Skessuhorn - 27.09.2006, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
■ .fXMIH... I
Til minnU
Við minnum fólk á að nú fer
vætutíð í hönd og rétt að kanna
hvort allur hlífðarfatnaður er
ekki fyrir hendi á börn og fuli-
orðna.
j Veðarhorfwr
Það verður norðaustan átt
næstu daga, rigning eða súld á
fimmutdag en úrkomulítið suð-
vestanlands. Á föstudag verður
víða vætusamt en úrkomum-
inna vestanlands og á laugar-
daginn heldur norðaustanáttin
áfram með vætu, úrkomulítið
sunnanlands. Hitinn verður frá
3 upp í 10 stig. Á sunnudag og
mánudag verður hægviðri,
stöku skúrir eða slydduél. Hiti 0
til 6 stig að deginuhn. Haustið
er sem sagt að koma með til-
heyrandi vætu og kulda.
SpMrninj viHi^nnar
í síðustu viku var á
skessuhorn.is spurt að því
hvort aukinn umferðaráróður
hefði haft áhrif á svarendur. Af
um 300 sem svara telja 69%
að svo hafi verið, 25,9% svara
neitandi og 5,1% vita ekki
hvort aukinn umferðaráróður
hefur haft áhrif á þá eða ekki.
„Mun
Vaxtasamningur
Vesturlands verða
landshlutanum til
góða?"
Svaraðu án undanbragða á
www.skessuhorn.is
VestlendinjMr
viKi^nnar
Þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugs-
synir eru Vestlendingar vikunn-
ar að þessu sinni. Þeir náðu
glæsilegum árangri eftir að þeir
tóku við ÍA og lentu í öðru sæti
í seinni umferðinni.
Sýnt í Landnámssetri
i Borgarnesí
MAikudagur 27. s«pt. kl. 20 - Uppntt
Friramudagur 28. sapt Id. 20 - örfá sasti iaus
FhwMudagur S. otrtótmr kl. 20 • Uppselt
Fðstudagur 8. október kl. 20 • Uppsett
Laugardagur 7. októbar kl. 20- Uppaalt
Sunnudagur B. október kl. 20 - Uppsalt
Fimmtudagur 12. októbor kl. 20 - Laus sadl
Fóstudagur 13, október kl. 20 - Uppselt
Lauprdagur 14. októbor Id, 20 - Uppsolt
Sunnudagur 18. október Id. 20 - Uppsett
Staöfesta þarf mlöa meö greiðslu
viku fyrir sýningardag
LEIKHÚSTILBOfl Tvimttaður kvoldv&rður og ieikhuamiði kr. 4300 - 4800.- WOAPANtANIR 1 SlMA 4S1 1600 ¥1 mAfim I
Guðrún ráðin meimingarfulltrúi
Borgarbyggðar
Guðrún Jónsdóttir, fráfarandi
verkefnisstjóri kynningarmála
LBHI á Hvanneyri, hefur ffá 1.
október nk. verið ráðin í tímabund-
ið starf til eins árs sem menningar-
fulltrúa Borgarbyggðar í hálfu
starfi. Áður en Guðrún réðist til
starfa á Hvanneyri sat hún m.a. í
bæjarstjórn Borgarbyggðar í eitt
kjörtímabil, stýrði Markaðsráði
Borgfirðinga meðan sá félagsskapur
var og hét og starfaði auk þess m.a.
sem fréttaritari RUV og dagskrár-
gerðarmaður.
Eins og ffam hefur komið í frétt-
um Skessuhoms var í haust horfið
ffá því að ráða starfsmann í stöðu
sem halda átti utan um bæði mark-
aðs- og menningarmál í sveitarfé-
laginu. Effir að staðan hafði verið
auglýst kom í ljós að þessir mála-
flokkar áttu ekki endilega samleið í
einu og sama stöðugildinu. Að sögn
Páls S Brynjarssonar, sveitarstjóra
er nú verið að skoða hvernig sveit-
arfélagið hyggst standa að mark-
aðs- og kynningarmálum í ffamtíð-
inni og er nú í skoðun að ráða
starfsmann tímabundið í þau verk-
efni meðan verið er að móta starfið
í nýju, sameinuðu sveitarfélagi.
„Það liggur fyrir að verkefni í bæði
menningar- og markaðsmálum era
ærin hjá okkur og því mikilvægt að
við reynum að spila sem best úr
báðum þessum málaflokkum í nýju
Guírún Jónsdóttir, menningarfulltrúi
Borgarbyggðar.
sveitarfélagi,“ sagði Páll í samtali
við Skessuhorn.
MM
Viðræður uin fráveitu o g
ljósleiðaravæðingu í Grundarfirði
Bæjarráð Grundarfjarðar hefur
hafið óformlegar viðræður við
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um
hvort fyrirtækið sé tilbúið til að
taka yfir ffáveitu í Grundarfirði.
Við þær viðræður hefur lagning
ljósleiðara í bæjarfélagið komið
upp. Ekki er þó um formlegar við-
ræður að ræða og ekkert er í hendi
með málið. Orkuveitan sér nú þeg-
ar um sölu á rafmagni og heitu og
köldu vatni í bænum. Á fundi bæj-
arstjórnar þann 14. september
lögðu fulltrúar L-lista ffam tillögu
um að bæjarstjórn færi í viðræðu
við OR um „yfirtöku á holræsum
og lagningu ljósleiðara," eins og
segir í tillögunni. Lagt var til að
einn fulltrúi meirihluta og einn
fulltrúi minnihluta mynduðu nefnd
sem færi í viðræðurnar. Meirihlut-
inn vísaði tillögunni ffá.
Sigríður Finsen, forseti bæjar-
stjórnar, sagði í samtali við Skessu-
horn að tillögunni hefði verið vísað
ffá vegna þess að nú þegar væru
hafhar óformlegar viðræður. Bæjar-
ráð hitti fulltrúa OR nýlega og voru
þessi mál þar á dagskrá. Þar mun þó
fyrst og fremst hafa verið rætt um
fráveitumál. Sigríður sagði bæjar-
stjórn ekki búna að mynda sér
stefhu í því hvort óskað yrði eftir
ljósleiðaravæðingu. Málið væri á
byrjunarstigi og búið væri að marka
næstu skref, en ekkert væri fast í
hendi. Kostnaður við mögulegar
framkvæmdir liggur ekki fyrir.
Gísli Olafsson, fulltrúi L-lista,
sagði aðspurður að minnihlutinn
hefði talið að fara ætti í beinar við-
ræður við OR um málið. Hann
taldi eðlilegt að OR tæki yfir frá-
veituna og legði ljósleiðara í bæinn,
enda væri ljósleiðari forsenda þess
að fyrirtæki og stofnanir flyttu út á
land. Hann sagði að í vor hefði bæj-
arstjóm verið boðið á kynningar-
fund hjá OR og minnihlutinn hefði
talið eðlilegt ff amhald af því að fara
í beinar viðræður um málið.
Emil Sigurðsson, fulltrúi L-lista,
sat fundinn með fulltrúum OR.
Hann sagði að út úr honum hefði
ekkert komið. Hann hefði spurst
fyrir um hvort stjórnarskipti í OR
hefðu breytt forsendum málsins en
fengið þau svör að svo væri ekki.
OR hefur tekið að sér lagningu
hitaveitu í bænum og við þær fram-
kvæmdir verður ídráttarrör fýrir
ljósleiðara lagt í hvert hús. Emil
sagði að minnihlutinn hefði því
talið eðlilegt að nýta sér það og
ljósleiðaravæða Grundarfjörð.
-KÓP
Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar
í samstarf við LSR
Stjórn Lífeyrissjóðs Akranes-
kaupstaðar hefur falið Gísla S. Ein-
arssyni bæjarstjóra og formanni
stjórnar sjóðsins og Sævari Þráins-
syni stjórnarmanni að taka upp við-
ræður við Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins um þjónustu- og rekstrar-
samning. Samningurinn taki á mót-
töku og skráningu iðgjalda, skrán-
ingu réttinda, útreikninga- og út-
greiðslu lífeyris og fleiri þátta í
starfsemi sjóðsins. I samþykkt
stjórnarinnar segir að markmiðið
samstarfsins skuli vera að veita góða
þjónustu, með áherslu á öruggar
upplýsingar, traustar ráðleggingar,
gott viðmót og stuttan svartíma.
Lífeyrissjóður Akraneskaupstað-
ar er einn minnsti lífeyrissjóður
landsins og var hrein eign hans
rúmar 1.030 milljónir króna um
síðustu áramót og höfðu aukist um
8,9% á árinu. Á sama tíma jókst
hrein eign lífeyrissjóða að meðaltali
um 23,6%. Hrein raunávöxtun
sjóðsins á síðasta ári var 9,3% en
var 13,5% að meðaltali hjá lífeyris-
sjóðum landsins. Hrein raimávöxt-
un Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis-
ins var rúm 14% á sama tíma.
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
segir í samtali við Skessuhorn að
samþykkt stjórnarinnar sé tímanna
tákn því lífeyrissjóðir hafi verið að
stækka á undanförnum árum og
með því sé grunnur þeirra treystur.
Hann segist bjartsýnn á að samn-
ingar takist. HJ
Skipt um glugga á gamla
héraðsskólanum
I blíðviðrinu undanfarna
daga hefur Bergsveinn Jó-
hannsson, smiður í Reyk-
holti unnið að gluggaskipt-
um á suðurhlið gamla hér-
aðsskólans í Reykholti.
Húsinu hefur verið ágæt-
lega við haldið á undan-
förnum árum og er staðar-
prýði þrátt fýrir að það sé
komið hátt á áttræðisaldur.
Skólahald er löngu aflagt í
húsinu sem þjónar í dag
hlutverki varaeintakasafns
Landsbókasafnsins. Þá er
einnig í húsinu hátíðarsal-
ur og fræðimannsíbúð.
Ljósm. BHS
MM
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu í spum-
ingu vikunnar í síðasta tölublaði
að einn viðmælandinn var rangt
nafhgreindur. Hún heitir Eva
Dögg Héðinsdóttir. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
-mm
Enn mælist
ofsahraði
AKRANES: í liðinni viku voru
18 ökumenn kærðir fýrir að aka
of hratt og virðist ekkert lát
vera á hraðakstri, að sögn Jóns
S Olasonar yfirlögregluþjóns. I
þessum 18 manna hópi var einn
sem var kærður fýrir að aka á
144 km/klst hraða og annar fýr-
ir að aka á 151 km/klst hraða
þar sem 90 km/klst hraði er
leyfilegur. „Hvorutveggja er
hraði sem augljóslega veldur
vegfarendum mikilli hættu.
Umræða hefur verið mikil í
samfélaginu að undanförnu um
afleiðingar hraðaksturs og get-
ur hún varla hafa farið framhjá
einum einasta manni. Það veld-
ur því æ meiri furðu að enn sé
að finna allmarga, ósköp venju-
lega þátttakendur í samfélag-
inu, sem virðast skilja ábyrgðar-
tilfinninguna og samviskuna
eftir þegar þeir setjast undir
stýri og fá titilinn ökumaður,“
sagði Jón í samtali við Skessu-
horn.
-mm
Frambjóðendur
óskast
NV-KJÖRDÆMI: Kjörnefnd
Samfýlkingarinnar í Norðvest-
urkjördæmi auglýsir eftir fleiri
frambjóðendum í prófkjör
flokksins í kjördæminu sem
ffarn fer helgina 28.-29. októ-
ber. Um er að ræða opið próf-
kjör fýrir flokksmenn og stuðn-
ingsmenn Samfýlkingarinnar í
kjördæminu. I tilkynningu frá
kjörstjórn er óskað eftir því að
áhugasamir snúi sér til for-
manns kjörnefndar, Eggerts
Herbertssonar í síma 860-7910
eða eggertherbertsson-
@hotmail.com. Framboðsfrest-
ur er til 30. september.
-mm
Gekk í skrokk á
föður sínum
AKRANES: Héraðsdómur
Vesturlands hefur dæmt mann á
Akranesi í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi fýrir að hafa
ráðist á föður sinn og slegið
hann með flötum lófa í andlit
og nokkur hnefahögg í andlit,
bak og síðu með þeim afleið-
ingum að hann hlaut mar og yf-
irborðsáverka á höfði, brjóst-
kassa og hægri framhandlegg.
Við ákvörðun refsingar var litið
til þess að ákærði hafði áður
hlotið dóm fýrir líkamsárás.
Ákærða var einnig gert að
greiða rúmar 20 þúsund krónur
í málskostnað.
-hj