Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2007, Side 4

Skessuhorn - 14.02.2007, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 2007 Málþing um málefiii nýbúa VESTURLAND: Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi undirbúa nú málþing um málefni nýbúa á Vesturlandi. Það var stjóm sam- takanna sem samþykkti þing- haldið á dögunum. Fram kom á fundi stjómarinnar að í árslok 2005 heíðu nýbúar á Vesturlandi verið 690 talsins af 44 þjóðemum og líklegt væri að þeim hafi fjölg- að síðan. -hj Rýnisfimdur um íþróttahús GRUNDARFJ ÖRÐUR: Á mánudaginn í fiðinni viku var haldinn rýnisfundur vegna fýrir- hugaðrar íþróttabyggingar í Grundarfirði. Þar mættust full- trúar íþróttafélaganna í bænum ásamt starfsmönnum og viðraðar vom hugmyndir og væntingar varðandi byggingtma. Fundurinn stóð yfir í fimm klukkustundir og ýmsar tillögur ræddar en engar ákvarðanir vom teknar, enda ekki markmið fundarins. -kh Leitin að frumkvöðlinum að hefjast VESTURLAND: Dómnefnd um val á ffumkvöðli Vesturlands 2006 hefur tekið til starfa. Eins og kunnugt er var frumkvöðull ársins 2005 valinn Sparisjóður Mýrasýslu og var það í fyrsta sinn sem vahð fór firam. Nú er ákveð- ið að endurtaka leikinn. I dóm- nefiid nú sitja Hrönn Ríkarðs- dóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Kristjana Hermannsdóttir. Á síð- asta ári störfuðu með nefndinni fulltrúar frá Háskólanum á Bif- röst og Impm á Akureyri. -hj Kanna mötu- neytismál VARMALAND: Viðhorf til mötuneytis Varmalandsskóla var kannað nýlega meðal foreldra er eiga böm við skólann. I stystu máfi má segja að fleiri foreldrar hafi verið ánægðir þótt þeir bendi á að eitt og annað megi betur fara. Stór hópur vill sjá breytingu á matseðlinimi. Mest er talað tun að auka hlut hollari matvara eins og grænmetis og ávaxta, minnka eða sleppa for- unnum mat og auka hlut fersk- metis. -bgk Lúðvík ráðinn deildarstjóri AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu Heiðrún- ar Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvamarmála um að ráða Lúðvík Gunnarsson í starf deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála. Auk Lúðvíks sóttu um starfið Berglind Þráins- dóttir, Ema Hafnes Magnúsdótt- ir, Helgi Jónsson, Ragnhildur Is- leifs Olafsdóttir og Unnar Þór Reynisson. -hj 20 ára afinæli FVA Þann 6. febrúar sl. vora 20 ár lið- in síðan Fjölbrautaskóli Vestur- lands á Akranesi hlaut það nafn sem hann nú hefur. Þegar skólinn var stofnaður, þann 12. september árið 1977, hét hann Fjölbrautaskólinn á Akranesi. Þann 6. febrúar 1987 gerðu 32 sveitarfélög á Vesturlandi og menntamálaráðuneytið samning um rekstur skólans og þá var nafni hans breytt og hefur hann síðan heitið Fjölbrautaskóli Vesturlands. Síðan þessi 32 sveitarfélög í fjórð- ungnum undirrituðu fyrst samning um skólann hafa mörg þeirra sam- einast og sveitarfélög á norðan- verðu Snæfellsnesi hafa auk þess hafið samstarf um rekstur fram- haldsskóla í Grundarfirði. Nú era sveitarfélögin sem aðild eiga að samningi um skólann því aðeins sex talsins, þ.e. Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholts- hreppur og Skorradalshreppur. AÍM/heimild: fva. is Félagsþjónustan bætt í Borgarbyggð Samþykkt var við gerð fjárhagsá- ætlunar Borgarbyggðar á dögunum að ráða starfsmann í fullt starf í þjónustu við aldraðra. Viðkomandi mun hafa aðstöðu að Borgarbraut 65 þar sem margir eldri borgarar búa og jafnframt er þar aðstaða fyr- ir félagsstarf aldraðra í Borgar- byggð. I samtah við Hjördísi Hjart- ardóttur, félagasmálastjóra Borgar- byggðar kom ffarn að starfsmaður- inn mun sjá tun mötuneyti fyrir eldri borgara sem kjósa að matast að Borgarbraut 65. Einnig á hann að vera verkstjóri í heimilishjálp- inni og síðast en ekki síst að vera íbúum innan handar. „Á þennan hátt verða íbúðir í blokkinni loksins þjónustuíbúðir. Þarna verður starfsmaður sem hægt er að ná í ef eitthvað kemur upp á.“ Matur þrisvar í víku I töluverðan tíma hafa eldri borgarar í Borgarbyggð getað keypt máltíðir að Borgarbraut 65, tvo daga í viku. Nú hefur verið ákveðið að fljótlega verði í boði að kaupa mat þrisvar í viku. Að sögn Hjördísar er vilji fyrir því meðal stjómenda sveitarfélagsins að auka þjónustu við eldri borgara meðal annars með þessum hætti og er stefnt að því að fyrr en síðar verði hægt að kaupa heitan mat fimm daga vikunnar. Um er að ræða há- degismat sem eldaður verður í eld- húsi Dvalarheimilis aldraðra en keyrður innan húss á vögnum yfir í aðstöðu sem félagsstarf aldraðra er með að Borgarbraut 65 þar sem fólk kemur saman og fær sér að borða. BGK Hvert mannsbam á Akranesi greiðir 28 þúsund á ári í göngin Frá því að Hvalfjarðargöngin vom tekin í notkun hefur með reglubundnum hætti skotið upp umræðu um veggjöld þau er vegfar- endur um göngin þurfa að greiða. Ekld síst hefur umræðan verið fyrir- ferðarmikil í kjölfar samnings Spalar og Vegagerðarinnar um uppbygg- ingu vegar um Kjalames og tvöföld- un Hvalfjarðarganga. I þessu sam- bandi er fróðlegt að sjá hvemig tekj- ur Spalar myndast og hvaðan þær koma. Frá opmrn ganganna hefur kostað 1.000 krónur um göngin fyr- ir fólksbíl. Afsláttarkjör hafa hins vegar verið í boði fyrir þá er greiða fyrirffam veggjöldin. Fyrir fólksbíl er gjaldið nú lægst 270 krónur ef keyptar era 100 ferðir fyrirfram. Eins og fram hefur komið í Skessuhomi breytist gjaldskráin þann 1. mars og þá lækkar gjaldið úr 1.000 króntun í 900 krónur. Lægsta gjaldið lækkar úr 270 krónum í 253 krónur. Samkvæmt upplýsingum ffá Speh greiða einstaklingar og fyrirtæki á Akranesi veggjöld sem svara til lið- lega 1/6 hluta af tekjum félagsins eða tæpar 170 milljónir króna á ári eða um 28.000 krónur á hvert mannsbam. Það skal þó ítrekað að inn í þessari tölu em veggjöld fyrir- tækja. Einstaklingar og fyrirtæki á Vesturlandi öllu greiða um þriðjung af tekjum félagsins eða tæplega 340 milljónir króna eða ríflega 22.000 krónur á hvem íbúa. Helmingur tekna Spalar, um 500 milljónir króna, koma hins vegar ffá einstaklingum og fyrirtækjum á höf- uðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Viðskiptavinir í öðrum landshlutum og erlendir ferðamenn greiða um 170 milljónir króna af tekjum félags- ins og standa því undir svipuðum hluta og Skagamenn. HJ Hugmyndir um uppbyggingu við Kirkjubraut 39 Bæjarráð Akraness hefur vísað til af- greiðslu skipulags- og byggingarnefndar bæjarins hugmynd- um Loga S. Jóhanns- sonar f.h. Málningar- búðarinnar ehf. um uppbyggingu á lóð- inni nr. 39 við Kirkjubraut. Sam- kvæmt hugmyndum Loga verður núver- andi bygging á lóð- inni fjarlægð og byggt verði í staðinn fjögurra hæða lyftu- hús sem nýtt verði sem blandað húsnæði með þjónusturýmum á götuhæð, 2. hæð og ef til vill á þriðju hæð. Þá er gert ráð fyrir íbúðum á fjórðu hæð og einnig ef til vill á þriðju hæð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar sam- kvæmt þessum hugmyndum er í samræmi við þær hugmyndir sem bæjaryfirvöld hafa viðrað að undan- fömu á þessu svæði eða um 1,43. Samkvæmt núgildandi deiliskipu- lagi er nýtdngarhlutfall lóðarinnar 0,4-0,6. Þar sem breyta þarf deiliskipulagi eigi þessar nýju hugmyndir að ná ffam að ganga óskaði Logi effir af- stöðu bæjaryfirvalda til málsins þannig að hægt væri að halda áffam með skipulagningu og hönnun byggingarinnar eða leggja þær til hliðar ella. HJ Aðeins eitt tilboð AKRANES: Iðnmennt ses. átti eina tilboðið sem barst í lager prentaðra korta Landmælinga Islands sem Rfldskaup óskaði effir tdlboðum í á dögunum. Til- boðið var að fjárhæð rúmar 4,8 milljónir króna og hefur verið gengið frá samningum um söl- tma. Eins og kunnugt er hættu Landmælingar Islands útgáfu prentaðra landakorta og sölu þeirra á almennum markaði um síðustu áramót. Áður höfðu kortagrunnar stofnunarinnar verið boðnir út og átti Iðn- mennt þá einnig hæsta tilboðið. -hj Samið við lægstbjóðanda HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjóm Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að ganga til við- ræðna við Art sérsmíði ehf. um stækkun leikskólans Skýjaborgar í Hvalfjarðarsveit. Eins og ffam hefur komið í frétt Skessuhoms bárust fjögur tilboð í verkið og vora þau öll talsvert yfir kostn- aðaráætlun og var það lægsta að upphæð rúmar 37 milljónir króna eða rúmlega 21% yfir kostnaðaráætlun. -hj Göngin lyksuguð HVALFJ.GÖNG: Starfsmenn Holræsahreinsunar ehf. fengu á dögunum það óvenjulega hlut- verk að ryksuga Hvalfjarðar- göngin. Eins og allir vita sem um göngin fara getur rykmeng- un í þeim verið nokkur. Sér- staklega á það við að vetrinum þegar notktm nagladekkja er í hámarki en auk þess berst mik- ið magn af salti aðliggjandi vega inn í göngin. Tæki og tól tdl verksins vom prófuð í des- ember og á dögunum hófst svo verkið. Ryk á vegöxlum og í út- skotum var sogað upp og flutt á brott. Eins og gefur að skilja var affaksmrinn talinn í tonn- um og var rykið urðað. Er nú lítið ryk í loftinu í göngunum og ráðgert er að nota þessa tækni reglubundið í framtíð- inni. -hj Hugmyndavinna um skipulag BRÁKAREY: Fjórar arkitekta- stofur vinna nú sitt í hvora lagi að hugmyndum að skipulagi fyrir Brákarey í Borgamesi sem skila á til sveitarstjórnar Borg- arbyggðar fyrir fyrsta mars. Ekki er um eiginlega sam- keppni að ræða. I samtali við Pál S Brynjarsson sveitarstjóra kom ffam að ekki væri um út- boð að ræða heldur hefði sveit- arfélagið farið fram á við þessar stofur að þær ynnu skipulag fyrir eyjuna. „Þegar okkur ber- ast þessar hugmyndir munum við skoða hvort einhver þeirra er nýtileg og í framhaldinu taka ákvarðanir um eftirleikinn," sagði Páll. -bgk Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhom.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhom.is Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.