Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2007, Page 9

Skessuhorn - 14.02.2007, Page 9
■■.fMi.H..: i ■ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 2007 9 A-deild lyflækningadeildar SHA 30 ára Á dögunum fögnuðu starfsmenn Sjúkrahússins og heilsugæslustöðv- arinnar á Akranesi 30 ára afmæli A- deildar, eða lyflækningadeildar stofnunarinnar. Það var 1. febrúar 1977 sem starfsemi deildarinnar hófst í núverandi húsnæði. Sögu deildarinnar má þó rekja aftur til ársins 1968 en þá var ráðinn fyrsti lyflæknir sjúkrahússins. Alls geta 18 sjúklingar dvalið á deildinni og hef- ur starfsemin verið öflug undanfar- in ár. Innlögnum hefur fjölgað ár ffá ári og eru þær nú um 700 á ári auk þess sem 45-55 dagdeildarsjúk- lingar sækja þangað þjónustu. Hlutverk lyflækningadeildar er að veita almenna lyflækningaþjón- ustu fyrir íbúa þjónustusvæðis SHA og aðra sem til deildarinnar leita. Valdís Heiðarsdóttir hjúkrunar- deildarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að markmið deildar- innar sé að veita skjólstæðingum bestu meðferð á sviði lyflækninga og hjúkrunar á hverjum tíma efdr því sem kostur er á og aðstæður bjóða. Hún segir að við deildina starfi sérfræðingar í lyflækningum en einnig sé tdl staðar sérfræðiþekk- ing í hjarta,- meltingar,- gigtar- og nýrnasjúkdómum og þá starfi við deildina einnig reyndir hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar sem sinni skjóstæðingum sínum af fag- mermsku auk þess að sinna kennslu í klínisku námi fyrir hjúkrunarnema og sjúkraliðanema. Þorkell Guðbrandsson er yfir- læknir deildarinnar og hjúkrunar- deildarstjóri er eins og áður sagði Valdís Heiðarsdóttir. HJ Innlit í liðinn tíma Þorrablót var haldið nýlega í Leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði. Skemmtunin var í samkomuhúsinu þar sem nemendur skemmtu gestum með leik og söng. Nemendur hafa verið að kynna sér muni ffá fyrri hluta síðustu aldar og voru búin að raða þeim upp til þess að sýna þorrablótsgestum og kölluðu þau þáttinn „Innlit í liðinn tíma.“ Eftir að skemmtuninni lauk var ölliun boðið upp á þorramat í leik- skólanum. Fjöldi foreldra mætti og tók þátt í Þorrablót- inu með bömunum, en grund- firskir foreldrar em skv. starfs- fólki leikskólans, afar duglegir að mæta á samkomur þeirra. KH Kvenfélagið Hringurinn í Stykldshólmi 100 ára Á laugardaginn kemur, þann 17. febrúar verður kvenfélagið Hring- urinn í Stykkishólmi 100 ára, en fé- lagið er langelsta starfandi félag bæjarins og samofið sögu bæjarfé- lagsins. Það var fyrir áeggjan kven- félagsins Hringsins í Reykjavík að Hringurinn í Hólminum var stofn- aður og var þá efst á baugi að rétta hjálparhönd til heilbrigðismála í bænum. Hjúkrunarkona var m.a. ráðin, en á þeim tíma vom berklar algengir og margir áttu um sárt að binda. Á þeim tíma var vart til það málefni sem snéri að velferð eða menningu íbúa Stykkishólms, að kvenfélagið léti það sig ekki varða á einn eða annan hátt og byggðist það á sjálfboðaliðastarfi og framlagi félagskvenna í félagssjóð. Þá hafa bæjarbúar einatt stutt dyggilega við starfsemi félagsins. Á árinu ráðgerir félagið að gefa út afmælisblað þar sem litið verður yfir farinn veg og tímamótunum gerð skil. Til að gleðjast yfir góðu starfi í eina öld munu félagskonur í Hringnum og þeirra gestir koma saman á afmælisdaginn í söguffæg- asta húsi bæjarins, Norska húsinu og fagna þessum merku tímamót- um. KH Spurningakeppni Lanbúnadarhdskóla íslands verður haldin í matsal LBHÍ d Hvanneyri þriðjudaginn 20. febrúar og byrjar kl. 20:00. Viskukýrin 2007 Keppni milli kennara, nemenda og heimamanna. SkemmtiatriSi í heimsklassa Stjórnandi keppninnar er: Logi Bergmann Eidsson Adgangseyrir 500 kr.en frílt fyrir 14 ára og yngri. I tilefni konudaqsins bjoðum við 15% afslátt af öllum ilmvörum b.qounq E • L • T • O • N og fleírum cnáájrast/ Gleðjum konuna með blpmum og huggulegheitum Persónuleg þjónusta Verið velkomin Akraneskaupstaður Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar 1 Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs, sbr. ákvæði í 1. gr. 2 mgr. reglna fyrir Húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar en þar segir: "Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum á Akranesi sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir ísamræmi við upprunalegan byggingarstíi húss og ísamræmi við sjónarmið minjavörslu". Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúningsframkvæmda, áætlana^erðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. Húsakannana. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar verklýsingar og teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum. Byggingarnefnd getur kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum eftir þvi sem þurfa þykir að mati nefndarinnar. Byggðasafn Akraness og nærsveita skal veita umsögn um styrkumsóknir. . Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. | Umsóknir skulu berast eigi síðar en 30. mars 2007 á skrifstofur Akraneskaupstaðar, I Stillholti 16-18, 3. hæð. Frekari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi að Dalbraut 8 eða í síma 433 1051. Reglur fyrir húsverndunarsjoðinn er hægt ao sKoöa í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is Akranesi, 13. febrúar 2007 - Runólfur Þór Sigurðsson, - Byggingarfulltrúi Akranes. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf Melabraut 21-27 - 220 Hafnarfjörður Sími 565-1240 - Fax 565-2243 Tölvupóstur vhe@vhe.is VHE, (vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf.) er móðurfyrirtæki 10 annara fyrirtækja hér á landi. Þessi fyrirtæki sérhæfa sig á ýmsum sviðum iðnaðar svo sem í þjónustu við áliðnaðinn og önnur iðnfyrirtæki, hönnun og framleiðslu á tækjum og búnaði fyrir álver á íslandi og annars staðar í heiminum, vökva- og loftbúnaði, vélahönnun, rafmagnshönnun, hugbúnaðargerð og ýmsu fleiru. Vegna mikillar vinnu, einkum í tengslum við áliðnaðinn á íslandi, þá viljum við ráða vélvirkja og rafvirkja til að starfa hjá fyrirtækinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf við hátæknivæddan iðnað. í boði eru góð laun fyrir gott fólk og húsnæði og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 893 3844 Einnig er hægt að leggja inn umsókn eða fyrirspurnir með rafpósti, ingi@stimir.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.