Skessuhorn - 21.06.2006, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 2006
^KUSUIU/^j
Undirb ún in gur Fær-
eyskra daga gengur vel
Nú stendur undirbúningnr sem
hæst fyrir Færeyska daga sem
haldnir verða í Olafsvík dagana 30.
júní til 2. júlí. Dagskrá þessarar
fjölskylduhátíðar hefur þróast með
árunum allt ffá því að þeir voru
haldnir í fyrsta skipti árið 1998. Að
sögn Laufeyjar Kristmundsdóttur,
sem sæti á í undirbúningsnefhd,
hefur undirbúningur gengið vel til
þessa. Hún segir dagskrána vera að
taka á sig endanlega mynd og að
þessu sinni sé lögð meiri áhersla á
skemmtiatriði fyrir börn en áður
hefur verið gert. Hátíðin hefur ver-
ið vel sótt og flestir hafa gestirnir
verið um átta þúsund og í fyrra
voru þeir um fjögur þúsund þrátt
fyrir slæmt veður. Laufey segist
sannfærð um að nú verði veður-
blíða á Færeyskum dögum eftir tvö
slæm ár og því væri ekki óvarlegt að
vonast eftir í það minnsta fimm
þúsund gestum.
Einn liður hátíðarinnar sem þró-
ast hefur er svokallað hverfagrill.
Undirbúningsnefhdin hvemr bæj-
arbúa til að grilla saman og hefur
bænum verið skipt upp í sjö hverfi
þannig að íbúar koma saman hver á
sínum svæði og grilla. Með því er
einnig reynt að höfða til samstöðu
innan hverfa og hvetja bæjarbúa til
þess að skreyta hverfi sín. Laufey
segir hverfagrillið hafa sett
skemmtilegan svip á hátíðina í fyrra
og verði því án efa árlegur viðburð-
ur héðan í frá.
Dagskrá Færeyskra daga má lesa
nánar á http://www.snb.is/faer-
eyskirdagar/
Hjf
Reykhóladagiirinn er á
laugardaginn kemur
Um næstu helgi verður Reyk-
hóladagurinn haldinn í annað sinn.
Dagurinn var í fyrra haldinn hátíð-
legur í fyrsta skipti og þá í júlíbyrj-
un, en nú verður hann hald-
inn á Jónsmessunni, laugar-
daginn 24. júní nk. Dagskrá-
in er fjölbreytt og skemmti-
leg og ástæða til að hvetja
unga sem aldna til að kynna
sér hana. I stórum dráttum
verður hún þessi:
Kl. 13 -14 er skipulögð
gönguferð ffá Miðjanesi að
Heyárfossi og þaðan niður
að Skerðingsstöðum. Leið-
sögumaður er Halldóra Ját-
varðardóttir (Lóa á Miðja-
nesi). Þarna er allt morandi
í örnefnum á þessari fallegu leið
sem Lóa kann skil á. Mæting er kl.
13:00 að Miðjanesi. Klukkan 14
hefst síðan dagskrá fyrir frarnan
húsnæði hlunnindasýningarinnar á
Reykhólum: Þar verður m.a. forn-
bátasýning þar sem sýndir verða
gamlir bátar ffá Breiðafirði og víð-
ar að. Meðal annars munu Aðal-
steinn Valdimarsson á Reykhólum,
Hjalti Hafþórsson á Akranesi, Egg-
ert Björnsson á Patreksfirði og
Hafliði Aðalsteinsson í Kópavogi
mæta með báta á staðinn. Kristján
Arnarsson frá Stórholti í Saurbæ
leikur tónlist fyrir gesti og Freyja
Olafsdóttir kokkur í Bjarkalundi
mun matreiða skarf og fleira góð-
gæti fyrir gesti til að smakka.
Að dagskrá lokinni mun verða
grillað í Hvanngarðabrekku (Kven-
félagsgarðinum) og kveikt verður
upp í grillinu kl. 16:30. Gestir
mæta sjálfir með eitthvað gott á
grillið! Um kvöldið verður boðið
upp á sætaferðir að Hótel Bjarka-
lundi en þar verður hlaðborð,
brenna og ball (Jónsmessuhátíð).
Farið verður frá Reykhólaskóla kl.
19:30 og síðan á hálftíma ffesti ef
aðsókn er næg. Að lokum munu
allir velta sér upp úr dögginni.
MM
Frá Reykhólum. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Runólfur Agústsson rektor á Bifröst tekur hérfyrsm skóflustunguna með ekki minna tœki en beltagröfu og nautþar leiösagnar reyndari
manns í gröfufræðum, Oskars Sigualdasonar, framkvæmdastjóra Borgarverks.
Rektor tók skóflustungu
að nýjum nemendagörðum
Fyrsta skóflustungan var tekin
fyrir nýja nemendagarða á Bifröst,
föstudaginn 16. júní í miklu vot-
viðri. Um verður að ræða tvö sam-
byggð fjölbýlishús sem í munu
verða 48 íbúðir fyrir nemendur há-
skólans. Eignarhaldsfélagið Selfell
ehf., sem er í eigu verktaka og Há-
skólans á Bifföst, verður eigandi
íbúðanna sem verða leigðar Nem-
endagörðum háskólans. Flestar
íbúðanna verða þriggja herbergja
og einnig verða tveggja og fjögurra
herbergja íbúðir í fjölbýlishúsun-
um. Húsin verða þriggja hæða og
alls verða þau um 3.800 fermetrar
að flatarmáli. Fellás ehf. er alverk-
taki við framkvæmdina og í verk-
samningi er gert ráð fyrir að fyrstu
íbúðimar verði teknar í notkun í
janúar á næsta ári. Aætlað er að
framkvæmdinni verði að fullu lokið
í ágúst 2007. PK arkitektar em
arkitekatar að byggingunni. Jarð-
vegsvinna við ffamkvæmdina hófst
sl. mánudag.
SO
Fjarsldptasamband bætt m.a. í
Norðurárdal og á Fróðárheiði
Fyrr í vikunni var kynnt á Evr-
ópska efnahagssvæðinu forval
vegna ffamkvæmda við áframhald-
andi uppbyggingu á gsm farsíma-
kerfinu á hringveginum auk fimm
fjallvega. Eru þessir vegarkaflar
samanlagt um 500 kílómetrar.
Verkefnið er liður í fjarskiptaáætlun
2005 til 2010 sem samþykkt var á
Alþingi 2005 en meðal markmiða
hennar er að bæta farsímasamband
á þjóðvegum landsins. Stjóm fjar-
skiptasjóðs sér um undirbúning
verkefnisins en eins og ffam hefur
komið verður 2,5 milljörðum króna
af söluandvirði Símans varið til að
hrinda fjarskiptaáætluninni í ffam-
kvæmd og er gsm-útboðið fyrsta
verkefnið sem fjarskiptasjóður ýtir
úr vör.
Um 400 km kafli á hringveginum
er án gsm-sambands í dag. Þessir
kaflar em mjög mismunandi langir,
allt frá rúmum fjómm km uppí yfir
90 km. Meðal kafla þar sem sam-
bandið verður bætt má nefna
Norðurárdal í Borgarfirði, Oxna-
dalsheiði, Möðradalsöræfi, Jökul-
dal, Skriðdal og Breiðdal, Hval-
nesskriður, Öræfi og Sólheimasand.
Auk þessara kafla á hringveginum
verður gsm-sambandið bætt á fimm
fjallvegum: Fróðárheiði, Stein-
grímsfjarðarheiði, Þverárfjalli,
Fjarðarheiði og Fagradal. Þessir
fjallvegir era meðal annars valdir út
ffá slysatíðni og meðalumferð á sól-
arhring.
Fjarskiptaáætlunin gerir ráð fyrir
að gsm-farsímanetið verði þétt þar
sem það gegni mikilvægu hlutverki
sem öryggistæki fyrir almenning
ekki síst á fáförnum köflum á þjóð-
vegum landsins. Var því lögð á-
hersla á að þetta verkefni kæmist
sem fyrst í ffamkvæmd. I næsta á-
fanga verður hugað að því að bæta
sambandið víðar á stofnvegum
landsins og við helstu ferðamanna-
staði.
MM
PISTILL GISLA
Fordómar
Það hefur alla tíð verið talið
fremur eftirsóknarvert að vera
venjulegur maður. Hversvegna veit
ég ekki. Venjulega er ég ekki sér-
lega venjulegur og hef það ekki í
hyggju. Allavega ekki eins og stað-
an er í dag.
Engu að síður má ég teljast
venjulegur í þeim skilningi að ég
tilheyri þeim flokki manna sem
gjarnan er notaður til viðmiðunar
þegar rætt er um minnihlutahópa.
Eg er nefnilega gagnkynhneigður
hvítur karlmaður ef það skyldi hafa
farið ffam hjá lesendum Skessu-
horns. An þess að hafa, mér vitan-
lega, óskað eftir því þá er okkur,
gagnkynhneigðum hvítum karl-
mönnum, gjarnan stillt upp sem
andstæðingum hverskonar minni-
hlutahópa. Við virðmnst nefhilega
vera þeir einu sem ekki tilheyra
neinum minnihlutahópi og eram
þar af leiðandi í meirihluta. Það
mætti í það minnsta auðveldlega
álykta. Hinsvegar breður svo við í
seinni tíð að minnihlutahóparnir
eru orðnir það margir að þeir eru
eiginlega komnir í mieirihluta í
ljósi þess að margt smátt gerir eitt
stórt.
Vandamál okkar gagnkyn-
hneigðu hvítu karlmannanna er
fyrst og fremst það að vegna þess
að við erum meintur meirihluta-
hópur er allt sem við geram og allt
sem við segjum túlkað sem for-
dómar gagnvart hinum ýmsu
minnihlutahópum. Má þar á meðal
nefna samkynhneigða og konur
(sem ég hélt reyndar að væru ekki í
minnihluta þótt þær teljist gjaman
vera meiriháttar minnilhutahópur
þegar það hentar). Þetta gerir það
að verkum að við gjörsamlega
gagnkynhneigðir og skjannahvítir
alvörukarlmenn verðum sífellt að
vera á varðbergi gagnvart því að
við sýnum hinum margvíslegum
minnihlutahópum meiriháttar eða
jafiivel minniháttar fordóma. Því
að sjálfsögðu viljum við ekki gerast
sekir um kynþáttafordóma, kynja-
fordóma eða nokkra aðra fordóma
yfir höfuð.
Eg tek það skýrt fram að ég æd-
ast ekki til þess að ég fái að vaða
uppi með fordóma enda tel ég mig
ekki hafa ástæðu til þess. Eg sé
enga ástæðu til að amast við því
þótt ekki séu allir eins og ég og
dettur ekki í huga að láta menn
gjalda þess þótt þeir séu öðruvísi á
litinn, öðruvísi í laginu eða af öðra
kyni. Mér þætti það nefhilega frek-
ar tilbreytingarlaust og flatt ef allir
væru gagnkynhneigðir hvítir karl-
menn.
Eg viðurkenni líka að sem hvítur
gagnkynhneigður karlmaður hef
ég ekki orðið fyrir fordómumum á
knattspyrnuleikjum svo dæmi sé
tekið. Allan minn knattspyrnuferil
var ég ekki látinn gjalda þess að
vera gagnkynhneigður hvítur karl-
maður. Hafi ég orðið fyrir fordóm-
um í knattspyrnuleik þá beindust
þeir miklu fremur að mínum
knattspymustíl en það er nú önnur
saga. Eg vildi hinsvegar ekki hafa
verið í sporam leikmanns Iþrótta-
bandalags Vestmannaeyja sem
þurfti að þola fukyrði af vörum
stuðningsmanna Fimleikafélags
Hafnarfjarðar í knattspyrnuleik
fyrir skemmstu. Slík ffamkoma er
til skammar og ríflega það og á
ekki að líðast. Það sem máli skiptir
er hinsvegar það að menn síni hver
öðram virðingu hvemig sem þeir
era af Guði gerðir. Það á ekki að
vera flókið.
Gísli Einarsson, GHK