Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2006, Síða 22

Skessuhorn - 27.09.2006, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 ssassiniQEM Guðjón Bachman afhendir mixerinn fyrir hönd Rafta og Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir formaíur húsráðs tekur ánægð við. Vetrarstarf ungmenna hefst í Borgamesi Á haustdögum hittust ungmenni í ungmennahúsinu Mími í Borgar- nesi og kusu stjórn, eða ungmenna- ráð, næsta starfsárs, sem hefúr það hlutverk að leiða innra starfið. Fjölmörg ungmenni á aldrinum 16 -25 ára mættu, en dagskrá hófst með grillveislu í boði Borgarness kjötvara. Formaður var kosin Sig- ríður Dóra Sigurgeirsdóttir og aðr- ir í stjórn með henni voru kosin Svanberg Rúnarsson, Arnar Þor- steinsson og Gunnhildur Lind Hansdóttir. I skemmtinefnd gáfu kost á sér þeir Ingi Björn Róberts- son og Halldór Gunnarsson. Frá- farandi stjórn voru þökkuð góð störf. Fram kom á fundinum að Guð- mundur Skúli Halldórsson og Sig- ríður Dóra Sigurgeirsóttir höfðu setið fund NUF, Landsamtaka ungmennahúsa á Norðurlöndum, sem í eiga sæti fulltrúar frá Islandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð, fyrir Islands hönd í Helsingi í Finnlandi í síðustu viku og var Skúli þar kjörinn forseti NUF. Vélhjólaklúbburinn Raftar, sem fær að nota ungmennahúsið á fundum sínum, mætti á svæðið. Ástæðan var sú að þeir vildu launa gott samstarf og styðja í verki við starf ungmennahússins með ein- hvejum hætti. I því skyni gáfu þeir forláta hljóðmixer þannig að tón- listarflutningur í húsinu ætti ekki að vera vandamál í framtíðinni. Með í för var trúbadot sem vígði nýja mixerinn við góðar undirtekt- ir. Þetta kvöld var opið nokkuð lengur en vanalega og horft á úr- slitaþátt í Supernova söngvara- keppninni og tókst þessi Magna- vaka vel og stemning var góð, þótt einhverjir væru syfjaðir í Fjöl- brautaskólanum eða vinnunni dag- inn eftir. -KOP Hjónin Gróa Dal og Bjöm A Einarsson búa og starfa í Búðardal. Auk starfa sinna við umönnun aldraðra og Mjólkursamlagið, sinna þau hjónin fréttaritun í héraðinu m.a. fyrir Skessuhom. Hann tekur myndir og hún skrifar. Gróa og Bjöm eru gestir Skráargatsins að þessu sinni - í fyrsta skipti sem hjón eru leidd saman á þeim vettvangi. Látum sjá hversu samstíga þau eru: Fullt nafn: Gróa Linddís Dal Haraldsdóttir og Björn Anton Einarsson Starf: Sjúkarliði á Silfirtúni og klínikdama hjá Erling Valdimarssyni tann- lækni. Viðhalds- og viðgerðarmaður í MS Búðardal Fceðingardagur og ár: (G)3. des. 1964 - (B) 30jan 1964. Fjölskylduhagir: Gift og eigum 3 böm. 16, 18 og 22 ára. Hvemig bíll? (G) Citroen c4 árg. 2005, - (B) breyttur Ford Aerostar árg 1991. Uppáhalds matur? Lambakjöt í allri mynd. Uppáhalds drykkur? Vatn og tsl. Brennivín, í þessari röð. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir, góðar heimilda/dýralífsmyndir og mót- orsport. Uppáhalds sjónvarpsmaður? David Attenborough. Uppáhalds innlendur leikari? Siggi Sigmjóns, ótrúlegt togleðurstríni. Uppáhalds erlendur leikari? Kevin Bacon Besta bíómyndin? (G) Jesus Christ Superstar - (B) Enemy mine. Uppáhalds íþróttamaður? Jón Páll var ótrúlegt mikilmenni. Uppáhalds íþróttafélag? (G) Ólafiir Pái - (B) Snæfell Uppáhalds stjómmálamaður? Litlir kassar og allir eins.. Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Sverrir Stormsker. Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Kim Larsen og Meatloafi Uppáhalds rithöfundur? (G) Elínborg Lárusdóttir - (B) Guðmundur G. Hagalín. Ertufylgjandi eða andvíg ríkisstjóminni? Fylgjandi Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og lífsgleði. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Óheiðarleika og svart- sýni. Hver er þinn helsti kostur? (G) Bjartsýni. - (B) Fjölbr. áhugamál. Hver erþinn helsti ókostur? (G) Fljótfæmi ogstjómsemi ermérsagt. - (B) Of mörg áhugamál. Eitthvað að lokum? Það erjrábært að búa í Dölum, borðið meiri ost;) Snæfell stefnir hátt í körfunni Daði Heiðar Sigurþórsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Snæfells segir mikla bjartsýni ríkja í Hólminum fyrir komandi leiktíð. Liðið byggir að mestu leyti á leikmönnum sem spilað hafa saman um nokkurra ára skeið og nokkrir fyrrum leikmenn liðsins snúa aftur. Þeir þrír eriendu leik- menn sem léku með liðinu í fyrra eru allir hættir, sem og Lýður Vignisson fyrirliði. Hann var mikið meiddur á síðasta tímabili og er nú kominn í nám í akademíunni í Keflavík, en mun ekki leika neitt í ár. Einn Bandaríkjamaður mun leika með liðinu í vetur, Justin Shouse. Þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, ganga aftur til liðs við Snæfell frá hol- lenska liðinu Woonaris og Hólmarinn Daníel Ali Kazmi er kominn aftur heim eftir nám í Bandaríkjunum. Þá er Guðni Val- entínusson kominn til liðsins frá Fjölni. Daði segir að einnig sé mikið um unga leikmenn sem alist hafi upp hjá félaginu. Aðspurður segist hann búast við því að Snæfell verði í toppbar- áttunni í ár ásamt fleiri liðum. „Það er erfitt að líta framhjá liðum eins og Njarðvík og Keflavík, við verðum líklega að berjast við þau. Skallagrímur var spútniklið í fyrra en það er erfitt að segja til um hvernig þetta verður fyrr en deild- in er farin af stað og maður hefur séð liðin spila. Eins gætu Haukar komið á óvart og ÍR hefur burði til að koma sér í fremstu röð á næstu árum með frábærum þjálf- ara.“ Þjálfarinn sem Daði vísar til er Bárður Eyþórsson sem þjálfaði Snæfell til margra ára en yfirgaf herbúðir liðsins í vor. í stað hans er kominn Bandaríkjamaður, Geoff Kotila að nafni, sem þjálfað hefur í Danmörku undanfarin tíu ár. Daði er ánægöur með nýja þjálfarann og segir að ekki nema það besta hafi dugað til að fylla það skarð sem Bárður skyldi eftir sig. „Hann er að gera ofboðslega fína hluti. Það er hvalreki fyrir okkur og íslenskan körfubolta að fá hann hingað. Það er ekki mikið af alvöruþjálfurum sem koma inn í deildina, þetta eru oftar en ekki fyrrverandi leikmenn en ekki menn sem hafa stúderað þessi fræði út í eitt. Með honum kemur ferskt blóð inn í íslenskan körfuknattleik," segir Daði að lok- um. KÓP Fyrstu leikir í körfunni Vesturlandsliðin munu leika fyrstu leiki sína í körfunni nú í vikunni í Powerade-bikarkeppninni. Snæfell mætir Tindastóli á fimmtudaginn klukkan 19:15 í Stykkishólmi. Vinni liðið sigur í þeim leikur liðið við Kefla- vík á sunnudaginn. Skallagrímur leikur á sunnudaginn við sigurvegarana úr viðureign ÍR og Hauka. Leik- urinn fer fram í Borgarnesi og hefst klukkan 19:15. Snæfell og Skallagrímur mættust í síðustu viku í æf- ingarleik í Borgarnesi og hafði Skallagrímur þá betur 79-78. Deildarkeppnin hefst þann 19. október. -KÓP Leiktíðin leggst vei í þjálfara Skallagríms Valur Ingimundarson Með haustinu fer íþróttalíf að færast inn fyrir hússins dyr og einn af venjubundnum haust- boðum er körfuboltinn. Fyrsta umferð keppnistímabilsins verð- ur leikin þann 19. október og Skessuhorn fannst tilhlýðilegt að heyra í forsvarsmönnum vest- lensku félagana af því tilefni og hóf leikinn á að slá á þráðinn til Vals Ingimundarssonar, þjálfara Skallagríms. Valur segir að komandi leiktið leggist ansi vel í sig. Hann segir liðið ekki hafa sett sér nein sér- stök markmið um sæti en stefn- an sé alltaf sú að gera betur í dag en í gær. Hann á von á því að Suðurnesjaliðin verði sterk nú sem endranær og nefnir einnig KR og Snæfell til sögunnar. „Svo verða einhver spútniklið og von- andi verðum við eitt þeirra." Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liði Skallagríms frá síð- ustu leiktíð eins og gengur og gerist. Þeir Hörður Unnsteins- son, Heiðar Lind Hansson og Adolf Kárason, allt ungir og efni- legir leikmenn, eru farnir frá lið- inu, en þeir fóru allir suður til náms. í hópinn hafa hins vegar bæst nokkrir leikmenn. Her- mann Daði Hermannsson kemur frá Þór á Akureyri. Hann er flutt- ur í Reykholtsdal en kona hans mun vera þaðan. Þá gengur KR- ingurinn Sveinn Blöndal til liðs við Skallagrím, en hann er nemi á Bifröst. Darryl Flake, Bandaríkja- maður sem leikið hefur með KR og Fjölni, bætist einnig í hópinn. KÓP Torfærumótorhjóla- keppni á Langasandi Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt beiðni Vélhjólaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur, VÍK, um leyfi til að halda þolaksturskeppni vél- hjóla á torfærumótorhjólum á Langasandi á Akranesi þann 21. október. Þá var einnig samþykkt að veita undanþágu á hámarks- hraða á keppnisleiðinni sem mun liggja skammt frá Dvalarheimilinu Höfða og út á sandinn en þrautir munu verða settar upp fyrir kepp- endur á sandinum. Keppnin er æfingakeppni til styrktar VÍK og einnig mun hluti af innkomu mótsins renna til nýstofnaðs Vél- íþróttaklúbbs Akraness. SO Fjórir Skaga- menn í landsliðs- hóp U17 Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari landsliðs karla undir 17 ára aldri, hefur valið fjóra Skagamenn í landsliðið sem tekur þátt í und- ankeppni EM í Rúmeníu 25.-30. september. Skagamennirnir eru Trausti Sigurbjörnsson, Björn Bergmann Sigurðsson og Ragnar Þór Gunnarsson leikmenn ÍA og Björn Jónsson leikmaður Heren- veen. Liðið leikur þrjá landsleiki í ferðinni. HJ a&íwiiUMMLVesturlands www.skessuhorn.is •• DJ ww ww ww mmm Skessuhorn stjómsýsian Fynrtapki r^ðmista ugiýs' Fefóaþjém ista Forsiða Fréttir Tenglar Myndir Fynrtae.kið Smáa ngar Á dófsnr t Askríft Gestabók Aðsendar gr< Á Skessuhorasvefnum fínnurðu daglegar fréttir af Vesturlandi, innsendar greinar, smáauglýsingar, viðburðadagskrá og margt fleira. Kíktu núna!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.