Skessuhorn - 31.01.2007, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2007
aSESSlíHOBM
Nýtískulegt vfldngaskip verður vonandi sjósett í sumar
Á ferð sinni um Stykkishólm í lið-
inni viku leit blaðamaður Skessu-
horns við í skipasmíðastöðinni
Skipavík, en þar standa yfir miklar
framkvæmdir við tilkomumikla vík-
ingaskútu. Eins og áður hefur kom-
ið fram hér í blaðinu verður skútan
nákvæm efidrlíking af einu þekktasta
skipi víkingaaldar, Gauksstaðaskip-
inu, en þó búin allri nýjustu tækni og
aðbúnaði fyrir sldpshöfn.
Sá sem stendur á bak við fram-
kvæmdina er Sigurjón Jónsson, en
hann ætlar sjálfur að nota skútuna og
sigla um heimsins höf ásamt konu
sinni. Verður svefnpláss fyrir allt að
sex manns um borð, þrjár sturtur,
salerni og loftkæling svo eitthvað sé
nefnt, ásamt því að um borð verða
öll fullkomnustu siglingatæki sem
völ er á í dag. Mastrið á skútunni
verður hátt í átján metra hátt, sams
konar og notað er í kappsiglinga-
skútur og seglið sérstakt hátæknisegl
sem gerir það að verkum að skútan
mun ná allt að fjórtán mílna hraða í
góðum byr. Tvær öflugar vélar
munu síðan knýja skútuna áffam
þegar þurfa þykir. Þegar blaðamann
bar að garði voru a.m.k. átta manns
að störfúm við smíðina, mikill ys og
þys á verkstæðinu. Skútan er nú að
taka á sig endanlega mynd að utan
en mikið er eftir innanborðs áður en
verkinu lýkur.
Stefnan tekin á
Bahamaseyjar
I upphafi lagði Sig-
urjón ffam aðeins eina
skipun til þeirra sem
komu að smíðun skút-
unnar, en það var að
handbragðið ætti að
vera fullkomið eins og
við hljóðfærasmíð.
Hann ráðgerir að
skútan verði tilbúin í
sumar og að vilji þeirra
hjóna sé að sigla á
skútunni til Bahama-
seyja í framtíðinni.
Kringum þær eyjar er
sérlega mikið grunn-
sævi og því heppilegt
Sigurjón Jónsson í Skipavtk stýrir smíðinni.
að fara um á skútu sem þessari, en
hún ristir sérlega grunnt. Aðspurður
um hvemig honum datt í hug að
smíða sér víkingaskútu segir Sigur-
jón kíminn hugmyndina hafa komið
er hann var staddur í Miðjarðarhaf-
inu við skútusiglingar. Þar hafi hon-
um verið litdð yfir allar trefjaplasts-
skútumar í höfninni og þær mirmt
sig einna helst á fljótandi ffystikistur.
Datt honum þá í hug að hefja smíði
á fallegri víkingaskútu. Að sjálfeögðu
vonast Sigurjón til að geta gert sér
og fyrirtækinu ábata úr smíðuðun-
um og fengið aðra til þess að panta
og kaupa slíkar skúmr hjá þeim í
Skipavík. KH
Aðspurður segist Sigurjón um hvemig hann hajifengið hugmyndina að smíii víkingaskút-
unnar, að hann hafi verið staddur í Miðjarðarhafinu við skútusiglingar. Þar hafi honum
verið litiðyfir allar trefiaplastsskútumar í höfninni og þœr minnt sig einna helst á fljótandi
frystikistur. Hér er nýja skútan að taka á sig endanlega mynd að utan þótt 18 metra hátt
mastrið vanti enn.
Konur læra frumtamningu hjá Reyni
Frá vinstri er: Kolbrún Birgisdóttir, Vilhorg Smáradóttir, Björk Jakobsdóttir, ReynirAð-
alsteinssan, Heiðdís Sesselja (Regzý) Guttormsdóttir, Edda Þorvaldsdóttir, Sigríður Jórns-
dóttir og Birta Berg Sigurðardóttir.
Um síðustu helgi stóð endur-
menntunardeild Landbúnaðarhá-
skóla Islands fyrir ffumtamninga-
námskeiði á Mið-Fossum. Nám-
skeiðið var ætlað þeim sem vilj læra
að ffumtemja sín tryppi sjálfir og
því komu þátttakendur með sín eig-
in hross sem þeir unnu með alla
helgina. Lögð var áhersla á frum-
nálgun við hestinn, hvemig vinna á
traust hans og þannig lagður
grunnur að árangursríkri samvinnu
manns og hests. Það sérstæða við
hópinn sem þátt tók í námskeiðinu
var að enginn karlmaður var í
hópnum. Konumar vora þar alls-
ráðandi, með sín eigin hross og
Reyni Aðalsteinsson sem leiðbein-
anda. Að loknu námskeiði var lagt á
ráðin varðandi næstu skref í tamn-
ingu hrossanna og því spennandi að
sjá hver árangurinn verður í lok
vetrar. AHB
Minni og meðalstór fýrirtæki gegna þýðingarmiklu
hlutverki í íslensku viðskiptalífi
Landsbankinn hefur á aö skipa um 150 sérhæfðum
starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta
að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu
og trausta fjármálaráðgjöf.
Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert
kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma
stuölum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu
viðskiptalífi á íslandi.
Landsbankinn er með vfðtækasta útibúanet á landinu.
Það tryggir viðskiptavinum okkarfrábæra þjónustu og
persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers
og eins.
Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti
á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum
gert fyrir þig.