Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2007, Qupperneq 19

Skessuhorn - 31.01.2007, Qupperneq 19
^atssunu^ MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 2007 19 Sturla Böðvarsson og Hvalfjarðargöngin Mikið hefur verið skrifað um I Ivalíjarðargöngin, tilm-ð þeirra og hagkvæmni. Tilurð þeirra er sú að stjórnarmenn við Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga áttu hug- myndina og leituðu samstarfs við bæjarstjóm Akraness og síðar Vega- gerð ríkisins og ríkisstjórn. Þetta mannvirki, einhver mesta sam- göngubót hér á landi er borin uppi að langmestu leyti af Vesdendingum og þá sérstaklega Akurnesingum, með gjaldtöku í gegnum göngin. Aðrar samgöngubætur em alfarið bomar uppi af öllum landsmönnum. Þetta misræmi á kostnaði við að nota vegakerfi landsins er, að stómm hluta vegna, samgönguráðherra landsins, Sturlu Böðvarssonar, fyrsta þing- manns kjördæmis okkar. Eg veit að sérstök lög vom sett, í sambandi við byggingu ganganna, sem S.B. skýtur sér á bak við þegar á hann er deilt varðandi gjaldið í gegn- um göngin. Það var einnig gert, þeg- ar fyrst var sett slitlag á milH þéttbýl- isstaða á Islandi þ.e. frá Keflavík til Ilafnarfjarðar. Þá var sett á veggjald, til greiðslu á þessari framkvæmd og var settur upp vegartálmi rétt sunnan við Haínarfjörð til innheimm veggjaldsins. Þetta mæltist mjög illa fyrir og kröfðust Suðumesjamenn þess að þessari gjaldtöku yrði hætt, stuttu eftir að hún var tekin upp, vegna þess að þeir bæm, að lang- mestu leyti kostnaðinn af þessari vegarffamkvæmd. Efdr nokkrar um- ræður um málið, viðurkenndu stjómvöld rök Suðumesjamanna og felldu gjaldið niður (kannski vegna þess að fyrsti þingmaður Suðumesja var sjálfstæðismaðurinn Ólafur Thors). Á Mðnum árum var annar kostnaðarsamur áfangi gerður á þessari sömu leið fyrst og femst að kröfu Suðumesjamanna, þ.e. tvö- földun Reykjanesbrautar, sem er mikil samgöngubót fyrir alla lands- menn, en þó ekki hvað síst fyrir Suðurnesjamenn. Um veggjald á þessari leið hef ég ekki heyrt getið og gaman væri ef samgönguráðherra gæti útskýrt hversvegna það er svo. Hvalfjarðargöngin em hagkvæm- asta vegaframkvæmd sem gerð hefur verið hér á landi á síðustu áratugum. Að láta hluta landsmanna bera allan kostnað af henni er til skammar fyrir núverandi stjórnvöldum. Það gengur jafnvel gegn jafnræðisreglu stjónarskrár- innar að skatt- leggja hluta landsmanna umfram aðra. Spamaður rík- isins af þessari ffamkvæmd er margs konar. Þar vil ég fyrst telja spamað vegna styrks til reksturs Akraborgar, sem var kominn til ára sinna og þurfti mikillar endumýunar við, ef ekki að kaupa nýtt skip. Annað er spamaður við að tvöfalda brú yfir Laxá í Kjós og viðhalds vegarins um Ilvalfjörð og síðast en ekki síst að slysatíðni á veginum um Iívalfjörð hefur engin orðið, síðan göngin komu en hefðu orðið samkvæmt staðaltölum mn 10-12 dauðsföll á sama táma, fyrir utan önnur slys og tjón á farartækjum. Samflokksmaður S.B. Guðjón Guðmundsson kom með tillögu um niðurfelhngu gjaldsins haustið 2003, þar sem hann sá, eins og allir heilvita menn, það óréttlæti sem þetta gjald er, en S.B. greiddi atkvæði gegn henni og felldi hana. Einhverju sinni var ég áheyrandi á tal tveggja manna um kostaðinn veg- an gjaldsins. Sagði annar að það hefði kostað sig um 200 þúsund á síðasta ári að stunda vinnu sína í R.vík. Hinum varð þá að orði: „Eg held að S.B. sé einhver mesti pen- ingaplokkari okkar Skagamanna." Margt er það fleira sem tína mætti til um skaðsemi þessa gjalds fyrir okkur Skagamenn. T.d. að Sjúkrahús Akra- ness hefur misst af þjónustu við sjúk- linga úr R.vík vegna gjaldsins, bæði á handlækningadeild og fæðingadeild. Kosmaður aðstendanda upp á 2000 kr. fyrir hálftíma aksmr í heimsókn til sjúklings er gjald sem fólk sættir sig ekki við. Stjómmálamenn sem haga sér svona við umbjóðendur sína, eiga sldlið að fá flengingu. Eg skora því á alla Vestlendinga og ekld síst Skagamenn að strika Sturlu Böðvarsson út af þingi. Hafsteinn Sigurbjömsson. Frá hcegri eru Bjöm Ingi Hrafnsson, stjómarformaður Faxaflóahafna sf Amheiður Hjörleifsdóttir, sóknamefndarformaður Saurbcejarsóknar, Hermann Þorsteinsson, for- maður Kjalar og Gtsli Gíslason, hafnarsjóri Faxaflóahafna. Styrkja Saurbæjarldrkju og Kjöl Nýlega samþykkti stjóm Faxaflóa- hafna sf. að veita Hallgrímskirkju í Saurbæ 500.000 króna styrk og Slysavamardeildinni Kjöl á Kjalar- nesi sömu upphæð. Styrkurinn til Hallgrímskirkju í Saurbæ er veitmr í tilefni 50 ára vígsluafmælis kirkjunn- ar en féð á að nota í verkefni sem nefnt er Saurbær; saga og menning. Verkefnið tekur til ýmissa mála er varða sögu staðarins og einnig verk- legra ffamkvæmda svo sem byggingu bflastæðis, bætts aðgengi að sáluhliði og gerð móttökutorgs við kirkjuna. Slysavamadeildin Kjölur starfar á Kjalamesi og er því í næsta nágrenni við Grundartangahöfn og Hvalfjarð- argöng og hefúr m.a. sinnt slysa- varnamálum sem snerta starfsemi haftíarinnar. Bjöm Ingi Hrafnsson, stjómarformaður Faxaflóahafiia sf. afhenti styrkina og hvatti viðtakend- ur til að halda áffarn góðu starfi. Arn- heiður Hjörleifsdóttir, formaður sóknarnefndar Saurbæjarsóknar og Hermann Þorsteinsson, formaður Kjalar þökkuðu veittan smðning. MM Aðstæður karla og kvenna í dreifbýli kannaðar Nýverið vom sendir spurninga- listar um starfs- og félagsleg skil- yrrði karla og kvenna í dreifbýli á Is- landi inn á rúmlega tvö þúsund heimili í dreifbýli. Það er jafnréttis- nefnd Bændasamtaka Islands sem stendur að könnun þessari í sam- vinnu við Rannsóknar- og þrótmar- miðstöð Háskólans á Akureyri. Til- efni rannsóknarinnar era þær miklu þjóðfélagslegu breytingar sem átt hafa sér stað á síðustu áratugum. Breytingar, sem hafa einkennst af auknum búferlaflutningum, jafnt milli landshluta, sveitarfélaga og landa. Þessar þjóðfélagslegu breyt- ingar hafa haft veruleg áhrif á lífs- kjör og breyttar fjölskylduaðstæður sem og atvinnuhætti og menntun landans. Störfum í svokölluðum frumvinnslugreinum (landbúnaði og sjávarútvegi) hefur fækkað mikið í kjölfar aukinnar tæknivæðingar. Þessar greinar hafa verið undir- staða atvinnulífs á landsbyggðinni síðusm áramgi. Einnig hafa vera- legar breytingar átt sér stað í land- búnaði vegna söluheimilda ffam- leiðslurétta bæði í mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt. „Það á að vinna úr þessu og skoða og athuga hvort munur sé á aðstæðum karla og kvenna og einnig milli svæða. Hugsunin hjá jafnréttisneftid er að grípa inn í á svæðum ef skilyrði era slæm og þrýsta á stuðning eða aðgerðir,“ segir Hjördís Sigursteinsdóttir, sér- fræðingur hjá Rannsóknar- og þró- unarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Hjördís hvemr fólk til að svara spurningalistanum og senda inn eða senda svör sín rafrænt á slóðina www.unak.is/kannanir „Við höfum hugsað okkur að nota niðurstöður könnunarinnar sem mest en fyrst og fremst von- umst við til að fá góða svömn. Það verður spennandi að sjá niðurstöð- ur og við bregðumst við með til- teknum ráðum eftir því hvernig þær verða,“ segir Sigrún Asta Bjarnadóttir í jafnréttisnefnd BI. MM/heimild: bondi.is Tvö lið úr Borgarbyggð í undankeppni Samfés Vesturlandskeppnina. Annars veg- ar var það Eva Margrét Eiríksdótt- ir með dönsurum úr Grunnskóla Borgarfjarðar, en Eva söng lagið Angel með Jessicu Simpson. Hitt atriðið sem fer á Vesturland- skeppnina er skipað tríó með þeim Björgu, Bjarnffíði og Bergþóra, einnig nemendum í Grunnskóla Borgarfjarðar, en þær sungu Lady Marmelade úr myndinni Moulin Rouge. MM Eva Margrét ásamt dónsurum. Síðastliðið föstudagskvöld kom í ljós hvaða keppendur færa sem fulltrúar Borgarbyggðar í und- ankeppni Samfés söngvakeppninn- ar hér á Vesmrlandi. Þá stigu á stokk sigurvegar frá undankeppn- unum í Varmalandsskóla, Grunn- skóla Borgarfjarðar og frá Grann- skólanum í Borgarnesi. Fjölskipuð dómnefnd komst ekki að niður- stöðu um hvaða lag yrði framlag sveitarfélagsins og varð því niður- staðan sú að tvö keppnislið fara í Bergþóra, Bjamfríður og Björg. Sýslumaðurinn í Borgarnesi ÞIN GLÝ SIN G AFULLTRÚI Laust er til umsóknar starf þinglýsingafulltrúa við embætti sýslumannsins í Borgamesi. Starfið Starfíð felur í sér aðkomu að þinglýsingum og öðrum verkefnum við embættið . Startfshlutfall er 100% Hæfisskilyrði Góð almenn menntun, ffumkvæði og sjálfstæði, góð tölvukunnátta, sveigjanleiki og jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. Laun eru skv.kjarasamningi ijármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2007. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fýrri störf skal skila til Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns, Bjamarbraut 2, 310 Borgamesi. Athygli er vakin á því að umsóknin mun gilda í 6 mánuði ffá því að umsóknarffestur rennur út , með vísan til 3,tl.2.mgr.2.gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum,með síðari breytingum nr.464/1996 , sem settar em skv.heimild í 2.mgr.7.gr.laga nr.70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Sýslumaðurinn í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.