Skessuhorn - 21.06.2006, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI2006
SK1SSUH©BKI
Atvinnu-
leysi 0,7 %
I skýrslu Vinnumálastofhunar
um atvinnuleysi í maí sl. kemur
fram að atvinnuleysi var aðeins
0,7% af áætluðum mannafla á
Vesturlandi en var 0,8% í apríl
sl. Er það næstminnsta atvinnu-
leysið á landinu í maímánuði en
aðeins er minna atvinnuleysi á
landinu á Austurlandi eða 0,6%
af áætluðum mannafla. Atvinnu-
leysi karla mældist 0,3% í maí
en var 0,5% í apríl, en meðal
kvenna var það 1,3% í maí en
1,2% í apríl. I lok maí voru 20
manns atvinnulausir á Akranesi,
11 manns í Borgarbyggð, 1 í
Borgafjarðarsveit, 3 í Dala-
byggð, 1 í Grundarfjarðarbæ, 9 í
Snæfellsbæ og 7 í Stykkishólmi.
I lok maí voru 2.333 manns á at-
vinnuleysiskrá á landinu öllu,
863 karlar og 1.470 konur.
SO
Til minnis
Skessuhom minnir á hand-
verksdaginn í Norska húsinu í
Stykkishólmi sem hefst klukkan
14 á laugardaginn. Á hand-
verksdeginum verður sýnt
handverk sem tengist íslenska
þjóðbúningnum og fleira.
Vechvrhorfiir
Það snýst í norðlæga átt á
fimmtudag og aftur í vestlæga
átt á föstudag og laugardag,
víða þokuloft við sjóinn, en
annars bjart. Gengur í sunnan-
átt með rigningu seint á
sunnudag og á mánudag, fyrst
vestantil. Hiti víða 8 til 15 stig.
SpiVrniruj viKifnnar
í síðustu viku var spurt á
Skessuhom.is; „Ætlar þú á
Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum?" Tæplega 17%
svarenda ætla ekki að láta
Landsmótið fram hjá sér fara
og ætla sér að halda á Vind-
heimamela, rúmlega 6% svar-
enda hafa ekki ákveðið sig og
77% svarenda ætla sér ekki að
fara.
í næstu viku spyrjum við:
Telur þú að áróð-
ur fyrir bœttri um-
gengni hafi áhrif?
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendincjivr
viMnnar
Skessuhorn útnefnir að
þessu sinni þá vestlensku fáka
sem munu verða sýndir og fara
til keppni á Landsmót hesta-
manna í næstu viku og knapa
þeirra, Vestlendinga vikunnar.
Fyrsti sveitarstjómarfiindur
Hvalij arðarsveitar
Fyrsti sveitarstjórnarfundur sameinaðra sveitar-
félaga sunnan heiðar var haldinn á Innri Mel 2
fimmtudaginn 15. júní sl. Til fundarins voru mætt
þau Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur M. Sigur-
björnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán G. Ar-
mannsson, Sigurður Sverrir Sigurðsson, Magnús
Ingi Hannesson og Dóra Líndal Hjartardóttir sem
varamaður Asu Helgadóttur. A fundinum var
ákveðin nafn sveitarfélagsins, Hvalfjarðarsveit,
Hallfreður Vilhjálmsson var kjörinn oddviti og
Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti og var
Hlynur einnig kjörinn ritari sveitarstjórnar. Akveð-
ið var að auglýst yrði staða sveitarstjóra, starfs-
manns sveitarfélagsins og byggingarfulltrúa hið
fyrsta. Þá var einnig kosið í nefndir og ráð. SO
Erla Friðriksdóttir endurráðin
bæjarstjóri í Stykkishólmi
Nýkjörin bæjarstjórn Stykkis-
hólmsbæjar samþykkti á sínum
fyrsta fundi með fjórum samhljóða
atkvæðum að endurráða Erlu Frið-
riksdóttur sem bæjarstjóra. Þrír
bæjarfulltrúar sátu hjá við af-
greiðslu málsins. Sem kxmnugt er
hélt Sjálfstæðisflokkurinn hreinum
meirihluta sínum í bæjarstjórn en
flokkurinn hefúr setið einn í meiri-
hluta frá árinu 1974. Erla skipaði
fjórða sæti listans og náði kjöri sem
bæjarfulltrúi.
Þá var Grétar D. Pálsson kjörinn
forseti bæjarstjórnar, Elísabet L.
Björgvinsdóttir var kjörin fyrsti
varaforseti og Davíð Sveinsson
annar varaforseti. Skrifarar bæjar-
stjórnar voru kjörnir Ólafur Guð-
mundsson og Lárus A. Hannesson.
Þær Erla Friðriksdóttir og Berglind
Axelsdóttir voru kjörnar í embætti
varaskrifara.
Elísabet L. Björgvinsdóttir var
kjörin formaður bæjarráðs og auk
hennar sitja í ráðinu Grétar D.
Pálsson og Lárus A. Hannesson.
Varamenn í bæjarráði eru Ólafur
Guðmundsson, Erla Friðriksdóttir
og Berglind Axelsdóttir. HJ
Páll fyrsti sveitarstjóri
sameinaðs sveitarfélags
inni viku Björn
Bjarka Þorsteins-
son fyrsta forseta
sveitarstjórnar
með níu samhljóða
atkvæðum. Finn-
bogi Rögnvaldsson
var körinn fyrsti
varaforseti og
Sveinbjörn Eyj-
ólfsson var kjörinn
annar varaforseti.
Þá voru Ingunn
Bœjarsljóm ásamt bœjarsljóra áfyrstajtmdi sínum. Alexandersdóttir
Sveitarstjórn hirmar nýju Borg- og Jenný Lind Egilsdóttir kjörnar
arbyggðar kaus á fundi sínum í lið- skrifarar sveitarstjórnar og Haukur
Júlíusson og Finnbogi Leifsson til
vara.
I byggðaráð voru kjörin Björn
Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi
Rögnvaldsson og Sveinbjörn Eyj-
ólfsson og varamenn þeirra eru
Torfi Jóhannesson, Sigríður Björk
Jónsdóttir og Finnbogi Leifsson.
Þá var samþykkt samhljóða að
ráða Pál Brynjarsson sem fyrsta
sveitarstjóra hins nýja sameinaða
sveitarfélags. Kosið var í önnur ráð
og nefndir og var byggðaráði falið
að leggja fram tillögu að samþykkt-
um fyrir sveitarfélagið.
HJ/ljósm. SO
Gjaldfrjáls leikskóli
fyrir elsta árganginn
Nýkjörin bæjarstjórn í Grundar-
firði kom saman til fyrsta fundar
þriðjudaginn 13. júní. Fulltrúar
tveggja lista skipa bæjarstjórn D
listi sjálfstæðismanna og L listi
Samstöðu sem var sameiginlegt
framboð annara flokka og óháðra.
Meirihlutann skipa 4 fulltrúar D-
lista en 3 sitja í bæjarstjórn fyrir L -
lista. Aðeins munaði þremur at-
kvæðum á listunum í sveitarstjórn-
arkosningunum. Sigríður Finsen
var kjörinn forseti bæjarstjómar en
Þórey Jónsdóttir til vara. A þessum
fyrsta fundi bæjarstjórnar var það
markverðast að samþykkt var með
atkvæðum allra bæjarfulltrúa að
gera leikskólann í Grundarfirði
gjaldfrjálsan fyrir elsta árganginn í
allt að fjóra tíma á dag frá og með
1. ágúst n.k. Fram kom hjá fúlltrúa
minnihlutans, Unu Yr Jörandar-
Bæjarstjóm Grundarjjaðarbtejar ásamt bæjarstjóra og skrifstofusjóra.
f.v. Bjöm Steinar Pálmason skrifstofustjóri, Gísli Olafsson L-lista, Una Yr J'órundar-
dóttir L-lista,Emil Sigurðsson L-lista, Björg Agústsdóttir fráfarandi biejarstjóri, Sigríður
Finsen D-lista, Rósa Guðmundsdóttir D- lista, Asgeir Valdimarsson D -lista og Þórður
Magnússon varamaður Þóreyjar jónsdóttur D - lista.
dóttur að vænta mætti síðar tillögu stjóri sl. 11 ár ákvað fyrir síðustu
frá minnihlutanum um að leikskól-
inn yrði gjaldfrjáls að fullu fyrir
elsta árganginn. Auglýst hefur ver-
ið eftir nýjum bæjarstjóra en Björg
Agústsdóttir sem verið hefur bæjar-
kosningar að óska ekki eftir endur-
ráðningu. Björg mun þó starfa
áfram sem bæjarstjóri ffarn til 15.
júlí.
GK
Jákvæðni í
garð 112
LANDIÐ: Neyðarlínan, 112
kynnti nýlega niðurstöður við-
horfskönnunar sem IMG
Gallup gerði fyrir fyrirtækið.
Þar kemur meðal annars ffarn
að Islendingar þekkja neyðar-
númerið nær undantekningar-
laust, eða 99,4% landsmanna.
Jákvæðni í garð 112 er með því
mesta sem mælist eða 4,7 á
kvarðanum 1-5. -mm
Starfshópur
skipaður vegna
íramkvæmda
AKRANES: Bæjarráð Akra-
ness hefur samþykkt að skipa
starfshóp um undirbúning
ffamkvæmda við Dvalarheimil-
ið Höfða á Akranesi. I starfs-
hópnum verða framkvæmda-
stjóri Höfða, bæjarstjóri Akra-
ness og fulltrúi Hvalfjarðar-
sveitar. Sem kunnugt er hefur
nýr meirihluti í bæjarstjórn
Akraness hætt við ffekara skipu-
lag á svokölluðtun Bókasafns-
reit þar sem byggja átti upp
þjónustu við aldraða. Þess í stað
vill meirihlutinn fara í frekari
uppbyggingu á svæði Höfða.
-hj
Gjaldfrjáls
leikskóli
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
samþykkti samhljóða á sínum
fyrsta fundi að leikskólinn í
sveitarfélaginu skyldi verða
gjaldfrjáls ffá 1. júní og þar til
annað verður ákveðið eins og
segir í tillögunni. Hvalfjarðar-
sveit varð til við sameiningu
fjögurra sveitarfélaga sunnan
Skarðsheiðar. Tvö þeirra, Skil-
mannahreppur og Leirár- og
Melahreppur höfðu um nokk-
urt skeið boðið íbúum sínum
gjaldfrjálsan leikskóla. -hj
Annir á liðnum
dögum
BORGARFJÖRÐUR: Alls
voru rúmlega 60 teknir fyrir of
hraðan akstur í umdæmi lög-
reglunnar í Borgarnesi í síðustu
viku. Þar að auki var einn öku-
maður handtekinn fyrir akstur
undir áhrifum fíkniefna. Fjögur
umferðaróhöpp urðu í umdæm-
inu, öll minniháttar og án
meiðsla. -so
Uppsagnir
dregnar til baka
SNÆFELLSBÆR: Á fúndi í
bæjarstjórn Snæfellsbæjar sl.
fimmtudag var samþykkt með
sex atkvæðum tillaga forseta
bæjarstjórnar um að bæjarstjóri
dragi til baka uppsagnir starfs-
fólks íþróttahúss og sundlaugar
vegna formgalla. Eins og ffam
kom í Skessuhomi fyrr í þessari
viku var mikil óánægja með þá
ákvörðun Kristins Jónassonar
bæjarstjóra með að segja 6
starfsmönnum íþróttamann-
virkjanna upp með þriggja
mánaða fyrirvara frá 31. maí sl.
vegna fyrirhugaðra skipulags-
breytinga. Ekkert verður því af
uppsögnunum. -mm