Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2007, Side 22

Skessuhorn - 31.01.2007, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 2007 gHÉSSIiBiöiaKl Spuming vikimnar Hvað finnst þér skemmtilegast að gera hér í nýja leikskólanum? (spurt í nýja leikskólanum í Stykkisbólmi) Viktor Brimir Asmundsson, 5 ára Mérfmnst lang skemmtilegast að leika mér inni í hreyfileik. Þórhildur Hólmgeirsdóttir, 5 ára Að renna mér t ró'rinu úti Rúna Bima Jóbannesdóttir, 6 ára Mérfmnst stóru kubbamir skemmtilegastir Sigurður (Siggi) Guðmundsson, 5 ára Það er mest spennandi að fara í smellikubbana hér inni en úti er klifrukastalinn ótrúlega skemmti- legur. Gísli fagnar fertugsafmæli sínu Fékk m.a. hægfara ökutæki og 80 punkta í ökuferilsskrána að gjöf Síðastliðinn föstudag varð Gísli Einarsson, fféttamaður, kúnstner og fyrrum ritstjóri Skessuhorns fer- tugur. Af því tilefni bauð hann vin- um og ættingjum til veislu mikillar og óvenjulegrar í Landsnámssetr- inu í Borgarnesi. Forsýndi hann í upphafi leikverk sitt; Mýramann- inn, en frumsýning þessarar léttkó- medíu var síðan á laugardeginum (sjá leikdóm BG hér í blaðinu). Mýramanninn tileinkar Gísli for- eldrum sínum, þeim Auði og Einari sem eru, sbr. orð hans í leikskrá „hið ágætasta fólk, merkilegt nokk.“ Eftir sýninguna var slegið upp veislu með fjölbreyttri dagskrá. Meðal atriða má nefna að systkini Gísla ffumsýndu myndband með tillögu að síðasta þætti Gísla af „Ut og suður“ þar sem hann ræðir ald- urhniginn við sjálfan sig á æsku- slóðum í Lundarreykjadal. Með hlutverk Gísla á eldri árum fór Brynjólfur bróðir hans, en Gísla ungan lék Einar Friðfinnur 10 ára systursonur hans og fórst þeim báð- Lundarreykjadalurinn á einu bretti. um verkið vel úr hendi. Allar systur Gísla tóku virkan þátt í framleiðslu þáttarins, en þær hugsa honum, að sögn, þegjandi þörfina þar sem hann hefur í gegnum tíðina gert ómælt grín að þeim við hin ýmsu tilefhi án þess að þær gætu haldið uppi vörnum. Afmælisbarninu voru færðar ýmsar góðar gjafir. Má þar nefna að vinir Gísla og fyrrum nágrannar færðu honum hluta Lundarreykja- dals í formi nýlistaverks þar sem kenndi ýmissa grasa í bókstaflegri merkingu auk sýnishorns af girð- ingarafrekum Gísla, frægum holum og merktum steinum í vegi þeirra og ýmsu öðru. Vildu nágrannamir þannig þakka honum trygglyndi við heimahagana og færa fjallið til Mú- hammeðs þar sem sá síðarnefndi hefði kosið að búsetja sig á Mýrun- um. Þá var Gísla færð bifreið að gerðinni Land Rover árgerð 1966 að gjöf með þeim orðum að oft væri það svo að sá eldri hefði vit fyrir þeim yngri, með vísan í að ökutæk- ið væri þeim sérstöku kostum búið að kom- ast alls ekki á þann hraða sem Gísli væri frægastur fyrir að vilja aka á. Allir gest- ir samkvæmisins færðu síðan afmælis- barninu einn punkt úr ökuferlisskrám sínum og fékk hann þannig yfir 80 nýja punkta í ökuferils- skránna til að grípa til ef á þarf að halda. Effir ræðuhöld og góðan viðurgjörning var stiginn dans und- ir öruggri forystu hins trausta vinar; fé- lagsmálaráðherrans og annarra meðlima í hljómsveitinni Upp- lyftingu. MM „Traustur vinur“ íflutningi þeirra Sigurðar Dagbjartsson- ar, Magnúsar Stefánssonar og Kristjáns B Snorrasonar t „Víagra“ eða Upplyftingu. Gísli ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Huldu og frumburðinum Rakel. Við Land Roverinn góða tilbúinn í langferð. Sýningu Mýramannsins tileinkar Gísli foreldrum sínum þeim Einari ogAuði. Æskan á Vesturlandi Líf Lárusdóttir. í ýmsu sem betur má fara. Æskan á Vesturlandi er nýr vikulegur þáttur í Skessuhomi sem ætlunin er að verði firam til vorsins - og jafinvel lengur. I þessum pistli gefiim við unga fólkinu okkar orðið um hvaðeina sem það vill tjá sig um. Umsjón með efni hafa starfsmenn æsku- lýðsmiðstöðva á Vesturlandi. Heiðrún Janusardóttir, verkefh- isstjóri æskulýðs- og forvamar- mála á Akranesi á frumkvæðið að því að þættinum er komið af stað og mun hún safha inn efni frá öllum æskulýðsmiðstöðvum á Vesturlandi. Skessuhom færir henni bestu þakkir fyrir og hvet- ur unglinga til að setja sig í sam- band við Heiðrúnu hafi þeir á- huga á að skrifa í þáttinn. Verum bjartsýn og byggjum á hinu góða Fyrir nokkrum vikum las ég í dagblaði að Akranesbær væri eitt af best settu sveitarfélögunum á Is- landi. Eg gladdist yfir þessari ffétt því að sjálfsögðu lesum við allar fféttir sem berast ffá Akranesi og fjalla um bæinn okkar eða bæjar- búa. A síðum dagblaðanna birtast einnig fréttir sem eru ekki jafn skemmtilegar. Ungt fólk hefur hins vegar áhuga á að lesa fféttir sem fjalla um eitthvað jákvætt. Fréttir sem eru upp- byggilegar. Hér á Akranesi er svo margt að gerast sem er jákvætt. Við getum bent á fjölmörg dæmi. Við höfum hins vegar orðið vör við að tækifæra til að fagna eru ekki nýtt heldur hamrað á öðru sem betur má fara. Af hverju? Eg bara spyr. Ég minni Akurnesinga á allt hið góða sem ungt fólk er að gera. Við skulum ræða um affek skólahljóm- sveitarinnar, Þjóðlagasveitina, söngleiki í Grundaskóla, sjávarút- vegsþema, Rokkprógrammið ungir gamlir og fjölda annarra ffábærra viðburða. Ungt fólk á Akranesi hvetur bæj- arstjórn Akraness og Akurnesinga til að hugsa stórt. Hugsa til ffam- tíðar. Hér eru endalaus sóknarfæri á öllum sviðum. Bærinn er að stækka, atvinnutækifærum fjölgar, bættar samgöngur efla tengslin og svo mætti lengi telja. Við skulum sameinast um allt það jákvæða og byggja síðan á því til að gera betur Við unga fólkið komum stolt fram fyrir hönd okkar bæjar í íþróttakeppnum, á tónleikum, á leiksýningum og bara dags dag- lega. Við erum Akurnesingar og ætlum að bera höfuð hátt og gera alltaf okkar besta. Ég held að þið hin sem eruð fullorðin mættuð oft- ar vera bara stolt af okkur í stað þess að sjá það sem betur má fara hjá einstaka manni. Unglingsárin eru stundum tími mikilla átaka. Ég minni hinsvegar okkur öll á að án átaka verður enginn þroski. Kveðja, Ltf Lárusdóttir, formaður Nemendafélags Grundaskóla á Akranesi. Frá diskó-balli í Brekkubcejarskóla M.janúar 2001.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.