Skessuhorn - 27.09.2006, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
Æðardúns-
hreinsistöð
flytur í bæinn
STYKKISHÓLMUR: Fyrir-
tækið Islenskur æðardúnn hefur
flutt starfsemi sína frá Læk í
Dýrafirði í Stykkishólm. Fyrir-
tækið hefur verið skrásett í
Stykkishólmi en ekki haft starf-
semi sína þar. Rekstraraðilar á
Læk ákváðu að hætt starfsemi og
var þá tekið til bragðs að flytja
hreinsistöðina í Hólminn, í stað
þess að leggja hana niður. Með-
al eigenda fyrirtækisins eru
Friðrik Jónsson læknir í Hólm-
inum og dóttir hans Erla bæjar-
stjóri. -kóp
Manns leitað
HVALFJÖRÐUR: Björgunar-
sveitir fundu sl. laugardagskvöld,
efrir stutta leit, eldri mann á Sfld-
armannagötu, gönguleið milli
Hvalfjarðar og Skorradals. Mað-
urinn og sonur hans höfðu orðið
viðskila á leiðinni síðari hluta
dags og kallaði sonurinn strax
eftír aðstoð þegar sýnt þótt að
maðurinn myndi ekki skila sér
fyrir myrkur. Björgunarsveitir og
þyrla voru kölluð út til leitar og
fundu manninn fljótlega. Hann
var fluttur með þyrlu til skoðun-
ar á sjúkrahús í Reykjavík. Þetta
reyndist annasamur dagur hjá
Björgunarfélagi Akraness, því
sveitin hafði áður tekið að sér
gæslu á septemberfest fótbolta-
manna á Skaganum. Farið var í
gæslustörfin strax og leitin á Sfld-
armannagötum hafði borið
þennan góða árangur og gátu
björgunarfélagsmenn þannig
strax farið að vinna upp í kostn-
aðinn við útkallið! -mm
Garðaholt að
Safiiasvæðinu
AKRANES: Skipulags- og
byggingamefnd Akraness hefur
samþykkt að leggja til við bæjar-
stjóm að vegur að Safnasvæðinu
og kirkjugarðinum að Görðum
fái nafnið Garðaholt. -hj
Undirbúningur
Landbúnaðar-
saftis
BORGARFJÖRÐUR: Byggða-
ráð Borgarbyggðar hefur tilnefnt
Sveinbjöm Eyjólfsson sem full-
trúa sveitarfélagsins í undirbún-
ingshóp um stofnun Landbúnað-
arsaflis Islands. Þetta var ákveðið
í framhaldi af bréfi sem Bjami
Guðmundsson ffá Landbúnaðar-
háskóla Islands sendi sveitar-
stjóm. I bréfinu ræðir Bjarni
undirbúning að stofhtm safnsins
og vísar til góðra undirtekta ffá-
farandi sveitarstjórna Borgar-
byggðar og Borgarfjarðarsveitar
við málið. Fram kemur að í imd-
irbúningi sé stofriun sjálfseignar-
stoffiunar um málið. Undirbún-
ingshópurinn verður skipaður
fúlltrúum ffá Bændasamtökum
Islands auk fulltrúar ffá Land-
búnaðarháskólanum.
-hj
Nefiid um skólamál skilar
brátt niðurstöðu
Þriggja manna starfshópur sem
Borgarbyggð skipaði í sumar til að
leggja mat á framtíðar húsnæðis-
mál grunnskóla í sveitarfélaginu
og skiptingu í skólahverfi mun
innan tíðar skila skýrslu sinni. Far-
ið var í þessa vinnu m.a. vegna
sameiningar sveitarfélaga í vor en
einnig vegna framkominna óska
frá Háskólanum á Bifröst um upp-
byggingu nýs grunnskóla á staðn-
um og tilheyrandi íþróttamann-
virkja, en varlega áætluð myndi sú
uppbygging kosta sveitarfélagið á
annan milljarð króna. Að sögn Páls
S Brynjarssonar, sveitarstjóra var
meðal annars leitað til KPMG um
frekari greiningu á hugmyndum
Bifrestinga um uppbyggingu
skóla- og íþróttamannvirkja á Bif-
röst. Aðspurður segir Páll að nið-
urstöðu starfshópsins sé að vænta á
næstunni.
MM
Vetrarstarf bridsfélagamia að heíjast
Næstkomandi mánudag munu urum sem vantar makker er bent á neitt á móti því að fjölga borðum,
léttleikandi félagar í Bridsfélagi
Borgarfjarðar hittast við spilaborð-
ið í fyrsta skipti á nýju starfsári.
Enn eru nokkur laus pláss við spila-
borðið og eru allir áhugasamir
bridsspilarar hvattir til að mæta í
félagsheimilið Logaland fyrir
klukkan 20. Að sögn Jóns Eyjólfs-
sonar, formanns BB verður nú í
upphafi aðstoðað við að leiða sam-
an spilapör þannig að stökum spil-
--------y------------------------
að örvænta eigi. Gott væri ef
áhugasamir nýliðar létu Jón vita í
síma 893-6538, en einnig er hægt
að mæta næstkomandi mánudag á
staðinn. „Við munum byrja á að
spila eins kvölds tvímenning en
stefrium á að spila aðal sveitakeppni
félagsins á sex kvöldum í nóvember
og ffam í desember. Undanfarið ár
vorum við yfirleitt að spila á 9-11
borðum og höfum síður en svo
allavega meðan að gólfþláss leyfir,“
sagði Jón í samtali við Skessuhorn.
Samkvæmt upplýsingum frá Ein-
ari Guðmundssyni, formanni
Bridsfélags Akraness hefst vetrar-
starf þess félags fimmtudaginn 5.
október. Spilað verður í sal Félags
eldri borgara að Kirkjubraut 40.
Nánari upplýsingar gefúr Einar í
síma 862-2962.
MM
Itreka kröfu um að veglína
um Borgames verði færð
Á fundi byggðaráðs Borgarbyggð-
ar þann 6. september sl. var sam-
þykkt að ítreka samþykktir síðustu
sveitarstjórnar Borgarbyggðar þar
sem því er beint til vegamálastjóra
að færsla þjóðvegar 1 við Borgames
verði sett í samgönguáætlun. Á
fundi bæjarstjórnar þann 15. sept-
ember sl. var afgreiðsla byggðaráðs
staðfest með átta atkvæðum af níu,
en einn bæjarfulltrúi, Jenný Lind
Egilsdótrir (B) sat hjá. Þannig má
segja að þverpólitísk samstaða sé um
að ýta á samgönguyfirvöld að hrað-
að verði undirbúningi að færslu veg-
línu þjóðvegarins um Borgarnes á
fyllingu úti í firðinum og meðfram
byggðinni, í stað þess að öll umferð-
in fari áffam í gegnum byggðina.
„Núverandi sveitarstjórn hefur
þannig staðfest vilja síðustu sveitar-
stjómar í þessu efni. Það er óásætt-
anlegt bæði fyrir íbúa í Borgamesi
út ffá öryggissjónarmiðum og veg-
farendur sem hér eiga leið um að öll
umferðin fari um núverandi veg sem
er alltof þröngur til að bera þá miklu
umferð sem hér fer um,“ sagði Páll
S Brynjarsson, sveitarstjóri í samtali
við Skessuhorn. Hann segir að eftir
sé að koma nýrri veglínu í gegnum
tunhverfismat og ffamkvæmdin sem
sfrk sé af þeirri stærðargráðu að hún
þurfi að fara inn á langtímaátlun
Vegagerðarinnar. Því sé ekki hægt
að segja fyrir um það hvenær af
þessum ffamkvæmdum geti orðið,
en ítrekar að það hljóti að auðvelda
samgönguyfirvöldum ákvörðun í
málinu að vilji sveitarfélagsins liggi
fyrir með þetta skírum hætti.
MM
Akraneskaupstaður segir upp
viðskiptum við Landsbanka Islands
Bæjarráð Akraness hefúr sam-
þykkt að fela bæjarstjóra að segja
upp viðskiptum við Landsbanka Is-
lands á Akranesi. Sveinn Kristins-
son fulltrúi Samfykingarinnar í bæj-
arráðs sat hjá við afgreiðslu málsins
og hefur óskað eftir nánari upplýs-
ingum um málið. Að sögn Gísla S.
Einarssonar bæjarstjóra er um að
ræða öll helstu viðskipti bæjarins í
fjármálum sem Landsbankinn hefur
haff með höndum um áratuga skeið.
Nokkrar deilur urðu innan bæjar-
stjómar í vetur eftir að starfsmenn
bæjarfélagsins fengu launaseðla sína
senda í pósti í upphafi árs með korti
ffá Landsbankanum á Akranesi þar
sem útibússtjórinn tilkynnti að
markvisst yrði leitast við að gera
sérstaklega vel við starfsmenn bæj-
arins í öllum þeirra bankaviðskipt-
um og kjömm. Einnig bárast harð-
orðar athugasemdir frá öðrum
bankastofúunum. Aðspurður hvort
uppsögn samninga við Landsbank-
ann nú eigi rætur í þessu máli segir
Gísli S. Einarsson svo ekki vera.
Meirihluti bæjarstjómar einfaldlega
mótað þá stefnu að bjóða þessi við-
skipti út. Þar hafi ekki ráðið nein
óánægja með viðskiptin við Lands-
bankann. Hann segir útboð fara
fram innan skamms en uppsagnar-
ff estur viðskipta er þrír til sex mán-
uðir.
Gunnar Sigurðsson forseti bæjar-
stjórnar Akraness segir eðlilegt að
fjármálastofnanir keppi um við-
skipti í útboði eins og gengur og
gerist í öðmm viðskiptum. Þessi
ákvörðun bæjarráðs sé einfaldlega
verið að fara sömu leið og mörg
önnur sveitarfélög hafa farið á liðn-
um ámm. HJ
Styrkir
minningarsjóð
AKRANES: Bæjarráðs Akra-
ness hefur samþykkt að leggja
fram 200 þúsund kónur sem
stofnframlag í minningarsjóð
um Geirlaug Árnason. Fyrr í
mánuðinum var þess minnst að
80 ár vom liðin frá fæðingu
Geirlaugs og voru haldnir
minningartónleikar um hann í
safnaðarheimilinu Vinaminni
fyrir skömmu. Geirlaugur var
um árabil virkur í sönglífi Akra-
ness en hann lést árið 1981, að-
eins 54 ára að aldri. Minningar-
sjóðurinn mun styrkja ungt og
efnilegt tónlistarfólk á Akra-
nesi. -so
Bærinn gefur
afinælisgjöf
AKRANES: í tilefni 25 ára af-
mælis Grandaskóla á Akranesi
hefur Bæjarráð Akraness ákveðið
að veita skólanum 300 þústmd
krónur í styrk. Skólinn á 25 ára
affnæli þann 6. október n.k. og
eins og ffam hefur komið í ffétt-
um Skessuhorns verður tíma-
mótanna minnst með ýmsum
hætti. -so
Vilja gjald-
frjálsan leik-
skóla fyrir 5 ára
BORGARBYGGÐ: Foreldra-
félög leikskólans í Klettaborg og
leikskólans við Skallagrímsgötu f
Borgamesi hefur sent bæjaryfir-
völdum áskorun í formi opins
bréfs þar sem skorað er á bæjar-
stjórn Borgarbyggðar að hún
beiti sér fyrir gjaldfrjálsum leik-
skóla fyrir 5 ára börn. „Fordæmi
fyrir slíku em fjölmörg og hafa
sveitarfélög að eigin ffumkvæði
tekið upp slíkt fyrirkomulag. Má
þar nefna Grandarfjörð, Siglu-
fjörð og Hveragerði sem öll era
smærri sveitarfélög en Borgar-
byggð,“ segir m.a. í bréfinu. I lok
áskorunarinnar segir: „Væntum
við þess að Borgarbyggð sjái
sóma sinn í því að verða ekki eff-
irbátur annarra sveitarfélaga í
þeim efnum, heldur ffemur, skipi
sér í hóp ffamsækinna sveitarfé-
laga sem vilja auka við grunn-
þjónustu og þar með bæta hag
íbúa svæðisins." -mm
Vörubifreið
skemmd
AKRANES: Skemmdarverk
vora unnin á vörabiffeið þar
sem hún stóð á athafnasvæði
Laugafisks við Breiðargötu sl.
fimmtudagskvöld eða aðfar-
amótt föstudags. Rúður vom
bromar í biffeiðinni og klæðn-
ing rifin. Að sögn lögreglu hef-
ur borið á því að unglingar
safnist saman á þessum stað en
ekki er þó hægt að fullyrða
hvort þeir tengist skemmdar-
verkunum. Hins vegar myndi
lögregla þiggja upplýsingar ef
einhver veit hver þama var að
verki.
-mm
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð f lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is
Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is