Skessuhorn - 27.09.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
oiusunukj
Umferðarmannvirki á Hvanneyri úr takti við fólksfjölgnn
Ibúum á Hvanneyri hefur á liðn-
um árum verið að fjölga mjög. Þar
eiga nú lögfestu um 300 manns en
við þá tölu má bæta a.m.k. 150 nem-
endtun við Landbúnaðarháskólann
sem eiga þó ekki lögheimili á staðn-
um. A Hvanneyri dvelja því a.m.k.
450 manns að jafnaði, en til gamans
má geta þess að það er sami fjöldi og
bjó í Borgamesi um fyrra stríð.
Aætlanir m.a. Agústar Sigurðssonar,
rektors LBHI gera ráð fyrir að eftir
5-7 ár verði íbúafjöldi í þorpinu
kominn í 1000 manns. Þó íbúum
hafi fjölgað þetta mildð er óhætt að
segja að enn sé mikill „þorpsbragur“
á umferðarmannvirkjum á staðnum
sem á engan hátt hafa þróast í takt
við fjölgun vegfarenda.
Heimamenn á Hvanneyrarstað
telja að bílafjöldi hafi aukist tun 200-
300% á hðnum misserum og eigi sú
fjölgun sér enga hliðstæðu í sveitar-
félaginu. Ibúar hafa af því miklar
áhyggjur að umferðaröryggismálum
sé ekki sinnt í hlutfalli við umferð og
óttast að óbreyttu sé það einimgis
tímaspursmál hvenær alvarlegt slys
verði. Nefna menn sem dæmi að að-
keyrsla að leik- og grunnskólum
skuli hggja í gegnum íbúðargötur og
telja að sveitarfélagið, yfirvald skipu-
lagsmála, eigi sökina þar sem nýtt
skipulag með nýrri aðkomuleið að
skólunum vanti.
Við magn umferðar, sem rekja má
til íbúa á staðnum, bætist mikil um-
ferð ferðafólks sem lítt eða ekkert
þekkir til staðhátta og ef öryggismál-
um og t.d. merkingum sé ábótavant
skapi það enn meiri hættu en þörf er
á. A spjallvef staðarbúa segir m.a. að
það vanti stórlega hringtorg tdl að
hægja niður umferð, biðskyldu-
merkingar myndu eyða vafa um
hvemig fólk ættd að haga sér í um-
ferðinni og hraðahindranir við fjöl-
fama göngustíga vanti tilfinnanlega.
Þegar ekið er inn á Hvanneyrar-
stað er ekkert sem dregur úr um-
ferðarhraða annað en lítt áberandi
skiltd. Okumenn þurfa því ekki að
draga úr hraða við krossgötur þar
sem annars vegar er haldið beint á-
fram að skólahúsum, skrifstofubygg-
ingum og nemendagörðum og hins
vegar er beygt til hægri að t.d. meiri
íbúðabyggð, grunn- og leikskóla,
gömlu skólahúsunum og gripahús-
um. Þrátt fyrir að um nokkurt skeið
hafi verið uppi áætlanir um gerð
hringtorgs við þessar krossgötur,
hefur enn ekkert orðið af ffarn-
kvæmdum. „Sveitarstjórn hefur
þrýst á það við samgönguyfirvöld að
hraðað verði gerð hringtorgs á
Hvanneyri til að dregið verði úr
þeim mikla hraða sem er á bílum
þegar komið er inn á staðinn. En
okkur er sagt að vanti fjárheimild til
verksins. Við höfum rætt við vega-
málastjóra, Vegagerð og samgöngu-
ráðherra um málið á liðnum misser-
um og okkur verið tjáð að fram-
kvæmdinni hafi verið frestað," sagði
Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri þeg-
ar hann var spurður um málið. „Þá
hafa umferðaröryggismál bæði á
Hvanneyri og í Borgamesi verið til
umræðu í þriggja manna starfshópi á
vegum sveitarfélagsins, sem skipað-
ur var í ágúst sl. til að fara ofan í kjöl-
inn á brýnustu verkefnunum. Meðal
þess sem Hggur fyrir er að bæta þarf
Umræddar krossgötur semjýrst er komið ad þegar ekið er inn á Hvanneyrarstað. Hér er ráðgert að bygg/a bringtorg, en stjómvöld hafa
frestað framkviemdum. Ljósm. Sólrún Bjamadóttir.
biðskyldumerkingar því meðan á
þær vantar gildir hægri reglan á
stöðum sem það getur hæglega vald-
ið misskilningi. Þá vantar hraða-
hindranir við göngustíga á Hvann-
eyri tdl að auka öryggi gangandi veg-
farenda. Okkur er fullkunnugt um
þetta vandamál og erum öll af vilja
gerð að hraðað verði sem kostur er
þeim úrbótum sem snúa að sveitar-
félaginu og þrýst verði áfram á
Vegagerð að leysa þau mál sem að
ríkinu snúa,“ segir Páll í samtafi við
Skessuhorn. Hann segir að unnið sé
áffarn við göngustígagerð á staðnum
og nýir stígar sem þar hafi verið
lagðir verði að hluta til malbikaðir
nú í haust.
MM
Framkvæmdir við
Grenigrund í útboð
Akraneskaupstaður, í samstarfi
við Orkuveitu Reykjavíkur og Sím-
ann hf., hefur auglýst eftir tilboð-
um í framkvæmdir við Grenigrund.
Um er að ræða malbikun götunnar
og einnig verða lagðar gangstéttir
við götuna. Framkvæmdirnar voru
nokkuð í sviðsljósinu undanfarna
mánuði. Fyrrverandi meirihluti
bæjarstjórnar hugðist ráðast í end-
urbætur götunnar á næsta ári. Ibúar
við götuna voru ekki sáttir og af-
hentu bæjarstjórn undirskriftarlista
í vor þar sem þess var krafist að ráð-
ist yrði í ffamkvæmdir strax en eft-
ir að íbúar götunnar kröfðust úr-
bóta strax. Málið var til umræðu í
kosningabaráttunni í vor og eitt af
því fyrsta sem núverandi meirihluti
tilkynnti var að ráðist yrði í fram-
kvæmdir á þessu ári.
Samkvæmt auglýsingu bæjarins
skal malbikun götunnar lokið fyrir
15. desember og öðrum frágangi
vegna framkvæmdanna skal lokið
eigi síðar en 1. júní á næsta ári.
HJ
Rjúpnaveiði leyíð ijóra daga
vikuímar firá 15. okt - 30. nóv
Umhverfisráðherra hefur ákveð-
ið fyrirkomulag veiða á rjúpu
haustið 2006. Veiðitímabilið verður
eins og í fyrra frá 15. október til 30.
nóvember en sú nýjung tekin upp
að einungis verður leyft að veiða
fimmtudaga til sunnudaga. Afram
verður sölubann á rjúpu og afurð-
um hennar, eins og segir í tilkynn-
ingunni. Þá hvetur ráðherra til hóf-
samra og ábyrgra veiða. I samvinnu
við dómsmálaráðuneytið verður
veiðieftirlit úr lofti eftir því sem
kostur er.
I tilkynningu ráðuneytisins segir:
„Náttúrufræðistofnun mat veiðiþol
rjúpnastofnsins fyrir umhverfis-
ráðuneytið og byggðist matið á
þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpna-
veiðar séu sjálfbærar. Það var mat
stofhunarinnar að óvæntir atburðir
hefðu orðið í rjúpnastofninum og
talningar sýndu að stofhinn er á
niðurleið eftir tveggja ára upp-
sveiflu. Varpstofh 2006 er talinn
180.000 fuglar og er það fækkun
um 40.000 fugla frá í fyrra. Við mat
á veiðiþoli er miðað við að afföll
unga verði nú á haustdögum líkt og
2005 og útreikningar á stærð veiði-
verði 70%, þ.e. það sama og haust-
ið 2005. Stofnunin mat stærð veiði-
stofns 2006 um 500.000 fugla og
ásættanleg veiði um 45.000 fuglar.
Umhverfisráðherra ákvað í fyrra
að veiðitíminn yrði frá 15. október
til 30. nóvember auk þess sem
bannað var að selja rjúpu. Stjórn
rjúpnaveiða árið 2005 tókst ágæt-
lega. Stefnt var að 70.000 fugla
veiði og mat Umhverfisstofnunar
er að heildarveiði hafi verið á bilinu
70.000 til 75.000 fuglar. Miðað við
sóknargetu veiðimanna er augljóst
lega úr veiðum sínum og þannig
orðið við áskorun um að sýna hóf-
semi við veiðar.
Þrátt fyrir þetta gengu væntingar
um afkomu rjúpimnar ekki eftír.
Ljóst er að margir þættir aðrir en
skotveiðar hafa áhrif á afkomu rjúp-
unnar og það er talið líklegt að ó-
hagstætt tíðarfar sumar og haust
2005 hafi verið afdrifaríkt. I fyrra
kom haustið snemma og var rysjótt
auk þess sem slæmt vorhret í lok
maí olli vanhöldum í varpi.“
MM
Oánægja með heflun
vega í Hvalíj a rðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
hefur falið sveitarstjóra að hafa
samband við Vegagerðina og þrýsta
á um að malarvegir í sveitarfélaginu
verði heflaðir reglulega. Sigurður
Sverrir Jónsson sveitarstjórnar-
maður og atvinnubílstjóri flutti til-
lögu um málið og var hún sam-
þykkt samhljóða.
Sigurður Sverrir ekur skólabíl
innan sveitarfélagsins og því manna
kunnugastur um ástand malarvega
á sinni akstursleið. Hann sagði í
samtali við Skessuhorn að vegirnir
væru mjög slæmir í Svínadalnum
og í Leirársveit og raunar væri al-
veg sama hvaða malarvegur það
væri innan sveitarinnar. Þá mætti
alla bæta með heflun. Sigurður
Sverrir segir eiginkonu sína, sem
einnig sér um akstur skólabarna,
hafa haft samband við Vegagerðina
í Borgarnesi og spurt hvers vegna
malarvegir í Hvalfjarðarsveit væru
ekki heflaðir og hefði fengið þau
svör að enginn veghefilsstjóri sé við
störf í Borgarnesi.
„Vegir eru almennt ekki heflaðir
í takt við þá miklu umferð sem um
þá fer og ástandið hér er ekkert
einsdæmi. Það væri til dæmis fróð-
legt að fá upplýsingar um hve oft
malarvegir í Hvalfjarðarsveit hafa
verið heflaðir á síðustu tólf mánuð-
um,“ sagði Sigurður Sverrir.
Fjármagn stýrir
framkvæmdum
Þegar Bjarni H. Johansen þjón-
ustustjóri Vegagerðarinnar í Borg-
arnesi var spurður um málið sagðist
hann vita að vegheflun væri ábóta-
vant á öllu Vesturlandi, vegirnir
væru allir í misgóðu ástandi. Þó
væri alveg sama í hvaða sveitarfé-
lagi fólk byggi, allir teldu sinn veg
þann versta á öllu landinu. Bjarni
sagði Vegagerðina leita til verktaka
með heflun takist starfsmönnum
stofnunarinnar ekki að vinna verk-
ið. Því geti verið að þegar áður-
nefndur bílstjóri fékk svarið um
mannekluna hafi það verið reyndin.
Hjá Vegagerðinni veikist menn og
fari í barneignarleyfi eins og í öll-
rnn öðium fyrirtækjum og ekki fá-
ist alltaf heimild til að ráða starfs-
menn í staðinn. „Verkum er for-
gangsraðað en við lítum þó til mik-
illa umferðarhelga, veiðitímabila,
rétta og þess háttar þegar viðhald
vega er skipulagt hjá okkur," sagði
Bjarni. Hann segði einnig að mal-
arvegir innan Hvalfjarðarsveitar
hefðu verið heflaðir í sumar en ekki
reglulega frekar en aðrir vegir.
„Það rignir ekki reglulega eins og
hvert mannsbarn veit og því er ekki
hægt að hefla effir dagatali. Ef allir
malarvegir eiga að vera í mjög
góðu ásigkomulagi þarf meira fjár-
magn. Fjármagn sem veitt hefúr
verið í vegheflun og rykbindingu
hefur ekki dugað. Oft eru vegirnir
verstir við brýr og ristarhlið sem
fyrir löngu hafa lokið hlutverki
sínu. Þar eru oft verstu holurnar og
mestra viðgerða þörf. Við höfum
óskað effir því að sum þessi ristar-
hlið verði fjarlægð, en án árangurs.
Abúendur og jarðaeigendur við
malarvegi mættu sumir stundum
líta í eigin barm og vera fusari til
samstarfs við okkur,“ sagði Bjarni.
Bjarni segist vel skilja óánægju
þess fólks sem fara þurfi um slæm-
an veg og það kannski oft á dag.
„Ég er því innilega sammála að
ekki er skemmtilegt að aka um
svona vegi og starfsmenn Vega-
gerðarinnar vilja gjarnan geta gert
betur, en ég tel að á Vesturlandi séu
til mun verri malarvegir en í Svína-
dal og á mörgum þeirra er mun
meiri umferð. Við tökum vel á móti
öllum upplýsingum og kvörtunum
um ástand vega og reynum að gera
það sem við getum til að bæta
ástand þeirra,“ sagði Bjarni að lok-
um.
SO