöku áðurnefnds deiliskipulags kærði Ingimundur Grétarsson ákvörðun bæjarstjórn- ar sem hlotið hafði staðfestingu Skipulagsstofiiunar til Úrskurðar- nefndar byggingar og skipulags- mála. I kæru sinni krafðist Ingi- mundur þess að deiliskipulagið fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi yrði fellt úr gildi og til vara setti hann fram þá kröfu að fram færi grenndarkynning vegna tengi- byggingar við húsin Brákarbraut 13 og 15. I úrskurðarorðum nefndarinnar segir að „Kröfu kær- anda um ógildingu hinnar kærðu skipulagsákvörðunar er hafhað að öðru leyti en því að felld er úr gildi heimild fyrir tengi- og viðbygg- ingu að Brákarbraut 13 og 15 í Borgarbyggð, sem gert er ráð fyrir í auglýstu skipulagi. Kröfu kær- anda um að ffarn fari grenndar- kynning vegna viðbyggingar við húsin Brákarbraut 13 og 15 er vís- að frá“. Akvörðun sína um að fella úr gildi heimild fyrir tengibygg- ingunni byggði nefndin á því að annars vegar lá ekki fyrir skýr bók- un af hálfu bæjarstjórnar um að setja reitinn inn á skipulag og hins vegar að kærandi eigi hagsmuni tengda umræddri breytingu. Með hliðsjón af þessu var afar eðlilegt að bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti að setja af stað grennd- arkynningu vegna tengibyggingar- innar. Það skýtur því skökku við þegar Ingimundur Grétarsson kallar kynninguna marklaus sýnd- armennsku hafandi sjálfur í kæru gert kröfu um hana. Ámælisverð stjómsýsla? I grein sinni er Ingimundi tíð- rætt um ámælisverða stjórnsýslu sveitarfélagsins Borgarbyggðar í málinu öllu. Vissulega er það svo að stjórnsýsla sveitarfélagsins er stöðugt til endurskoðunar og allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar. Hins vegar láðist honum að geta þess að haustið 2004 sendi hann umhverf- is- og skipulagsnefnd Borgar- byggðar erindi þar sem hann óskaði eftir því að reisa allt að 70 fm. bílskúr á lóðinni nr 11 við Brákarbraut. Með hliðsjón af byggingareglugerð taldi nefhdin að ekki væri hægt að líta á erindið sem byggingarleyfisumsókn þar sem deiliskipulag lá ekki fyrir auk þess sem að ýmis gögn sem fylgja eiga umsókn vantaði með erind- inu. Þessari niðurstöðu undi Ingi- mundur ekki og kærði hana til Úr- skurðarnefndar byggingar og skipulagsmál í ágúst 2005 eftir að Umboðsmaður Alþingis hafði vís- að henni frá. I kærunni telur hann að bæjaryfirvöld hafi með margvís- legum hætti staðið rangt að af- greiðslu málsins. I niðurstöðu nefndarinnar segir að „réttilega hafi verið litið á erindi kærenda sem fyrirspurn" og í ratm engar at- hugasemdir gerðar við afgreiðslu erindisins og kærtmni því vísað frá. Þarna var því ekki um að ræða ámælisverða stjórnsýslu heldur umsókn sem ekki uppfyllti lagaleg skilyrði. Að auka varðveislugildi húsanna Ingimundur Grétarsson og bæj- aryfirvöld í Borgarbyggð eru sam- mála um að hlúa eigi að gömlu húsunum við Brákarpoll en greinir á um hvernig að því skuli staðið. Bæjaryfirvöld fylgdu þeirri megin- reglu að leita álits Húsafriðunar- nefndar ríkisins, enda segir í lög- um um húsafriðun að það sé hlut- verk nefridarinnar að „gefa álit á áformum um breytingar, flutning, eða niðurrif húsa sem reist eru á milli 1850 og 1918“. í áliti nefnd- arinnar segir að skálinn raski ekki götumynd og er í sátt við gömlu húsin sem fyrir eru auk þess sem hann myndi styðja við starfsemi í báðum húsunum og auka varð- veislugildi þeirra. Þetta hlýtur að teljast jákvæð umsögn og sýnir að bæjaryfirvöld og Húsafriðunar- nefnd ganga í takt í þessu máli. Það er vonandi að áætlanir um opnun Landnámsseturs í vor í gömlu húsunum við Brákarbraut 13 og 15 gangi eftir því ég er sann- færður um að setrið á eftir að auka verulega heimsóknir ferðamanna til Borgarness og efla enn frekar áhuga og meðvitund íbúa sveitar- félagsins fyrir sögunni sem er ótæmandi auðlind í Borgarfirði og á Mýrum. Gömlu húsin við Brák- arpoll mtmu ganga í endurnýjun lífdaga og verða til sóma fyrir okk- ur öll. Páll S. Brynjarsson Bæjarstjóri í Borgarbyggð *.............................^ ,. Til foreldra! Fyrirlestur fyrir foreldra "allra" barna um tölvunotkun barna og örugga netnotkim í Grundaskóla fimmtudagskvöldiö 16. febrúar kl. 20:30 Allir foreldrar hvattir til að mæta! Einar Ásbjörnsson Sigríöur Sigurðardóttir Sigrún Ríkharðsdóttir Nemar íTómstunda- og félagsmálafræði við KHÍ 1 1 • www.skessi ihom.is f/lótnanlt's/i Við bjóðum upp á glæsitegt pakkatilboð á Hótel Reykjavik og Rauöará steikhúsi frá janúar og út mars. Fyrir aðeins kr. 7.450 á mann fær parið gistingu í huggulegu tveggja manna herbergi, morgunverð og rómantískan þriggja rétta kvöldverð á Rauðará steikhúsi. Bókið á www.reykjavikhotels.is eða bokun@hotelreykjavik.is eða I síma 514-7000 Hótel Reykjavík og Rauðará steikhús, Rauðarárstíg 37, Reykjavík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.