Skessuhorn - 27.09.2006, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
15
aát»um/L:
Nýtt sldpulag
hafiiaraðstöðu í Brákarey
Deiliskipulagstillaga að hafraraðstöðu við Brákarey gerir ráðjýrir nýjum sjóvamargarði
og að um leið skapist ágtet hajharaðstaða Jýrir snuerri báta, en eins ogfram hefur komið
í Skessuhomi hefur aðstaða fýrir þá verið sérlega hágborin undanfarin ár. Myndin sýnir
þó hinn enda eyjunnar og brúna yfir Brákarsund en þar hafa smábátar legið við ankeri
vegna skorts á aðstöðu.
Síðastliðinn fimmtudag hélt
Borgarbyggð kynningarfund í Hót-
el Borgarnesi þar sem tillögur að
væntanlegu deiliskipulagi hafnar-
svæðis í Brákarey í Borgarnesi voru
kynntar almenningi. Um 70 manns
mættu á fundinn, en slík mæting
verður að teljast sérlega góð á sam-
bærilegum fundum jaínvel í fjöl-
mennari sveitarfélögum. Arkitekt-
arnir Richard Briem og Reynir
Ámason héldu framsögu auk Sig-
urðar Skarphéðinssonar frá Orku-
veitu Reykjavíkur og Vignis Al-
bertssonar frá Faxaflóahöfrium.
I tillögunni er gert ráð fyrir að
gerður verði nýr varnargarður vest-
antil á eyjunni og þannig sköpuð ný
hafnaraðstaða fyrir smábáta. Þá er í
tillögunum gert ráð fyrir hreinsi-
stöð fyrir fráveitu á vegum Orku-
veitu Reykjavíkur á svæðinu. Að
sögn Páls S Brynjarssonar, sveitar-
stjóra voru undirtektir fundar-
manna við tillögunni það jákvæðar
að hann gerði ráð fyrir að hún yrði
fljótlega sett í auglýsingaferli.
„Aður hafði skipulags- og bygging-
amefnd samþykkt þessa tillögu og
stjóm Faxaflóahafiia fyrir sitt leiti.
Því er í raun ekkert að vandbúnaði
að setja tillöguna í auglýsingaferli
þannig að ffamkvæmdir geti hafist
sem fyrst,“ sagði Páll í samtali við
Skessuhorn.
Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti
sveitarstjórnar segir aðspurður,
varðandi önnur svæði í Brákarey
sem ekki er tekið á í þessu
deiliskipulagi nýs haínarsvæðis, hafi
menn rætt um að fá nokkrar arki-
tektastofur í hugmyndasamkeppni
um framtíðarskipulag eyjunnar.
Mönnum sé það ljóst að Brákarey
er perla frá náttúmnnar hendi sem
nauðsynlegt sé að sátt skapist um
hvernig best verður nýtt í ffamtíð-
inni. A eyjunni em nokkur mann-
virki sem sum hver era í eigu sveit-
arfélagsins en önnur sem einkaaðil-
ar eiga og nýta og vonandi takist
mönnum að finna framtíðarlausnir
sem allir geti sætt sig við. „Við höf-
um á undanförnum áram fengið á
íbúafundum hugmyndir íbúa um
hvernig þeir sjá framtíð eyjunnar
best borgið. Það væri æskilegt að
koma þeirri vinnu lengra á veg og
þá með því að fara t.d. í óformlega
hugmyndasamkeppni meðal arki-
tekta til að kalla ffam góðar hug-
myndir og útfærslur,“ sagði Bjöm
Bjarki í samtali við Skessuhorn.
MM
Mikil óánægja með stjómun
og stjómunarhætti á Bifröst
Nýstofnað starfsmannafélag Há-
skólans á Bifföst hefur óskað effir
fundi með háskólastjóm þar sem
stjómun skólans og stjórnskipulag
verði rætt. Félagið gerir athuga-
semdir við ýmsar breytingar sem
gerðar hafa verið á skiptdagi skólans
að undanförnu og einnig stjómun-
arhætti skólans. Formaður félagsins
segir framhald málsins ráðast af við-
brögðum stjómarinnar.
Eins og fram hefur komið í ffétt-
um Skessuhoms hafa ýmsar breyt-
ingar verið gerðar á stjórnskipulagi
Háskólans á Bifföst að undanfömu
og vora fyrir skömmu stofhaðar
fjórar nýjar stöður sviðsstjóra á sama
tíma og tvær stöður ffamkvæmda-
stjóra vora lagðar niður. Þá ákvað
stjóm skólans á dögunum að breyta
samþykktum skólans um ráðningar-
ferli og ráðningartíma rektors skól-
ans. Jafnffamt var ákveðið að ffam-
lengja ráðningarsamning Runólfs
Agústssonar rektors um eitt ár en
samkvæmt fyrri samþykktum hefði
hann átt að láta af starfi 1. ágúst
2007. Miklar hræringar hafa orðið í
mannahaldi á Bifföst undanfamar
vikur og meðal annars má nefna að
Bemhard Þór Bernhardsson lét af
störfum sem deildarforseti við-
skiptadeildar en þeirri stöðu hafði
hann gegnt í rúmt ár. Við hans starfi
tók Magnús Ami Magnússon að-
stoðarrektor. Hann sagði starfi sínu
lausu nokkram dögum síðar. Sam-
kvæmt heimildum Skessuhorns er
mikil óánægja meðal starfsmanna á
Bifföst með ýmsar áðurnefndar
breytingar og einnig hefur á undan-
fömum mánuðum farið vaxandi óá-
nægja með stjómunarhætti á Bifföst.
Fyrir skömmu var stofhað starfs-
mannafélag Háskólans á Bifföst og
var Hólmffíður Sveinsdóttir kjörin
formaður þess. A fjölmennum fundi
félagsins í síðustu viku var samþykkt
ályktun með þorra greiddra atkvæða
þar sem óskað er effir fundi með há-
skólastjóm um stjórnun og stjóm-
unarhætti skólans. Hólmfríður vildi
í samtali við Skessuhom ekki tjá sig
efhislega tun ályktun fundarins en
staðfesti að í henni væri farið ffam á
við háskólastjóm að hún taki til
greina ákveðnar athugasemdir sem
ræddar hafa verið á fundum starfs-
manna og lúta að stjómunarháttum
skólans. Hún segir ffamhald málsins
því ráðast af viðbrögðum háskóla-
stjómar.
Ekki náðist í Guðjón Auðunsson
formann háskólastjórnar þar sem
hann er erlendis.
Banjarbyygð
Tillaga að breytingu á aóalskinulagi
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017,
færsla þjóðvegar 54 við Engjaás í Borgarnesi.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi
Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 2.mgr.l7gr. skipulags og byggingarlaga
nr.73/1997.
í breytingartillögunni felst að Snæfellsnesvegur (nr. 54) frá hringtorgi á
Hringveginum ogað mörkum þéttbýlisuppdráttar aðalskipulagsins erfærður. Eldra
vegstæði verður að hluta fellt niður. Vegna færslunnar breytist lögun ogstærð
landnotkunarreita á svæðinu þannig að athafnasvæði stækkar og aðlagast nýju
vegstæði og reitur fyrir blandaða landnotkun athafnasvæðis- og verslunar- og
þjónustusvæðis minnkar lítillega og aðlagast vegstæðinu.
Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá
27. september 2006 til 25. október 2006. Frestur til að skila inn athugasemdum
rennur út 9. nóvember 2006.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tiltekin frest telst
samþykkur henni.
Borgarnesi 21.09.2006 - Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar
OEndurmenntunardeiid Lbhí kynnir:
íslenska dreifbýlið:
—Öðruvísi menningarsaga
Námskeið haldið i samstarfí við
Reykjavikur Akademiuna
Kennsla: Viðar Hreinsson
bókmenntafræðingur
Tími: 12., 19. og 26. október (3x),
kl. 19:30-22:00 á Hvanneyri
Nánari upplýsingar og skráning á
netfangið endurmenntun@lbhi.is eða í gegnum
síma 433-5033.
Landbúnaðarháskóli íslands -www.lbhi.is
V________________________________________J
Afmælishátíð
Grundaskóla
Grundaskóli fagnar 25 ára afmæli
föstudaginn 6. október og af
því tilefni mun verða mikið um
dýrðir í skólanum þá viku.
Opið hús verður þhðjudaginn 3. okt. hjá 1.-6.
bekk og miðvikudaginn 4. okt hjá 7.-10. bekk. r
Fimmtudaginn 5. október er karnival dagur en
þá verður sameiginleg skemmtun jyrír allan skótann
frá klukkan 9-12. Verður þáýmistegt sér tit gamans
gert á skótatóðinni, skrúðganga, söngur og teikir.
Afmælishátíðinni lýkur síðan með afmæíisveistu fyrir
starfsfólk og boðsgesti föstudaginn 6. október.
Allir velkomnir að koma og samfagna
með okkur í leik og starfi.
Framköllun á stafrænum myndurn
1-100
101-200
201-300
301-500
501 ofl.
40 kr. stk.
35 kr. stk.
30 kr. stk.
25 kr. stk.
20 kr. stk.
FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF.
BRÚAKTQRG! - 310 BQRGARNESI - S. 437-1055
www.framkollunarthjonustan.is
fratnkollun@sifnnet.is
Móttökustaðir
Akranes. Model.
H
Dram
Granc
Hellissandur Hradbud Esso
Hólmavík Kaupfélagið
Hvammstangi Verslunin Hlin
ölafevik Söluskáli OK
Stykkishólmur Heimahomió.