Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
SB£SS1M©EKI
Með bátasmíðim í blóðinu
Rætt við Aðalstein Valdimarsson á Reykhólum sem vinnur nú að stofnun Bátasafns Breiðafjarðar
Aðalsteinn á heimili sínu á Reykhólum. Hann er núfluttur aftur í húsiS sem hann reisti upp úr 1960.
Á Reykhólum við Breiðafjörð er
nú unnið að því að koma á fót Báta-
safni Breiðafjarðar, safhi sem helg-
að yrði súðbyrðingnum breiðfirska
sem margir þekkja. Markmið saihs-
ins er að safna, skrá, varðveita og
sýna muni og minjar sem hafa gildi
fyrir sögu báta, bátasmíða og sigl-
ingar við Breiðafjörð. Þá skal safhið
stuðla að nýsmíði súðbyrðinga,
veita þekkingu í því fagi efrir gögn-
um, efla siglingakunnáttu og halda
til haga vitneskju um gamlar sigl-
ingaleiðir á Breiðafirði. Þetta eru
sannarlega háleit markmið og hefur
Aðalsteinn Valdimarsson verið
ffamarlega í flokki í þessari baráttu.
Hann er t.a.m. formaður Félags
áhugamanna um Bátasafn Breiða-
fjarðar á Reykhólum. Bátasmíði er
Aðalsteini ekki ókunnug, hann er
menntaður í þeim ffæðurn enda
kemur hann af miklum ættbálki
bátasmiða. Frændi hans, Hafliði
Aðalsteinsson, er varaformaður
téðra samtaka, þannig að ljóst er að
fagið er ættinni hugleikið.
Aðalsteinn fæddist í Hvallátrum
þann 29. mars árið 1938. Faðir hans
var Valdimar Olafsson Olafssonar
Bergsveinssonar í Bjarneyjum, Ó-
lafssonar Teitssonar. Allir voru þeir
skipasmiðir og fleiri í ættinni, t.a.m.
annar sonur Olafs Teitssonar,
Eyjólfur í Sviðnum. Móðir Valdi-
mars var Fjóla Borgfjörð. Valdimar,
faðir Aðalsteins, var vel þekktur
skipasmiður, tók marga nema og
smíðaði fjölda báta. Hann lést ung-
ur, aðeins 33 ára gamall, og í raun
er ótrúlegt hve mikið hann lætur
eftir sig. Snemma lá fyrir hvað úr
Valdimar yrði, því fóstra hans orti
til hans á barnsaldri:
Þetta rættist og Valdimar varð
þekktur skipasmiður ásamt því að
stunda búskap í Hvallátrum. Aðal-
steinn var aðeins 14 mánaða þegar
hann missti föður sinn og þegar
hann var þriggja ára flutti móðir
hans úr Hvallátrum með sjö systkin
hans. Aðalsteinn var yngstur og
varð eftir hjá ffændfólki sínu.
Fetað í fótspor föður
Þegar Aðalsteinn var sextán ára
gamall fetaði hann í fótspor föður
síns, enda má segja að hann hafi
bátasmíði í blóðinu. „Eg fór til
Hafnarfjarðar og lærði í Bátasmíða-
stöð Breiðafjarðar árið 1954,“ segir
hann. „Þegar ég útskrifaðist þaðan
árið 1958 hafði fyrirtækið breytt
um nafn og var orðið Bátalón. Það
segir kannski eitthvað um áhrif föð-
ur míns að allir þrír stofhendur
Bátasmíðastöðvarinnar unnu hjá
pabba, þeir Einar Sturluson, Þor-
bergur Ólafsson og Jóhann Líndal
Gíslason."
Þegar Aðalsteinn hafði útskrifast
sneri hann aftur í Hvallátur og fór
að vinna við smíði bátsins Draupn-
is. „Eg og Valdimar fósturbróðir
minn sáum mest um smíðina, en
ffændi minn Aðalsteinn hafði feng-
ið þá flugu í hausinn að harm væri í
pólitík og hafði lítinn tíma í þetta.
Valdi fór svo í hlunnindi um sumar-
ið en ég hélt smíðinni áfram.“ Fyr-
ir þá sem ekki vita hvað um er rætt
eru nytjar fuglsins á Breiðafjarðar-
eyjunum nefndar einu nafni hlurtn-
indi.
Aðalsteinn fór að því loknu að
Króksfjarðamesi. „Þar kynntist ég
konu héðan úr sveitinni og við
fluttumst að Reykhólum. Við áttum
saman eina dóttur og hún gerði mig
síðan að afa þegar ég var 68 ára
gamall. Það er því nokkuð langt á
milli kynslóða hjá okkur.“ Á Reyk-
hólum var Aðalsteinn í 11 ár, vann
við byggingarvinnu og reisti mörg
útihús í sveitinni. Um vetur var
hann á vertíð þar til hann lenti í
slysi sem varð til þess að hann gat
ekki lengur stundað sjóinn. Þar
smíðaði hann eina bátinn sem hann
hefur smíðað upp á sitt einsdæmi,
Hafdísi. „Eg hafði verið eitt sumar
með bát til að læra hvemig bátar
eiga að vera í laginu. Eg reyndi svo
að gera Hafdísi sem besta úr garði
en það mistókst nú allt, nema það
að hún slær ekki á móti vindi.“
ára búsetu. „Ég fór að vinna þar um
vorið en skilaði mér ekki aftur,“
segir Aðalsteinn, en hann og barns-
móðir hans slitu þá samvistum. I
Búðardal stýrði hann lengi vel Tré-
smíðaverkstæði Þorgeirs og Gunn-
ars en fór síðan að keyra vörabíl.
Hann beitti sér í félagsmálum og
var um tíma formaður Landssam-
bands vörabílsstjóra. Aðalsteinn var
mestan partinn í því að keyra fyrir
bændur. „Ég átti ágætis ámoksmrs-
vél og þetta var miklu betra en að
keyra fyrir stærri aðila. Ég mokaði
þá sjálfur á og öll nýting varð mun
betri, tankurinn dugði t.a.m. mun
lengur."
Aðalsteinn keyrði þó einnig fýrir
Vegagerðina og vann við klæðningu
vega. Hann hafði hins vegar ýmis-
legt við aðbúnað að athuga og þar
kom að hann fékk það sem hann
kallar „besta reiðikast sem ég hef
fengið.“ Um þessar mundir var
einn maður sem sá um öll þessi verk
fyrir Vegagerðina og var Aðalsteinn
ekki sáttur við fyrirkomulagið. „Við
vorum að vinna í Suðurfirði og
mönnum lá svo á að klára verkið að
kallaður var til aukamannskapur úr
Borgarfirði. Þá var vaninn sá að bfl-
stjórar ynnu í níu tíma en fengu tólf
losanir á þeim tíma. Þama var hins
vegar komið svo mikið af mönnum
að við unnum í tólf tíma en fengum
aðeins níu losanir. Okkur var held-
ur ekki boðið að vera með þeim í
mat þannig að það var komið fram
við okkur eins og hunda. Eitt sinn
spyr yfirmaðurinn hvort hann eigi
að bæta við heimamönnum eða að-
komumönnum við verkið. Ég firrt-
ist þá við og hreytti út úr mér „Þú
færð enga í þetta nema þú komir
ffam við okkur eins og menn.“ Að-
komumennirnir sögðu að svona
ættu formenn að vera, en heima-
mennirnir óttuðust um vinnuna. Ég
hætti þessu hins vegar, auglýsti bíl-
inn og seldi hann á þremur dög-
um.“
Aðalsteinn segir reiðikastið hafa
orðið honum til happs. „Það var að
draga úr þessu öllu um þetta leyti,
kominn klafi á bændur og þeir
hættu að framkvæma. Ég hætti því á
hárréttum tíma.“ Eftir þetta keyrði
Aðalsteinn sendibíl í tvö og hálft ár
en hélt síðan suður til Reykjavíkur.
Heilsubrestur
I Reykjavík vann Aðalsteinn í
byggingarvinnu í tíu ár, lengst af
sem verkstjóri hjá fyrirtækinu
Búlka. Vinnan fólst aðallega í því að
taka við uppbyggðum húsum og
klára að vinna þau. Honum líkaði
hins vegar ekki hvernig undirverk-
takar komu fram við eiganda fýrir-
tækisins og gagnrýndi það mjög.
„Hann var með blóðsugur sem
undirverktaka. Einu sinrú þurfti að
mála eitt hús algjörlega upp á nýtt
eftir málarana og sérstaklega var
beðið um að þessir menn máluðu
aldrei aftur. Eigandinn var hins
vegar svo góður í sér að hann hætti
ekki að skipta við málarana. Ég
kallaði hann félagsmálastofnun.“
Eftir að Aðalsteinn hætti hjá fýrir-
tækinu fór það á hausinn, þannig að
reikna má með að nokkuð hafi ver-
ið til í gagnrýninni á reksturinn.
Eftir því sem leið á starfsævi Að-
alsteins fór að bera á heislubresti og
fýrir sjö árum missti hann heilsuna.
Hann segir ástæðuna vera þá að
hann hafi verið of mikið í eiturlofti
í gegnum ævina. Þá hugsaði hann
sér að láta gamlan draum rætast og
flytja til Hveragerðis. „Fóstra mín
fýrstu árin eftir að pabbi dó og áður
en mamma flutti úr Hvallátram hét
Steinunn. Hún flutti síðar til
Hveragerðis og ég heimsótti hana
þangað þegar ég var unglingur. Þá
lýsti ég því yfir að þar langaði mig
að búa. Ég flutti síðan þangað þeg-
ar ég missti heilsuna, en í ljós kom
að ég þoldi ekki andrúmsloftið þar,
það var of mikill brennisteinn í því.
Ég ákvað því að snúa aftur til Reyk-
hóla á ný.“
Kirkjuviðgerðir
Aðalsteinn er maður hagur og
hefur ekki sest í helgan stein þó
heilsan sé farin að bila. Árið 1992
tók hann að sér að gera upp Hjarð-
arholtskirkju og var það mikið
púsluspil. „Það vora engar teikn-
ingar til af kirkjunni og henni hafði
verið mikið breytt. Hins vegar voru
allar spýtur til og á þeim fundust
merki eftir lista og þess háttar
þannig að hægt var að raða þessu
saman. Ég var í þrjú ár að gera
kirkjuna upp, en á sínum tíma voru
þrír menn hálft ár að reisa hana.“
Aðalsteinn segir Hjarðarholtskirkju
vera skemmtilegasta verkefnið sem
hann hafi komið nálægt. Sam-
bandsslit settu þó strik í reikning-
inn. „Þetta er það verk sem hefúr
tekið hug minn allan og ég gaf mig
allan í það. Það bar þó skugga yfir,
þar sem kona mín sneri sér að öðr-
um á þessum tíma. Það hafði að
sjálfsögðu áhrif, en verkið situr í
minni mínu.“
Að því loknu gerði ég kirkjuna í
Gufudal upp og þar studdist ég
mikið við gamlar fermingarmyndir
til að sjá hvemig kirkjan hefði litið
út. Fyrsta verkið sem Aðalsteinn
kom nálægt við kirkjusmíði var að
setja kross á kirkjuna í Gufudal, þá
ungur maður. Gufudalskirkja var
einnig síðasta kirkjan sem hann
kom nálægt og því má segja að hann
hafi verið kominn í hring.
Máttur tilviljana
Það má með sanni segja að margt
í lífinu sé tilviljunum háð. Því fékk
Aðalsteinn að kynnast þegar hann
snéri aftur til Reykhóla. Húsið sem
hann reisti sér þegar hann flutti
fýrst þangað upp úr 1960 stóð autt.
Þar hafði til skamms tíma verið at-
vinnustarfsemi en Aðalsteinn keypti
húsið og gerði upp, þó því verki sé
reyndar ekki lokið. Þá rakst hann á
gamlan félaga, Hafdísi, bátinn sem
hann smíðaði, og var ekki lengi að
festa sér hann. Lífið hefur því farið
í hring og virðist leita aftur til upp-
runans. Þannig hefur Aðalsteinn nú
mikið unnið að varðveislu, söfnun
og viðgerðum báta, nokkuð sem
hann lærði ungur til en hefur ekki
starfað við síðan. Aðalsteinn hefur
góða þekkingu á gömlum bátum og
hefur hún nýst honum til starfans.
Þannig telur hann sig hafa fundið
það út að báturinn Friðþjófur, sem
er í eigu Þjóðminjasafns Islands og
geymdur á Bátasafninu á Reykhól-
um, sé í raun ekki rétt nefndur.
„Hann er sagður smíðaður í Hval-
látrum 1910-1915 af Ólafi Berg-
sveinssyni afa mínum. Ég vil hins
vegar meina að hann hafi verið
smíðaður í Bjamarhöfh árið 1840
og hafi heitað Felix I. Það er ýmis-
legt sem bendir til þess. Ólafur
smíðaði allt sitt með köntuðum
róm, en ég hef bara fundið eina
slíka í efri hluta bátsins. Tveir
bræður smíðuðu Felix I, hvor sína
hliðina og þeir töluðust ekki við.
Það má sjá á þessum bát að borðin
passa ekki alveg saman líkt og tveir
menn hafi smíðað hann. Eins
heyrði ég í þeim sem gerði hann
upp og hann gaf mér upplýsingar
sem benda til þess að um Felix I sé
að ræða.“
Leitað að báti
Við bátasöfiiunina hafa tilviljan-
irnar spilað stórt hlutverk. „Eitt
sinn bilaði bíllinn minn og ég fékk
lánaðan gamlan Skoda hjá sveitar-
stjóranum. Það var ansi kalt á leið-
inni suður og gangtruflanir í bíln-
um, og greinilega ónýtur vatnslás.
Ég fór í Heklu daginn eftir að
kaupa vatnslás og hitti þar fýrir til-
viljun Kjartan Ólafsson tónlistar-
kennara. Hann segir mér að í
Fremri-Langey séu þrír bátar sem
ég verði að skoða. Og það stendur
heima að þetta eru stórmerkilegir
gripir. Eins hafði ég lengi leitað að
báti sem Aðalsteinn Ólafsson, faðir
Aðalsteins Aðalsteinssonar smíðaði.
Ég hélt ég vissi hvað hefði orðið um
hann, en hann fór út í Skarðsstöð í
viðgerð og fannst aldrei eftir það.
Ég leitaði og leitaði og trúði alltaf
að ég myndi finna hann. Hingað
kemur svo maður sem vann við slátt
og bendir mér á þrjá báta á Ballará.
Ég þekkti bátinn þar undir eins en
hann hafði verið mun lengur í notk-
Vertu kátur Valdi minn,
víst þig gæfan stySur.
BráSum verSur böggullinn
bóndi og skipasmiSur.
Heilladrjúgt reiðlkast
Árið 1971 fór Aðalsteinn í bygg-
ingarvinnu við Búðardal. Það sem
átti að verða tímabundið varð að 20
Aðalsteinn t bátasafninu. Fjœr má sjá bátinn sem gengur undir najninu Friðþjófur og er
sagður smíðaSur 1910-1S. Hann vill meina að þetta sé Felixl og smíðaður árið 1840 í
Bjamarhöfh.