Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 7
jkjtssunökji MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 7 Við opnum á Akranesi þann 16. október Ný líkamsrækt fyrir allar konur. Betri heilsa á 30 mínútum. Hjá okkur færðu aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Geymsla og varðveisla stafrænna ljósmynda Rætt við Svan Steinarsson í Framköllunarþjónustunni Stafræn ljósmyndun hefur rutt sér til rúms á nýliðnum árum með undra- verðum hraða. Segja má að nú séu ljósmyndavélar af þessu tagi almenn- ingseign eða í það minnsta eign sem fer saman hjá þeim sem nýtt hafa sér tölvutæknina. Stafræn ljósmyndun gerir lífið á margan hátt auðveldara. Geta má þess að í rekstri héraðs- fféttablaðs eins og Skessuhoms þar sem ljósmyndir gegna stóru hlut- verki, hefur staffæn ljósmyndatækni og tölvupóstsendingar auðveldað margt í samanburði við þá tífna þegar stækka þurffi allar myndir af filmu, bíða eftir niðurstöðunum og skanna síðan afraksturinn af pappfr til notk- unar í blaðinu. Sá sem þetta ritar gengur svo langt að segja að rekstur blaðs eins og Skessuhoms væri hætt ef ekki nyti við staffænna mynda og þeirra tækniffamfara sem orðið hafa á nýliðnum árum. Blaðið fær þannig sendar myndir ffá lesendum, fféttir leiða oft af slíkum myndum og þáttur myndatöku í rekstrarkostnaði er ekki lengur íþyngjandi. En eins og með svo margt gott þá fýlgir böggull skammrifi. Varðveisla, skráning og geymsla mynda á staf- rænu formi getur verið vandasöm, enda er mánaðarskammtur slíkra mynda sem blaðinu berast tahnn í þúsundum. Skráning og utanumhald allra myndanna er eitt. Annað atriði sem ekki síður þarf að huga að bæði á héraðsfréttablaðinu og hjá einstak- lingum er geymsla slíkra mynda. Hvar verða myndirnar efrir 10-15 ár og verða þær e.t.v. ekki ril lengur; ónýtar? Þetta óttast margir atvinnu- ljósmyndarar og segja að meðan ekki liggur alveg ljóst fyrir að staffænar myndir geymist í a.m.k. áratugi, muni þeir halda áffam að nota filmuvélar. Þeir og aðrir hafa áttað sig á þeirri staðreynd að harðir diskar í tölvum, CD diskar, netgeymsla á myndum og bleksprautuprentun er í flestum til- fellum afar óöruggir geymslumiðlar til lengri tíma. Harðir diskar bila, margar netsíður smækka sjálfkrafa upplausn ljósmynda, CD diskar verða ólæsilegir ýmist vegna blekdofriunar í htnum sem er brenndur með geislan- um, skýmyndunar á hlífðarfilmu eða út af rispum. Myndir sem prentaðar eru út á bleksprautuprenturum end- ast einungis ef þær eru rétt gerðar, á réttan pappír og með réttu bleki, sem er bæði dýrt og tímafrekt. Sérfræð- ingar halda því ffam að ef fólk notar staffæna ljósmyndatækni þá sé staf- ræn ffamköllun mynda, unnin af fag- aðilum, skynsamlegasta leiðin til að varðveita ljósmyndir. Filmumar dregist sarnan um 70% Til að forvitnast nánar um hvað fólk geti gert til að tryggja endingu á þeim fjölda staffænna mynda sem tek- inn er, leitaði Skessuhom til Svans Steinarssonar hjá Framköllunarþjón- ustunni í Borgamesi. Hann hefrir 17 ára reynslu af rekstri ffamköllunarfyr- irtækis og nú síðustu ár einnig í efrir- prentunum staffænna ljósmynda. Svanrn- hefrir verulega frindið fyrir samdrætti í framköllun gömlu filmunnar og er nú svo komið að hann er einn í fyrirtæki sínu, en starfsmenn þar vom allt að þrír þegar best lét. „Eg ætla að halda áff am að taka við filmum til ffamköllunar, en er að sérhæfa mig effir mætti í vinnslu staffænna mynda. Framköllun á filmum hefrir minnkað um 70% á síðasthðnum 3-4 árum og ef ég ekki tileinkaði mér nýja tækni og uppfyllti nýjar þarfir markaðarins, þyrftí ég að loka. Það er staðreynd að nær allar ffamköh- unarstofrir sem ekki hafa tileinkað sér staffænu tæknina hafa þurft að hætta starfsemi og nægir að nefria ffamköll- unarstofur á Akra- nesi, Isafirði, Hvammstanga og Blönduósi í því sam- bandi,“ segir Svan- ur. Þannig má segja að landfræðilega þjóni Framköllun- arþjónustan í Borg- arnesi stóm svæði. Svanur nokkuð þétt net umboðsaðila sem taka við filmum til ffamköhunar eða staffænum myndum til eftirprentunar og em þessir staðir nú á Akranesi, Hellissandi, Olafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Hvamms- tanga og Hólmavík. Gæta að lágmarksstærð myndanna Svanur segir að í raun séu fáar leið- ir sem hægt sé að benda fólki á til að geyma staffænu myndimar til lang- tíma með ömggum hættí, aðrar en að láta prenta þær á gæðapappír. „Það er engin ein, örugg geymsluleið til. Einna helst mætti segja að laus utan- áliggjandi drif fyrir tölvur séu best. Það sem fólk getur gert, og ég mæh með, er að velja af og til bestu mynd- irnar úr þeim fjölda mynda sem tekn- ar em og látí prenta þær hjá okkur. Þetta mættí gera svona einu sinni tíl tvisvar á ári. Þá verður kostnaðurinn ekki of mikill í hvert sinn og um leið er fólk að tryggja bestu mögulegu varðveislu myndanna." Svanur segir að margir viðskiptavinir hans flaski á því að geyma myndir t.d. inn á ffís- væðum á hinum og þessum vefsíðum, en síðar ef eitthvað á að gera við myndirnar, t.d. stækka þær eða end- urprenta, þá reynist það ekki hægt því þær vom minnkaðar svo mikið niður við slíka geymslu að þær era í raun ónýtar á eftir. „Myndir þurfa að vera að lágmarki 400-500 kílóbitar að stærð (Kb) til að fá nothæfa eftír- prentun t.d. í stærðinni 10x15 cm eða 15x20 cm. á pappír. Þá er ekki síður nauðsynlegt að gæði myndanna séu strax stillt í nægjanlega góðri upp- Svanur við framköllunarvélina. hefur lausn í myndavélunum sjálfrim,“ bæt- ir hann við. Til að koma til móts við þarfir þeirra sem vilja láta prenta mikið af staffænum myndum, hefur Svanur ákveðið að bjóða mikinn magnafslátt skipti myndimar hundmðum í hvert skiptí hjá viðskiptavinum hans. „Ég hef leitað eftír góðum verðum í papp- ír erlendis og tel mig nú geta boðið fólki eftirprentanir á myndum fyrir 20 krónur stykkið, þurfi það 500 stykld eða fleiri. Þá er um að gera að velja bara bestu eintökin úr stafrænu myndunum og koma með þær á geisladiskum eða á minniskubbum til mín og fá þær þannig fluttar yfir á pappír." Myndir prentaðar á striga Til að mæta minnkandi verkefrium vegna þess hve filmufr amköllun hefur dregist saman býður Svanur nú ýmsa aðra þjónustu, en tengda þó. „Eg þurftí að breyta áherslum og auka vömframboðið. Ég geri talsvert af því að taka passamyndir hér á stofunni hjá mér og hef auk þess fjárfest í dýr- um plotter sem gefur ýmsa mögu- leika. Til dæmis get ég prentað myndir út á striga og sett á blindramma en góðar ljósmyndir geta komið glettilega vel út með því og em auk þess tílvaldar tækifærisgjafir. Þá er hægt að nýta plotterinn í teikn- ingaútprentun og auglýsingagerð, hægt er að plasta stórar myndir og ýmislegt fleira er hægt með rétta tækjakostinum. I það minnsta vil ég láta reyna á að halda rekstrinum áfram en með nýjum áherslum," sagði Svanur að lokum. MM Borgarbyggð Umsjónarmaður eigna í Borgarnesi Um er að ræða starf á framkvæmdasviði. í starfinu felst umsjón og eftirlit með eignum eignasjóðs í Borgarnesi ásamt húsvörslu í • Grunnskólanum íBorgarnesi. Æskilegt er að umsækjendur hafi iðnmenntun. Laun skv. kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 6. október og skal umsóknum skilað á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, 310 Borgarnes. Nánari upplýsingar veitirSigurður Páll Harðarson forstöðumaður framkvæmdasviðs á skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða á netfang: sigurdur@borgarbyggd.is Sveitarstjórí Borgarbyggðar Fiarmalastiori SEMENTSVERKSMIÐJAN Sementsverksmiðjan hfer framleiðslu- fyrirtæki sem hefur um áratuga skeið framleitt sement og fylliefni ísteypu fyrir íslenskan byggingaríðnað. Lögð er áhersla á öguð og vönduð vinnubrögð iallrí starfsemi fyrírtækisins. Framleiðslan. salan og dreifingin er gæðavottuð samkvæmt ISO EN 9001:2000 staðli. Nánari uppiýsingar um starfsemi verk- smiðjunnar erað finna á heimasíðu félagsins: www.sement.is Sementsverksmiðjan hf á Akranesi auglýsir starf fjármálastjóra laust til umsóknar. Starfssvið Fjármálastjórnun félagsins í nánu samstarfi við fram- kvæmdastjóra Skipulag vinnufyrirkomulags og áframhaldandi þróun og uppbygging á upplýsinga- og bókhaldsmálum félagsins Tölfræðileg úrvinnsla, afstemmingar og árshluta- uppgjör Gerð rekstraryfirlita, greiðsluáætlana og önnur skýrslugerð Undirbúningur að gerð ársreiknings Margvísleg önnur verkefni í samráði við framkvæmda- stjóra Menntunar- og hæfniskröfur Menntun á sviði viðskipta- og/eða rekstrarfræða eða sambærilegt Reynsla af bókhaldsstörfum og uppgjörsvinnu Þekking á Navision eða sambærilegu bókhaldskerfi Nákvæmni í starfi og góð tölvukunnátta Skipulagshæfni, frumkvæði í starfi og góð samskipta- hæfni Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 9. október nk. Númer starfs er 5035. Upplýsingar um starfið veitir Þórir Þorvarðarson. Netfang: Thorir@hagvangur.is HAGVANGUR Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavik Simi 520 4700 • www.hagvangur.is við ráðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.