Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2006, Síða 10

Skessuhorn - 27.09.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 SHgSSlöIgOBíS Lágt sjálfsmat og vúnuefiianeysla unglinga í Borgai'firði Iþróttamiðstöðin í Borgamesi. Tómstundanefhd BorgarbyggSar horfir m.a. tilþess aí efla íþróttastarffyrir unglinga í forvamarskyni. Þá er einnig horft til annarra tómstunda. Unglingar í Borgarnesi og Borg- arfirði hafa lágt sjálfsmat og vímu- efhaneysla þar er meiri en annars- staðar á Vesturlandi og með því versta sem gerist á landinu. Þetta kemur fram í skýrslunni „Heilsa og lífskjör skólanema 2006.“ Hún var unnin af Háskólanum á Akureyri og Lýðheilsustöð og er hluti af al- þjóðlegri rannsókn. I vor voru spurningar lagða fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í öllum grunn- skólum landsins, utan sérskóla. Sjálfsmat nemenda grunnskólanna í Borgamesi og Borgarfirði er lægst allra á landinu. Nemendur mátu eigið líf á kvarðanum 0-10 og var aðeins rétt rúmlega helmingur, eða 54,2%, sem mat líf sitt á bilinu 8- 10. Sömu tölur yfir Vesturland em 61,7% og á landinu í heild 65,1%. Svipað er uppi á teningnum þeg- ar kemur að neyslu vímuefha. I svörum við spurningunni um hvort viðkomandi reykti daglega kom í ljós að enginn í 6. bekk gerði það, en 2,4% 8. bekkinga svaraði því ját- andi. A Vesturlandi öllu er sú tala lægri, eða 1,7%, og enn lægri á landinu í heild sinni eða 1,4%. I tí- unda bekk lítur dæmið þannig út að 17,2% nemenda í Borgarnesi og Borgarfirði reykja daglega, 9,9% á Vesturlandi og 10,2% á landinu öllu. I báðum tilfellum reykir hæst hlutfall unglinga á landinu í Borg- arnesi og Borgarfirði. Eintmgis nemendur í 10. bekk svömðu spurningum um aðra vímugjafa. Kom þar í ljós að 46,8% nemenda í Borgamesi og Borgar- firði hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum og 11,1% þeirra hefur notað hass eða marijúna einu sinni eða oftar. Á Vesturlandi hafa 38,2% 10. bekk- inga orðið ölvaðir á síðasta ári og 39,5% á landinu öllu. 9,4% nem- enda í 10. bekk á Vesturlandi hefur prófað hass eða marijúna, en 9,5% í Reykjavík. Þá em hlutfall eineltis í gmnnskólum í Borgarnesi og Borgarfirði hærra en landsmeðal- tafið, eða 22,2%, sem hafa verið lögð einu sinni eða oftar í einelti, á móti 18,9% yfir landið í heild sinni, og 17,2% á Vesturlandi. Bjöm Bjarki Þorsteinsson er for- maður tómsmndanefndar Borgar- byggðar, en hún hefur með málefni æskulýðs að gera. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að menn þar væru mjög meðvitaðir um stöðu mála og hefðu fullan hug á að bregðast við skýrslunni. „Við þurf- um að líta í eigin barm hvað þetta varðar, finna út hvað virkar ekki og finna réttar leiðir til að börnunum okkar líði betur. Þetta verkefni blasir við nýrri tómstundanefhd og vímuvarnamálin tilheyra okkur. Hér er starfandi vímuvamahópur, en við verðum að hugsa upp leiðir sem virka.“ Tómstundanefnd mtm taka málið fyrir á fundi sínum í næstu viku og í kjölfarið grípa til aðgerða. Aðspurður segist Björn Bjarki telja að samþætting vímu- varna- og tómstundamála í einni nefnd sé af hinu góða. „Þetta á vel saman. Af hverju leiðast krakkar út í fíkniefni og annað slíkt? Verðum við þá ekki að gera betur með tóm- stundir, þá ekki bara íþróttir heldur hin ýmsu félagsstörf?“ Jákvæðir þættir koma einnig ffam í skýrslunni, en í ljós kemur að langflestir nemendur í Borgarnesi og Borgarfirði, eða 72,2%, borða morgunmat fimm sinnum í viku sem er mest yfir landið. A Vestur- landi gegnir það sama um 70,8% nemenda og 68,% á landinu öllu. Þá er sá tími sem nemendur í skól- um Borgarfjarðar og Borgarness eyða við sjónvarp eða tölvuskjá með því minnsta sem gerist á landinu, en 53,9% þeirra segjast verja 30 klukkustundum eða meira við þá iðju, en 56,3% á landinu í heild og 58,9% á Vesturlandi. -KÓP Utskrifaoist sem læknir / og fór beint til Olafsvíkur I síðustu viku útskrifaðist ung kona ættuð af Mýrunum sem lækn- ir með hæstu einkunn ffá læknahá- skólanum í Debrecen í Ungverja- landi. Hún heitir Hanna Kristín Olafsdóttir og er ffá Hundastapa. Hanna Kristín hefur undanfarin 6 ár verið í læknanámi ytra og er hún þegar komin til starfa, reyndar tímabundinna, við heilsugæslu- stöðina í Olafsvík, en þar hefur ver- ið læknislaust að undanfömu. Hanna Kristín vildi af hógværð sem minnst gera úr árangri sínum á læknisprófinu, en staðfesti þó að hún hafi útskrifast með hæstu ein- kunn kvenkyns læknanema af alls 140 manns sem útskrifuðust í síð- ustu viku. „Við vomm 12 sem út- skrifuðust með hæstu einkunn, ég var hæst kvennanna en einn karl- maður sló mér þó við,“ sagði hún í samtali við Skessuhorn. Hanna Kristín stoppaði ekki lengi við í Ungverjalandi eftir útskriftina því hún var komin til starfa vestur í Olafsvík strax á mánudagsmorgun. ,J4ér hefur verið læknislaust og tók ég að mér tímabundið starf ffam til næstu áramóta. Eftir það hef ég ráðið mig til læknisstarfa í London og flyt þangað eftir áramót og ætla að búa með kærastanum sem þar starfar,“ sagði Hanna Kristín að lokum. MM Aflaverðmæti í júní minna en í fyrra í júní var landað 1.846 tonnum af sjávarfangi að verðmæti tæpar 146 milljónir króna í höfhum á Vestur- landi. I sama mánuði í fyrra var landað 3.825 tonnum að verðmæti rúmar 178 milljónir króna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu ís- lands. Samdráttur í verðmætum er því um 18% á milli ára og tæp 52% í magni tahð. Fyrstu sex mánuði árs- ins var landað á Vesturlandi 43.353 tonnum að verðmæti rúmar 1.847 milljónir króna. A sama tíma í fyrra var landað 50.569 tonnum að verð- mæti rúmar 1.490 milljónir króna. Aflaverðmæti eykst því um tæp 24% á sama tíma og aflinn minnkar um rúm 14%. HJ Heilsugæslustöð krefiu* bæjarhátíð um kostnað við heilsugæslu Einn gesta Færeyskra daga 2006. Ekki er vitað hvort umræddur gestur var einn þeirra sem leita þurfti hjálpar á heilsugæslustöðinni. Skipulagsnefnd Færeyskra daga í Olafsvík hefur alfarið hafnað greiðslu á hluta kostnaðar fyrir heilsugæslu þá daga er hátíðin stóð yfir. Framkvæmdastjórn Heilsu- gæslustöðvarinnar sendi skipulags- nefndinni bréf þar sem tilkynnt er að hún samþykki ekki að boðið sé til útihátíðar sem sé orðin að einni mestu sukkhátíð landsins. Skipu- lagsnefndin segir það ekki hlut- verks sitt að fjármagna heilsu- gæsluþjónustu. Forsaga málsins er sú að í júlí á síðasta ári sendi Björg Bára Hall- dórsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Olafs- vík skipulagsnefnd Færeyskra daga bréf þar sem vakin var athygli á því að aðsókn á hátíðina væri sífellt að aukast og samsetning gestanna hefði breyst. Fyrstu árin sem há- tíðin var haldin hafi venjuleg vakt á Heilsugæslustöðinni ráðið við þjónustu við hátíðargesti. Hin síð- ari ár hafi tvöfaldur fjöldi starfs- manna vart haft undan og það hafi haft í för með sér „gífurlegan kostnað fyrir stöðina sem ekki fæst bætt frá ríki í formi aukafjárveit- ingar,“ eins og segir í bréfi Bjargar Báru og segir að kostnaðurinn við hátíðina árið 2005 fari vart undir einni milljón króna. Jafnframt óskaði hún eftir því að mótshaldar- ar greiði þennan kostnað í framtíð- inni og einnig að þeir greiði hluta kostnaðar ársins 2005. Skipulagsnefndin svaraði Báru Björg samdægurs með bréfi þar sem fram kemur að nefndin telji að „það sé ríkisins að borga kostnað- inn í heilbrigðisþjónustu,“ og til- kynnir að bréfi Báru Bjargar hafi verið vísað frá. Að loknum Færeyskum dögum í ár sendir Bára Björg aftur bréf til nefndarinnar. I því kemur fram að framkvæmdastjórn Heilsugæslu- stöðvarinnar samþykki ekki að boðið sé til útihátíðar „líka þeirri sem var í byrjun júlí hér í bæ,“ því þróun mála hafi verið með þeim hætti að ekki verði við unað. Það sem áður hafi verið fjölskylduhátíð „er orðið að mestu sukkhátíð landsins,“ eins og segir orðrétt í bréfinu. Þá segir einnig: „Við vilj- um því senda skýr skilaboð: Við samþykkjum ekki unglingadrykkju í bænum. Við samþykkjum ekki að börnin okkar geti ekki gengið óhult um götur bæjarins á lögleg- um útivistartíma. Við mótmælum því að boðið sé til slíkrar hátíðar á næsta ári.“ Með bréfinu var sendur reikningur að fjárhæð 300 þúsund krónur sem sagður er hluti kostn- aðar við vinnu starfsfólks stöðvar- innar á meðan á hátíðinni stóð. I opnu svarbréfi sem skipulags- nefndin sendi frá sér á dögunum er það ítrekað að það sé ekki í verka- hring nefndarinnar að fjármagna kostnað við heilsugæslu og vísa til laga í því sambandi. Framkvæmda- stjórnin þurfi því að snúa sér til ráðuneytis heilbrigðismála með beiðni um frekari fjárframlög „ef stofnunin telur að hún geti ekki haldið uppi fullri þjónustu" á með- an á hátíðinni stendur. Aðspurð hvort það væri í verka- hring framkvæmdastjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar að mæla með eða á móti samkomuhaldi sagði Björg Bára í samtali við Skessu- horn að til þess að halda slíkar há- tíðir þyrfm mótshaldarar aðgang að heilsugæslu. Með bréfinu hefði framkvæmdastjórnin verið að koma skoðun sinni á framfæri. Hún sagði alkunna að þeir sem héldu útihátíðir greiddu fyrir heilsugæslukosmað sem þar færi ffam. Aðspurð hvort það stæðist lög að innheimta slíkan kostnað við bæjarhátíð sem Færeyska daga sagði hún að það yrði að koma í ljós. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Hún myndi ræða það beint við skipulagsnefndina en ekki í gegnum fjölmiðla. Magnús Höskuldsson, sem sæti átti í skipulagsnefnd Færeyskra daga í ár, sagðist í samtali við Skessuhorn málið útrætt í nefnd- inni því enginn lagalegur réttur væri til innheimtunnar. Fram- kvæmdastjórn Heilsugæslustöðv- arinnar væri því komin langt út fyrir sitt verksvið með útgáfu reikningsins og með þeim orðum sem í bréfi stofnunarinnar hefði komið fram.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.