Skessuhorn - 31.01.2007, Síða 1
Þessir duglegu krakkar, þau Almar Geir Alfreðsson, Hekla Rdn Kjartansdóttir, Karen Eva Jónsdóttir, Katrín Lind Lúívíksdóttir og Sigur-
jón Bergsteinsson, auk Róberts Leós sem ekki komst í myndatöku, heimsóttu Rauða kross húsið á Akranesi í síðustu viku með afrakstur jjár-
sófnunar sem þau réðust í til styrktar Rauða krossinum. Krakkamir, sem öll eru sjö ára, söfiiuðu hvorki meira néminna en 1.905 krónum.
Rauði kross Islands þakkar þeim kærlega jyrir stuðninginn. Upphœðin sem árlega sajhast í hlutaveltum bama hér á landi hleypur á hund-
ruðum þúsunda króna og er notuð til að aðstoða böm sem eiga um sárt að binda víðs vegar í heiminum.
Umhverfisstofiiun felst ekki
á vegagerð við Grunnafjörð
Meðal
efnis:
• Þráinn Gísla
í viðtali.Bls. 14-15
• Skot- og sprengju-
svæði.........Bls. 4
• Efla þjónustusvæði á
Snæfellsnesi ....Bls. 2
• Hægfara gjöf og 80
punktar.......Bls. 22
• Flest slys í Norðurárdal
og St.tungum ...Bls. 6
• Söfnun véla líklega
landhreinsun....Bls. 6
• Vilja stækka
Hyrnutorg.....Bls. 6
• Geta valið um
félagsaðild..Bls. 10
• Hátísku
víkingaskip..Bls. 12
• Breyttar afsláttarreglur
fasteignagj..Bls. 13
• Nýskráðum ehf.
fækkar.......Bls. 24
• Framboðsmál
áfullt..........Bls. 2
• Aðlaga grunnskólanám
menntaskóla ..Bls. 24
• Bærinn kaupir
fasteignir....Bls. 4
• Hanaslagur og
fleira fjör..Bls. 23
• Sigrún Birna með dans-
námskeið.....Bls. 23
• Hættir milligöngu
um vínleyfi...Bls. 8
• Skiptar skoðanir um
skipulagsmál ..Bls. 10
• Skemmdarvargar
skemma fyrir...Bls. 24
• Æskan
á Vesturlandi..Bls. 22
• Melabú í
umhverfismat...Bls. 2
v J
IIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIlllll
Árni Bragason, forstöðumaður
náttúruverndar- og útivistarsviðs
Umhverfisstofnunar segir stofnun-
ina leggjast gegn hugmyndum um
lagningu vegar um eða við Grunna-
fjörð. Eins og ffam hefur komið í
Skessuhorni hefur staðfesting aðal-
skipulags Skilmannahrepps og
Leirár- og Melahrepps, sem nú til-
heyra Hvalfjarðarsveit beðið stað-
festingar umhverfisráðherra síðan í
fyrravor. I aðalskipulaginu er gert
ráð fyrir vegagerð við Grunnafjörð
sem styttir leiðina milli Akraness og
Borgarness. Grunnafjörður var
friðlýstur árið 1994 og er því á nátt-
úruminjaskrá. Þá er svæðið eitt
þriggja svæða á Islandi á skrá Rams-
ar sáttmálans um endurheimt vot-
lendis.
Arni segir að samkvæmt friðlýs-
ingunni megi ekki raska sjávarföll-
um í firðinum og því geti stofhunin
ekki samþykkt lagningu vegar um
fjörðinn. Aðspurður hvort eitthvað
sé því til fyrirstöðu að leggja brú
utan friðlandsins sem ekki hefur
áhrif á sjávarföll í firðinum vildi
Árni ekki segja til um því slíkar
hugmyndir hefðu ekki verið í um-
ræðunni. Hann segir Grunnafjörð
mikilvægt svæði fýrir ýmsar fugla-
tegundir og nefnir í því sambandi
haförn. Þá sé svæðið mjög mikil-
vægt svæði fyrir rauðbrysting sem
kemur þar við tvær vikur á vori og
tvær vikur að hausti. Ramsar sátt-
málinn leggi ákveðnar skyldur á
herðar aðildarþjóðanna og við þær
verði að standa.
Þegar landssvæði eru ffiðlýst ber
að setja upp verndaráætlun fyrir
svæðið. Það hefur aldrei verið gert
hvað Grunnafjörð varðar en Árni
segir það rýri ekki ffiðlýsinguna
sem slíka. Hann segir lidu fjár-
magni varið til þessa málaflokks á
landinu og því þurfi að forgangs-
raða ffamkvæmdum. Ábúendur við
Grunnafjörð hafi í gegnum tíðina
fylgst mjög vel með svæðinu og
verndað það. Því hafi engin ógn
steðjað að náttúru Grunnafjarðar
og gerð verndaráætiunar ekki verið
talið forgangsverkefni.
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á
Akranesi, sem lengi hefur bent á
nauðsyn vegagerðar við Grunna-
fjörð, sagði í samtali við Skessu-
horn á dögunum að núverandi lega
þjóðvegarins austan við Grunna-
fjörð hefði í för með sér mun meiri
hættu fyrir náttúrulíf en nýr vegur
utan fjarðarins. Árni segir þessi rök
ekki standast skoðun. Oryggi í
flutningum, t.d. olíuflutningum, sé
það mikið í dag að ekki sé nokkur
ástæða til þess að breyta legu þjóð-
vegarins af því tilefni.
Umhverfisstofhun hefur lagt að
Skipulagsstofnun að hafna aðal-
skipulagi Skilmannahrepps og
Leirár- og Melahrepps. Einar Orn
Thorlacius, sveitarstjóri hefur ósk-
að effir rökstuðningi ffá Umhverf-
isstofnun vegna þess. Svör hafa ekki
borist. Árni segir að innan stofhrm-
arinnar sé unnið að svari við fyrir-
spurn sveitarstjórans og því verði
lokið á næstu dögum.
HJ
Horftyfir hluta þess lands sem um
rœðiryfir Bmgaruog og til Borgamess
Vilja byggja
fyrir 2-3
þúsund
manns
Eykt ehf. hefur sent sveitar-
stjóm Borgarbyggðar beiðni um
að fá keypta 50-60 hektara af
landi í eigu Borgarbyggðar, vest-
an Borgarvogs í Borgarnesi, til að
hyggja þar fimm til sexhundruð
íbúðir á næstu 10-12 ámm. Gert
er ráð fyrir að byggðin gæti rúm-
að tvö til þrjú þúsund manns. Ef
af öllum þeim ffamkvæmdum
yrði þá rúmaði slík byggð ríflega
tvöföldun núverandi íbúafjölda í
Borgamesi. Borgarbyggð keypti
á sínum tíma 270 hektara lands af
gamla höfuðbólinu Borg til að
eiga sem framtíðar bygginga-
land. Enn hefur ekkert orðið af
byggingaffamkvæmdum á þessu
svæði. Að sögn Páls S Brynjars-
sonar, sveitarstjóra í Borgar-
byggð felst mikil viðurkenning í
þessari beiðni frá fyrirtækinu.
Hún hljóti að merkja að Eykt
telji að vöxtur og viðgangur
sveitarfélagins verði góður á
næstu árum.
Engin afstaða hefur enn verið
tekin til þessa erindis, en sveitar-
stjórnarmenn í Borgarbyggð
hafa farið og kynnt sér sambæri-
legt svæði í Hveragerði þar sem
Eykt bauð á sínum tíma heildar-
lausn um uppbyggingu íbúða-
byggðar.
Eykt er meðal stærstu verk-
takafyrirtækja landsins með tæp-
lega 200 starfsmenn og allan
búnað sem þarf til undirbúnings
og ffamkvæmda við meiriháttar
byggingaverkefhi sem þetta. Fyr-
irtækið er alhliða verktakafyrir-
tæki bæði hvað varðar nýbygg-
ingar og viðhaldsverkefni. BGK