Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 17
SSESS1ÍH0BM
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
17
Fagna jafiirétti
DALIR: Á fundi í stjórn Fé-
lags ungra framsóknarmanna í
Dala- og Strandasýslu nýverið
er nýjum ráðherrum Framsókn-
arflokksins óskað velfarnaðar í
starfi, sem og þeim sem íyrir
sitja, og þakkað um leið fráfar-
andi ráðherrum vel unnin störf.
„Félagið fagnar því að Norð-
vesturkjördæmi skuli eignast
ráðherra úr röðum Framsóknar-
flokksins og einnig því að hlutur
framsóknarkvenna í ríkisstjóm
sé á við hlut karlmanna innan
flokksins. Gleðilegt er að sjá að
jafnréttisákvæði sem samþykkt
var á síðasta flokksþingi sé fram-
fýlgt með jafn glæsilegum
hætti,“ segir m.a. í ályktun frá
fundinum. -mm
Bjartar nætur
VATNSNES f HÚN: Sum-
arhátíðin Bjartar nætur verður í
Hamarsbúð á Vatnsnesi laugar-
daginn 24. júní og hefst klukkan
19. Þar bjóða húsfreyjurnar á
Vatnsnesi gestum að mjög sér-
stæðu fjöruhlaðborði sem svign-
ar undan fjölbreyttum og þjóð-
legum kræsingum. Má þar nefha
selkjöt, reyktan rauðmaga, signa
grásleppu, súra selshreifa, grafið
og reykt sauðakjöt, svartfugl og
heimagert skyr. Margs konar
heimabakað brauðmeti auk
fjölda annarra rétta. Hægt er að
skoða matseðilinn á
http:Avww.northwest.is/ -mm
Konur á öld
Snorra
REYKHOLT: Sýningin
Snót, brúður, svanni, sem fjallar
um konur á miðöldum var opn-
uð á mánudaginn var, 19. júní á
Kvenréttindadegi íslands. Sýn-
ingin er í Finnsstofu inn af sýn-
ingarsal Snorrastofu, þ.e. í Safin-
aðarsal Reykholtskirkju. Leitast
er við í máli og myndum að
varpa ljósi á hlutverk, stöðu og
störf kvenna á íslandi á 12. til
14.öld. Myndefnið er frá þeim
tíma, fært í nútímabúning og
sýnir aðallega konur við störf og
leik. Myndimar standa sjálfstætt
á myndfleti þannig að gaflvegg-
ur er eins og tjaldaður myndrefli
og gefa myndirnar hugmynd um
líf kvenna á þessu tímabili. Til
hliðar við myndvegg em texta-
spjöld með lýsingum af stöðu
kvenna á miðöldum og frásögn-
um af konum í lífi Snorra
Sturlusonar og vísar textinn
einatt til Reykholts og Borgar-
fjarðar. Sýningunni um konur á
öld Snorra Sturlusonar er ætlað
að hvetja til umræðu um stöðu
kvenna á öllum tímum, en vera
jafnframt gestum öllum til fróð-
leiks og skemmtunar. -mm
17. júní í Borgamesi
Dagskrá 17. júní var vegleg í
Borgarnesi sem og víðar á Vestur-
landi. Boðið var í sund og morg-
unkaffi, 17. júní hlaupið var hlaup-
ið, skátamessa var að vanda og að
henni lokinni var hátíðardagskrá í
íþróttamiðstöðinni, þar sem m.a.
fjallkona var með ávarp og ýmis-
legt var fyrir yngri kynslóðina gert.
Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir
var fjallkonan að þessu sinni. Þá
var knattspyrnuleikur milli stjórn-
ar knattspyrnudeiidar Skallagríms
og nýkjörinnar sveitarstjórnar
Borgarbyggðar og lauk leiknum 4-
1, knattspyrnudeildinni í vil. Að
sögn Indriða Jósafatssonar íþrótta-
og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggð-
ar tókust hátíðarhöldin mjög vel
og svo virtist sem allir hefðu af
deginum gaman. SO/ Ijósm. IJ
Eiganda malamámu
gert að bæta skemmdir
vegna foks
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í síðustu viku eiganda mal-
arnámu í Kollafirði til þess að
greiða eigendum nokkurra bifreiða
bætur vegna fokskemmda er urðu á
bílum þeirra er þeim var ekið í ná-
grenni námunnar. I dómnum segir
að ljóst þyki að frágangur og að-
búnaður malarnámunnar hafi ekki
verið forsvaranlegur þar sem stein-
veggur gegndi ekki því hlutverki
sínu að halda malarefni innan hans
vegna þess að efni var hrúgað upp á
brún hans og átti því greiða leið
yfir hann í vindhviðum.
Var eiganda námunnar því gert
að greiða bætur fyrir viðgerðir á
bifreiðunum auk dráttarvaxta og
málskostnaðar.
HJ
Sparisjóðsmótið í
Borgamesi
Um næstu helgi, dagana 23. til
25. júní verður hið árlega stórmót
Skallagríms í knattspyrnu sem að
þessu sinni heitir Sparisjóðsmótið
og er fyrir 4.-7. flokk drengja og
4.-5. flokk stúlkna í knattspyrnu.
Áður hét mót þetta KB banka mót-
ið og er þetta eitt stærsta íþrótta-
mót sem haldið er árlega í Borgar-
nesi.
SO/Ljósvi. Indriði Jósafatsson
Atvinna í Borgarnesi
Starfsfólk óskast í ræstingar.
Kvöld-, nætur- og helgarvinna.
Umsækjendur þurfa að
geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veittar í síma:
892-8454
og á netfanginu
bontaekni@simnet.is
Fjölmenni var í áhoifendabrekkunni við
Skallagrímsvöll á mótinu ífyrra.
Baldur Olafiir vann í
fermingarleik LÍ
Dregið hefur verið í fermingar-
leik Landsbankans. Þau fermingar-
börn sem lögðu 20.000 krónur eða
meira inn á Framtíðargrunn
Landsbankans fengu 5.000 kr. inná
reikning sinn. I happdrættisvinning
voru iBook fartölvur eða iPod
nano. Baldur Olafur Kjartansson,
Skagamaður var einn af þeim
heppnu og hlaut iPod nano í verð-
laun.
Vill Landsbankinn nota tækifær-
ið og þakka öllum þeim sem tóku
þátt og óskar vinningshöfunum til
hamingju.
('fréttatilkynning)
Suður Þýskaland og
i5. - 22. agúst Austurríki
Landbúnaðarferðin okkar er að þessu sinni til Bæjaralands í
Þýskalandi og Austurríkis og er fyrir alla þá sem hafa mikinn áhuga á
landbúnaði. Lögð veróur áhersla á heimaframleiðslu á hinum ýmsu
landbúnaðarvörum, heimsóttir bæir sem gefa hvað fjölbreyttasta
mynd af því sem í boði er og ekki má gleyma hefðbundnum búskap.
Flogið er til Munchen og gist þar eina nótt áður en haldið er sem leið
liggur til Austurríkis þar sem að gist er í 2 nætur. Seinni hluta ferðar
verður gist í 4 nætur í bænum Kempten. I ferðinni verða áhugaverðir
ferðamannastaðir að sjálfsögðu skoðaðir í leiðinni.
Fararstjóri: Inga Sigga Ragnarsdóttir
Ver3: 96.300 kr. á mann ftvíbýli.
www.baendaferdir.is
s: 570 2790
ferdaþjónusta bænda
BÆNDAFERBIR