Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2007, Page 8

Skessuhorn - 31.01.2007, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2007 §SagSSUH©EKI Endurbætur á Lyngbrekku BORGARBYGGÐ: Á síðustu dögum hafa staðið yfir nokkrar endurbætur á félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum. Um er að ræða lagfæringar á hita- og rafmagnsmálum í húsinu og var það Glitnir ehf í Borgamesi sem vann verkið. Meðal þess sem gert hefur verið er að sett- ir voru nýir hitablásarar í sal- inn, gerðar endurbætur á lýs- ingu og rafmagnstenglar lag- færðir. Þá hefur raf- magnstenglmn verið bætt við á sviðinu og lýsing þar verið auk- in. Bygging félagsheimilisins Lyngbrekku hófst árið 1959, en það var vígt fullklárað árið 1967. Húsið er 433 m2 að helmingi til í eigu Borgar- byggðar og sinn hvor fjórð- ungshlutinn er í eigu ung- mennafélaganna Björns Hít- dælakappa og Egils Skalla- grímssonar. -jh/gj Óhöpp án meiðsla BORGARFJÖRÐUR: í Borg- amesi hefur verið talsvert verið um umferðaróhöpp í Iiðinni viku en þó vom engin alvarleg slys á fólki. Okumaður sendi- bfls, sem blindaðist af ljósum bifreiðarinnar sem kom á móti við Bifröst, endaði úti í skurði og urðu talsverðar skemmdir á bflnum. Einnig sá ökumaður á eftir öðra framhjóli bifreiðar sinnar við Svignaskarð, en náði að halda biffeiðinni á veginum og varð ekki meint af. Þá varð bílvelta á Hvanneyri en þar sofhaði ökumaður undir stýri. Ekki er grunur um ölvun. Þá varð árekstur tveggja bíla á brúnni yfir Hítará, eins og lesa má um á öðrum stað í blaðinu í dag. Loks vora nokkur umferð- arlagabrot ffamin í umdæminu. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur. -kh Danski kúrinn BORGARBYGGÐ: Tíu vikna námskeið hjá íslensku vigtar- ráðgjöfunum í Danska kúmum - að læra að borða sig granna/n, hófst í gær 30. janúar í Grunn- skólanum í Borgamesi. Síðast- liðið haust var haldið námskeið á Akranesi og í Borgarnesi á vegum kúrsins og léttist hópur- inn til samans um 300 kíló. Á íslandi fóra 24 tonn á liðnu ári hjá þátttakendum í kúrnum hér á landi. Námskeiðið er fyrir börn og fullorðna sem vilja læra að breyta mataræðinu hjá sér. Snæddur er allur almennur matur og er ekki um að ræða megrunarkúr heldur miklu fremur breyttan lífsstfl. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sól- mundardóttir í Belgsholti í síma 692-9381. -mm Fíkniefhi finnast AKRANES: Lögreglan á Akra- nesi handtók í nótt þrjá menn sem hún grunaði um fíkniefna- misferli. Við leit á mönnunum og í einni biffeið fundust tæp- lega 6 grömm af ætluðum fíkni- efnum. Mennirnir viðurkenndu eigu sína á efnunum og sögðu þau vera amfetamín. Eftir yfir- heyrslu hjá lögreglu voru mönnunum sleppt og telst mál- ið upplýst. -mm Nýr sauðfjársamningur frágenginn Guðni Agústsson landhúnaðarráðherra ogjóhannes Sigfússon, formaóur Landssambands sauðfjárbœnda undirrituðu samninginn. Ljósm. bondi.is Rfldsstjómin og Bændasamtök ís- lands undirrituðu sl. fimmtudag nýj- an samning um starfsskilyrði sauð- fjárræktarinnar. Samingurinn er undirritaður með fyrirvara um sam- þykki Alþingis, en hann gildir í 6 ár ffá 1. janúar 2008 til 31. desember 2013. Markmið samningsins eru að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda, að stuðla að nýhðun í hópi sauðfjár- bænda og styrkja búsetu í dreifbýli. Þá er samningnum ætlað að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt, örva markaðsvitund bænda og afurða- stöðva og ýta undir að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverf- isvemd, landkosti og sjálfbæra land- nýtingu. I samningnum er meðal annars ákvæði um að framlög ríkisins hækka um 300 milljónir kr. og nema þannig 3.348 millj. kr á fyrsta ári samningsins. Framlögin lækka síðan í áföngum á samningstímanum um nær 1 % á ári að raunvirði. Samningurinn er nokkuð einfaldaður ffá núgild- andi samningi. Greiðslu- leiðum til bænda er fækk- að, jöfhunargreiðslum er breytt í beingreiðslur auk þess að undanþága ffá út- flutningsskyldu er felld niður í áföngum. Utflum- ingsskylda fellur svo niðtu frá og með framleiðsluárinu 2009. Nýmæh í samningnum er sérstakt ákvæði um veitingu fjármuna til að efla nýhðun í stétt sauðfjárbænda. Þá eru framlög til gæðastýrðrar sauðfjárffamleiðslu aukin og verða hærra hlutfah af greiðslum til bænda af samningsfé en samkvæmt núgild- andi samningi. Bændur sem eru orðnir 64 ára eiga nú kost á að gera samning um búskaparlok án þess að tapa rétti til beingreiðslna. Frá núgildandi samn- ingi rfldsins við bændur er ekki breytt greiðslum vegna ullarfram- leiðslu og ákvæði tun aðilaskipti að greiðslumarki eru óbreytt. MM Guðmundur Þorvaldsson opnar málverkasýningu Guðmundur Þorvaldsson hefur opnað málverkasýningu í anddyri Sjúkrahússins og heilsugæslustöðv- arinnar á Akranesi. Sýningin ber heitið „Héðan og þaðan.“ Á sýn- ingunni eru 16 ohumálverk sem máluð hafa verið á undanförnum misserum. Eins og nafh sýningar- innar ber með sér hefur listamaður- inn sótt sér víða fanga en einkum þó í umhverfi Akraness og ná- grennis. Guðmundur er Skagamað- ur og hefur stundað málaralist mörg undanfarin ár í frístundum. Hann er að mestu sjálfmenntaður en stundar nú nám í kvöldskóla Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. HJ Laun dagforeldra hækka í Borgarbyggð Ný gjaldskrá um greiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð hefur verið samþykkt og tekur hún gildi 1. mars næstkomandi. Að sögn Ást- hildar Magnúsdóttur, ffæðslustjóra hafa niðurgreiðslur til dagforeldra verið hækkaðar verulega, sem hækkar laun þeirra en breytir engu hjá þeim sem þjónustuna nýta. „Við þurftum að taka á þessum málum, dagmæðrum hafði fækkað verulega í sveitarfélaginu og með þessum að- gerðum geta laun þeirra hækkað. Ég er afar ánægð með að sú ákvörð- un hafi verið tekin að horfa til þeirra sveitarfélaga sem eru að standa sig best í þessum málum, en efrir því sem við komust næst er það Garðabær." Ásthildur bætti við að mikill skortur hefði verið á dagmæðrum í Borgarbyggð og því sár vöntun á þeirri þjónustu sem þær veita. Sveitarfélagið hefði meðal annars mætt þeim vanda með því að leyfa að 18 mánaða börn yrðu tekin inn á leikskólana. Með þessum aðgerð- um er vonast til að fleiri sjái sér hag í því að starfa á þessum vettvangi. BGK Fortuna hættir milligöngu um áfengisveitingaJeyfi til IA Veitingafyrirtækið Fortuna á Is- landi ehf. hefur tilkynnt stjórn Iþróttabandalags Akraness og aðild- arfélögum þess að fyrirtækið muni ekki hafa milligöngu um áfengisveit- ingaleyfi vegna skemmtana á vegum IA og aðildarfélaga þess eins og ver- ið hefur á síðustu árum. I bréfi sem fyrirtækið sendi IA, sýslumanninum á Akranesi og bæjaryfirvöldum kem- ur ff am að tilefni þessarar ákvörðun- ar „sé sú almenna umræða og ffétta- flutningur sem fram hefur farið síð- ustu daga og vikur í tengsltun við vínveitingar og vínveitingaleyfi inn- an veggja íþróttahúsa Akraneskaup- staðar eða annarra bygginga sem tengjast íþrótta- og æskulýðsstarfi," segir orðrétt í bréfinu. Fram kemur að fyrirtækið hafi komið að mörgum þeim skemmtun- mn sem IA og aðildarfélög þess hafa staðið fyrir síðustu ár. I þeim tilfell- um sem vínveitingar hafa verið við- hafðar hafi fyrirtækið sótt um vín- veitingaleyfi í eigin nafni án þess að koma að skipulagningu eða efttirliti með vínsölunni né haff af henni beinan hag. Með milligöngunni hafi fyrirtækið talið sig vera að leggja starfsemi íþróttafélaganna hð og um leið að auðvelda skemmtanahald á þeirra vegum. Þegar stuðningsmannafélag IA óskaði aðstoðar við áramótadansleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu hafi forráðamenn Fortuna kynnt sér ítar- lega þær skyldur sem þeim væru lagðar á herðar sem vínveitingaleyf- ishafa og einnig leitað álits löglærðra manna í því sambandi. Ljóst sé að samkvæmt lögunum sé fyrirtækið að taka á sig mikla ábyrgð, sem í sum- um tilfellum sé ásættanleg út frá hagsmtmum þess en í öðrum tilfell- um ekki. Fari eitthvað úrskeiðis í slíku skemmtanahaldi eða sölu vín- veitinga eigi fyrirtækið það á hættu að víhveitingaleyfi til eigin rekstrar skerðist og fyrirtækið bíði um leið álitshnekki. Eins og ffam hefur komið í ffétt- um Skessuhoms samþykkti bæjarráð Akraness að vínveitingar yrðu á áð- umefndum áramótadansleik. Þegar máhð kom til formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar eftir áramót felldi meirihluti meirihluta bæjarstjómar ákvörðun bæjarráðs. Eigendur Fort- vma á Islandi ehf. segja í bréfi sínu að veruleg almenn og pólitísk andstaða sé gegn áfengisveitingum innan veggja bygginga þar sem íþrótta- og æskulýðsstarfsemi fer ffam og sú umræða sem fram hefur farið að undanfömu, þar sem nafh Fortuna hafi verið dregið ffam, geti skaðað ímynd fyrirtækisins og hagsmuni þess. HJ Þjófamir teknir í bólinu SVÍNADALUR: Fjórir inn- brotsþjófar voru bókstaflega teknir í bólinu í sumarbústað við Eyrarvatn í Svínadal á mið- vikudag í liðinni viku. Komið var að þeim sofandi í bústaðn- um sem þeir höfðu brotist inn í og voru þeir með nokkuð af þýfi og fikniefhum í fórum sín- um er þeir voru handteknir. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi var athugull lögreglumaður frá Selfossi, sem var á frívakt og staddur í sumarbústaðahverfi við Eyrarvatn, sem uppgötvaði að brotist hefði verið inn í bú- stað í hverfinu og að lfldega væru þjófarnir enn þar innan- dyra. Hann hafði strax samband við kollega sína og sendir voru lögreglubflar frá Akranesi og Borgarnesi á vettvang. „Þama var skjótt og hárrétt brugðist við,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Fólkið sem var handtekið er á aldrinum 18 til 32 ára og er grunað um að hafa verið á ferð- inni á þessum slóðum áður og einnig í Árnessýslu. -mm Starfefólk fær nýjar tölvur HVALFJARÐARSV: Síðast- liðinn föstudag var starfsfólki Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit afhentar samtals 15 nýjar far- tölvur til afriota í starfi sínu. Það voru þeir Hlynur M. Sig- urbjörnsson varaoddviti og for- maður ffæðslunefndar og Hall- freður Vilhjálmsson oddviti sem afhentu tölvurnar tíu kennurum og fimm leiðbein- endum við skólann. Tölvurnar koma frá Tölvuþjónustu Vest- urlands á Akranesi og eru af Compaq gerð. -mm Hægir á loðnu- veiðum HB-GRANDI: Uppsjávar- veiðisldp HB Granda hf. fara sér hægt við loðnuveiðar þessa dag- ana því að sögn Vilhjálms Vil- hjálmssonar, deildarstjóra upp- sjávarfisks fyrirtækisins vilja menn þar á bæ spara kvótann þar til lengra kemur ffam á ver- tíðina meðal annars með hrognaffystingu í huga. Þessa dagana er haffannsóknarskipið Árni Friðriksson við loðnuleit og mælingar á stofiistærð henn- ar. Hvort hægt verður að bæta við þann 180 þúsund tonna upp- hafskvóta í loðnuveiðunum verður ekki ljóst fyrr en þeim leiðangri lýkur. -hj Skrá myndir Jóhanns STYKKISHÓLMUR: Ákveð- ið hefur verið að setja púður í skrásetningu mynda í Ljós- myndasafni Stykkishólms. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri segir það hafa verið ákveðið að leggja áherslu á að ljúka skráningu á Ijósmyndum Jóhanns Rafnsson- ar, en þar er um að ræða alls konar myndir af svæðinu, bæði af fólki og öðru. Brýnt sé að skrá niður þetta mikla safn, nafngreina fólkið á myndunum og þ.h., enda dýrmætar heim- ildir fyrir bæjarfélagið sem ekki megi glatast. -kh

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.