Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ2006 i*JiSaUH©gM Vesdensk kynbótahross verða í framvarðarsveit á Landsmóti Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði hefst í næstu viku. Ljóst er að mikill fjöldi fólks stefnir á að verða á svæðinu og ef marka má skoðanakönnun á vef Skessuhorns í síðustu viku má gera ráð fyrir að 16-18% íbúa landshlut- ans verði norðan heiða um næstu mánaðamót. Undir lok síðustu viku lauk dóm- um kynbótahrossa fyrir mótið og er nú sýnt að hlutur vestlenskra hrossa verður ágætur á mótinu. Hafa 28 kynbótahross þaðan tryggt sér þátt- tökurétt og mun það vera um 11 % af 247 alls. Vestlenskir ræktendur munu aldrei fyrr hafa átt svo stóran hóp efhilegra og góðra kynbóta- hrossa og fyrir þetta landsmót. Ein- kennandi í ár er að hross eru vel byggð og eru mörg hver almennt að ná háum einkunnum fyrir bygg- ingu. Greinilega er að koma fram árangur markvissrar ræktunar og m.a. góðra stóðhesta sem inn í landshlutann hafa verið leiddir á undanförnum árum. I flokkum stóðhesta eiga Vest- lendingar góða von á glæstum ár- angri. Bjarmi frá Lundum er með 8,64 fyrir byggingu, 8,29 fyrir hæfi- leika og í meðaleinkunn 8,43 og er hann fjórði hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur landsins. Gísli Gíslason ffá Hofsstöðum mun sýna Bjarma á Vindheimamelum. Þá er Sólon ffá Skáney með aðra hæstu einkunn 6 vetra stóðhesta á landinu fyrir mót- ið, en hann hefur 8,64 fyrir hæfi- leika og 8,24 fyrir byggingu og 8,48 í meðaleinkunn. Einungis Eldjárn ffá Tjaldhólum stendur ofar í dómi fyrir mótið. Jakob S Sigurðsson mun sem fyrr sýna Sólon og verður spennandi að fylgjast með hvort þeir Sólon og Jakob nái að skjóta Eldjárni aftur fyrir sig, t.d. með góðum skeiðspretti. Aðall frá Nýja- bæ er með 8,13 fyrir byggingu og 8,75 fyrir hæfileika og kemur út með 8,51 í aðaleinkunn og er hann fjórði hæsti hestur inn á mótið í flokki 7 vetra og eldri. Þórður Þor- geirsson sýnir Aðal. Þá er stóðhest- urinn Glotti frá Sveinatungu með þriðju hæstu einkunn fjögurra vetra stóðhesta inn á mótið með 7,67 fyr- ir byggingu, 8,53 fyrir hæfileika og 8,19 í aðaleinkunn. Jakob S Sig- urðsson á Glotta og sýnir hann sjálfur. Hjá Hryssunum verður mest spennandi að fylgjast með gengi hryssunnar Flautu frá Stóra Asi í Hálsasveit en hún hlaut 8,40 í aðaleinkunn í flokki 7 vetra og eldri. Elka ffá Effi Hrepp fylgir henni effir með einkunnina 8,30. MM Einstaklingssýndir stóðhestar 7 vetra og eldri: IS1999135519 Aðall frá Nýjabæ Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt Ræktandi: Ólöf K. Guðbrandsdótt- ir Eigandi: Ólöf K. Guðbrandsdóttir Aðaleinkunn: 8,51 Sólonfrá Skáney. Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra: IS2000135815 Sólon frá Skáney Litur: 1550 Rauðblesóttur Ræktandi: Haukur Bjarnason Eigandi: Haukur Bjarnason, Heiða Dís Fjeldsted, M.Birna Hauksdótt- ir Aðaleinkunn: 8,48 Bjarmifrá Lundum II. Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra: IS2001136413 Bjarmi ffá Ltmdum II Litur: 1231 Rauðxu Ræktandi: Ragna Sigurðardóttir Eigandi: Ragna Sigurðardóttir Aðaleinkunn: 8,43 IS2001135936 Glúmur frá Stóra- Asi Litur: 1597 Rauðblesóttur Ræktandi: Lára Kristín Gísladóttir Eigandi: Lára Kristín Gísladóttir Aðaleinkunn: 8,13 IS2001135613 Glymur ffá Innri- Skeljabrekku Litur: 8600 Móvindóttur Ræktandi: Þorvaldur Jónsson Eigandi: Finnur Kristjánsson, Gunnar Hlíðdal Gunnarsson, Lena Jóhanna Reiher Aðaleinkunn: 8,38 IS2001135468 Magni frá Vestri- Leirárgörðum Litur: 0220 Grárbrúnn Ræktandi: Dóra Líndal Hjartar- dóttir Eigandi: Dóra Líndal Hjartardóttir Aðaleinkunn: 8,21 IS2001136756 Stormur ffá Leiru- læk Litur: 3500Jarpur Ræktandi: Sigurbjörn Jóhann Garðarsson Eigandi: Guðmundur Björgvinsson Aðaleinkunn: 8,20 IS2001135008 Þeyr frá Akranesi Litur: 2500 Brúnn Ræktandi: Smári Njálsson Eigandi: Einar Öder Magnússon, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafs- son, Svanhvít Kristjánsdóttir Aðaleinkunn: 8,41 Einstaklingssýndir stóðhestar 4 vetra: IS2002136409 Auður frá Lundum n Litur: 2700 Brúnn Ræktandi: Sigbjörn Björnsson Eigandi: Sigbjörn Björnsson Aðaleinkunn: 7,95 IS2 00213 5466 Fránn frá Vestri- Leirárgörðum Litur: 0402 Grár Ræktandi: Marteinn Njálsson Eigandi: Marteinn Njálsson Aðaleinkunn: 8,05 IS2 00213 6610 Glotti ffá Sveina- tungu Litur: 1550 Rauðbl. Ræktandi: Jósef Valgarð Þorvalds- son, Þorvaldur Jósefsson Eigandi: Jakob Sigurðsson Aðaleinkunn: 8,19 IS2002135526 Heiðar frá Hvann- eyri Litur: 1720 Sótrauður Ræktandi: Gunnar Örn Guð- mundsson Eigandi: Björn H. Einarsson Aðaleinkunn: 8,00 Einstaklingssýndar hryssur 7 vetra og eldri IS19992 37637 Aða frá Brautarholti Litur: 6600 Bleikálótt Ræktandi: Snorri Kristjánsson Eigandi: Snorri Kristjánsson Aðaleinkunn: 8,16 IS19992 3 5 606 Elka ffá Effi-Hrepp Litur: 7550 Móálóttur Ræktandi: Guðmundur Þorsteins- son Eigandi: Guðrún J. Guðmunds- dóttir Aðaleinkunn: 8,30 IS19992 3 593 7 Flauta frá Stóra-Ási Litur: 1540 Rauðtvístj. Ræktandi: Lára Kristín Gísladóttir Eigandi: Lára Kristín Gísladóttir Aðaleinkunn: 8,40 IS19982 3 643 9 Þruma ffá Stafholts- veggjum Litur: 1500 Rauð Ræktandi: Jóhannes Jóhannesson Eigandi: Kvistir ehf Aðaleinkunn: 8,15 Einstaklingssýndar hryssur 6 vetra: IS2000235160 Eldborg frá Eyri Litur: 1500 Rauð Ræktandi: Hjördís Benediktsdóttir Eigandi: Hjördís Benediktsdóttir Aðaleinkunn: 8,11 IS2000236674 Harpa frá Borgar- nesi Litur: 5200 Moldótt Ræktandi: Asgeir Karlsson Eigandi: Alexander Hrafhkelsson, Ólöf Guðmundsdóttir Aðaleinkunn: 8,14 IS2000235543 Líf frá Syðstu-Foss- um Litur: 1600 Rauð Ræktandi: Unnsteinn Snorri Snorrason Eigandi: Unnsteinn Snorri Snorra- son Aðaleinkunn: 8,18 IS2 0002 3 8476 Þruma ffá Spágils- stöðum Litur: 6440 Fífilbleik, tvístj. Ræktandi: Gísli S Þórðarson Eigandi: Eyþór J Gíslason Aðaleinkunn: 8,14 Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra: IS2001236671 Dúkka ffá Borgar- nesi Litur: 2500 Brún Ræktandi: Karl Björgúlfur Björns- son Eigandi: Karl Björgúlfur Björnsson Aðaleinkunn: 8,01 IS2001235983 Fjöður frá Hofs- stöðum Litur: 1590 Rauðbl. Ræktandi: Gísli Höskuldsson Eigandi: Gísli Höskuldsson Aðaleinkunn: 8,08 Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra: IS200223 5950 Aradís ffá Sigmund- arstöðum Litur: 3500Jörp Ræktandi: Reynir Aðalsteinsson Eigandi: Reynir Aðalsteinsson Aðaleinkunn: 8,00 IS2002235587 Blæja ffá Hesti Litur: 2700 Brún Ræktandi: Björg María Þórsdóttir Eigandi: Björg María Þórsdóttir Aðaleinkunn: 8,04 IS2002235952 Marey ffá Sigmund- arstöðum Litur: 7500 Móálótt Ræktandi: Reynir Aðalsteinsson Eigandi: Reynir Aðalsteinsson Aðaleinkunn: 7,85 IS2002235888 Ósk frá Geirshlíð Litur: 2500 Brún Ræktandi: Rósa Guðmundsdóttir Eigandi: Rósa Guðmundsdóttir Aðaleinkunn: 7,87 IS2002235957 Rakel ffá Sigmund- arstöðum Limr: 2700 Brún Ræktandi: Ingunn Reynisdóttir Eigandi: Ingunn Reynisdóttir Aðaleinkunn: 8,00 IS2002235072 Von ffá Akranesi Litur: 1521 Rauðstj. Ræktandi: Björgvin Ólafur Eyþórs- son Eigandi: Björn Guðbrands Ólafs- son Aðaleinkunn: 7,85 HjóreiSakappamir í átakinu Hjólað til góós, ásamt lögreglu semjylgdi þeim í gegn- um Hvalfjarðargöngin. Söfiiuðu peningum til styrktar langveikum bömum Fulltrúar félags slökkviliðsmanna á Akranesi héldu á fúnd kollega sinna af Reykjanesi og kappanna sem hjólað hafa hringinn í kringum landið undir kjörorðinu „hjólað til góðs,“ sem er söfnunarátak til styrktar langveikum börnum. Slökkviliðsmenn af Akranesi hittu hjól- reiðamennina ásamt bílstjóra þeirra við planið hjá Hvalfjarðargöngun- um í leiðinda veðri síðasta þriðjudag. Þá voru þeir búnir að fjúka síend- urtekið af veginum undir Hafnarfjalli, í því ofsaroki sem þar geysaði er þeir voru þar á ferð. Afhentu slökkviliðsmennirnir sem komnir voru á staðinn fyrir hönd félagsins peningagjöf til söfnunarátaksins. Frá plan- inu við göngin héldu hjólreiðakapparnir undir Hvalfjörð hjólandi, í gegnum göngin í fylgd lögreglu. Sama dag lauk hringferð þeirra um landið er þeir komu heim til Reykjanesbæjar efrir 11 daga ferðalag og um 1550 hjólaða kíómetra að baki. SO/ Ijósm: Jón Sólmundarson. Söfnuðu fyrir Rauða krossinn Þessi 8 ára piltar ffá Akranesi tóku sig til nýlega og héldu hlutaveltu. Söfnuðu þeir ýmsum nytjahlutum með því að ganga í hús og seldu síð- an í anddyri Nettó í eina tvo daga. Salan gekk vel og söfhuðu þeir 7.020 krónum sem þeir hafa gefið Rauða krossinum til hjálpar fátækum. Drengirnir eru allir í 3. bekk ÞH í Brekkubæjarskóla og heita Einar Vil- berg Jónsson, Vignir Gísli Eiríksson og Aðalsteinn Bjarni Valsson. MM www. s]xm&u1ÍMrn. i&

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.