Skessuhorn - 21.06.2006, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
^kUSUIIU..
Veita sýn í hulduheima
Rætt við ábúendur á Hraunsnefi í Norðurárdal um uppbyggingu og rekstur nýrrar
ferðaþjónustu í samvinnu við verur úr hulduheimum.
Jóhann, Hera og Brynja í kaffistofunni heima.
Árið 2004 flytja hjónin Jóhann
Harðarson og Brynja Brynjarsdótt-
ir ásamt börnum sínum, Arnóri,
Eygló og Heru að Hraunsnefi í
Norðurárdal. Draumur þeirra
hjóna var að koma upp ferðaþjón-
ustu, eftirminnilegu sveitahóteli þar
sem gestir gætu upplifað náttúru Is-
lands og menningu á ógleymanleg-
an hátt. Og draumurinn er orðinn
að veruleika. Nú býður ferðaþjón-
ustan á Hraunsnefi upp á gistingu í
uppábúnum rúmum eða í svefn-
pokapiássi, tjaldstæði, matsölustað,
kaffistofu, heita potta, ævintýra-
ferðir og leikjaprógröm og svo
mætti áffam telja. En grunlaus voru
Jóhann og Brynja um sterka tilsvist
hulduvera á jörðinni. Hvert atvikið
hefur rekið annað í gegnum tíðina
sem óhjákvæmilega hafa fengið þau
hjón til að trúa á tilvist þessara vera.
Síðan þá hafa þau unnið að því að
geta veitt gestum innsýn inn í
þennan heim sem er flestum hul-
inn. Blaðamaður Skessuhorns lagði
leið stna í Norðurárdalinn, ffamhjá
Bifföst og renndi í hlaðið skömmu
seinna á Hraunsnefi, að morgni
sjálfs þjóðhátíðardagsins.
inni eru langir og mjóir. Þeir húa í stór-
um sal meö stórum frónskum gluggum
inni í klettunum. A matseóli þeirra Jó-
hanns og Brynju er h<egt að panta sér
„langintesa“ ogýmsafleiri rétti sem
nefndir eru eftir verum úr nágrenninu.
Allt rifið nema haug-
húsið
Gömlu útihúsin hafa Jóhann og
Brynja breytt í gistiheimili og veit-
ingastað. „Við rifum ofan af útihús-
unum og skildum bara eftir haug-
húsið, sem nú er veitingastaður.
Þetta hreinsuðum við allt og
byggðum svo ofaná,“ útskýrir
Brynja. A effi hæðinni eru tíu gisti-
herbergi, hvert og eitt með sjón-
varpi og baðherbergi með sturtu.
Veitingastaður, bar og kaffistofa eru
svo á neðri hæðinni. Þrír heitir
pottar standa við bæjarlækinn, í
nokkurra skrefa fjarlægð frá gisti-
húsinu. I gamla íbúðarhúsinu er svo
boðið upp á svefnpokapláss og að-
stöðu með heitum potti. „Við
reynum að gera sem mest sjálf svo
þetta hreinlega takist fjárhagslega.
Þannig byggjum við þetta upp
smátt og smátt. Nú er gisting, veit-
ingar og tjaldstæði komið svo nú
mun allt annað byggjast utanum
það,“ bætir hún við.
Heltekin af hrifningu
Þegar þau hjón eru spurð hvað
hafi orðið til þess að þau ákváðu að
taka sig upp og flytja í sveit úr höf-
uðborginni líta þau hvort á annað
og brosa. „Þetta hefur verið draum-
ur frá því hreinlega að við kynnt-
umst,“ segir Brynja og bætir við;
„svo loks þegar við vorum bæði að
kikkna undan álagi úr vinnunni var
skrefið tekið. Við seldum húsið í
Hafharfirðinum og festum kaup á
þessari jörð sem þá var komin á
sölu. Við höfðum skoðað nokkrar
jarðir og reynt mikið að fá eina
norður í Eyjafirði en það gekk bara
engan veginn, hún var ekki okkur
ætluð. Svo eitt sinn vorum við á
ferðalagi norður í land og horfðum
hér heim að bæ þegar við keyrðum
ffamhjá og leist síður en svo vel á. A
heimleiðinni ákváðum við þó að
koma við á bæjarhlaðinu. Um leið
og við stigum út úr bílnum var eins
og hugar okkar beggja væru settir
álögum, við urðum yfir okkur hrif-
in,“ útskýrir Jóhann um ástæðu þess
að Hraunsnef varð fyrir valinu.
Tala til huldufólksins
„Okknr var fljótlega sagt frá því
að hér hafi verið skrifuð bók sem
heitir Margt býr í þokunni, þar sem
skrifað er um þessa miklu álfabyggð
sem er hér á Hraunsnefi, í
Hraunsnefsöxlinni. Útfrá því fórum
við að hugsa meira um þessar verur
sem hugsanlega voru hér á stjái. Við
tókum á það ráð að ræða við ver-
urnar og segja þeim ffá áformum
okkar um breytingar og byggingar.
Þar sem við stóðum og töluðum útí
loftið voru nú einhverjir farnir að
halda að nýju ábúendurnir á
Hraunsnefi væru eitthvað skrýtin.
En það var eins og við manninn
mælt, hver framkvæmdin á fætur
annarri hefur gengið eins og í lyga-
sögu, allar góðar vættir hér í kring
hafa sannarlega unnið með okkur
og hjálpað okkur. Líkt og þegar
byrja átti að moka fyrir tjaldstæð-
unum þá stóðum við hér úti á hlaði
og létum hulduverurnar vita hvað
við værum að fara að gera og þá
tóku þær sig upp og fluttu búferlum
úr steinunum sem þar voru. Sú
ffamkvæmd gekk vonum ffamar og
eru tjaldstæðin betri en nokkur gat
ímyndað sér að þau yrðu því þar var
bara mýri og grjót,“ segir Brynja.
„Ein aðal ástæðan fyrir því að við
fórum að tala til veranna var að
ýmis atvik komu upp, eins og þegar
ég ætlaði að fara að slá hól nokkurn
hér niður við veg. Þá gekk allt á aft-
urfótunum, vélin drap á sér í hví-
vetna og bilaði líka. Brynja benti
mér á að tala við hólixm, eða réttara
sagt við verurnar í hólnum og út-
skýra fýrir þeim hvað ég væri að
fara að gera. Þá loksins fóru hlut-
irnir að ganga, ég sló hólinn í ein-
um rikk og ekkert vesen. Hvað er
annað hægt en að trúa þegar maður
upplifir svona. Seinna lærðum við
síðan að hóll þessi er gamall blót-
hóll frá heiðinni trú og í honum
búa hulduverur,“ bætir Jóhann við
og heldur áffam: ,Já það eru marg-
ar svona sögur. Það var t.d. draum-
ur hjá mér lengi vel að komast á
jeppanum upp að öxl en það var
sama hvað ég reyndi því ég komst
aldrei lengra en að ákveðnum stað,
þá lenti ég í veseni með bílinn, bara
komst ekki lengra. Nú hef ég sætt
mig við það að ég má ekki fara
lengra en þetta á bílnum og virði
það.“
Teiknar verumar
og híbýli þeirra
I framhaldi af þessum atvikum
fóru Brynja og Jóhann að hugsa al-
varlegar um þessa nýuppgötvuðu
nágranna og höfðu samband við
Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Þau
segja Erlu hafa tekið vel í það að
koma og túlka þá veröld sem þarna
leynist en er svo fáum jarðneskum
sjáanleg. „Það var í ágúst 2004,
fljótlega effir að við fluttum hingað
og eftir öll atvikin, að við ákváðum
að gera eitthvað meira með þetta.
Við höfðum samband við Erlu og
föðursystir mína, Gunnu Siggu,
sem er listakona og vinkona Erlu og
hefur mikið trnnið með henni. Eg
var nú ekki betur að mér í þessum
málum en svo á þessum tíma að ég
hélt að þetta væri verkefni sem þær
stöllur gætu klárað á einni viku, en
það var nú aldeilis ekki. Þetta verk-
efni er enn í vinnslu, vinnst samt
vandlega og vel því þetta á líka að
verða flott," segir Brynja og bætir
við; Erla lýsir hlutunum og Gunna
teiknar, þannig vinna þær saman.
Það sem komið er af verkefninu er
teikning af verum hér af svæðinu og
híbýlum þeirra. Það er alveg magn-
að að upplifa þennan hulduheim
svona ljóslifandi eins og í gegnum
Fjárhúsin eftir uppbyggingu. Gistiherbergi á efri hceóinni, hvert þeirra skýrt eftir ása-
trúargoóum og veitingastaður og kafpstofa á neóri hæðinni.
frásagnir Erlu og teikningar
Gunnu. Teikningarnar verða eru
svo felldar inní ljósmyndir af svæð-
inu. Þá er hugmyndin að gera kort
sem gestir geta svo borið saman við
umhverfið og séð þannig óbeint
þessa hulduheima."
Hægt að sækja sér orku
„Hver hefur ekki heyrt sögur af
huldufólki og ýmsum verum?“ Spyr
Brynja og heldur áfram: „Þessar
sögur og þessi veröld er líka menn-
ing okkar Islendinga og við megum
ekki glopra henni niður, verðum að
vernda hana og virða. Þetta er eitt
af því sem gerir Island sérstakt, það
sem ferðalangar vilja upplifa, heyra
og sjá, menning okkar og saga,“
bætir hún við. Brynja nefnir einnig
að það eru margskonar verur sem
búa í kringum okkur allsstaðar en
segir að það sem gerir það að verk-
um að svo mikill fjöldi búi á
Hraunsnefsjörðinni og í
Hraunsnefsöxlinni sé vegna þess að
þar mætast margar megin orkulínur
jarðarinnar, t.d. ein sem liggur í
beinni línu frá Snæfellsjökli að
Hofsjökli. „Hér á þessu svæði skar-
ast margar orkulínur sem Erla hef-
ur teiknað upp fýrir okkur og út-
skýrt að þar sem svona orkulínur
mætast myndast orkustöðvar. Þess-
ar orkustöðvar, eða hugleiðslu-
stöðvar, höfum við kynnt fyrir fólki
og kennt þeim að þar getur það sótt
sér orku. Þær ætlum við að merkja
og gera göngustíg þeirra á milli svo
hægt sé að ganga stuttan „orku-
hring“ hér á svæðinu."
Fjárhúsin á Hraunsnefni fyrir niðurrif.
að búi ljósbláar verur, verndarverur.
Þetta er hóllinn sem Jóhann var
fyrst í vandræðum með að slá. Hóll-
inn er síðan á landnámsöld, þá var
hér hof eða blótstaður frá ásatrúar-
tímanum.
Það er svo margt sem maður sér
ekki og skilur ekki, en ég sé enga
ástæðu til þess að rengja þetta því
að þetta er bara skemmtileg viðbót
við tilveruna. Allar þessar verur, álf-
ar og dvergar, þetta er menning
okkar íslendinga og líka svo mikil
náttúruverndarhugsun því ef maður
er meðvitaður um það að í um-
hverfinu búi fleiri verur en við
mannfólkið þá ósjálfrátt ber maður
meiri virðingu fyrir umhverfinu.
Maður rýkur ekki af stað og rótar
og rúttar til án samþykkis og sam-
starfs. Það eru aldeilis mörg dæmi
þess víða um land að menn hafa
hreinlega gefist upp, þá oft hörð-
ustu vegavinnumenn sem kalla ekki
allt ömmu sína, og viðurkennt að
þar þurfi aðrar aðferðir en bara afl
vélanna," segir Biynja og brosir.
Óteljandi hugmyndir
Nokkrum kaffibollum og góðum
tíma síðar er haldið út og útsýnistúr
tekinn um svæðið. Eftir stuttan
Hraunsnefsöxlin og innfeld teiknuð mynd af orkustaurum Langintesanna eftir lýsingu
Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Erla útskýrir einnig að ef tónað er til Langintesanna, í átt
til stauranna, þá farir það þeim orku sem svo aftur senda orku til þess sem tónar.
Ber meiri viriðingu fyrir
náttúrunni
„Maður finnur það sérstaklega
þegar maður flytur úr borginni og
uppí sveit í þessa nálægð við náttúr-
una að tdlveran er ekki alveg eins
einföld og bara holt og hæðir, við
erum ekki ein hér í þessum heimi.
Það verður allt einhvemveginn svo
áþreifanlegt, meira að segja
myrkrið," segir Brynja og bendir
því næst niður að vegi. „Þarna nið-
ur við hólinn hefur Erla sagt okkur
safarírúnt, sem óneitanlega kallaði
ffam bros og smá hnút í magann,
hélt undirrituð heim á leið; hug-
fangin af þessum hulduveru- og æv-
intýraheimi sem ábúendur, hvort
sem þeir búa í húsum, hólum eða
hæðum, hafa skapað. En Brynja og
Jóhann segja þetta aðeins byrjunina
því margar hugmyndir hafa fæðst
og bíði framkvæmda. Það er þó víst
að enginn verður svikinn af því að
kíkja við og kynnast ævintýraheim-
inum á Hraunsnefi og fá sér í leið-
inni eitthvað gott í gogginn.
BG