Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Qupperneq 11

Skessuhorn - 15.02.2006, Qupperneq 11
^kUsunuiiJi MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 2006 11 og atorkusamur hefur komið við l á Votalæk í Staðarsveit þetta væri merkilegt verkefni og við gátum farið að vinna að fullum krafti. Nemendur smíðuðu gróður- húsið inni í íþróttasal því það var komið haust og farið að snjóa. Svo tókum við það í sundur og fluttum einingarnar út þar sem við vorum búin að steypa grunninn fyrr um haustið og reistum það þar. Þetta var haustið 2004. Eftir það þá byggðum við alvöru stíflu og keypt- um raforkutúrbínu og virkjuðum þannig lækinn til að lýsa upp húsið. Virkjunin og húsið voru svo vígð á litlu jólunum sem haldin voru 21. desember 2004. En til að geta for- ræktað grænmeti í húsinu eins og ætlunin var þá sáum við að það þyrffi meiri hita í gróðurhúsið en þau 250 wött sem vatnsaflsvirkjun- in gaf okkur, sem rétt nægði til að lýsa 2 til 3 ljósaperur. Þá var ráðist í að kaupa vind- myllu. Sú var sett upp vor- ið 2005. Eftír nokkra erfið- leika með þá myllu, sem að lokum brann yfir, fengum við nýja varahluti og end- urbætta vél sem seljend- urnir sendu okkur að kostnaðarlausu. Sú mylla fór upp núna 13. janúar og er búin að ganga síðan með mjög góðum árangri. Hún framleiðir um eitt til eitt og hálft kílówatt af rafmangi sem við nýtum í að knýja gróðurhúsalampana tvo sem gefa bæði frá sér ljós og hita. Þann 5. janúar fóru svo nemendur og sáðu grænmetisffæjum. Flest af því er komið vel upp núna og mun fara út í kálgarðinn okkar í vor eða á borð nemenda ef vel gengur í vetur.“ Haukur segir gróðurhúsið mikil- vægt tilrauna- og verkefnahús fýrir nemendur og fyrir alla náttúru- ffæðikennslu og bætir við að verk- efnið í heild sinni kenni svo margt um náttúruna, um hringrás vatns, orku, og efnin í fæðukeðjunni. „Nemendur hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og hafa gríðarlega gaman af,“ segir hann. Fyrirmyndarverkefni Á síðastliðnu ári var hópnum boðið að kynna verkefhi sitt á um- hverfisþingi sem haldið er á tveggja ára ffesti af Umhverfisráðuneytinu. Þangað fór Haukur og Rósa ásamt þremur nemendum skólans. Þar héldu nemendurnir tölu og sýndu heimildamyndband sem hópurinn hafði gert um ferli verkefnisins sem var allan tímann kvikmyndað. Ári áður kynnti hópurinn einnig verk- efnið á orkuþingi skóla sem þá var haldið í Perlunni. Þá segir Haukur að til standi að kynna verkefiiið á málþingi um náttúruffæðikennslu sem haldin verður í Kennarahá- skólanum í vor. Bamaskóli á Ölkeldu Haukur er fæddur þann 25. nóv- ember 1954 á bænum Ölkeldu í Staðarsveit og bjó þar öll sín upp- vaxtarár. Hann er fjórði í röðinni af sjö systkinum. Hann stundaði nám í barnaskólanum hjá Þórði föður sínum á Ölkeldu. Eftir það fór hann í unglingaskóla séra Þorgríms á Staðarstað og útskrifast þaðan sem gagnfræðingur. „Eftir það vann ég við búskapinn á Ölkeldu en fór svo í Bændaskólann á Hvann- eyri árið 1972 og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur ári seinna. Eftír það var ég annað hvort í vinnu heima á Ölkeldu eða hjá Rarik." Rafmagn á síðustu bæina „Hjá Rarik var ég í vinnuflokki sem þvældist um landið og reisti raflínur. Allt var þetta útivinna og fá veður sem öftruðu vinnu þó að- eins væri dregið úr yfir háveturinn. Ef eitthvað bilaði var kallað í okkur og við fórum á snjóbílnum og gerð- um við bilunina eða skemmdina og þá oft í aftaka veðrum. Þarna var saman kominn hópur af hressum og kátum körlum sem átu og sváfu saman í kofaræksnum. Eg slapp nú við tjöldin en þó var aðstaðan í kof- unum ekkert sérlega góð. Eg man að eftír að ég var búinn að vinna við þetta í nærri 2 ár þá fengum við sturtuskúr og var það talinn þvílík- ur lúxus. Áður var bara næsta sund- laug leituð uppi og hoppað í hana svona einu sinni í viku,“ segir Haukur sposkur á svip og bætir við: „Þetta var mikið skemmtilegur tími, góður mórall, mikil samheldni og þessir menn voru sérlega dug- legir. Þeir voru ekki að víla neitt fýrir sér. Eg er nokkuð viss um að erfitt yrði að ráða í þessi störf í dag því það eru fáir sem láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður nema fá sér- lega hátt kaup fyrir og það fengum við ekki. Eg var mest í því að koma upp stóru flutningslínunum eins og Kröflulínunni og Vestfjarðalínunni en einnig vann ég við litlu línumar heim að bæjtmum. Var einmitt í því að koma rafmagni á nokkra síðustu bæina og það var svolítið merkilegt því þeir bæir voru næstir annarri fyrstu rafstöðinni sem reist var á Is- landi. Þetta var uppvið Meðalfellið í Þingvallasveit og Stíflisdal í Kjós.“ Búðakirkja gerð upp Eftir veruna hjá Rarik fluttist Haukur til Rekjavíkur þar sem hann lauk húsasmíðanámi ffá Iðn- skólanum í Reykjavík. Þau eru ýmis smíðaverkefnin sem Hauknr hefur tekið sér fyrir hendur. Effir að hafa lokið húsasmíðanáminu réði hann sig til starfa hjá Pétri Jónssyni á Hvanneyri og vann hjá honum við smíðár í nokkurn tíma og segist hafa kömið við og unnið hjá Pétri í 22 sumur þar á eftír. Af öðrum smíðaverkefnum segist Haukur hafa unnið á innréttingaverkstæði í Reykjavík við ýmis verkefni. Eitt af þeim stærstu var að smíða borð og innréttingar fyrir Ráðhús Reykja- víkur þegar það var í byggingu. Einnig vann Haukur við að endur- reisa, eða gera upp Búðakirkju und- ir leiðsögn Harðar Ágústssonar fornhúsasérffæðings. Þetta var á ár- unuml985 til 1987. Til gamans má geta að sú fallega kirkja prýddi for- síðu jólablaðs Skessuhorns fýrir síðustu jól. Ástin ekki langt undan Þegar Haukur er spurður hvern- ig ástin hafi barið að dyrum segir Haukur að það hafi nú ekki verið svo óvænt að þau Rósa næðu sam- an. „Rósa var úr næstu sveit svo það var ekki langt að fara til að ná í hana, bara svona rétt yfir lækinn. En það var nú þannig að allt í einu náðum við saman og erum búin að búa saman síðan, þokkalega sátt við það. Við vorum mikið á flakki fýrstu árin, hér fýrir vestan eða í Reykjavík. Rósa var við nám í Há- skólanum og kláraði þaðan BA próf í íslensku og kennsluréttindanám. Við fluttum hingað vestur 1994 í íbúð í Lýsuhólsskóla því Rósa hafði ráðið sig þar til kennslu í eitt ár. Það endaði nú þarmig að við vorum þar í fjögur ár þar til við reistum þetta hús hér og höfum verið hér síðan.“ Fljótlega eftir að þau hjónin fluttu í Lýsuhólsskóla byrjaði Haukur að kenna smíðar við skól- ann. Ásamt því að kenna fulla kennslu hóf hann fjarnám við Kennaraháskóla Islands og lauk því í febrúar 2002. ,Mér líkar ágætlega sem kennari, en hvað maður verður lengi veit ég ekki, það er svo margt sem hægt er að vinna við,“ segir þessi atorkusami og glaðlyndi Staðsveitungur að lokum. BG Horft heim aö Votalœk. Krabbameinsfélag Akraness AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20:00 að Kirkjubraut 40. Dagskrá: 1. Ljósið í tilverunni, að efla Lífsgæði á erfiðum tímum. Erna Magnúsdóttir kynnir "Ljósið" nýja endurhæfingarstöð í Neskirkju fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Önnur mál Allir velkomnir! Stjórnin

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.