Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 12

Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Tvö tilboð í gámastöð GRUNDARFJÖRDUR: Tvö tilboð bárast í rekstur gáma- stöðvar í Grandarfirði. Kostnað- aráætlun var að upphæð tæpar 23,6 milljónir króna. Kjartan El- íasson bauð rúmar 22,7 milljónir króna eða 96% af kostnaðaráætl- tm og Almenna umhverfisþjón- ustan bauð rúmar 28 milljónir eða 19% yfir kostnaðaráætlun. Þá bauð sama fyrirtæki í frá- vikstilboði tæpar 26,8 milljónir króna eða 113% af kostnaðar- áætlun. -hj Nýir umsjónar- menn ráðnir GRUNDARFJÖRÐUR: Eygló B. Jónsdóttir og Arnar Guð- laugsson munu deila með sér starfi umsjónarmanns Sam- komuhússins í Grundarfirði og hafa þau þegar tekið til starfa. Starfið var auglýst laust til um- sóknar á dögunum og bárast níu umsóknir. -hj Húsakönnun verði haldið áfram BORGARBYGGÐ: Menning- armálanefnd Borgarbyggðar hef- ur ákveðið að óska eftdr að fjár- veiting til sérverkefha í menning- armálum á fjárhagsáædun 2006 verði hækkuð um 300 þúsund krónur. Fjárveitingunni er ædað að standa straum af kostnaði við húsakönntm í sveitarfélaginu. Könnunin hófst í fyrra en ekki tókst að ljúka herrni. -hj Fyrirspum um svæðisútvarp ALÞINGI: Anna Kristín Gunn- arsdóttír alþingismaður Samfylk- ingar hefur lagt fram fyrirspum á Alþingi til menntamálaráðherra um svæðisútvarp á Vesturlandi. Þingmaðurinn vill fá að vita hvort ráðherra hafi byrjað undir- búning að stofium svæðisútvarps á Vesturlandi og ef svo er, hvenær fyrirhugað sé að það taki til starfa. Sem kunnugt er hafa sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi ályktað um stofhun svæðisút- varps. A aðalfundi samtakanna í haust var þess krafist að lands- hlutinn sítji við sama borð og aðrir landshlutar þar sem starf- rækt er svæðisútvarp. -hj Listamaður mánaðarins AKRANES: Framkvæmdastjóm Byggðasafns Akraness og nær- sveita hefur fahð forstöðumanni safhsins að koma upp sýningar- skáp í Safhaskálanum á Akranesi fyrir smærri sýningar þar sem tíl dæmis gæti verið kynntur lista- maður mánaðarins. -hj Ný urðunarrein FÍFLHOLT: Sorptnðun Vest- urlands hf. hefur samið við Jónas Guðmundsson verktaka um að útbúa þriðju urðunarreinina á svæði félagsins við Fíflholt. Verk- ið er hafið og er áædað að því ljúki í júní á þessu ári. Verksamn- ingurinn er að fjárhæð tæpar 11,7 milljónir króna. -hj Fjögur hundruð íbúar frá údöndum Á síðasta ári fluttu 391 íbúi til Vesturlands frá údöndum af þeim 1.278 nýjum íbúum landshlutans í fyrra. Flestir komu hins vegar frá höfuðborgarsvæðinu eða 560 manns. Frá Suðurnesjum komu 29, frá Vestfjörðum komu 64, frá Norðurlandi vestra komu 63, ffá Norðurlandi eystra komu 52, frá Austurlandi 38 og 81 fluttí frá Suð- urlandi. Þetta kemur ffam í nýjum tölum ffá Hagstofu Islands. Á sama tíma fluttu 941 íbúi ffá Vesturlandi. Flestír fóra á höfuðborgarsvæðið eða 586 manns, til Suðurnesja fóra 46, tíl Vestfjarða fóra 29, til Norð- urlands vestra fóra 27, til Norður- lands eystra fóra 67, til Austurlands fóra 15, tíl Suðurlands 47 og er- lendis fluttu samtals 124 íbúar af Vesturlandi. HJ Hólmarar safna fyrir líkbíl Hrandið hefur verið af stað fjár- söfhtm tíl kaupa á líkbíl í Stykkis- hólm. Upphafsmaður söfiiunarinn- ar er Þórhildur Pálsdóttír sem vakti athygli á málinu í grein í Stykkis- hólmspóstinum nýlega. Málið vakti góð viðbrögð og nú hefur verið opnuð bankabók fyrir þá sem leggja vilja málinu lið. Þórhildur segir að fram að þessu hafi enginn líkbíll verið til staðar og því hafi hver orðið að bjarga sér ef þannig má að orði komast. Hún segir að hægt sé að komast af með notaða líkbiffeið og því sé ekki um mikla fjárfestingu að ræða og því voni hún að af kaupum geti orðið innan tíðar. Málið hafi nokkuð ver- ið rætt í gegnum tíðina en ekki komið til framkvæmda fyrr en nú. Auk fyrirtækja og einstaklinga von- ast hún eftir stuðningi félaga og fé- lagasamtaka sem láta sig framfara- mál varða. Þeir sem styðja vilja framtakið er bent á reikning 0309-26-400 kt. 141042-4169. HJ Styrkur veittur til félaga vegna fasteignagjalda Bæjarráð Akraness hefur sam- I bréfi sem Jón Pálmi Pálsson umræddar eignir og fasteignagjöld þykkt styrk að upphæð tæpar 1,6 sendi bæjarráði kom ffam listi yfir þeirra. Þau era: milljónir króna til níu félaga og fé- lagasamtaka vegna niðurfellingar fasteignagjalda félagsheimila í eigu þessara aðila. Við lagabreytingu Alþingis um álagningarreglur sveitarfélaga á fasteignaskatti var reglum breytt hvað varðar álagn- ingu fasteignagjalda á samkomu- sali félagasamtaka og felld niður heimild til að ákveða gjaldflokk viðkomandi eigna. Akursbraut 13, slysavamardeild kvenna.........................111.943 Kalmansvellir 2, Björgunardeild Akraness......................221.058 Kirljubraut 54-56, Oddfellow reglan...........................312.580 Skagabraut 29, Skátafélag Akraness............................136.313 Stillholt 14, frímúrarahúsið..................................421.604 Suðurgata 62, St.Ak............................................54.226 Sunnubraut 21, Framsóknarhúsið.................................77.705 Ásar, golfskáli...............................................128.654 Æðaroddi, hestamannafélagið...................................123.580 HJ Safiia áfram undirskrifitum á netinu Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku hefur hópur fólks um betri byggð í Borgarfirði tekið sig saman um að safna undirskriftum á Internetinu með það að markmiði að halda lykilembætti lögregluum- dæmisins í Borgarnesi í stað þess að flytja það á Akranes eins og kemur fram í tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hópurirm telur að hugmynd ráðherrans gangi þvert á hugmyndir fagnefndar sem stofnuð var til að koma með tillög- ur að staðsetningu lykilembætta í kjölfar fækkunnar lögregluum- dæma á landinu. Rök þeirra sem vilja að lykilemb- ættið verði í Borgarnesi era meðal annars sú staðreynd, að í Borgar- nesi er þungamiðja allrar umferðar sem fer norður í land, á Vestfirði og Vesturland. Auk þess er í umdæmi Borgarneslögreglunnar gífurlegur fjöldi sumarhúsabyggða og fer þeim fjölgandi með hverju árinu ásamt því að íbúafjöldinn eykst að sama skapi um helgar allan ársins hring og hefur gróflega verið áætl- að að íbúafjöldinn geti allt að fimmfaldast þegar mest er. ,AIeð því að flytja lykilembætti lögreglutundæmisins á Akranes er fótunum kippt undan eðlilegri lög- gæslu á svæðinu og í framhaldi af þeim flutningi má fastlega búast við að héraðsdómi og sýslumannsemb- ættin fari þá sömu leið áður en langt um líðtu-. Við þetta vilja íbúar ekki una og hafa því gripið til þess ráðs að safha undirskriftum með þeim hætti er að ofan er lýst,“ segir í tilkynn- ingu frá hópntun. Ibúar geta skráð stuðing sinn við yfirlýsinguna með því að skrá sig á undirskrftarlistann á vefsvæðinu www.alvaran.com. MM Síminn og Penninn í sölusamstarf Kristinn Vilbergsson, forst/óri Pennans og Brynjólfur Bjamason, forstjóri Síntans. Síminn og Penninn hafa undir- ritað samning um víðtækt sölusam- starf þar sem Penninn verður einn af endursöluaðilum Símans. Sam- starfið felur í sér að verslanir Penn- ans víða um land munu bjóða vörar og þjónustu Símans en þjónustu- ffamboð Símans fellur vel að stefiiu Pennans um breiðara vöru- og þjónustuúrval, segir m.a. í tilkynn- ingu ffá fyrirtækjunum. Samning- urinn nær í fyrstu til verslana Penn- ans í Reykjanesbæ og á Akranesi og verslunar TRS-Pennans á Selfossi. „Samningurinn við Pennann er í samræmi við þá stefnu Símans að færa hluta af verkefnum til endur- söluaðila og verktaka sem stuðlar að sterkari innviðum viðkomandi byggðarlags. Síminn mun áfram þróa samstarf við endursöluaðila sína með aukinni ffæðslu, sýnileika og þjónustu sem kemur sameigin- legum viðskiptavinum aðilanna til góða,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Til að efla þjón- ustu við viðskiptavini hafa verið tekin skref til að auka sjálfvirkni á Þjónustuvef Símans og er hann um þessar mundir að fara í loffið í nýrri og endurbættri útgáfu. MM Þórður hlaut styrk til náms AKRANES: Þórður Þórðarson fyrrum markvörður IA hefur feng- ið úthlutað 50 þústmd króna styrk úr styrktarsjóði Guðmundar Sveinbjömssonar. Styrkinn hlaut Þórður meðal annars vegna nám- skeiðs er hann sótti í þjálfun mark- manna í haust. Námskeiðið var haldið í Svíþjóð. Þórður þjálfar nú markmenn hjá IA og því mun námskeiðið eflaust nýtast honum og lærisveinum hans vel í ffamtlð- inni. -þþ Gistinóttum fjölgar VESTURLAND: Gistinætur á ís- lenskum hótelum í desember árið 2005 vora 42.300 en vora 37.400 í sama mánuði árið 2004 og var aukningin 13,3%. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suður- nesjum, Vesturlandi og Vestfjörð- um þar sem þær fóra úr 3.000 í 3.700 milli ára sem er um 23% aukning. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 14%, á Suðurlandi um 8% en á hótelum á Norður- landi fækkaði gistináttum um 3% og um 2% á Austurlandi. -mm Námsspil í undirbúningi REYKHÓLAR: Hreppsnefiid Reykhólahrepps hefur samþykkt að veita Ástu Sjöfrt Kristjánsdóttur 20 þúsund króna styrk til þess að úbúa námsspil þar sem áhersla verður lögð á sögu og landafræði í Austur-Barðastrandasýslu. Er þetta lokaverkefni Ástu Sjafrtar í kenn- aranámi. -hj Skrifstofa LK á Bitruháls HVANNEYRI: Skrifstofa Lands- sambands kúabænda (LK) hefur nú verið flutt ffá Hvanneyri í húsnæði Osta- og smjörsölunnar á Bitra- hálsi í Reykjavík. Ástæða flutnings- ins er sögð sú að með þessu skapist tækifæri til náins samstarfs með mjólkuriðnaðinum, í gegnum Samtök afúrðastöðva í mjólkuriðn- aði, Osta- og smjörsöluna og MS. Engu að síður er það staðreynd að með þessu er eitt starf í þjónustu bænda að flytjast ffá Hvanneyri til Reykjavíkur. -mm Enn rólegt í framboðsmálum VESTURLAND: Fremur ró- legt virðist enn vera yfir ffamboðs- málum í landshlutanum vegna fyrirhugaðra sveitarstjómarkosn- inga í vor. Þó era flestar stjóm- málahreyfingar famar að skoða lít- illega sín mál og örmur era lengra komin. Sýnu mest rólegheit virðast þó vera í Snæfellsbæ, en þar er samkvæmt heimildum Skessu- horns engin vinna farin af stað á vegum flokkanna vegna kosning- anna í vor. I Grandarfirði er tíð- inda að vænta innan skamms hjá vinstri armi íbúa, eins og ffam kemur í blaðinu í dag og sömuleið- is era vinstrimenn í Stykkishólmi famir að vinna að ffamboðsmálum. Væntanlega er skemmst að bíða framboðslista hjá sjálfstæðismönn- um í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði. Almennt má búast við því að fljódega eftir næstu mánaða- mót fari línur að skýrast og meiri tíðinda verði að vænta af ffam- boðsmálum á Vesturlandi. -mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.