Skessuhorn - 21.06.2006, Page 13
gSBSSgiHfWSIM
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
13
Fertugsafinæli á Eyrarfjalli
Hópurinn kominn áfjallið.
Hægt er að ganga upp á Eyrar-
fjall í Framsveit við Grundarfjörð á
nokkrum stöðum. Algengasta leið-
in er að fara upp fyrir ofan Hall-
bjarnareyri. Þar er tvær götur í
fjallinu, þar sem farið er upp á Kór-
kletta, Sneiðingsgata og Skarðs-
gata. Þegar upp er komið er farið út
fjallið og að skarði sem kallast
Strákaskarð. Sú ganga tekur um
einn og hálfan tíma ef rólega er
gengið. Þar er hlaupið niður fjallið
og er skemmsti tími 49 sekúndur,
en oftast er miðað við 3 mínútur en
það setur engin met í fyrstu tilraun.
Ganga á Eyrarfjall hentar fjölskyld-
um og bömum allt niður til 4-5 ára
aldurs.
Nítján manna hópur gekk á Eyr-
arfjall á miðvikudag í liðinni viku.
Framan af degi var veðrið ekki
ákjósanlegt til göngu á fjallið en
veðurguðirnir sáu að sér og buðu
göngugörpum upp á þurra fjall-
göngu um kvöldið. Hvasst var á
köflum, eða 27 metrar á sekúndu en
ekkert setti göngugarpana 19 út af
laginu en þeir höfðu komið að mis-
langan veg til þess að njóta útivistar
saman. Göngustjóri var Sigríður
Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri á
Sólvöllum í Grundarfirði. Hún
hefur í allmörg ár gengið á Eyrar-
fjall að kveldi 14. júní en það er af-
mælisdagur hennar, þennan dag
varð Sigríður Herdís fertug og hélt
upp hún því upp á afmælið á toppi
Eyrarfjalls.
HSH hvetur félagsmenn sem og
aðra landsmenn til að skoða þessa
náttúruperlu og skrifa sig í gesta-
bók sem staðsett er í póstkassa á
Eyrarfjalli.
AP
Fyrstu orgeltónleikar
sumarsins í Reykholtskirkj u
Friðrik Vignir viS orgelió í Grundarfjarðarkirkju.
1 sumar verða haldnir 7 tónleikar
í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju
þar sem leikið verður á orgel kirkj-
unnar. Tónleikarnir eru haldnir á
vegur kirkjunnar í samvinnu við
Félag íslenskra organleikara til
styrktar Orgel- og söngmálasjóði
Bjama Bjarnasonar ffá Skáney en
sjóðurinn stóð straum af kostnaði
við viðgerð og uppsetningu orgels-
ins. Aðgangseyrir, 1.500 krónur,
rennur óskiptur til sjóðsins því
listamenn og aðrir aðstandendur
tónleikanna gefa vinnu sína til
styrktar málefninu. Fyrstu tónleik-
arnir verða haldnir nk. laugardag,
24. júní klukkan 17. Þá leikur á org-
elið Friðrik Vignir Stefánsson, fyrr-
um organisti í Grundarfirði. Frið-
rik Vignir Stefánsson er fæddur á
Akranesi 1962. Hann lauk burtfar-
arprófi ffá Tónlistarskólanum á
Alo-anesi 1983 og einleikaraprófi í
orgelleik ffá Tónskóla Þjóðkirkj-
vmnar 1987. Kennarar hans á org-
el vom Haukur Guðlaugsson, Fríða
Lárasdóttir og Hörður Askelsson.
Á ámnum 1988-2005 starfaði hann
sem organisti og kórstjóri við
Grundarfjarðarkirkju, sem og
skólastjóri Tónlistarskóla Grand-
arfjarðar. Friðrik Vignir hefur á síð-
ustu árum haldið fjölda orgeltón-
leika bæði hérlendis og erlendis.
Veturinn 2005-2006 var hann við
orgelnám í Konunglega danska
tónlistarháskólanum, þar sem
kennari hans var Lasse Ewerlöf.
Á efnisskrá Friðriks Vignis era
orgelverk eftir J.S.Bach,
Buxtehude, Bruhns, Pachelbel, auk
sálmforleikja eftir Jesper Madsen,
Magnús Blöndal Jóhannsson, Jón
Þórarinsson og Atla Heimi Sveins-
son.
Fyrruin orgel
Dómkirkjunnar
Orgel kirkjunnar var smíðað fyr-
ir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th.
Frobenius & Co í Kaupmannahöfn
árið 1934 og var í henni til 1985 að
skipt var um orgel. Þá var það keypt
af Reykholtssöfnuði og geymt til
uppsetningar í
hinni nýju kirkju
sem þá var ákveð-
ið að reisa. Sama
verksmiðja og
smíðaði orgelið
upphaflega gerði
það upp fyrir
Reykholtskirkju
og var það sett
upp í byrjun lið-
ins árs og vígt á
páskum 2002.
Orgelið er 26
radda með þrem-
ur hljómborðum og fótspili. Orgel-
ið er kallað að hluta til „mekanískt“
og að hluta „pneumatískt" (loft-
knúið). Það þýðir að aflflutningur
ffá nótunum, sem organleikarinn
styður á þegar hann spilar, að lok-
um þeim sem opna fyrirloftstraum-
inn í pípurnar, fer sumpart ffam
með beinni tengingu og sumpart
með loftstraumi. Aflflutningur í
raddskipan og raddblöndun orgels-
ins er með loftstraumi ffá stilli-
hnöppunum við hljómborðin að
röddunum sem eru ýmist djúpar
eða háar og með mismunandi blæ
eftir stærð og gerð pípanna í hverri
rödd.
Viðgerð orgelsins tókst vel og
hinn sérstaki tónn þess sem kemur
mörgum kunnuglega fyrir eyru ffá
fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholts-
kirkju. Orgelið er óbreytt ffá því
það var í Dómkirkjunni að radd-
skipan og gerð. Röðun á innviðum
þess var lítillega breytt til aðlögun-
ar að rými Reykholtskirkju. Svell-
verk þess og blásari var endurnýjað.
Skipt var um öll filt og loftbelgir
allir endurnýjaðir. Umgjörð þess
var endurnýjuð og löguð að stíl
kirkjunnar.
MM
Tónleikar sumarsins verða sem hér segir.
24. júní: Friðrik Vignir Stefánsson, orgeltónleikar
8. júlí: Hjónin Lenka og Pétur Maté, orgel- og
píanóleikar.
22. júlí: Douglas A. Brotchie, orgeltónleikar
5. ágúst: Hjónin Steingrímur Þórhallsson og
Pamela De Sensi leika á orgel og flautu
12. ágúst:Jón Ólafur Sigurðsson og Kristín R.
Sigurðardóttir, orgel og sópran.
19. ágúst: Marteinn H. Friðriksson, orgeltónleikar
26.ágúst: Guðmundur Sigurðsson, orgeltónleikar
Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efhisskrár tón-
leikanna erit á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is
r------------------------------\
Atvinna
í boði
i Hjallastefnan ehf auglýsir eftir fólki
í til starfa við leikskólann
o
i Hraunborg á Bifröst.
Áhugasamir hafi samband við
Önnu Maríu leikskólastjóra
í síma 693-5303.
V______________________________J
Leikskólakennarar
Við leikskólann Vinabæ, Dalabyggð eru lausar
stöður leikskólakennara og deildarstjóra
frá og með 14.ágúst 2006.
Fáist ekki leikskólakennarar
kemur til greina að ráða starfsmenn
með aðra uppeldismenntun eða reynslu.
Umsóknarfrestur er til 23.júní
Nánari upplýsingar veitir
Berglind Vésteinsdóttir,
leikskólastjóri, í sfma 434 1311
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Uppboð á
hrossum
Fimmtudaginn 29. júní nk. kl. 17.00, í girðingarhólfi í landi
Miðhúsa í Innri Akraneshreppi hinum foma,
nú Hvalfjarðarsveit, verða boðin upp 5 ómerkt hross,
að beiðni sveitarstjómar, hafí beiðnin ekki verið
afturkölluð íyrir þann tíma.
1. Rauðblesótt meri með leist á afturfæti, u.þ.b. 10 vetra
2. Svört nösótt 4-5 vetra hryssa
3. Móbrún hryssa, 4-5 vetra
I 4. Rauðblesótt hryssa, vindhærð, um og yfír 10 vetra
I 5. Rauðblesóttur veturgamall hestur, ógeldur
Borgarnesi 16. júní 2006
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Flligger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
BÚREKSTRARDEILD
BORGARNESI
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga