Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
23
„Getum framleitt góða leikmenn á færibandi,“
segja þjálfarar ÍA
Bjarni Guðjónsson var valinn
besti leikmaður meistaraflokks ÍA
ársins 2006. Þetta var tilkynnt á
fjölmennri uppskeruhátíð Knatt-
spyrnufélags ÍA sem haldin var í
íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á
laugardaginn.
Það eru leik-
menn liðsins
sem standa
fyrir valinu.
Heimir Ein-
arsson var
jafnframt val-
inn efnilegasti
I eik m að u r
liðsins. Annar þjálfara liðsins,
Arnar B. Gunnlaugsson, var val-
inn leikmaður KB banka. Það eru
fulltrúar bankans sem velja leik-
mann sem þeir telja að hafi skar-
að framúr.
Stuðningsmannafélag ÍA,
Skagamörkin, völdu Árna Thor
Bjarni Guðjóns-
Heimir Einarsson.
Guðmunds-
son sem þann
leikmann sem
skarað hefði
mest framúr á
árinu og þá
var Hafþór
Ægir Vil-
hjál msson
valinn besti
vængmaðurinn.
Heimir Einarsson var valinn
besti leikmaður 2. flokks og Björn
Bergmann Sigurðsson var valinn
efnilegasti leikmaður flokksins.
Þá fékk ísleifur Örn Guðmunds-
son Kidda-bikarinnar sem er af-
hentur til minningar um Kristján
Óskar Sigurðsson einn efnileg-
asta leikmann ÍA. Hann lést langt
fyrir aldur fram árið 1999. Fjöl-
skylda Kristjáns og þjálfarar 2.
flokks velur þann leikmann er
hreppir bikarinn hverju sinni. HJ
Lið Víkings.
í tilefni þess að nú er fótboltinn
kominn í vetrarfrí gerir
Skessuhorn sumarið upp.
Víkingur í Ólafsvík hélt sæti sínu í
fyrstu deild eftir harðvítuga
baráttu og lauk keppni í sjöunda
sæti með 19 stig. Liðið vann fjóra
leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði
sjö leikjum. Heimavellurinn nýttist
liðinu ekki mjög vel, einn af fjórum
sigurleikjum var spilaður þar,
fjögur af sjö jafnteflum, en liðið
tapaði fjórum leikjum á
heimavelli. Víkingur skoraði 16
mörk og fékk á sig 22.
Jónas Gestur Jónasson,
formaður knattspyrnudeildar
Víkings, sagði í samtali við
Fyrsta golfmótið leikið
á 18 holu Hamarsvelli
Skessuhorn að sumarið hefði í
það minnsta endað vel. Liðið hafi
spilað ágætis fótbolta í sumar, þó
einn eða tveir leikir hafi verið
slappir. „Það féll hins vegar
ekkert með okkur. í síðustu fimm
leikjunum féll allt í einu allt með
okkur, við unnum leiki og settum
inn mörk á síðustu mínútum. Við
gerðum hins vegar allt of mörg
jafntefli þó það hafi verið ansi
mikilvægt í lokin,“ en Víkingur
gerði jafntefli við Hauka í
lokaumferðinni og tryggði þannig
veru sína í deildinni. Jónas segir
menn mjög sátta við það að liðið
hafi haldið sér uppi í fyrstu deild.
Annað árið í deildinni væri oft
erfitt og liðið hefði farið upp um
tvær deildir á tveimur árum. Nú
væri Víkingur búinn að festa sig í
sessi sem fyrstu deildar lið. „Það
hve mörg lið gátu fallið, bæði úr
fyrstu deild og úrvalsdeild, sýnir
okkur bara hvað íslenskur fótbolti
er að verða jafn.“
Jónas segir menn þegar farna
að huga að næstu leiktíð og
byrjað sé að vinna í
leikmannamálum. Þjálfari liðsins,
Ejub Purisevic, á tvö ár eftir af
samningi sínum en hann þjálfar
einnig yngri flokkana. Tíðinda er
að vænta í málefnum yngri flokka
á Snæfellsnesi. Til stendur að
sameina alla yngri flokka
félaganna Víkings, Reynis,
Grundarfjarðar og Stykkishólms í
eitt félag. Ekki er búið að ákveða
nafn á liðið, en vinnuheitið er
Snæfellsnes. „Þessi vinna er
komin ansi langt og þetta fer
líklega í gang núna í október. Við
erum að byggja upp fyrir
framtíðina og það munu allir
græða á þessu,“ segir Jónas að
lokum.
-KÓP
Nú er knattspyrnuvertíðin að
baki og ekki úr vegi að gera sum-
arið upp. ÍA endaði í sjötta sæti
deildarinnar með 22 stig, 14 stig-
um á eftir FH sem varð íslands-
meistari. Liðið vann sex leiki,
gerði fjögur jafntefli og tapaði
átta leikjum, skoraði 27 mörk en
fékk á sig 30. Fjóra af sex sigur-
leikjum spilaði liðið á heimavelli,
þrjú af fjögur jafnteflum komu á
útivelli og tapleikirnir spiluðust
fjórir á útivelli og fjórir á heima-
velli. Bjarki og Arnar Gunnlaugs-
synir tóku við liðinu af Ólafi Þórð-
arsyni þann 30. júní. Þá hafði lið-
ið spilað níu leiki, unnið tvo en
tapað sjö. Undir stjórn þeirra
bræðra hefur liðið unnið fjóra
leiki, gert fjögur jafntefli, tapað
tveimur leikjum og nælt sér í 16 af
þeim 22 stigum sem liðið hlaut. í
lok leiktíðar voru Arnar og Bjarki
valdir þriðju bestu þjálfarar deild-
arinnar af sjónvarpsstöðinni Sýn,
á eftir Teiti Þórðarsyni Kr, og Ólafi
Jóhannessyni FH sem var í efsta
sæti.
Bjarki Gunnlaugsson sagði í
samtali við Skessuhorn að hann
gæti ekki verið annað en ánægð-
ur með niðurstöðuna úr því sem
komið hefði verið. Hann segir þó
að það hafi verið hálfskrýtið að
fagna sjötta sætinu, persónulega
hafi hann verið hálffúll. „Maður er
með svo mikið keppnisskap og
vill ekki vera annarsstaðar en á
toppnum. Þegar farið er yfir
þessa leiki sem við spiluðum,
vantar ekki mikið upp á að við
hefðum getað endað í Intertoto
sæti. Við missum t.d. leikina við
Fylki og Breiðablik niður í jafntefli
Það þýðir hins vegar ekki að velta
sér upp úr því.“
Bjarki segist vera mjög ánægð-
ur með það hvernig þessi árang-
ur náðist. „Stórir klúbbar eins og
ÍA verða að spila skemmtilegan
fótbolta, fólk vill horfa á þannig
bolta, sérstaklega þegar það eru
góðir menn í liðinu. Það verður að
vera fjör á leikjunum." Þegar
hann er inntur eftir því hvað hafi
staðið upp úr í sumar nefnir hann
leikinn við KR í Frostaskjóli sem
ÍA vann eftir að hafa komist und-
ir í tvígang. „Það var ákveðinn
vendipunktur fyrir okkur. Við
fundum kerfi sem hentaði okkur
og sýndum hvað við vorum með
gott lið.“
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þjálfaramál félagsins. Bjarki
segir að þeir bræður geri ráð fyrir
Sumarið endaði vei hjá Víkingi
Fyrsta mótið á 18 holu golfvelli á
Hamri við Borgarnes, fór fram sl.
laugardag. Mótið nefnist „Undir
Hamrinum," og er spilaður högg-
leikur með og án forgafar. Þátttak-
endur voru um 40 í einu fallegasta
haustveðri sem hugsast getur.
Það var Ómar Örn Ragnarsson
sem sigraði án forgjafar en Hilmar
Þór Hákonarson með forgjöf.
Önnur úrslit urðu þessi:
Úrslit án forgjafar:
1. Ómar Örn Ragnarsson, 75 högg
2. Bjarki Pétursson, 81 högg
3. Ingvi Árnason, 82 högg
Úrslit með forgjöf:
1. Hilmar Þór Hákonarson, 63 högg
2. Ásdís Helgadóttir, 64 högg
3. Hans Egilsson, 66 högg
Einnig fór fram á sama móti
Þjálfarabræðurnir Arnar og Bjarki Gunniaugssynir.
því að Guðjón Þórðarson taki við
liðinu. Þeir sjálfir hafi verið skráð-
ir á þjálfaranámskeið nú um helg-
ina en muni hvorugur mæta á
það þar sem þeir reikni ekki með
að vera með liðið áfram. Spurður
að þvi hvort þeir séu ósáttir við
þá þróun mála segir Bjarki: „Það
er réttur nýrra manna sem koma
inn í stjórn að velja sér þá menn
sem þeir vilja vinna með, það er
ekkert persónulegt." Bjarki segist
ekki eiga von á þeir bræður spili
fyrir ÍA á næsta ári og ekki sé í
spilunum að taka við þjálfun ann-
ars liðs. „Lykillinn að því að við
gátum spilað svona í sumar var
að við fundum loksins þjálfara
sem skildu okkur og hvernig
skrokkurinn á okkur er. Það þarf
að vera mjög skilningsríkur þjálf-
ari til að við getum spilað."
Bjarki segir framtíðina vera
bjarta hjá ÍA og hann telur að lið-
ið eigi að geta haldið áfram á
þeirri braut að spila skemmtileg-
an bolta. „Það er fullt af góðum
ungum strákum að spila og koma
upp. Nú er húsið að verða klárt
og ef við nýtum það rétt eigum
við að geta framleitt góða leik-
menn á færibandi," segir Bjarki
að lokum. -KÓP
A myndinni er formaður vallarnefndar, Björgvin O. Bjarnasyni og félagar hans a
1. teig.
sveitakeppni milli GB og Golf-
klúbbs Rarik sem er vinaklúbbur
GB. Töldu fjögur bestu skor hjá
hvorum klúbbi. GB sigraði með
nokrum yfirburðum í sveita-
keppninni. MM
Andri og Freyr
á leið á Evrópuleika
Andri Jónsson og Freyr Karls-
son í íþróttafélaginu Þjóti munu
taka þátt í Evrópuleikum Special
Olympics sem fram fara í Róm á
Ítalíu dagana 30. september - 5.
október nk. Andri keppir í frjálsum
íþróttum og
Freyr í sundi.
íþróttasam-
band fatlaðra
sendir 25 ís-
lenska kepp-
endur á leik-
ana, sem
munu taka
þátt í fimm
g r e i n u m ;
boccia, fim-
leikum, frjáls-
um íþróttum,
keilu og sundi.
Leikarnir eru í
fyrsta skipti
fyrir ákveðinn
aldurshóp en
keppendur
Freyr Karlsson.
Andri Jónsson.
verða á aldrinum 12-21 árs.
Fyrirkomulag keppni á leikum
Special Olympics er gjörólíkt
keppni á hefðbundnum mótum og
allir keppa aðeins við sína jafn-
ingja. MM
Bjarni sá besti og
Heimir efnilegastur
<«
*
!►
í
*
V