Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2007, Qupperneq 11

Skessuhorn - 14.02.2007, Qupperneq 11
§BESSUH©EKj MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2007 11 Námskeið í að þekkja ein- kenni misnotkunar á bömum Þátttakmdur á námskeiðinu í Borgamesi. Mynd: Asthildur Magnúsdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar- innar í Borgarnesi ákvað upp á sitt einsdæmi fyrir skömmu að fá nám- skeið fyrir fagfólk í því að lesa í vís- bendingar um að vanræksla eða of- beldi eigi sér stað gegn börnum. Nú þegar hafa eitthundrað og þrettán einstaklingar skráð sig á námskeiðin, sem hófust á mánu- daginn í þessari viku. I samtali við Guðrúnu kom fram að félag fagfólks í ffístundaþjónustu hefði verið með forvarnarnám- skeiðið „Verndum þau“ í samstarfi við Menntamálaráðuneytið. Nám- skeiðin eru byggð á efni bókarinnar Verndum þau og eru það höfund- amir Þorbjörg Sveinsdóttir og Olöf Asta Farestveit sem stýra nám- skeiðunum. Þær hafa báðar starfaði í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum. Guðrún kveðst hafa verið að leita að ein- hverju námskeiði í þessum anda fyrir starfsfólk heilsugæsltmnar sem vinnur með börn, þegar námsefnið Verndum þau datt inn á borðið hjá henni. Þeim sem námskeiðin sækja er kennt að sjá einkenni þeirra barna sem búa við vanrækslu og/eða eru beitt ofbeldi, líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu, sem sagt framkomu sem ekki á að líðast við börn. „Mér fannst þetta svo áhugavert að ég kom að máli við Asthildi Magnúsdóttur fræðslustjóra Borg- arbyggðar og þá „sprakk allt.“ Þeg- ar hún fór að kynna málið vildu afar margir komast á svona námskeið, kannski í ljósi allrar þeirra umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu undanfarið. Borgarbyggð hefur stutt vel við bakið á mér í þessu ferli öllu. Asthildur er náttúrulega starfsmaður sveitarfélagsins og hef- ur unnið ötullega að málinu. Sveit- arfélagið gefur kaffi og meðlæti á námskeiðið auk þess að styrkja með beinum framlögum," sagði Guðrún Kristjánsdóttir. BGK Nýr hausarí sparar þrjú störf Stjórn Fiskiðjunnar Bylgjunnar hf. í Ólafsvík hefur ákveðið að fjár- festa í hönnun og smíði nýs haus- ara fyrir flatfisk. Hausarinn er hannaður samkvæmt hugmynd starfsmanna fyrirtækisins og hefur tækið fengið vinnuheitið „Hinni 2007.“ í nafninu er vísað til Hin- riks Pálssonar sem var starfsmaður fyrirtækisins um árabil. Nýja haus- aranum er ætlað að fækka störfum við hausun úr íjórum í eitt en þau störf eru þau kalsömustu og mest slítandi innan veggja fyrirtækisins. Þá vinna tæknimenn Marels hf. þessa dagana að hönnun nýrrar flæðilínu fyrir Bylgjuna og er henni ætlað að auka afköst og bæta vinnuaðstöðu starfsmanna. HJ Hollusta og heilbrigði Komdu og vertu með á skemmtilegu og fræðandi námskeiði! Á námskeiðinu lærum við að búa til einfaldan, hollan og girnilegan mat. Hvernig borðar þú? Hvað ertu hugsanlega að gera rangt og hvernig getur þú lagað það? - Stutt sjálfspróf. Hvernig getum við notað hugþjálfun/hvatningu til að ná góðum tökum á mataræðinu? Ýmislegt verður til smökkunar og við fáum spennandi uppskriftir til að prófa heima. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 19. febrúar í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 19.30. Leiðbeinandi er Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur. Verð: Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands kr. 1.500. Aðrir kr. 7.500. Skráningar hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi í síma: 437-2390 eða á vefnum: www.simenntun.is % SIM6NNTUNARMIÐSTOÐIN Á VG5TURLANDI A Stéttarfélag Vesturlands www.skessnhom.is *■ á HANDVERKSBAKARI ^ DigraTwjjfaöki 6 - Borgarnesi - sími : 4371920 Jf f * Bollukaffi á sunnudaginn! B^fwölla og kaffjjeða heitt súkkulaði á 400 kr. núííifkllukkan 7 og 9 alla virka daljá Hádegisverðarlilb6ðJkL11-14: SÚPA, SÍLDARBRAUÐ OG KAFFI AÐ EIGIN VALI Verð 980 kr. - verð áður 1.320 KONUDAGSTERTAN! Tilboð á sunnudag 1.980 kr. Verð áður 2.200 kr

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.