Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 13

Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 13
 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 2006 13 Félagsmiðstöð ung- menna á Bifröst Félagsmiðstöð barna og ung- linga á Bifröst, Gaukurinn, var opnuð á ný síðastliðinn mánudag efdr eins og hálfs árs hlé. Það er Ibúaráð Bifrastar og nágrennis í samstarfi við Borgarbyggð sem stendur fyrir starfseminni. Akveðið hefur verið að aldursskipta hópn- um þar sem opið verður frá kl. 17 til 19 á mánudögum fyrir börn í 5. til 7. bekk og á miðvikudögum fyr- ir 8. til 10 bekkinga. Hjalti Rósin- krans Benediktsson útskriftarnemi og starfsmaður Bifrastar sagði í samtali við Skessuhom „að mikil þörf sé á aðstöðunni og þá sérstak- lega fyrir unglingana sem eiga það til að verða eirðarlaus og útundan.“ Spurður hvers vegna starfseminni var hætt á sínum tíma sagði hann að erfitt hafi verið að fá foreldra til yfirsetu á sínum tíma og því verður nú fenginn starfsmaður Borgar- byggðar til að stýra félagsmiðstöð- inni. Aslaug Björk Björnsdóttir nemandi og móðir sagði þetta hafa mikla þýðingu fyrir foreldrana og ekki síður börnin og vonar að fé- lagsstarf barna og unglinga muni eflast í framtíðinni. KÓÓ Jir veíkomrúr Sfaurfón Poröarscm www,iífMr|@n.te www, Armr Ma$nú§ Pór Meirihluti bæjarráðs biðst velvirðingar á útsendinffu tilboðs Landsbankans Meirihluti bæjarráðs Akraness Akraneskaupstaðar aneskaupstaðar bréffra Lands- hefur beðist velvirðingar á útsend- ingu tilboðs Landsbanka Islands til starfsmanna bæjarins. Minnihluti bæjarráðs segist enga hugmynd hafa haft um útsendingu tilboðsins en ekki sé óeðlilegt að þeir sem að málinu stóðu biðjist afsöktmar á málinu. Utibússtjóri Islandsbanka á Akranesi hefur ítrekað mótmæli sín vegna málsins og segir svarbréf bæjarritara dónaskap en í besta falli vanþekkingu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni barst starfsmönnum banka íslands á Akranesi í upphafi ársins. Bréfið var sent með launa- seðlum bæjarins til starfsmanna. I bréfinu var þess getið að Lands- bankinn vildi gera vel við starf- menn bæjarins og haft yrði sam- band við þá vegna málsins. Málið vakti hörð viðbrögð stjórnenda annarra banka á Akranesi svo og bæjarfulltrúa minnihluta bæjar- stjórnar. Töldu þeir stjórnendur bæjarins vera á hálum ís með því að leyfa fyrirtæki með þessum hætti að nálgast starfsmenn bæjarins. Osk- Nýjar úthlutunarreglur vegna íþrótta- og tómstundastarfs Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt tillögu tómstunda- og for- varnanefndar bæjarins um nýjar reglur vegna þátttöku bæjarins í tómstundastarfi bama og unglinga. I reglunum kemur fram að um miðjan ágúst ár hvert fái allir þeir sem stunda grunnskólanám á Akra- nesi sent ígildi ávísunar að fjárhæð 5 þúsund krónur. Avísunin gildir í eitt skólaár. Avísuninni geta for- ráðamenn grunnskólabarna ffam- vísað sem greiðslu á æfinga- eða þátttökugjöldum. Viðkomandi fé- lag fær síðan endurgreiðslu sem ávísuninni nemur ffá Akraneskaup- stað. Til þess að geta nýtt sér þessar greiðslur þurfa félög að uppfylla ákveðnar reglur sem bæjarfélagið setur. Félög þurfa að hafa félagatal sem uppfært er eigi sjaldnar en ár- lega. Þau þurfa einnig að gera árs- reikning þar sem helstu bókhalds- reglum er fylgt og reikningurinn skal vera bæjarfélaginu aðgengileg- ur svo og félagsmönnum félaganna. Þá þurfa félögin að hafa með hönd- um skipulagt starf með leiðbein- endum og þjálfumm sem ero í stakk búnir til að vinna að mark- miðum félaganna. Þá þurfa félögin að halda úti reglulegri starfsemi í það minnsta fjóra mánuði á ári og einnig þurfa félögin að innheimta árgjald af félagsmönnum eða æf- ingagjöld af þátttakendum. Þegar hinar nýju reglur vom samdar var leitast við að búa til reglur sem væm hvetjandi fyrir börn og foreldra og væm um leið fjárhagslegur stuðningur við heim- ilin og tækju tillit til barnmargra fjölskyldna. I bréfi sviðsstjóra fræðslu-, tóm- stunda- og íþróttasviðs til bæjar- ráðs kemur fram að í dag stundi um 60% gmnnskólabarna tómstunda- starf en það hlutfall hækki í um 80% í kjölfar hinna nýju reglna. Er reiknað með að kostnaðarauki verði um 2 milljónir króna á ári og samþykkti bæjarráð að vísa kostn- aðaraukanum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. HJ uðu þessir aðilar eftir skýringum frá bæjarfélaginu og var bæjarritara falið að senda þær útskýringar. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns skýrði bæjarritari í bréfi sínu ástæður þess að tilboð Landsbank- ans var sent og benti á ýmis for- dæmi meðal annars samninga Verkalýðsfélags Akraness fyrir hönd sinna félagsmanna. Ekki hafa útskýringar bæjarritar- ar nægt því á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn var lagt fram bréf frá Magnúsi Brandssyni útibús- stjóra Islandsbanka á Akranesi. Bréfið er óvenju harðort. I því ósk- ar hann skýrari svara frá bænum en fram komu í bréfi bæjarritara og jafnframt hvort bæjarráðið sé sam- mála þeim skýringum sem þar koma fram. „Eg tel heldur ekki rétt að sá starfsmaður Akraneskaup- staðar sem stóð að kortasendingu fyrir Landsbankann sé látinn svara athugasemdum um málið f.h. bæj- arráðs,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá bendir útibússtjórinn á „að Akraneskaupstaður er ekki Verka- lýðsfélag Akraness. Akraneskaup- staður er ekki Sjúkrahús Akraness og Akraneskaupstaður er ekki starfsmannafélaga Akraneskaup- staðar," segir hann. Þá segir: „Að bæjarritari skuli bera þessa hluti saman við það sem athugasemd var gerð við er dónaskapur en í besta falli vanþekking starfsmannsins. Akraneskaupstaðm á að gæta hags- muna allra og mismuna þeim ekki,“ segir orðrétt í bréfinu. Hann ítrek- ar fyrri mótmæli sín og telur að um mistök hafi verið að ræða hjá bæj- arritara og betra hefði verið að við- urkenna þau og biðjast afsökunar á þeim. Slíkt sé betra heldur en að reyna að verja það sem ekki sé hægt að verja. Meirihluti bæjarráðs, þeir Sveinn Kristinsson og Magnús Guð- mundsson, ítrekaði að setja þyrffi reglur varðandi meðferð og kynn- ingu tilboða sem bjóðast starfs- mönnum bæjarins. Eins og ffam hefur komið í Skessuhorni gilda töluvert nákvæmar reglur um inn- kaup og fleira og því vandséð með hvaða hætti reglur geti orðið ná- kvæmari. Bæjarráðið telur að við- brögð í ofangreindu máli hafi verið langt umfram tilefni en biður þá sem telja að á hagsmuni sína hafi verið hallað velvirðingar. Þá segir að mál af þessum toga verði í fram- tíðinni afgreidd samkvæmt reglum sem bæjarstjórn muni setja. Gunnar Sigurðsson sem situr í minnihluta bæjarráðs lét bóka að hann hafi ekki haft hugmynd um umrædda sendingu í upphafi árs. „Einnig vil ég að það komi skýrt fram að Bæjarráð Akraness hafði enga forgöngu um þessa korta- sendingu og hún var framkvæmd án vitneskju bæjarráðsins," segir í bókuninni. Hann tekur undir at- hugasemdir útibússtjóra Islands- banka og telur ekki óeðlilegt að bæjarritari og einnig bæjarstjóri, hafi þessi kortasending verið gerð með hans vilja og vimeskju, biðji útibú, bæði Islandsbanka hf. og KB-banka hfi, á Akranesi afsökun- ar „enda getur það ekki verið í verkahring starfsmanna Akranes- kaupstaðar að standa fyrir útsend- ingu slíkra auglýsinga,“ segir að lokum í bókun Gunnars. HJ !i flokkurirm rar? Sálur FEBA, Krriqubraut 40 Hvéncef? M'iöv'tkudaqur 1. mars Frummcelendurl Alþmgismenriimir Guðjón Arnar Kristjánsson, Sigwýón Póröarson og Haisteínsson lagnus Efni fundðrins? Stjórnmálin í áag. 4- og samgöngumáí. Sveita jornarrnái og kosrimgar i vor

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.